Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 69 DREYFUS RÉTTARGLÆPUR SEM SNERTI SAMVIZKU HEIMSINS forinaa af Gyðingaættum úr hernum. í greinum Drumont voru Gyðingar, útlendingar og pen- ingamenn lagðir að jöfnu. Þessi áróður féll í góðan jarðveg hjá lægri miðstéttum og stórum hluta verkalýðsstéttarinnar. „Skjalaskráin“ Sjálft tilefni Dreyfus-málsins var lítilfjörlegt og átti rætur að rekja til stöðugra væringa and- stæðra leyniþjónustudeilda. Her- málafulltrúi Þjóðverja í París, Maximilian von Schwartzkoppen majór, fékkst nokkuð við njósnir. Hann réð nokkra njósnara til starfa án vitundar sendiherrans, Georgs von Munster greifa, aðal- lega úr röðum lágtsettra starfs- manna hermálaráðuneytisins, og kryddaði skýrslur sínar til her- ráðsins með upplýsingum frá þeim. Franska gagnnjósnaþjón- ustan, sem gekk undir hinu sak- leysislega heiti Tölfræðideildin en er einnig kölluð upplýsingaþjón- ustan, komst að sjálfsögðu á snoð- ir um starfsemi hans. Jean Sand- herr ofursti, sem hafði haft veg og vanda af því að gera gagnnjósna- þjónustuna allöfluga, hafði sjálfur njósnara á sínum snærum og hon- um tókst jafnvel að smygla þeim inn í þýzka sendiráðið, þar sem þvottakona, frú Bastian, safnaði skjölum úr bréfakörfum og sendi þær upplýsingaþjónustunni. Oveðrið skall skyndilega á í septemberlok 1894. I síðustu sendingunni frá frú Bastian var sérstaklega mikilvægt skjal, óund- irritað bréf til Schwartzkoppen, sem var fyrst kallað „lettre miss- ive“ og síðan „bourderau" (skjala- skrá), hvort tveggja ónákvæm heiti. I þessu bréfi voru Schwartzkoppen boðnar nokkrar upplýsingar um ýmis hernaðar- málefni, flestar algert trúnaðar- mál. Herráðið og hermálaráðherr- ann, Auguste Mercier hershöfð- ingi, töldu málið alvarlegt frá byrjun. Þótt enn sé ekki fullkom- lega vitað um efni skjalanna, sem lofað var að útvega, er ljóst að þau fjölluðu um alger leyndarmál (nýja handbók fyrir vígstöðva- stórskotaliðið, tilkynningu um varaliðssveitirnar o. fl.) og ljóst virtist að þau gætu aðeins hafa komið frá foringja í herráðinu. Rannsókn varð til þess að böndin bárust að foringjum, sem störfuðu um stundarsakir við herráðið til þjálfunar. Það var þá, sem grunur féll á Alfred Dreyfus höfuðsmann, enda var rithönd hans merkilega lík rithönd höfundar skjalaskrár- innar. Grunaður frá byrjun Dreyfus var auðugur Gyðingur, kominn af iðnrekendaætt í Elsass (f. 9. október 1859 í Mulhouse). Hann hafði nýlega verið skipaður í herráðið og naut ekki vinsælda þar. Hann var frekar innhverfur og virtist fáskiptinn, þegjanda- legur og stífur. Hann var næstum því óþolandi nákvæmur og lét mikið bera á gáfum sínum og ríki- dæmi, sem þótti lýsa lítilli hátt- vísi. Allt þetta og jafnvel starfs- áhugi hans gerði hann tortryggi- legan þegar leit hófst að söku- dólgnum og það bætti ekki úr skák að hann var Gyðingur. Dreyfus var þar að auki frá Els- ass, sem nú var í Þýzkalandi. Sandherr, yfirmaður upplýsinga- þjónustunnar, var einnig þaðan. Kannski varð það til þess að hann ákvað að varpa sökinni á Dreyfus (einu ári áður hafði hann mót- mælt skipun Dreyfus þar sem hann gæti verið hættulegur ör- yggi, en án árangurs). Andúð á Gyðingum átti sér ekki langa sögu í Frakklandi, en hún hafði alltaf verið rík í Elsass, þar sem Gyð- ingar samlöguðust illa, öfugt