Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 2 9 Frá viðskiptaþingi — Framtíð einkarekstrar: Kynslóðaskipti í einkarekstri Eftir Jónas A. Aðalsteinsson hrl. Hér fer á eftir kafli úr erindi, sem Jónas A. AAalsteinsson, hrl. flutti á Vidskiptaþingi á dögunum um kynslóóaskipti í einkarekstri: Eins og ég vék að áðan eru eig- endaskipti oftast samfara kyn- slóðaskiptum í einkarekstri. Að- stæður eru þá þær, að eldri kyn- slóðinni hefir tekist að byggja upp einkarekstur, sem fellur til yngri kynslóðar fyrir arf. Algeng- asta rekstrarform einkarekstrar er einhvers konar félag, mjög oft hlutafélag. Eftir kynslóðaskipti vegnar einkarekstri oftast vel en þó á stundum miður. Það eru kynslóðaskipti einkareksturs í þessum tilvikum, þ.e. hinum svokölluðu fjölskyldufyrirtækj- um, sem ég vil víkja nokkuð nán- ar að. Við kynslóðaskipti er oft um fjölgun eignaraðilja að ræða frá því, sem var fyrir skiptin. Þá kemur oft upp sú staða, að eign- araðild að rekstrinum fylgir ekki endilega þátttaka í honum eða stjórnun hans. Ef um er að ræða hlutafélag er það alþekkt vanda- mál hér á landi að verðmat minnihiuta hlutafjár án hags- munaaðstöðu í félaginu er al- mennt mjög lágt og sölumögu- leikar slíks hlutafjár á almennum markaði litlir, enda þótt verð- mætamat bak við hverja einstaka hlutafjáreiningu kunni að vera hátt. Þessi staða er upp komin vegna þess hvernig skattalöggjöf er háttað hér á landi, og reyndar hlutafélagalöggjöf einnig. Þetta var nánar rakið í næsta erindi hér á undan af Bjarna Snæbirni, í erindi hans um áhættufjármagn og ávöxtunarmöguleika þess í at- vinnulífinu. Afleiðing þessa er sú, að vilji menn í einhverju njóta þeirra eigna sinna, sem eru í þessu formi, eiga þeir oft ekki annarra kosta völ en ráðst til starfa hjá fyrirtækinu, hvort sem hugur þeirra hefði ella stefnt í þá átt eða ekki. Tilvik af þessu tagi við kyn- slóðaskipti í einkarekstri eru mjög algeng. Vafalaust leysa að- ilar þau vandamál farsællega í flestum tilvikum og þekkt eru mörg dæmi þess, að uppstokkun samfara kynslóðaskiptum hafi hleypt nýju lífi í áður steinrunn- inn einkarekstur. Hin tilvikin eru þó of mörg þekkt, þegar jafnvel stæltur einkarekstur lifir ekki hreinsunareld kynslóðaskiptanna af, ef svo má að orði komast. Það vandamál er alþjóðlegt fyrir- brigði og hefur verið þekkt frá örófi alda. Við þekkjum t.d. enska málsháttinn: „From clog to clog in three generations", þ.e. af Jónas A. Aðalsteinsson tréskóm á tréskó tekur þrjár kynslóðir. Hér á landi hefur vandamál þetta lítið verið rannsakað á skipulegan hátt. Það, sem um það telst vitað almennt, jafnt erlendis sem hérlendis, bendir þó til þess að frumorsök þess að kynslóða- skipti í atvinnurekstri eru vanda- mál, megi rekja til þess, sem kalla megi vanrækslu eldri kyn- slóðarinnar. Sú vanræksla felst í því að undirbúningur kynslóða- skiptanna er ekki sem skyldi, hvorki almennt né í einstökum tilvikum. Sá undirbúningur kynslóða- skipta, sem við er átt, getur verið fólginn í því að stuðla að breyt- ingu á löggjöf í þá átt, að auð- velda kynslóðaskipti á hverjum tíma og vísa ég til þess sem ég sagði hér áðan um löggjöf um opinber gjöld, sbr. tl. 6.3.7. í stefnu Verzlunarráðs íslands. í sambandi við gjaldtöku opin- berra aðila minni ég á lög um erfðafjárskatt, en þau fela í sér gjaldtöku hins opinbera sem nemur 10, 25 eða 50% af hreinum arfi til erfingja, eftir því hvort um er að ræða arf til niðja eða maka, sem fellur í fyrsta flokk eða arf til fyrnari erfingja, sem fellur ýmist í annan eða þriðja flokk. Varðandi erfðafjárskattinn bendi ég þó á það að víða erlendis er hann mun hærri af miklum verðmætum en hér tíðkast. Vafa- laust verður um það deilt hvernig standa eigi að löggjöf í þessu efni en ekki munu allir á eitt sáttir hvert stefna beri. I öðru lagi má undirbúa kyn- slóðaskipti með því að huga í tíma að markmiði hvers einstakl- ings með starfsemi sinni. I því sambandi bendi ég á það, að það er alls ekki