Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 DREYFUS RÉTTARGLÆPUR SEM SNERTI SAMVIZKU HEIMSINS hins glataða héraðs fyrir 1918 og talinn tákn þess. Scheurer-Kestner lofaði Leblois að láta fjölskyldu Dreyfus ekki vita og allt sumarið reyndi hann árangurslaust að fá Billot hers- höfðingja til að taka málið aftur upp. Hann ræddi hvað eftir annað við forsætisráðherrann og forset- ann og lét dómsmálaráðherrann ekki í friði, en allt kom fyrir ekki. Það varð til þess að hann birti bréf í „Le Temps" þar sem hann skýrði frá því að til væru „skjöl sem sýndu að sökudólgurinn væri ekki Dreyfus höfuðsmaður" og krafðist formlegrar rannsóknar. Um svipað leyti birti „Figaro" bréf frá Estarhazy til hjákonu sinnar • þar sem hann sagði að það mundi „gleðja sig ef hann dæi á morgun sem riddaraliðsforingi sem brytj- aði Frakka niður". Þegar hershöfðingjarnir Gonse og de Boisdeffre fréttu hvað væri á seyði skoruðu þeir á Henry maj- ór og du Paty de Clam undirof- ursta að vara Esterhazy við hætt- unni. Þeir óttuðust að hann mundi gera eitthvað, sem jafngilti játn- ingu og yrði til þess að ekki yrði komizt hjá nýjum réttarhöldum. í samspili Paty og Esterhazy komu við sögu leynifundir, viðvaranir, fjárkúganir, dulargervi og margt annað afkáralegt. Þetta Iágkúru- lega og óljósa „samsæri" stóð yfir í hálfan mánuð og með hjálp verndara sinna kom Esterhazy fram í hlutverki fórnarlambs und- irferla Picquarts og Dreyfus- fjölskyldunnar. Svo öruggur var Esterhazy um sig að hann skrifaði Felix Faure forseta nafnlaus bréf þar sem hann hótaði uppljóstrun- um um einkalíf hans. Mathieu Dreyfus sakaði Ester- hazy opinberlega 15. október um að vera höfundur skjalaskrárinn- ar. Ríkisstjórnin gat ekki lengur komizt hjá því að fyrirskipa rann- sókn á framferði Esterhazys og fól Pellieux hershöfðingja að stjórna henni. En málinu var vísvitandi klúðrað: rithandarsérfræðingarn- ir vildu ekki rengja framburð fé- laga sinna 1894 o.s.frv. og 11. janú- ar 1898 var Esterhazy sýknaður einróma eftir tveggja daga réttar- höld. Vonir Dreyfus-sinna um að viðurkennt yrði að Esterhazy væri höfundur skjalaskrárinnar urðu að engu. Ekki var hægt að leiða Esterhazy aftur fyrir rétt, þótt hann viðurkenndi einu ári síðar að hann væri höfundur skjalaskrár< innar. Aköf reiði og geðshræring höfðu náð tökum á almenningi. Blöð þjóðernissinna lögðust fljótt og kröftuglega gegn nýjum réttar- höldum þar sem þau töldu að það mundi stofna heiðri hersins í hættu. Blöðin voru mikið lesin og eitt áhrifamesta aflið í Frakk- landi, túlkuðu hinar ólíkustu skoð- anir og voru vel skrifuð, en eitruðu þjóðlífið með ábyrgðarleysi og rætnum skrifum sem oft urðu áhrifamönnum að falli. „Endurskoðunarsinnar" reyndu ákaft að sanna landráð Esterhaz- ys og umfram allt að sýna fram á þá vernd sem hann fékk frá æðstu stöðum, en það varð til þess eins að magna reiði almennings. Al- mennt var álitið að „syndikatið" mundi ekki hika við að ófrægja allan herinn og veikja þar með varnarskjöld Frakklands til að veita „landráðamanninum" upp- reisn æru. „Endurskoðun táknar stríð," sagði blað konungssinna, „Gazette de France". Hvernig geta hermenn farið í stríð undir stjórn foringja sem þeim hefur verið kennt að fyrirlíta? spurði kon- ungssinninn d’Haussonville. Almenningur taldi sér trú um að óhrekjandi sannanir lægju fyrir um sekt Dreyfus og ekki væri unnt að birta þessar sannanir, þar sem það mundi hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar í alþjóða- málum og jafnvel stríð. Smáborg- ararnir, sem höfðu farið flatt á hinum nýlegu fjármálahneyksl- um, vantreystu ósjálfrátt öllum þeim sem virtust hafa „Gyðinga- gull“, „alþjóðafjármagn" og „stór- banka" að bakhjarli. Almenningur