við aðra Gyðinga í Frakklandi. Flestir foringjar í herráðinu höfðu ósjálfrátt andúð á Gyðing- um, jafnvel þótt þeir legðust ekki eins lágt og Drumont. Sárafáir Gyðingar höfðu fengið stöðu í herráðinu, sem var talið „það allra helgasta", og það eina sem tryggði Dreyfus stöðuna þrátt fyrir and- stöðu Sandherrs og annarra yfir- manna hans, var góður vitnisburð- ur hans frá herskólanum (École Supérieur de Guerre). Þó voru niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar á framferði Dreyfus harla rýrar. Eina bita- stæða ákæran gegn honum var sú að rithönd hans líktist höndinni á skjalaskránni. Þann möguleika að hann hefði haft aðgang að skjöl- unum, sem lofað hafði verið að út- vega Schwartzkoppen, var ekki hægt að telja sönnun um eða líkur fyrir sekt. En þar sem málið var svo alvarlegt hóf Mercier hers- höfðingi opinber málaferli. Dreyfus var handtekinn 15. október 1894 þegar hann var kvaddur í hermálaráðuneytið þar sem hann hitti fyrir Mercier du Paty de Clam markgreifa, majór í herráðinu. Paty var af gamalli ætt, hafði verið hugrakkur liðsfor- ingi, var leiður á borgaralegu þjóðfélagi Þriðja lýðveldisins og lifði í undarlegum heimi ímyndun- ar og undirferlis. í tvö ár lét hann veita frænda sínum eftirför þar sem maðurinn talaði mörg erlend tungumál, ferðaðist mikið erlendis og hlaut því að vera njósnari. Handtakan líktist skrípaleik. Du Paty sagði þegar hann hafði lesið fyrir Dreyfus úr skjala- skránni: „Þér skjálfið, höfuðsmað- ur!“ Dreyfus sagði að sér væri kalt á höndunum. Paty hélt áfram lestr- inum, stóð síðan upp, lagði hönd sína á öxl Dreyfus og hrópaði: „Dreyfus höfuðsmaður! Ég tek yð- ur fastan í laganna nafni. Þér eruð kærður fyrir landráð." Dreyfus stökk á fætur og andmælti sár- reiður. í þrjá tíma reyndi Paty árang- urslaust að knýja fram játningu. Að lokum sýndi Paty skammbyssu sem hafði legið undir skjölum á skrifborðinu, en Dreyfus æpti: „Ég er saklaus. Skjótið mig, ef þér vilj- ið.“ „Það er réttlætisverk, sem okkur kemúr eigi við, heldur yð- ur,“ svaraði Paty. „Nei, ég vil lifa til þess að sanna sakleysi mitt,“ sagði Dreyfus. Þann tíma sem málið gegn Dreyfus var í undirbúningi voru fáar nýjar ákærur bornar fram gegn honum, en rithandarsérfræð- ingarnir komust að lokum að þeirri niðurstöðu að hann væri höfundur skjalaskrárinnar. Fræg- ur sérfræðingur, Alfons Bertillon, bjó jafnvel til flókna kenningu, sem hann kallaði „sjálfsfölsun" og byggðist á tilgátum og hálfvís- indalegum ályktunun, til að út- skýra hvort tveggja í senn, það sem væri líkt og ólíkt með rit- höndunum. „Leyniskiölin“ í nóvemberöyrjun kom her- dómstóllinn saman í París. í málaferlunum gerði Mercier hershöfðingi sig sekan um að mis- beita valdi sínu, þannig að í mál- inu var frá byrjun farið út fyrir ramma laganna. Mercier hershöfðingi, sem Dreyfus-málið gerði að eftirlæti hersins, hafði barizt í Mexíkó og við Metz 1870 og herráðið hafði fagnað skipun hans í embætti her- málaráðherra 1893 þar sem hann væri sannur hermaður en ekki stjórnmálamaður. Hann var harð- ur og ákveðinn, yfirvegaður, hlé- drægur og mjög kurteis. Hann hafði handtekið Dreyfus í von um að hann játaði, en þegar það tókst ekki tók hann ósveigjanlega af- stöðu. „Nú verða menn annað hvort að standa með Mercier eða Dreyfus," sagði aðstoðarmaður