Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 í UPPHAFI landsfundar eftir hádegi í gær tók Jónas Haralz til máls og gerði grein fyrir störfum nefndar þeirrar, sem unnið hefur að drögum að stjórnmálayfirlýsingu landsfundarins. Sagði Jónas Ilaralz að þetta væri þriðji landsfundurinn, þar sem hann hefði þetta verkefni með höndum og gerði nokkra grein fyrir efnisatriðum þeirrar tillögu að stjórnmálayfirlýsingu, sem fyrir liggur. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, kvaddi sér síðan hljóðs og varði mestum tíma ræðu sinnar til þess að svara ræðu Geirs Hallgrímssonar, formanns flokksins, við setningarathöfn fundarins í fyrradag. Gúnnar sagði í upphafi ræðu sinnar, að það hefði verið hefð á landsfundum Sjálfstæðisflokksins um áratugi, að varaformaður stýrði fundarsetningarathöfninni, en formaður flokksins hefði ákveðið að svo skyldi ekki verða að þessu sinni. „Þetta er ekki stórt atriði, en sýnir samt hve sumir hugsa smátt þótt þeir sitji í háum söðli," sagði Gunnar. Þá sagði forsætisráðherra, að hann hefði fyrir hálfum mánuði óskað þess að honum yrði ætlaður tími þegar á fyrsta degi til að skýra frá störfum ríkisstjórnar- innar og stefnumálum, en því hefði verið hafnað. .Gunnar Thoroddsen sagði, að ágætir kaflar hefðu verið í setn- ingarræðu Geirs Hallgrímssonar, sérstaklega þegar hann hefði lesið upp úr ræðum annarra manna, eins og t.d. Jóns Þorlákssonar, eins og hann komst að orði. Hins vegar hefði ræða formannsins ver- ið nær stanzlaus árás á þá menn sem á sínum tíma hefðu lútið sannfæringu sinni og ekki viljað una stjórnleysi og upplausn sem þá ríkti í landinu. Sagði Gunnar THoroddsen að það hefði verið einstakt smekk- leysi og misnotkun af hálfu for- mannsins að halda svona ræðu á hátíðarsamkomunni. „Formaðurinn fór mörgum orð- um um sáttfýsi sína, en ég ætla að mörgum hafi ekki þótt ræða hans nein sérstök friðarræða," sagði dr. Gunnar Thoroddsen. Sagði for- sætisráðherra, að liðið hefði eitt og hálft ár frá því flokksráðsfund- ur samþykkti í febrúar 1980 að leita skyldi allra leiða til að ná sáttum í flokknum, að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði hreyft hönd eða fót. Vék Gunnar þá að sáttaviðræð- unum í haust, sem hefðu átt að vera trúnaðarmál, en formaðurinn hefði nú kosið að færa inn á síður fjölmiðla. Hefði það eitt komið til greina af hálfu andstæðinga stjórnarinnar í þeim viðræðum, að ríkisstjórnin segði af sér, en þeir, ráðherrarnir lagt á það áherzlu að reyntyrði á landsfundi að ná sam- stöðu um stefnu í öllum helztu málaflokkum. Gunnar Thoroddsen sagði, að vandamá! Sjálfstæðisflokksins væru mörg og mikil, og þau hefðu ekki orðið til við myndun núver- andi ríkisstjórnar, það væri barnaskapur og blekking af hálfu Geirs Hallgrímssonar að halda þvíumlíku fram, þau næðu dýpra og ættu sér lengri aðdraganda, og tengdust ekki bara mönnum eða málefnum, heldur vinnubrögðum einnig. Sagði Gunnar að núver- andi fcrysta hefði svælt marga menn í burtu. Kosningaósigur „Vorið 1978 varð Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir mesta áfallinu í sögu sinni er flokkurinn missti meirihlutann í Reykjavík. Þá var núverandi ríkisstjórn ekki til. Og 1978 varð flokkurinn fyrir sínum mesta ósigri í