Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 5 7 vel um þá. Þetta eru prýðismenn og þeir eru vinir mínir. Ég vil ekki tapa samband- inu við þá. Mér var alveg sama þegar ég sá flugvél- ina koma og sveima yfir okkur. Ástæðan var sú, að ég átti ekki von á varðskipi á þessum slóðum. Ég var kannski svolítið grunnhygginn þar, því af gamalli reynslu átti ég að vita, að íslensku varðskipin birt- ast alltaf, þegar maður á sist von á. Já, hann Eiríkur Kristófersson eða Crusty Kris eins og við kölluðum hann, var oft búinn að gera okkur lífið leitt. Honum tókst nú aldrei að ná mér, en eitt sinn sagði hann við mig, að hann myndi ekki hætta sem skipherra fyrr en hann væri búinn að taka mig í landhelgi. Ég hætti á undan Eiríki og hann náði mér aldrei. Eft- ir að Eiríkur hætti skipstjórn, þá heim- sótti hann mig í Grimsby og gátum við þá rifjað upp gamlar minningar. Stórkostleg- ur maður Eiríkur. Nú, en þetta var nú útúrdúr. Þegar Óðinn birtist sá ég að þýðingarlaust var að halda flóttanum áfram, þar sem Brandur gekk aðeins 12—13 mílur, en Óðinn 20. Óðinn kom á ratsjána hjá okkur í 14 mílna fjarlægð, en ég gafst ekki upp fyrr en þeir miðuðu byssunni á skipið mitt.“ „Við hverju bjóstu þegar þú varst færð- ur á ný til hafnar, sérstaklega þegar það er haft í huga, að þú hafðir rænt tveimur íslenzkum lögregluþjónum?" „Auðvitað bjóst ég við hinu versta. Ég reiknaði jafnvel með að ég fengi 18 mán- aða fangelsi. En þegar ég heyrði dóms- uppkvaðningu, sem hljóðaði samtals upp á 6 mánaða fangelsi, þá létti mér. Ég sat reyndar aðeins inni í eina viku, því ég borgaði sekt sem nam um 200 þúsund krónum, í stað þess að sitja inni. Ekki veit ég af hverju dómurinn varð ekki harðari. Kannski vegna þess, að íslenzku dómar- arnir vissu hvernig sjómaðurinn hugsar. Þið íslendingar eruð öðruvísi en Rússar. Ég var einu sinni tekinn í landhelgi í Hvíta hafinu og hafður í haldi í 22 daga í Murm- ansk. Mér leið ekki vel þar. Framkoma þeirra var dónaleg og voru þeir oft eins og skepnur. Veiðimannseðlið er svo ríkt í þeim og ekki gerði maður neitt af neinni illgirni, það er kannski munurinn á okkur og öðrum sökudólgum að við brutum frek- ar af okkur kappsins vegna, en ekki sökum ótugtarskapar eða illgirni. Mér hefur alla tíð verið vel til íslend- inga. Ég stundaði sjóinn í 29 ár, var mikið á Islandsmiðum. Ég var ungur maður sem skytta á brezkum togara, þegar ráðist var á Súðina. Við vorum skammt frá Súðinni þegar þýzka flugvélin kom og annar brezk- ur togari til. Þýzka vélin lagði ekki í að ráðast á okkur, heldur valdi Súðina, sem var óvopnuð, máluð islenzku fánalitunum, sem táknuðu hlutleysið. Það var átakan- legt að sjá hvernig Þjóðverjarnir höguðu sér og geta ekkert að hafst. Ég á bæði góðar og slæmar minningar af íslandsmiðum. Það var gaman að vera við Island þegar vel gekk, en oft erfitt í vetrarveðrtinum." „Segðu mér, var enginn hætta á, að há- setar Brands myndu gera lögregluþjónun- um mein meðan á flóttatilrauninni stóð og æsingurinn var hvað mestur?" „Á því var engin hætta. Ég hefði aldrei látið snerta hár á höfði þeirra, enda voru þarna miklir drengskaparmenn á ferð. Á flóttanum gerðu hásetarnir klárt á dekki, og einnig reyndum við að breyta nafni og númeri skipsins, eins og kunnugt er, en það tókst víst ekki of vel.