stórýkti fjárhagsfórnir Mathieu Dreyfus og vina hans og töldu þá hafa á bak við sig gífurlegt pen- ingamagn sem ekkert gæti staðizt. „Syndikatinu" var kennt um allt það sem miður fór hjá þjóðernis- sinnum í málinu. Hver sá sem Iýsti sig hlynntan endurskoðun var sagður á mála hjá „Syndikat- inu“, neðanjarðarsamtökum Gyð- inga og samsærismanna. Sagt var að „Syndikatið" hefði eytt tíu milljónum franka síðan 1895 úr sjóðum bankastjóra Gyðinga, sem voru sagðir geyma þá í Berlín, til að múta dómurum, rithandarsér- fræðingum, blaðamönnum og ráð- herrum. Sá sem vildi endurskoðun eða dró sekt Dreyfus í efa var sagður óvinur hersins og þar með Frakklands og vilja uppgjöf fyrir Þjóðverjum. Allur þessi ótti og allar þessar ruglingslegu hugmyndir kristöll- uðust fljótlega í öflugum stuðn- ingi við herinn og yfirmenn hans. Ríkisstjórninni veittist því auð- velt að fá traustsyfirlýsingu full- trúadeildarinnar 4. desember 1897 og hún var jafnframt stuðningur við þann dóm sem hafði verið felldur í málinu. Gagnárásin Ósigur endurskoðunarsinna virtist alger þegar fyrsta þætti viðureignarinnar lauk. Til þess að snúa við taflinu urðu þeir að sýna dirfsku og vekja hugaræsingu. Rithöfundurinn Emile Zola sam- þykkti að taka þessa nauðsynlegu áhættu. Daginn eftir sýknu Esterhazys birtist í dagblaðinu „L’Aurore" hið fræga bréf Zola til forseta lýð- veldisins með hinni mergjuðu fyrirsögn „J’accuse" (Ég ákæri), sem var hugmynd Georges Clem- enceau, „Tígrisdýrsins", sem var eins og Mongóli í útliti. Þessi rót- tæki, skapmikli þingmaður og rit- stjóri frá Vendée, sem var gæddur sterkri réttlætiskennd og haldinn megnri vantrú á mannlegt eðli, hafði beðið álitshnekki í Panama- hneykslinu og háð einvígi við þjóð- ernissinnaleiðtogann Paul Der- oulede út af því og annað einvígi við Drumont út af Dreyfus-mál- inu. Zola þurfti ekki að nota Dreyfus-málið til að auglýsa sig. Hann var sennilega víðlesnasti og bezt Iaunaði rithöfundur Frakka um þessar mundir og stóð á há- tindi ferils síns. En miskunnar- laust raunsæi bóka hans hneyksl- aði marga. Hann leitaði að spill- ingu hvar sem hana var að finna í þjóðfélaginu, hjá háum sem lág- um. Nítjánda öldin var talin bless- unarrík mannkyninu, en hann lýsti þeirri fátækt sem fylgdi iðnbyltingunni. Hann fékk aldrei sæti í akademíunni og bakaði sér reiði hersins með lýsingu sinni á ósigrinum 1870. Honum var lýst þannig að hann berðist með verka- mönnum gegn valdakerfinu. Hann var trúlaus og taldi vísindi eina tæki þjóðfélagslegra framfara, en um þetta leyti var raunsæi og trú á vísindum að falla úr tízku. Það þurfti hugrekki til að ráðast gegn ríkinu og æfingu og snilli mikils rithöfundar til að semja „J’accuse". Zola ákærði tvo fyrr- verandi hermálaráðherra, hers- höfðingjana Mercier og Billot, annan fyrir að vera „samsekan um eitthvert mesta ranglæti aldar- innar“ og hinn fyrir að „hafa stungið undir stól ótvíræðum sönnunargögnum um sakleysi Dreyfus". Hann ákærði yfirmenn herráðsins, hershöfðingjana de Boisdeffre og Gonse „fyrir að vera sekir um sama glæp“ og du Paty de Clam ofursta um að vera „djöf- ullegur upphafsmaður þessa rétt- arglæps". Hann ákærði hermálar- áðuneytið fyrir „viðbjóðslega við- leitni í blöðunum til að glepja al- menningsálitið og draga fjöður yf- ir þennan glæp“. Hann ákærði hinn fyrsta herdóm um ólögleg réttarhöld. Hann ákærði her- dómstólinn í Esterhazy-málinu fyrir að hafa breitt yfir þessa lög- leysu „samkvæmt skipun" og auk þess þann „réttarglæp að sýkna glæpamann gegn betri vitund". „L’Aurore" seldist í þrjú hundr- uð þúsund eintökum. Almenning- ur stóð á öndinni. Mörgum endur- skoðunarsinnum fannst Zoia hafa gengið of langt. Enn meiri hiti færðist