Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Meðlætið var ekki skorið við nögl er kvenfélagið í Vík bauð skákmönnum í kvöldkaffi. Hér er Stefán Þormar, útibússtjóri Búnaðarbankans í Vík og aðalhvatamaður helgarmótsins á staðn- um, ásamt gestgjöfunum. Frá vinstri: Anna S. Pálsdóttir, Anna Björnsdóttir, Sigríður Arnadóttir, Stefán, Halídóra Sigurjónsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Áslaug Vilhjálmsdóttir. Hraðskákmót á heimskautsbaug. Til vinstri má sjá nokkra af þekktustu skákmönnum þjóðar innar. Þeir röðuðu sér upp norðan við heimskautslínuna, en andstæðingar þeirra sitja sunnan við. Myndin er tekin í Grímsey og í baksýn má sjá súluna sem skiptir jarðkringlunni. Ljósmyndir: Kinar Karlsson. „Aö koma þessu af stað kost- aði ótal ftilly rðingar ‘ ‘ Síðustu tíu árin hefur skáklíf á Islandi tekið geysilega stórt stökk fram á við. Sú þróun hófst með ein- vígi þeirra Fischers og Spasskys og síðan þá hefur skákviðburðum af ýmsu tagi fjölgað jafnt og þétt. I>ótt skákmiðstöð landsins sé tvímæla- laust höfuðborgarsvæðið hafa lands- byggðarmenn nýlega fengið sína sncið af kökunni og er þar auðvitað átt við helgarmót tímaritsins Skákar og Skáksambands íslands, sem hófu göngu sína í júní 1980. Upphaf þeirra má nú þegar telja markverð tímamót í íslensku skáklífi, því síðan þau hófu göngu sína hefur breidd meðal innlendra skákmanna aukist til muna auk þess sem nú eiga allir skákmenn, hvaðanæva að af landinu greiðan aðgang að keppni við fremstu meistara þjóðarinnar. Miklu veldur sá sem upphafinu vcldur og það á ekki síst við um helgarmótin. Sá sem kom þeim af stað og hefur rekið þau æ síðan er fertugur Reykvíkingur, Jóhann l>ór ir Jónsson, riLstjóri tímaritsins Skákar. Jóhann hefur komið víða við í ísiensku skáklífi og er nú einn af hinum fáu hér á landi sem hefur atvinnu sína beint 'eða óhcint af skákíþróttinni. Mbl. innti hann fyrst eftir því hvernig á því hafi staðið að hann fór að tefla sjálfur og varð síð- an einn af máttarstólpum skáklistar innar hér á landi. „Svo byrjað sé á byrjuninni er það nú eiginlega dálítið merkileg saga. Eg lærði mannganginn af mömmu minni sex ára gamall og merkilegt nokk vann ég fyrstu skákina sem við tefldum. Sá sigur er þó vart í frásögu færandi, því mamma kunni vart meira en leikreglurnar, en varð þó til þess að áhuginn vaknaði og ég fór að keppa við jafnaldra mína og reyndar alla þá sem mannganginn kunnu í nágrenninu. Skemmst er frá því að segja að ekki leið á löngu þar til ég hafði engan til að tefla við, því ég vann orðið allar skákir sem ég tefldi. En svo týndi ég skákinni að mestu frá átta til fjórtán ára ald- urs þar til kvöld eitt að mér varð gengið að gagnfræðaskólanum við Hringbraut, sem ég gekk í þá. Það vakti athygli mína að skólinn var upptendraður og ég fór að forvitn- ast um hvað olli því. Þá vildi svo til að þar var að hefjast meistar- amót skólans í skák undir yfir- stjórn Jóns Böðvarssonar, núver- andi skólameistara. Þegar ég kom var mótið byrjað og mér er enn minnisstæð sú flóðbylgja von- brigða sem á mér skall. Þótti mér með fádæmum hversu vel hafði verið á skákleyndarmálinu haldið í skólanum því ég hafði ekki orðið var við að mótið ætti að fara fram. Jón var tregur til að hleypa mér í mótið, því þá stæði á stöku og auk þess ekki heldur vitað til þess að ég kynni mannganginn. Þegar hann sá hvernig mér leið, nánast með tárin í augunum, kom hann þó með málamiðlunartillögu: Hún fólst í því að ég skyldi tefla við hann eina skák og af gæðum henn- ar myndi ráðast hvort ég fengi að vera með eða ekki. Nú er það svo að ég man ekki hvort ég vann skákina eða hvort hún varð jafn- tefli, enda hefur Jón sjálfsagt ekki beitt sér, heldur verið að athuga hvað ég gat, en þátttökuheimild var mér veitt, og svo mikið er víst að ég vann allar skákirnar og þar með mótið. En þrátt fyrir þetta fór sem fyrr að engin vitneskja um hefðbundna skákiðkun í borginni barst til minnar vitundar og það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna, um áramótin 1958—9, þegar ég var orðinn sautján ára, að ég gekk í Taflfélag Reykjavíkur, en þá var hugurinn auðvitað orðinn bundinn við margt annað. Skákbakterían náði þó ótrúlegum tökum á mér enn einu sinni og í janúar 1961 hafði mér tekist að vinna mig upp í meistaraflokk með þær björtu framtíðarvonir sem því fylgdu. Þá dundi enn eitt reiðarslagið yfir, TR og skáklífið í höfuðborg- inni fjaraði nánast algjörlega út. Mér þótti þetta að vonum afar slæmt og þar sem enginn fékkst til að veita TR forystu lét ég hafa mig í það. Var það Jónas Þor- valdsson