“ Newton lét það verða sitt fyrsta verk að heimsækja Hilmar Þorbjörnsson á lög- reglustöðina í Reykjavík. Ekki var annaö að sjá en að þar væru miklir vinir á ferð. Hilmar færði Newton að gjöf værðarvoðir frá Álafossi og hvaltönn skreytta íslenzka lögreglumerkinu. „Hvað varstu lengi með Brand, eftir að þú fékkst að fara frá Reykjavík?" „Ég fór fimm ferðir með skipið eftir það, þar af þrjár til íslands. í fyrstu ferðinni, eftir að ég fékk dóminn, var ég á veiðum við Suðausturland og hélt mig á línunni. Man ég vel að eitt af varðskipunum fylgd- ist ávallt með okkur, en auðvitað passaði ég vel að fara aldrei innfyrir. Eftir að ég hætti á Brandi tók ég við togaranum Vel- asus og fór 3 ferðir á honum. Þá fór ég í land og hef ekki farið til sjós síðan. Ann- ars var það svo með Brand, að þegar ég tók við honum, hefði átt að vera búið að leggja skipinu. Það lak alltaf og í einu orði sagt úr sér gengið. Nokkru eftir að ég hætti til sjós, var Brandi lagt og hann síðan rifinn í brotajárn." „Hvað tók við eftir að þú fórst í land?“ „I fyrstu rak ég nokkur þvottahús í Grimsby og nágrenni, auk þess, sem ég hóf rekstur bingóstaðar „á piernum" í Clee- thorpes. Þá var mér boðið að gerast hlut- hafi í öðrum bingóstað, sem ég og fjöl- skylda mín eigum alveg núna. Sem stendur rekum við fjóra bingóstaði í Grimsby, Cleethorpes og Immnigham. Um tíma var ég einnig með næturklúbb, en hann seldi ég í fyrra. Þá hef ég verið með veðhlaupa- hesta og gengið vel. „Mér er kunnugt um, frá þvi að ég bjó í Grimsby, að þú hafir safnað listaverkum gegnum árin. Sagt er að málverkasafnið þitt sé orðið með betri málverkasöfnum í einkaeign á Norður-Englandi. Kaupir þú málverkin og aðra listmuni eingöngu til að fjárfesta, eða ertu einnig listaðdáandi?" „Ég hef alla tíð haft áhuga á list. Þegar ég skoða málverk, þá hugsa ég alltaf um hve mikla vinnu listamaðurinn hefur lagt í verkið. Það er alltaf hægt að sjá hve mikil vinna er lögð í málverk. Það er líka margt líkt með góðum skipstjóra og góðum mál- ara. Báðir verða að hafa frjótt ímyndunar- afl og kunna að nota það. Báðir verða að hafa hæfileika og báðir verða að leggja hart að sér til að ná árangri. Ég nýt þess reglulega þegar ég kem heim á kvöldin að virða fyrir mér málverkin. Heyrðu annars, ég þarf endilega að kaupa mynd eftir góð- an íslenzkan málara. Ég er alltof tengdur íslandi til að eiga ekki íslenzkt málverk. Svo þarf ég líka að kaupa hangikjöt og harðfisk, helzt steinbít. Þetta er lostæti, sem ég hef ekki borðað síðan ég var síðast á Islandi. Þ.Ó. Miklir ferðamöguleikar áfram, s.s. til byggöa Vestur- íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Skoðunarferðir um sögufræga staði í og við borgina allt um kring. ENN EITT VERÐTILBOÐ ÚTSÝNAR: í apríl og maí verða vikuferðir til CHICAGO, sem margir telja meðal fegurri stórborga heims. Áöur settu glæframenn svip sinn á borgina, nú er hún háborg lista og menningar. Páskaferð 4.—11. apríl, sem þó má framlengja til 15. apríl. GILDISTIMI: APRIL OG MAI 1982 Fyrsta brottför 4. apríl og síðan alla sunnudaga. Hotel Radisson og Hotel Holiday Inn, Lake Shore Drive. Verð á mann í tveggja manna herbergi: kr. 5.900.— PÁSKAFERÐ: 8.—11. apríl Verð á mann í tveggja manna herbergi: kr. 4.700.— íslenzkur fararstjóri. Sömu hótel og að ofan. Austurstræti 17, sími 26611. Kaupvangsstræti 4, sími 22911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.