Alþingiskosningum er hann tapaði fimmta hverjum þingmanni. Þá var núverandi rík- isstjórn heldur ekki til,“ sagði Gunnar Thoroddson. Hann rakti frekar það sem hann sagði hafa leitt til núverandi erf- iðleika flokksins. í þessu sam- bandi sagði hann, að þegar þing- flokkurinn hefði komið saman haustið eftir kosningarnar 1978, þá hefði staðan verið sú, að Albert Guðmundsson hefði orðið hærri í prófkjöri en Geir Hallgrímsson og því hefði verið ákveðið að grípa til refsi- og hefndaraðgerða gegn honum og reynt hefði verið að koma honum út úr hverri einustu þingnefnd. Atlagan hefði tekist. Þá hefðu nokkrir þingmenn vilj- að koma Gunnari frá sem for- manni þingflokksins, en þrátt fyrir tilraunir og fundahöld hefði sú atlaga ekki tekist. Samt hefðu nokkrir þingmenn séð ástæðu til að skila auðu við kosningar í þing- flokki. Þá hefði nokkrum dögum seinna birst grein í Morgunblað- inu þar sem einn þeirra, er nú sækja eftir því að verða varafor- maður í flokknum, hefði lýst því hversu Gunnar Thoroddsen væri gjörsamlega óhæfur til þessara starfa. Gunnar sagði staðhæfingar Geirs Hallgrímssonar í setn- ingarræðu að vandi Sjáifstæðis- flokksins yrði ekki leystur fyrr en ríkisstjórnin færi frá, væri alröng, því vandamálin hefðu verið fyrir hendi áður en stjórnin var mynd- uð. Harðskeyttur og fésterkur hópur Hann sagði, að allt frá því nú- verandi formaður tók við hefði harðskeyttur og fésterkur hópur, sem í daglegu tali væri kallaður flokkseigendafélagið, með Morg- unblaðið og flokksvélina í sinni í ra-ðu sinni á landsfundinum í gær veifaði Gunnar Thoroddsen grein úr Morgunhlaðinu frá því í desember 1979 er nefndist „Sögulegar sættir" og rituð var af Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, og sagði með tilvísun til þessarar greinar, að þegar Morgunblaðið og aðrir gagn- rýndu hann fyrirtó hleypa komm- únistum til áhrifa á landsstjórnina væri það hræsni. fuliri atvinnu og ná verðbólgunni niður," sagði Gunnar. Gunnar sagði, að ýmsar fullyrð- ingar í tillögunni um vantraust á ríkisstjórnina, sem lægi fyrir fundinum, væru bæði rangar og þjóðhættulegaf.-'í því sambandi ræddi hann afstöðu ríkisstjórnar- innar til verðhækkana og sagði það staðlausa stafi, sem m.a. hefði verið haldið fram á síðum Mbl. að verulega hafi verið þrengt að fyrirtækjum sem Landsvirkjun. Sagði Gunnar við þetta tækifæri, að sér þætti það ærið hart, að mikilsverðir hagfræðingar eins og Jónas Haralz skyldu leggja fram tillögur af þessu tagi, þar sem hann væri í rauninni að gefa í skyn að gengisskráningin væri röng, að gengisaðlögun væri röng, að mat Seðlabanka Islands væri rangt. Þá sagði Gunnar, að sú fullyrð- ing í drögum að yfirlýsingu að af- staða ríkisstjórnarinnar í varn- armálum og frestun mikilvægra framkvæmda á þeim vettvangi stefndi öryggi landsins í hættu, væri hættuleg fyrir þjóðina. Hann sagði að allir væru sammála um að byggja þyrfti nýja flugstöð, ágreiningurinn væri einungis um Vandamál Sjálfstæðisflokksins eiga sér lengri og dýpri aðdraganda en myndun ríkisstjórnarinnar þjónustu, hrifsað til sín völdin í flokknum. Þegar vanstilltir þingmenn hefðu gagnrýnt stjórnina, hefðu Gunnar, Friðjón og Pálmi jafnan verið taldir höfuðóvinir flokksins, en ekki ráðherrar Framsóknar