Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 38
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir A U DROTTINSDEGI Biblíulestur vikuna 14.—20. mars Sunnudagur 14. mars Lúk. 11, 14—28 Mánudagur 15. mars Jóh. 8, 1—11 Þriðjudagur 16. mars Jóh. 8, 12-27 Miðvikurdagur 17. mars Jóh. 8, 28—45 Fimmtudagur 18. mars Jóh. 8, 46—59 Föstudagur 19. mars Jóh. 9, 1-21 Laugardagur 20. mars Jóh. 9, 22-41 Heiiagi fadir, helga oss í sannleikanum, þitt orð er líf, andi og sannleikur. Amen. Hefurðu hugieitt það, að harn, sem nú er að líta dagsins Ijós á Vesturlönd- um kemur að öllu óbreyttu til með að gera á ævi sinni tilkall til 20 sinnum meiri hráefna, matvæla og orku, en jafnaldri þess á Indlandi eða í Afríku? Mörgum býr uggur í brjósti vegna rányrkjunnar á auðlind- um jarðar og sívaxandi misrétt- is milli fátækra þjóða og auð- ugra. Þessa uggs kenna allir þeir sem af einlægni reyna að horfast í augu við raunveruleik- ann eins og hann er í heiminum okkar. En þeir eru enn fleiri, sem ekki vilja horfast í augu við raunveruleikann. Oft heyrast þær raddir, að við verðum að auka tekjur okkar og bæta efna- leg lífskjör til að geta haft eitthvað afgangs til að hjálpa þeim fátæku. Það er kenning, sem mér finnst harla billeg að- ferð til að slæva samviskuna með. Við lifum um efni fram Hve oft höfum við ekki heyrt það og fallist á, að við lifum um efni fram. Stöðugt þyngist skuldabagginn, sem við Islend- ingar öxlum til að halda uppi velsældar þjóðfélagi okkar, og margur spyr hversu lengi það geti gengið. En við megum ekki gleyma því,j að þótt við búum „yst á ránarslóðum", þá erum við hluti stærri heildar, þar sem hver er öðrum háður. Heimur- inn hefur skroppið saman, að því leyti, að fréttir af atburðum í fjarlægum heimshlutum eru á sömu stundu komnar inn í stofu til okkar, hér á „hjara veraldar". Það er stundum talað um heim- inn okkar sem „heimsþorpid" því fjarlægðirnar eru ekki lengur umtalsverðar hindranir milli manna, og hver veit um annan. En það hefur líka verið sagt með sanni, að þótt stutt sé á milli húsa í heimsþorpinu, þá sé allt of langt milli hjartna mann- anna. Þegar skyggnst er um af víð- ari sjónarhóli, en bæjarhóllinn okkar er, þá verður okkur ljóst, að við og næstu nágrannar okkar vestan hafs og austan — að mannfjölda til einungis fjórðungur mannkyns — nýtum % alls hráefnis jarðar og Vs Við liftim um eftii fram allrar orku veraldar. Stóran hluta þess sækjum við til þeirra landa, þar sem % hlutar mann- kyns búa, að miklum hluta við geigvænlegan skort. Þetta vita allir, enda margoft tíundað í ræðu og riti. Og vissu- lega er margt gert til að leið- rétta þetta misvægi, en það er bara hvergi nærri nóg að gert. Það vantar allan vilja til raun- verulegra aðgerða. Bilið breikkar stöðugt Bilið milli auðs og örbirgðar verður stöðugt breiðara. Reynd- ar er ekki rétt að tala um bil, heldur hyldýpis gjá. Hugsaðu þér t.d., að 20 auðugustu menn heims hafa jafnmiklar tekjur og 200 milljónir manna fátæku landanna! Alþjóðastofnanir vinna vissulega merkt starf til að bæta kjör hinna snauðu, og er það að stærstum hluta fjár- magnað af Bandaríkjunum og V-Evrópuþjóðum — en nær al- gjörlega hundsað af Austur- blokkinni — sem ætti að vera þeim til ævarandi smánar. En þrátt fyrir gífurlegt starf þá breikkar bilið stöðugt. Það er ömurlegt til þess að vita, að Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin, sem vinnur þrekvirki til bættrar heilsugæslu og til að útrýma farsóttum, hefur ámóta fjár- magn til starfsemi sinnar og New York borg ver til snjó- moksturs á meðal vetri! Fyrir hálfum áratug sam- þykktu Sameinuðu þjóðirnar að auðug ríki heims verðu a.m.k. 1% þjóðartekna til þróunar- hjálpar. ísland átti hlutdeild að þeirri samþykkt. En því fer fjarri að þessu marki hafi verið náð hér á landi, né nokkurs staðar reyndar. En þess má geta að ein stétt manna á íslandi — prestastéttin — samþykkti að skattleggja sjálfa sig og leggja fram 1% tekna sinna til hjálp- arstarfa, í þeirri von að