í málið, miðstéttirnar urðu skelkaðar og stuðningur þeirra við herinn og andúð á Dreyfus-sinnum jókst. Blöðin jusu yfir hann svívirðingum og eftirlík- ingar af honum voru brenndar. Erlendis gat fólk vart trúað því að hægt væri að saka franska herinn um slíka glæpi og ráðast svo harkalega á þekktasta rithöfund Frakklands. Prófessorar og rithöfundar úr fimm akademíum (sem sameigin- lega kallast „L’Institut) sendu fulltrúadeildinni bænaskjal til stuðnings Zola, en andstæðingar þeirra uppnefndu þá „mennta- mennina" og það varð skammar- yrði. Billot ákvað að stefna Zola fyrir meiðyrði að áeggjan félaga sinna og hersins og einskorðaði ákæruna við þann hluta bréfs Zola sem var ekki hægt að sanna: að dómararnir í máli Esterhazy hefðu sýknað hann^ „samkvæmt skipunum". Eftir hávaðasöm réttarhöld fyrir sakamáladómstólnum við Signu og síðar í Versölum (Cour d’assize) lauk málaferlunum með dómi yfir Zola, sem flúði til Eng- lands og var rekinn úr Heiðurs- fylkingunni. (Þremur dögum síðar var Picquart rekinn úr hernum fyrir ósæmilegt framferði og Leblois, lögfræðingur hans, svipt- ur málflutningsleyfi í sex mán- uði.) En Zola náði fram því markmiði sínu að koma herráðinu í varnaraðstöðu og reyna þannig að varpa nokkru ljósi á þann leyndarhjúp, sem málið var hulið frá byrjun. Þrátt fyrir tilraunir dómaranna til að útiloka umfjöllun um Dreyfus-málið tókst lögfræðing- um Zola, einkum Labori, að sýna fram á að leyniskjöl hefðu verið ólöglega send dómurunum 1894, að Picquart hafði árangurslaust reynt að bæta fyrir þá skyssu og Esterhazy væri alls ekki hafinn yfir grun þrátt fyrir sýknuna. Auk þess tókst þeim að leiða Pellieux hershöfðingja og de Bois- derffe hershöfðingja í gildru með því að fá staðfestingu þeirra á því að ráðuneytið hefði undir höndum skjal það þar sem Dreyfus var nefndur — en það var hið falsaða plagg Henrys. Hins vegar gafst de Boisderffe tækifæri til að gera grein fyrir því að valið stæði á milli endurskoðunar og hagsmuna ríkisins. Yfirmenn hersins hótuðu að segja af sér: Zola eða við, sagði de Boisdeffre. Það var það sem skipti máli, ekki sekt eða sakleysi Dreyfus. Fimm kviðdómendur af sjö greiddu atkvæði með sýknu Zola og það þótti sýna hugrekki. Clem- enceau sagði vini sínum að ef Zola hefði verið sýknaður væri hann „alveg viss um að ekki einn einasti Dreyfus-sinni í réttaralnum eða á göngunum hefði komizt lífs af“. Esterhazy var fagnað þegar hann kom til réttarhaldanna og Henri d’Orléans prins heilsaði honum með handabandi. Eftir réttarhöldin braut múgur rúður á heimili Zola og í skrifstof- um „L’Aurore" og aðsúgur var gerður að rithöfundinum. Verzl- unum var lokað, útlendingar fóru úr landi. Einn aðstoðarmanna Drumont skipulagði óeirðir gegn Gyðingum í helztu borgum og í Alsír var eignum Gyðinga rænt. Samvizkan virtist ónáða alla, sagði blaðið „Le Petit Parisien". „Það er ekki lengur hægt að rabba saman og rökræða." Þegar Zola-réttarhöldunum lauk virtist endurskoðun hafa ver- ið útilokuð fyrir fullt og allt með samþykki mikils hluta almenn- ingsálitsins. Félix Méline forsæt- isráðherra sagði á þingi: „Núna er ekkert Zola-mál til og ekkert Dreyfus-mál heldur, það er ekkert mál til.