sjálfgefið að vilji allra einstaklinga í einkarekstri standi til þess að rekstur þeirra verði óbreyttur áfram. Alþekkt er ný- legt dæmi um það, að eigendur stórrekstrar ákváðu, að eftir þeirra dag yrði reksturinn leyst- ur upp og seldur og andvirðinu varið til líknar- og menningar- mála. Ef það er aftur á móti markmið og vilji eldri kynslóðarinnar að reksturinn flytjist sem heild til næstu kynslóðar er mjög æskilegt að viðtakandi kynslóð verði und- irbúin í tíma. Sá undirbúningur gæti verið fólginn í beinni þátt- töku, umræðu um markmið og leiðir og fyrirfram gerðar ráð- stafanir af ýmsu tagi. Oft eru stjórnunarvandamál fyrirsjáan- leg í kjölfar kynslóðaskipta og er nú mun auðveldara að leysa vanda af því tagi en áður var með ráðningu sérfróðra stjórnenda eða ráðgjöf manna sem hafa sér- hæft sig á því sviði. Aðalatriðið er, á þessu sviði sem svo mörgum öðrum, að menn geri sér grein fyrir vandamálinu á meðan það er vel leysanlegt og geri viðeig- andi ráðstafanir á réttum tíma. Ef litið er til grannþjóða verð- ur maður fyrst var við umræðu um það, hvort fjölskyldufyrirtæki eigi að ráða sér sérfróða stjórn- endur eða ekki og skiptast menn nokkuð í tvo hópa, en niðurstaðan er að sjálfsögðu sú, að það hljóti að fara eftir aðstæðum hverju sinni. Þó er nokkuð ljóst, að sér- fróður stjórnandi utan fjölskyld- unnar er ekki bundinn af fjöl- skylduviðjum og kann því að líta á úrlausnarefni viðkomandi fé- lags á efnislegri hátt. Þetta er þó ekki einhlítt og fylgja því einnig gallar að þurfa að fást við lausn vandamála fjölskyldufyrirtækis sem utanaðkomandi aðili. Svo sem ég hefi rakið hér að framan hefi ég reynt að varpa nokkru ljósi á kynslóðaskipti í einkarekstri. Það er málefni sem hingað til hefur lítt sem ekki ver- ið rannsakað á skipulegan og kerfisbundinn hátt og er mjög líklegt að ýmsar af þeim skoðun- um, sem til þessa hafa talist rétt- ar, eigi eftir að breytast. Sem dæmi um það vil ég benda á þá staðreynd að mjög hljótt er um öll þau fjölmörgu kynslóðaskipti sem að leysast farsællega, en menn heyra frekar um þau tilvik þegar kynslóðaskipti valda úlfúð og sundrung. Af þessu hafa menn almennt dregið þá ályktun að kynslóðaskipti fari oft, ef ekki oftast fram með ófriði og deilum. Ég hefi trú á því, að athugun á þessu myndi leiða hið gagnstæða í ljós. Reynslan af víðtækum rann- sóknum á þessu sviði í Bandaríkj- unum er sú, að skilningur þar fer vaxandi á vandamálum þeim, sem samfara eru kynslóðaskipt- um í einkarekstri, jafnframt því sem ríkjandi skoðanir á einstaka þáttum hafa reynst ýmist óná- kvæmar eða beinlínis rangar. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að þessum málefnum mun verða gefinn meiri gaumur í framtíðinni og ég vona að sú at- hugun leiði af sér jákvæða þróun í þágu komandi kynslóða. Myndin er tekin á fyrstu samkomunni sl. sunnudagskvöld. Ljósm.: C.H.i. „Kristsvakning ’81“: Samkomuherferðinni lýkur annað kvöld KKISTIIR og unglingurinn er ræðu- efni kvöldsins á næstsíðustu sam- komu „Kristsvakningar 81", sem haldin er í húsi KFIIM og K þessa viku, en samkomuherferðinni lýkur annað kvöld, en auk fyrrgreindra fé- laga standa að herferðinni KSS og KSF og Samband ísl. kristnihoðsfé- laga. Olafur Jóhannsson, guðfræði- nemi, fjallar um efnið í kvöld, en af öðrum dagskráratriðum má npfna leikþátt og fram kemur sðnghópur og Sigrún og Dagný syngja. Síðasta samkoman verður annað kvöld og fjallar þá Sigurður Pálsson, námsstjóri, um efnið Kristur og þú. Dagrún Hjartar- dóttir segir nokkur orð, Jóhanna G. Möller syngur einsöng og Æskulýðskór KFUM og K syngur. Að loknum samkomunum, sem eru opnar öllum almenningi, gefst gestum kostur á að staldra við í húsinu og fá kaffiveitingar, ræða um efni kvöldsins við ræðumenn- ina og aðra, syngja og skoða og kaupa bækur. Prýöið heimiliö með húsgögn- ^ um frá KM Opiö kl. 10—5 i> Leðursófasett i) /' ótrúlegu úrvali IKMhús9ö9n 1 W m ^ ■ W ■ Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.