aðrar stéttir fylgdu á eftir. „bad ætti að banna þessar hungurmyndir“ Oft höfum við séð í sjónvarpi og á síðum blaðanna myndir af sveltandi börnum og hrjáðu fólki þróunarlandanna. Margur amast við þessum myndum og mótmælir birtingu þeirra." Það ætti að banna þessar hungur- myndir!" sagði maður nokkur við mig og kinkaði kolli í áttina að veggspjaldi Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Hann vildi meina, að þessar myndir væru tilgangslausar af því að við gæt- um hvort sem er ekkert gert til að lina þjáningar þessa fólks, og þær væru til þess eins að slæva samvisku okkar gagnvart neyðinni. Getur það verið? Hver slik mynd lýsir ekki bara ógn- vænlegum veruleik í lífi millj- óna í okkar samtíð, hún sýnir einstaklinga, sem eru systkin okkar þótt í fjarlægð búi. Þetta eru systkin okkar, sem við berum ábyrgð á gagnvart föður okkar á hininum. Helförin Myndaflokkur sjónvarpsins um Helförina — útrýmingar- herferð nasista á hendur Gyð- ingum — er okkur í fersku minni. Og margir spurðu sjálfa sig: Hvers vegna var ekkert gert til að stöðva þessar ofsóknir? Einnig var rifjað upp hversu smánarlega íslendingar brugð- ust við þegar hrjáðir einstakl- ingar af Gyðingaættum leituðu hælis hér hjá okkur. Nú eru hundruð milljóna manna á helför og sjá fram á tortímingu vegna óþolandi ranglætis og misréttis. í dag eru 10 milljónir flóttamanna heim- ilislausar og án vonar. Hvað get- um við gert til hjálpar? Þeirrar spurningar skulum við spyrja okkur sjálf, og halda samvisku okkar vakandi. Við getum ekki til lengdar fleytt rjómann ofan af auðlindum jarðar. Þar kemur að við verðum að greiða skuld okkar við hina snauðu meðbræð- ur okkar í heimsþorpinu. Það hefur verið bent á ýmsar leiðir til lausnar. En hér skal minnt á leið fóstunnar. Það er að neita sér um eitthvað, endur- skoða lífsstíl sinn og neyslu- venjur, að það gæti orðið þeim til góðs sem búa við skort og líða nauð. iljálparstofnun kirkjunnar getur verið farvegur fyrir það, sem þú lætur af hendi rakna. Það má líka minna á starf móð- ur Teresu í Kalkutta. Möguleik- arnir eru margir, ennþá. með mér, er á móti mér Sá, sem ekki er Lúkas 11,14—28 Við eigum að taka afstöðu til Krists. „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér, og sá, sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir," segir guð- spjallið í dag. Jesús talar oft um nauðsyn játningarinnar. Það verður að segja frá honum, gleðifregnin um upprisukraft- inn verður að berast frá manni til manns, frá kynslóð til kyn- slóðar. Það getur verið hættu- legt að vera játandi, en Jesús segir að sérhver verði að taka sinn eigin kross og fylgja sér. Það getur kostað erfiði að vera boðberi, heimurinn finnur sjaldnast til þarfar fyrir fagn- aðarerindið þótt margir ein- staklingar heimsins þrái það heitt. Vottar kirkjunnar á hin- um fyrstu tímum urðu að gjalda fyrir trú sína með lífi sínu, en blóð þeirra varð sáðkorn krist- innar trúar um heiminn allan. Fólk situr í fangelsum fyrir kristna trú sína á okkar dögum og það er hætt og sniðgengið í löndum, sem kalla sig kristin. En svo segir Jesús líka á öðr- um stað að þau, sem ekki séu á móti sér, séu með sér. Nú tökum við, sem erum oft veik í trúnni, að efast, spyrja hvers vegna allt það, sem krafist var af fórn og þrengingu, hafi þá verið heimt- 3. sunnudag- ur í föstu að af þeim, sem alltaf urðu að samansafna með Jesú úr því sumir fengu að koma upp í létt- ari köflum. Hver er hlutur þeirra, sem veittu Kristi og ríki hans lið án þess að játa hann sjálfan? Og hvers vegna þurfa raunar þau, sem játa Krist, að bera svo misþunga krossa? Þau svör eru okkur ekki gefin. Hitt er okkur sagt að okkur ber að endurfæðast, segja frá Jesú, bera með honum þann kross, sem hann úthlutar okkur. Öll- um ber að endurfæðast en það er ekki okkar að dæma um hjörtu annarra, það er verk Guðs eins. Guð gefi okkur ábyrgð og alvöru í trú okkar og djúpan frið og himinháan upp- risufögnuð í þeirri alvöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.