hans. Mercier óttaðist að ef Dreyfus yrði sýknaður liti út fyrir að hann hefði haldið verndarhendi yfir landráðamanni eða látið sér heið- ur liðsforingjastéttarinnar í léttu rúmi liggja. Þetta var gefið í skyn í blöðum þjóðernissinna, sem héldu uppi hörðum og stöðugum árásum á hann. Málið var sér- staklega viðkvæmt þar sem Þjóð- verjar voru viðriðnir það. Mercier og samstarfsmenn sannfærðust um að þeir ættu í höggi við hættu- legan landráðamann, sem hefði selt óvininum hernaðarleyndar- mál. Undirmenn hans stöppuðu í hann stálinu og sakfelling Dreyfus varð pólitísk nauðsyn. „Ef Dreyfus verður sýknaður verður Mercier að fara frá,“ skrifaði stuðn- ingsmaður hans. „Ef Dreyfus er ekki sekur er stjórnin það.“ Mercier var því staðráðinn í að knýja fram sakfellingu Dreyfus hvað sem það kostaði. Þess vegna lagði hann fyrir herdómarana svokölluð „leyniskjöl", safn skjala sem upplýsingadeildin hafði valið vandlega til að sanna að samband hefði verið á milli Dreyfus og þýzka hermálafulltrúans. Það voru þessi skjöl sem sannfærðu yfirmenn herráðsins um sekt Dreyfus, en þeir höfðu ekki sann- anir. Verjendurnir fengu ekki að- gang að skjölunum og það var auð- vitað gróft lögbrot, svo að réttar- höldin voru ólögleg. Upplýsinga- deildin og Mercier hershöfðingi gerðu sakfellinguna að persónu- legu einkamáli og raunar litu margir þannig á málið. Sam- starfsmaður Merciers sagði að ef til nýrra réttarhalda kæmi og „Dreyfus höfuðsmaður verður sýknaður þá er það Mercier hers- höfðingi sem verður landráðamað- ur“. Þótt Dreyfus héldi fram sak- leysi sínu eins og við var búizt var hann dæmdur til að sæta brott- rekstri úr hernum með smán og ævilangri útlegð á víggirtum stað, 22. desember 1894. Eftir óhugn- anlega hersýningu við herskólann „École Militaire" 5. janúar 1895 var Dreyfus aftignaður. Hann lýsti aftignuninni m.a. þannig: „Undirforingi og og fjórir her- menn fóru með mig út á mitt torg- ið hjá herskólanum. Klukkan sló níu. Darras hershöfðingi, sem stýrði athöfninni, lét heilsa með byssunum ... Þegar búið var að lesa upp dómsorðið hrópaði ég til her- mannanna: Hermenn! Saklaus maður er aftignaður, saklaus mað- ur svívirtur. Heill Frakklandi, heill hernum! Aðstoðarforingi í varðliði lýð- veldisins gekk nú til mín. Hann sleit af mér hnappana, reif borð- ana af buxunum, einkennin af húfunni og ermunum og braut sverð mitt í tvennt. Ég horfði á öll þessi tignarmerki falla til jarðar Admifiátrahor. :58 rsa Oafes Skopmynd af Drayfusainnum (talið frá vinstri: Scheurer-Kestner, Picquart, Reinach (rithöfundur), Loubet (viðriöinn Panama-hneykslið), Dreyfus og Zola — sýningargripir í „draugahúsí“. fyrir framan mig. Ég hríðskalf, en æpti sífellt til hermannanna og mannfjöldans umhverfis, teinrétt- ur og bar höfuðið hátt: Eg er sak- laus!“ Dreyfus var sendur til saka- mannanýlendunnar á Djöflaeyju í Franska Guyanu, eyju sem er að- eins 1200 metra löng og 400 metra breið. Þar var hann langtímum saman hlekkjaður við vegg og vistin þar varð honum erfið. Þetta hefðu getað orðið endalok málsins. Hermálaráðuneytið taldi hann ekki eiga betra skilið þar sem hann neitaði að fremja sjálfsmorð eða játa, þótt honum væri heitið 5 Oiviwj CV t'tinu. « s L’AURORE 'JX ,»»• ' Uttðralre. Artístiqu» SocIa'c J’Acc LETTRE AU PRÉSIDl Pár ÉM I l'T'PfiT' .''4. i- w •«.