“ í júní 1898 urðu stjórnarskipti. Ný stjórn Brissons fylgdi meiri vinstristefnu en fyrri stjórn, eink- um í fjármálum og félagsmálum. Godefroy Cavaignac, sem var þekktur fyrir andúð á endurskoð- unarsinnum og „syndikatinu", var hins vegar skipaður hermálaráð- herra og var staðráðinn í að fá Dreyfus-málið úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. Cavaignac, sem var sonur mannsins sem bældi niður upp- reisnina í Farís 1848 og bróður- sonur Paty de Clams, hafði haft forgöngu um rannsóknina í Pan- ama-málinu og hafði sannfærzt um sekt Dreyfus þegar hann rann- sakaði leyniskjölin 1895. Hann vildi fá Picquart dæmdan fyrir óvarkárni, setja Esterhazy á eftir- laun fyrir ósæmilega framkomu og stefna leiðtogum endurskoðun- arsinna, ef nauðsynlegt reyndist, fyrir samsæri gegn ríkinu. í þessu skyni fyrirskipaði Cav- aignac nákvæma endurskoðun á leyniskjölunum um Dreyfus-mál- ið, sem hafði fjölgað að mun síðan 1896. Síðan gerði hann grein fyrir rökunum fyrir sakfellingu Dreyf- us 7. júní 1898 í þingræðu, sem lengi hafði verið beðið eftir. Gagn- stætt Billot hikaði hann ekki við að grafa upp nokkur leyniskjal- anna og birta texta þeirra. Ræðu hans var mjög vel tekið og traustsyfirlýsing var samþykkt með 572 atkvæðum gegn 2. Samt gerði hann reginskyssu, sem lagði feril hans í rúst og gerði endur- skoðun óhjákvæmilega. Eitt skjalanna, sem hann hafði minnzt á, var falsskjal Henrys, sem málið stóð eða féll með. Picquart lýsti því strax yfir að hann gæti sannað að það væri falsað. Á sama tíma fengu endur- skoðunarsinnar í hendur sannanir fyrir sambandi því sem foringjar í herráðinu höfðu haft við Ester- hazy á dögum „samblástursins". Sóíalistaleiðtoginn Jean Jaures, sem hafði gerzt óvæntur liðsmað- ur Dreyfus-sinna í Zola-réttar- höldunum, skrifaði um skyssu Cavaignac í greinaflokknum „Les Preuves" (Sannanirnar) í sósíalistablaðið „La Petite Répu- blique“. Þetta var fyrsta dæmi um samvinnu franskra sósíalista í máli sem snerti borgarastéttina. Hjá Jaures vó réttlætiskennd þyngra á metunum en sósíalísk hugmyndafræði. Dreyfus-sinnar urðu vonbetri eftir áfallið í þing- inu. Náðarhöggið fékk Cavaignac síðan þegar Louis Cuignet höfuðs- maður,. einn aðstoðarforingja hans sjálfs, komst á snoðir um raunverulegt efni skjalsins þar sem Dreyfus var nefndur. Cuignet fyrirgaf sér aldrei að hafa upp- götvað þetta, bilaði á taugum og varði þeim árum sem hann átti eftir ólifuð til að halda því fram í ræðu og riti að Dreyfus væri sek- ur. Henry brotnaði þegar ráðherr- ann yfirheyrði hann og viður- kenndi glæpinn. Hann skar sig á háls með rakblaði þegar hann var í haldi í Mont-Valérien, en áður en hann hafði greint í öllum atriðum frá þeim mörgu málum sem hann vissi um. Sjálfsmorð Henrys olli gífurleg- um hugaræsingi. Foringjar í hern- um voru þrumu lostnir — þetta var blettur á heiðri hersins, „verri en Sedan", sagði einn þeirra. í einni andrá snerist staðan við: andstæðingar endurskoðunar voru í vörn. De Boisderffe hershöfðingi sagði þegar af sér og Brisson for- sætisráðherra ákvað að fela æðsta áfrýjunarrétti, svokölluðum Omerkingardómstól, að endur- skoða málið. Cavaignac og eftir- maður hans í hermálaráðuneyt- inu, Zurlinden hershöfðingi, kusu heldur að segja af sér en fallast á endurskoðun. Þáttaskil urðu í málinu með sjálfsmorði Henrys. Andstæð- ingar endurskoðunar í herráðinu réðu ekki Iengur við atburðarás- ina. En almenningur snerist ekki og trúði blöðunum. Þar sem svo margir menn á háum stöðum höfðu flækzt í málið vildu þeir ekki varpa ljósi á gerðir sínar. Auk þess var Dreyfus-málið orðið pólitískt. Sumir vildu beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að „óþjóðleg" öfl sigruðu, að herinn og yfirmenn hans biðu álitshnekki og þjóðernissinnar og hægrimenn glötuðu enn meiri völdum. Aðrir vildu nota málið til að sýna hrokafullum ráðamönnum „Alfred Dreyfus. Þér eruð þess óverðugur að bera vopn. í nafni frönsku þjóðarinnar aftigna ég yður.“ Meö þessum orðum var Dreyfus rekinn úr hernum 1895 (til vinstré.) Ellefu érum síöar var Dreyfus aftur tekinn í herinn sem majór og riddari heiðursfylkingarinnar á sama stað fyrir framan herskólann (til hægri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.