Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 55 Fara fram á að E1 Salva- dor loki landa- mærum sfnum San Salvador, 12. mars. AP. TÍU MENN úr hópi skæru- liða vinstri manna í El Salva- dor létu Ifið er til átaka kom á milli þeirra og stjórnar hermanna í smábænum Tac- achico. í árás skæruliðanna á hermennina lést einn með- limur hjálparsveitanna. Þær eru skipaðar almennum borgurum. Annars staðar í nágrenni höfuð- borgarinnar fréttist af aðgerðum skæruliða. Brenndu þeir m.a. fimm hús og tvær bensínstöðvar. Sveit 1200 hermanna kembdi San Vicente-héraðið í gær í leit að skæruliðum. Er þetta í fimmta sinn, sem slík leit er gerð, en hér- aðið hefur verið ein helsta bæki- stöð skæruliða í landinu. Stjórn Costa Rica hefur farið þess á leit við yfirvöld í E1 Salva- dor að þau tryggi öryggi manna, sem vinna við vöruflutninga í Mið-Ameríku, en loka landamær- um sínum ella. í yfirlýsingu, sem barst frá varaforseta sambands mið-amerískra vöruflutninga- manna, er tekið í sama streng. Talið er að um 1200 flutningabif- reiðir hafi verið eyðilagðár eða þeim stolið undanfarin 3 ár. Tryggingar eru óþekkt fyrirbrigði í E1 Salvador. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með 25 atkvæðum gegn 5 að leggja til að kosningum í E1 Salvador verði frestað. Þá var samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta að fara fram á ítarlega rannsókn á mannréttindabrotum í Guate- mala. A meðal þeirra 5, sem greiddu atkvæði gegn því að kosn- ingum verði frestað í E1 Salvador, voru Bandaríkjamenn. A fundi Evrópuráðsins í dag voru utanríkisráðherrar Evrópu- landa eindregið hvattir til að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn vandamálanna í E1 Salvador og samþykkja málamiðlunartil- lögu Mexíkómanna. ad kaupa nýjan Skoda Nonni litli þarf ekki einu sinni að bijóta baukinn sinn og lána þér, því verðið er aðeins frá03*000 kr. og greiðsluskilmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tryggja sér bíl strax. PASKAFERÐ 8. aprfl - Verð frá kr. 7.150,- URVAL VID AUSTURVOLL SÍMI 26900 Allir bestu gististaðirnir: Royal Magaluf — Royal Torrenona — Banatica — Hotel Pionero. Beint leiguflug með Flugleiöaþotu. Góðar og skemmtilegar skoðunarferðir. — Úrvals-ferð — Úrvals-verð — Úrvals-kjör — Ferðaáætlun fyrirliggjandi. Upppantað í ágústferðir. Úrvals-ferðir fyllast óðum. Ferðakynning/Skemmtikvöld: Broadway sunnud. 14. mars. Hnífsdal: Þriðjud. 16. mars. Vestmannaeyjum: Miðvikudag 17. mars. Hollywood: Fimmtud. 18. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.