■«'. :x < {>«•'>»*♦» <*•«' » » ">« * » »«■ !**->«'♦ <l>>»' v, »-*< >«>, -V> -•« n 4 e rtux {»>•• /•'♦»•«*.•.■•. «*.■{ < V- . -vJ/» »:/«• * »*'*«•» A* »• *** »•' íf-m* ■*<&*■**>'<**■•■* Í»<I».»A4K>- V {»- ✓-•••• -v .t-'- «-»•.<• •-" r-*í: ■» ' >»<-•>« >\*-> >»• !>«./♦ .v /». .-> » V'> *•** ■ '< •x ' <•<••> ■' ■•.•*** < ■■'■ 1»^ '•<* «*"■ •. .•. . <«' •• ' •• •>.' «■ »• •••.«■.' ír r.'V/V, T/' "i' .. ' :nt de la république ILE ZOLA t , *•i<tS**Vz'.•W' » >«••' '<■£♦ •■+.* •* kií ..Vw«-jf*».. -*„ ■ ••• .'.- !*»<« ••* wio* '•«••• • •:«'>• j <.•.'.* » ■ >w. ,„v. «•«'•:»' <**•>* **;/*sf, ...- •««. <v, 1/. . v>'. » 1 «* «■: #»í a k«. *.» • , <•»«' <>•> , » '••>., v> •»>) ■ : » r> < '•*»■ *>*«.••v <»'»'♦ l\*>> * » v- *»,<•.* .. ýp»,A.<4. L»V< ' 'v-x ."' *• :♦■>. • •. 1 <:>.', >•*»»■» • ■» • ■ »•' <<« »'4wv« '*•'. '>*.«»*• >* ■««' • ♦' > >v. * *<» ■•«■* • • «'. •<#»<> . • X A»<* •» A' V- •♦ • .«<«'<■'• «.■'... •♦•:■ •■«*■/'. t . < • * :.< = ' 7 / . 1 / • o « •■> *♦»■.•• - H«< <* V- *• «• •■>'•••••«••'»■ . '•„*../■«♦»•: ».«•.-« ■■•■ > « ♦ . . • ■ K .»■ • :>.• v v '•■:•■•'«•*■ • w '•■•’••••• ' «>‘K. » . . \ CTl O Alfred Dreyfus fyrir rétti í annað sinn 1899. betri meðferð ef hann tæki þann kostinn. Það voru ekki aðeins andstæð- ingar Gyðinga, sem fögnuðu dómnum, þjóðernissinnar voru sigri hrósandi. Hófsamir Frakkar töldu að réttlætinu hefði verið fullnægt. Sósíalistar höfðu engan áhuga á málinu, þar sem þeir voru Labori ver Zola í meiðyrðarétt- arhöldunum — Clemenceau lengst til hægri. andvígir hernum og uppteknir af að stéttastríðinu, hörmuðu það eitt að landráðamaðurinn hefði ekki verið skotinn og sögðu að það hefði verið gert ef óbreyttur her- maður hefði átt í hlut. Gyðingar voru í litlum vafa um sekt Dreyfus og óttuðust umfram allt afleið- ingarnar sem landráð hans mundu hafa á samfélag þeirra, svo skömmu eftir Panama-hneykslið sem þeim var kennt um. Kona Dreyfus, Matthieu bróðir hans og nokkrir nánir vinir voru nær eina fólkið sem vildi ekki við- urkenna það sem allri frönsku þjóðinni virtist liggja í augum uppi og hófu baráttu fyrir því að Dreyfus fengi uppreisn æru. Þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra hefði málstaður þeirra vafalaust beðið ósigur ef ekki hefði gerzt at- burður, sem gerbreytti málinu, 1896. Esterhazy og „Blái bréfmiðinn“ I marz barst upplýsingaþjónust- unni, þar sem Georges Picquart undirofursti hafði nýlega tekið við starfi forstöðumanns af Sandherr ofursta, uppkast að hraðbréfi (sem var kallað „le petit bleu“, blái bréfmiðinn) frá frú Bastian. Greinilegt var að bréfið var upphaflega frá Schwartzkoppen, þótt það væri ekki með rithönd hans. Skjalið bar nafn og heimil- isfang Esterhazy nokkurs, majórs í 74. fótgönguliðsherdeildinni í 1. Mercier: staöráöinn í aö sakfella Dreyfus. 2. Picquart: hetja málsins. 3. Esterhazy: raunverulegi þrjóturinn. 4. Scheurer-Kestner: áhrifamikill bandamaður Dreyfussinna. — Fyrirsögn Clemenceaus á „Opnu brófi til forseta lýðveldisins" frá Zola. Rúðuborg, sem var frá störfum um stundarsakir. Skjalið sannaði að annar liðsforingi en Dreyfus stóð í sambandi við þýzka hermálafulltrúann. Það hljóðaði þannig: „Herra Estarhazy majór ... Ég vænti nú með ákefð ná- kvæmari skýringa en ég fékk frá yður fyrir skemmstu í umræddu máli. Ég verð því að biðja yður að gefa mér þær skriflega, svo að ég geti tekið ákvörðun um, hvort ég eigi að halda sambandi við firmað R. eða ekki.