skákkappi sem magnaði Jóhann Þórir Jónsson mig upp í þetta og hefur alla tíð síðan hælt sér af verknaðinum. Þetta gerðist 1961, en á miðju næsta ári tók ég við tímaritinu Skák af sömu ástæðu. Fyrst í stað var meiningin að vinna að þessum málum í tómstundum, en brátt varð mér ljóst að útgáfa og rit- stjórn Skákar væri þvílíkur baggi að engin leið væri til þess að halda blaðinu úti, nema í fullu starfi. Því má segja að mín atvinnu- mennska í skák, eins og þú vilt kalla það, hafi fremur verið af illri nauðsyn en af ánægjulegri verk- unum, en aðdragandinn að þessu öllu er jú önnur saga, sem þó átti eftir að vaida þessum straum- hvörfum í lífi mínu. Fyrsta til- raunin til að breyta ástandinu til batnaðar var gerð 1964 með fyrsta Reykjavíkurskákmótinu og sann- leikurinn er sá að síðan hef ég átt allt mitt undir því að skáklíf blómgist og dafni í landinu." En víkjum nú að nýjasta viðfangs- efni þínu, helgarmótunum, sem farið hafa fram víðsvegar um land undan- farin tvö ár. Hvers vegna lagðirðu út í þetta flókna fyrirtæki og hvernig gekk að hleypa því af stokkunum? „Að þessu er löng forsaga. Öll- um er ljóst að skákmenn utan höf- uðborgarsvæðisins hafa átt mun erfiðara með iðkun listar sinnar en kollegar þeirra á suðvestur- horninu. Þeir hafa því ekki náð þeim þroska sem annars gæti orð- ið og tækifærin þar af leiðandi fá. Eitt af verkefnum ritstjóra Skákblaðsins er að benda á nýja möguleika. Ég skrifaði um það í biaðið að flytja mætti mót út á landsbyggðina og gera meira fyrir „utanbæjarmenn", því deilda- keppnin og skólaskákmótin veita aðeins mjög takmörkuðum hópi tækifæri. Ýmsir sögðu þetta hæg- ara sagt en gert og töldu af ýms- um ástæðum útilokað að halda mót úti á landi og þá aðallega vegna kostnaðarins. . Ég hefi álitið að útgáfa Skákar væri sérkapítuli út af fyrir sig og það væri Skáksambandsins og Taflfélaganna út um land að halda mótin. Fln áskoranirnar fóru að gerast sífellt ágengari þar til ég lofaði að láta til skarar skríða og sagðist myndi halda 10 helgarmót víðsvegar um landið. Þá var mér engan veginn Ijóst hvort þetta tækist, en fyrsta skrefið var að trúa því sjálfur. Fyrsta mótið fór síðan fram í Keflavík og var mjög vel skipað, en ég hafði ákveðið að fá 10—20 bestu skákmennina í lið með mér til þess að mótin gegndu hlutverki sínu. Á þessu fyrsta móti treystu fáir heimamenn sér til þátttöku. Það kom á óvart en er þó skiljan- legt. Tækifærið kom svo óvænt að þeir trúðu því ekki. Þegar mótið var yfirstaðið voru menn jafnvel enn efins um að það hefði .yfir höf- uð farið fram. I framhaldi af þessu má segja að aðcins eftir annað mótið, sem haldið var í Borgarnesi, fóru menn að trúa því að ritstjóranum væri alvara og eftir það fór þátttakend- um að fjölga. Að koma mótunum af stað í upphafi kostaði óhemju fyrirhöfn og margar fullyrðingar." Það þarf margt að koma til svo að skákmót geti talist vel heppnað og erfitt að gera öllum aðilum til hæfis. Hvernig hafa undirtektirnar verið meðal þeirra sem tekið hafa þátt ■ mótunum og þeirra sem staðið hafa að þeim? „Undirtektirnar hafa verið frábærar. Mótin hafa notið ótrú- iegra vinsælda. Hvar sem stungið hefur verið upp á að halda þau hefur því nánast undantekninga- laust verið tekið af miklum fögn- uði. Það er reyndar eitt dæmigert við undirtektirnar, og það er að mótin vaxa í minningunni. Ennþá hefur aðeins verið haldið eitt mót á hverjum stað, þótt beðið hafi verið um fleiri. Menn hafa verið vantrúaðir, óstyrkir og hræddir við að vera malaðir af ofureflinu, en eftir á hefur þetta vakið mikið umtal og nú vildu þeir ekki sleppa þessu framhjá sér ef annað tæki- færi gæfist. Skákmenn á höfuðborgarsvæð- inu hafa einnig tekið mótunum vel. Allir vilja vera með þegar þeir geta. Þarna hafa þeir fengið tæki- færi til að spreyta sig hver gegn öðrum, séð landið og tekið þátt í uppbyggingu skáklistarinnar. Forystumenn skákmanna voru aftur á móti sumir hálfhræddir um að mótin tækju eitthvað frá þeim, en hitt hefur orðið reyndin að mótin hafa lyft félögunum upp, bæði félagslega og fjárhagslega. Almenningur hefur haft gaman af að sjá alla skákkappana saman komna á einum stað og fjármagn- endurnir hafa verið ánægðir með það sem þeir hafa fengið fyrir sinn snúð.“ Fyrst þú víkur að fjármögnun þá er hér spurning sem brunnið hefur á vörum margra: llvernig nást endar saman fjárhagslega, og gera þeir það yfirleitt, eða eru helgarmótin kannski gróðafyrirtæki? „Mótin hafa frá upphafi verið Rætt við Jóhann Þóri Jónsson, frumkvöðul helgarskákmótanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.