eða Alþýðubandalags. “Og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki vaxið upp úr því að vera lautinent fyrir þennan hóp í að verða leið- togi allra sjálfstæðismanna," sagði Gunnar. Gunnar Thoroddsen sagði, að ekki hefði verið fyrir hendi annar möguleiki fyrir myndun þingræð- isstjórnar, þegar núverandi ríkis- stjórn var mynduð. í viðræðum hefði komið fram, að þingmenn væru því ekki hlynntir að þing yrði rofið og efnt yrði til nýrra kosninga, og þegar spurt hefði verið um hvort hægt væri að mynda aðra þingræðisstjórn án þess að rjúfa þing, hefðu engin svör borist. Því væri engin lausn í því fólgin, að sjálfstæðismenn í ríkisstjórn gengju úr stjórn. Það yrði einung- is til að efna til stjórnleysis, glundroða og ábyrgðarleysis. Gunnar rakti ástæður þess að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Við það tækifæri sagði hann, að eftir fjögurra mánaða stjórnleysi í landinu hefði vegur Alþingis verið í lágmarki og þjóðin hefði verið að missa þolinmæðina. Formaðurinn hefði sagt í ræðu, að stjórnar- myndunarviðræður hefðu aðeins staðið yfir í tvo mánuði er Gunnar Thoroddsen myndaði sína stjórn, og oft hefðu slíkar viðræður tekið lengri tíma. „Ummæli af þessu tagi eru til marks um furðulegt skilningsleysi á þeirri ábyrgð sem hvílir á þingmönnum, og sérstak- lega formanni stærsta flokks landsins, til að mynda ríkis- stjórn," sagði Gunnar. Þegar hér var komið sögu hefði landið í raun verið búið að vera stjórnlaust í 4 mánuði. Gunnar sagði, að hann hefði óskað eftir fundi í þingflokknum - sagði Gunnar Thoroddsen í ræðu sinni á landsfundi í gær eftir að stjórnarmyndunarviðræð- ur hans hefðu verið komnar af stað. Þar hefði hann lagt fram til- lögur um að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur tæki þátt í viðræðun- um, en þvi verið hafnað. Hefði sú ákvörðun að sínu mati verið höf- uðskyssa og yfirsjón mikil að þingflokkurinn skyldi hafna því tækifæri sem hann þarna fékk. Verðbólguglíma ríkisstjórnar Þessu næst vék dr. Gunnar Thoroddsen að störfum ríkis- stjórnarinnar, og sagði að aðal- verkefni hennar hefði verið að glíma við verðbólguna. Á fyrsta ári hefði stjórninni gengið illa í þeirri viðureign og hefði það vald- ið sér vonbrigðum. Á þessu ári hefði hins vegar gengið enn betur og unnið væri að því að fást við alla þætti efnahagslífsins samtím- is. Ræddi Gunnar gengismál og lýsti þá m.a. því, að stöðugt geng- issig sem íslendingar höfðu lengi búið við, héldi verðbólguhugsun- arhætti við. Grundvallaratriðið í stefnu ríkisstjórnarinnar frá ára- mótum hefði verið að halda stöð- ugu gengi, en þó hefði verið nauð- synlegt að skoða þau mál öðru hverju með tilliti til viðskiptajöfn- uðar og afkomu útflutningsat- vinnuveganna. Sagði Gunnar, að ríkisstjórnin hefði farið að ráðum Seðlabankans og fylgt tillögum hans varðandi þær tvær gengis- lækkanir sem ákveðnar hefðu ver- ið á árinu. „Ég hef nokkrum sinnum nú hinar síðustu vikur spurt Seðla- bankann hvort hann teldi ástæður til þess eða rök fyrir því að breyta gengisskráningunni. Hingað til hefur engin tillaga komið frá Seðlabankanum í þá átt. í þessari ríkisstjórn höfum við fylgt tillög- um Seðlabankans og hans mati í gengismálunum. Ég held að það hafi aldrei gerst