“ c.....t Ferdinand Walsin-Esterhazy greifi var einkennilegur maður og Schwartzkoppen þjónustu sína. Nú getur enginn vafi leikið á því að það var hann sem skrifaði skjalaskrána. Annað bréf, sem fannst fyrir nokkrum árum og hann sendi Schwartzkoppen nokkrum dögum eftir að hann sendi skjalaskrána, gefur til kynna að meðal þess sem þessi drottinssvikari sendi frá sér hafi verið vænn skammtur af upplýs- ingum, sem hann hafði ekki frá fyrstu hendi, og ómerkilegar slúð- ursögur. Rannsókn Picquarts leiddi í ljós að Esterhazy var þrjótur og Schwartzkoppen stæði eða hefði staðið í sambandi við hann. Auk þess var rithönd hans greinilega lík höndinni á skjalaskránni. Zola, Labori og Clemenceau í hestlausum vagni. raunverulegi þorparinn í málinu. Hann var „vinstri handar sonur" (morganatískur) af hinni kunnu Esterhazy-ætt í Ungverjalandi. Þótt hann væri fæddur í París hafði hann barizt með Austurrík- ismönnum gegn Prússum 1866 og í franska hernum gegn sama óvini fjórum árum síðar. Viss vonbrigði, sem hann hafði orðið fyrir á ferli sínum, höfðu fyllt hann beiskju og óvarlegt kauphallabrask hafði gert hann gjaldþrota — hann hafði sólundað heimanmundi konu sinnar, var félaus, lyginn að eðl- isfari og fjárglæframaður þegar honum bauð svo við að horfa, fékk peninga að láni frá hverjum sem var og hafði lent í vafasömum ást- armálum. En hann var dagfars- prúður og tungulipur og gat aflað sér trausts yfirmanna sinna og stuðnings áhrifaríkra stjórnmála- manna, sem hann fræddi um her- mál. Esterhazy hafði starfað í leyni- þjónustunni í nokkurn tíma eftir 1877, m.a. sem þýzkuþýðandi, og sótti seinna um starf í leyniþjón- ustunni á ný. Hann vann sér stundum inn aukapeninga með því að útvega vissum dagblöðum, einkum „La Libre Parole", hermálafréttir, sem hann gat afl- að vegna starfs síns. í júlí 1894, þegar fjárhagur hans var sér- staklega slæmur, bauð hann Picquart — þriðji Elsassbúinn sem kom við sögu — varð yngsti majór í hernum 33 ára og hafði tekið þátt í herferðunum í Tonkin og Kína. Hann hafði sterka rétt- lætiskennd og var vellesinn í sögu, heimspeki og bókmenntum. Hann hafði engra persónulegra hags- muna að gæta í málinu og ef nokk- uð var þá hafði hann ímugust á Gyðingum. Dreyfus skipti hann ekki máli, heldur heiður hersins sem hann unni. Að sögn Pierre Dreyfus var hann staðfastur, áreiðanlegur og reglusamur, en einlyndur og ná- lega barnalegur. Hann skorti ímyndunarafl, en væri hann sann- færður um sannleikann hikaði hann ekki, jafnvel þótt frami hans og líf væru í hættu, og hann stofn- aði sér í mikla hættu í Dreyfus- málinu. Picquart taldi niðurstöður sínar benda til þess að ný réttarhöld væru nauðsynleg, en menn á æðri stöðum sáu litla ástæðu til að vera honum sammála. Hann gekk á fund Charles Gonse, varaforseta herráðsins, og hvatti til þess að herinn beitti sér fyrir endurupp- töku málsins til að firra herinn þeirri gagnrýni að hann væri vald- ur að óréttlæti. Gonse sagði: „Dreyfus-málinu er lokið. Auk þess þarf það ekki að skipta þig nokkru máli hvort þessi Gyðingur er á Djöflaeyju eða ekki.“ „Hann er saklaus," sagði Picqu- art. „Ef þú þegir, þarf enginn að komast að nokkru.“ „Hershöfðingi," sagði Picquart. „Það sem þér segið er viðurstyggi- legt. Ég veit ekki hvað ég á að gera. En ég fer ekki með þetta leyndarmál með mér í gröfina.“ Gonse var góður skrifstofumað- ur og í ljós kom að hann var fús til að ljúga á hverju sem gekk til að vernda herráðið. Gonse og yfirmaður hans, de Boisdeffre hershöfðingi, töldu að- alþröskuldinn í vegi fyrir nýjum réttarhöldum þann, að leyniskjöl- in höfðu verið send dómurunum ólöglega. Þegar upp kæmist um þennan glæp Merciers hlyti það að kasta rýrð á herinn, einkum her- ráðið. Auk þess væru sannanirnar gegn Esterhazy varla ótvíræðar og til þess að sanna að hann væri höfundur skjalaskrárinnar yrðu nýir rithandarsérfræðingar að bera á móti niðurstöðunum frá 1894 og það gæti valdið óvissu. Billot hershöfðingi, eftirmaður Merciers i hermálaráðuneytinu, tvísteig lengi og vissi ekki hvort hann ætti heldur að verða við ein- dregnum tilmælum Piquarts eða láta undan þeim vilja herráðsins að allt málið yrði þaggað niður. Samskipti Piquarts og yfirmanna hans hríðversnuðu. Piquart gat ekki fallizt á skoðanir þeirra, því að þótt þeir samþykktu að mál yrði höfðað gegn Esterhazy, ef unnt reyndist að safna nógum ör- uggum sönnunum gegn honum, neituðu þeir blákalt að samþykkja að hann „kæmi í staðinn fyrir“ Dreyfus. Yfirmönnum Piquarts tókst að þagga niður i honum með því að höfða til þagnarskyldu hans, en einmitt um sama leyti fóru blöðin að rifja upp réttarhöldin 1894 fyrir áeggjan Mathieu Dreyfus. Picquart var grunaður um að vera í bandalagi með fjölskyldu Dreyf- us og þeim sem nú var farið að kalla „syndikatið", og hann var sendur með smán til Túnis og seinna út á vígvöliinn, þar sem það var a.m.k. möguleiki að hann félli, hvort sem reynt var að koma honum fyrir kattarnef eða ekki. I nóvemberbyrjun varð annað atriði til þess að málið tók nýja stefnu. Hubert Henry majór, ann- ar æðsti maður leyniþjónustunn- ar, gerðist sekur um vísvitandi skjalafals. Henry var eini her- ráðsforinginn sem hafði hafizt upp úr röðum óbreyttra hermanna og var hugrakkur, duglegur, mis- kunnarlaus og slægur. Hann var vinur Esterhazy og hafði stutt umsókn hans um starf í upplýs- ingaþjónustunni. Hann var æfður í fölsun skjala sem komið var fyrir á erlendum útsendurum. Henry falsaði nú bréf, sem átti að vera frá hermálafulltrúa ítala, Panizzardi majór, til þýzka her- málafulltrúans og útvegaði þar með nauðsynlegt „sönnunargagn". Bréfinu var dreift með gát á æðstu stöðum og átti ótvírætt að sanna sekt Dreyfus. Mörg önnur fölsuð eða að minnsta kosti „lagfærð" sönnunargögn skutu upp kollinum til ársins 1898 og þeim var bætt við ný „leyniskjöl" sem herráðið geymdi. Picquart leysir frá skjóðunni Picquart taldi sér ógnað af her- ráðinu og Henry majór og gat ekki þagað lengur. Þegar hann var í leyfi i París í júní 1897 sagði hann vini sínum, Louis Leblois lögfræð- ingi, að hann væri sannfærður um sakleysi Dreyfus og sekt Esterhaz- ys. Eftir nokkurt hik gekk Leblois — sem var frá Elsass — á fund varaforseta öldungadeildarinnar, Auguste Scheurer-Kestner, enn eins Elsassmanns, sem var vinur Billot hershöfðingja, hafði talið Dreyfus saklausan og haft áhuga á máli hans þar sem þeir voru báðir frá Elsass. Hann var af gamalli ætt, síðasti þingmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.