að ríkisstjórn hafi lækkað gengi án þess að til- lögur í þeim efnum hafi komið frá Seðlabanka," sagði Gunnar. „En svo gerist það, að formaður í stærsta stjórnmálaflokknum í landinu, gerir kröfu um það að gengið sé lækkað. Hann gerði kröfu um það í útvarpsumræðun- um um daginn og hefur gert það oftar. Og hann vill, að því er mér skilst, fá landsfundinn til þess að samþykkja kröfu um gengislækk- un, eða þannig verður að skilja þessa ályktun um vantraust á rík- isstjórnina. Það væri einsdæmi ef ætti að gera slíkt, án þess, eða áð- ur en Seðlabanki telur ástæðu til. Ég vil ennfremur mótmæla því gjörsamlega sem Geir Hallgríms- son sagði ! útvarpsumræðum um stefnuræðuna um daginn að ég hefði lofað gengisfellingu. Þetta er alger uppspuni og ekki nokkur fót- ur fyrir því. Til þess að rökstyðja þetta sleit hann sundur yfirlýs- ingu sem ég gerði um þær viðmið- anir sem þarf að hafa í huga við gengisskráningu." Gunnar vék nánar að ýmsum þáttum efnahagsmálanna, og sagði, að ríkisstjórnin teldi það ákaflega mikilvægt, að tekist hefði að halda fullri atvinnu í landinu á sama tíma og árangur hefði náðst í viðureigninni við verðbólguna. „Menn skulu gæta þess, að sumir þeirra sem hér eru inni hafa nú haldið því fram, að það væri vonlaust að ná verðbólg- unni niður nema með nokkru eða hæfiiegu atvinnuleysi. Ég hef allt- af verið gjörsamlega andvígur þeirri kenningu, og það hefur sannast á okkur íslendingum í ár, að það er samtímis hægt að halda tímasetningu hennar. Huga yrði að ástandinu í millilandafluginu ef menn hefðu nokkra ábyrgðar- tilfinningu í fjármálum landsins. Sagði Gunnar það hafa enga þýð- ingu fyrir styrk varnanna hvort flugstöð yrði byggð á Keflavíkur- flugvelli ári fyrr eða síðar. Sagðist Gunnar hafa álitið að allir sjálfstæðismenn hefðu álitið að tveir málaflokkar, orku- og iðn- aðarmálin og vega- og samgöngu- málin, ættu að hafa allan forgang á önnur mál. Sagðist hann ekki vilja taka stórfé til byggingar flugstöðvar frá þessum málaflokk- um. Gunnar spurði hvort það væri rétt að telja bandamönnum ís- lendinga í Atlantshafsbandalag- inu trú um það, að hér væri allt í óvissu í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar vegna þess að ís- lensku ríkisstjórninni væri ekki treystandi, bara til þess að koma einhverju höggi á ríkisstjórnina, af einhverju pólitísku ofstæki. Vandamál flokksins Gunnar ræddi næst um vanda- mál flokksins, og sagði þá: „Eftir að ríkisstjórnin var mynduð lýsti ég fljótlega yfir, að til þess að ná sáttum og samkomulagi í flokkn- um, teldi ég vænlegra að velja nýja menn til forystu, nýja menn í sæti formanns og varaformanns. Ég gaf strax þá yfirlýsingu að ég yrði ekki í kjöri aftur sem varafor- maður, en formaður hefur þver- skallast og ekki tekið í mál að opna þennan möguleika. Sumir virðast líta á kosningu formanns í Sjálfstæðisflokknum sem ævi- ráðningu, og sumir telja það sé of skaðlegt fyrir flokkinn að fella formann, hvað sem hann mun nú fá mörg atkvæði út á það. Tel ég víst, að aðrir hugsi nú lengra og þá svo, hvort ekki sé enn skaðlegra að halda áfram með formann sem ekki veldur sínu hlutverki. Nú er það þannig, að í öllum þingræðislöndum, þá þykir það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.