Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 „Ég hefði sloppið, ef veðurspáin hefði ekki svikið mig. Það hafði spáð þoku og jafnvel snjókomu á miðunum vestur af landinu, en það birti til og flugvél á vegum íslenzku landhelgis- gæzlunnar fann okkur nokkrum klukkustundum fyrir myrkur. En ef þokan hefði haldist áfram, hefði möguleiki flugvélarinnar á að flnna okkur minnkað stórlega. Maður er ekki alltaf heppinn," sagði Bernard „Benny“ Newton, fyrrverandi skip- stjóri á Grimsby-togaranum Brandi, þegar við ræddum við hann. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, þá er Newton staddur hér á landi þessa dagana, fyrst og fremst til að safna efni í ævisögu sína, sem vænt- anlega kemur út á þessu ári. Með honum í íor er eldri sonur hans Cliff- ord og brezki blaðamaðurinn Tony Van Den Bergh, en hann skráir ævi- sögu Newtons. Það var aðfaranótt 29. apríl 1967, eða fyrir tæpum 15 árum, sem Newton tók þá ákvörðun, að strjúka á skipi sínu Brandi úr Reykjavíkurhöfn, sökum þess að honum þóttu réttarhöld í sínu máli ganga hægt, en varðskip hafði staðið togarann að ólög- legum veiðum. Skipið fór úr Reykjavíkur- höfn um klukkan 1 um nóttina og hafði Newton með sér tvo íslenzka lögreglu- þjóna, sem áttu að gæta skipsins. Þá hafði hann læst inni í klefa þannig að þeir gátu ekkert að gert. Hafnsögumenn og vakt- maður við varðskipin héldu að togaranum væri frjálst að fara, og strok togarans uppgötvaðist ekki fyrr en morguninn eftir, þegar vaktaskipti áttu að vera hjá lög- regluþjónunum. Það var ekki fyrr en undir hádegi á laug- ardaginn 30. apríl, sem flugvél á vegum Landhelgisgæzlunnar fann togarann á siglingu vestur af Snæfellsnesi og nokkru síðar kom varðskipið Óðinn að togaranum og gafst þá Newton upp. Hann var síðar dæmdur í 300 þúsund króna sekt, auk þess sem hann greiddi sjálfur 200 þúsund krón- ur til þess að losna við fangelsisvist á ís- landi. Þegar Newton er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að reyna flóttann á sínum tíma segir hann: „Fyrst og fremst vegna þess, hve réttarhöldin gengu hægt, ennfremur sökum þess, að útgerð skipsins hafði gengið illa. Þá hélt ég líka að um leið og ég væri kominn á alþjóðasiglingaleið myndi ég geta siglt rólegur um hafið, heim á leið.“ Eftir að Brandur hafði verið færður til hafnar á ný var Newton settur í gæzlu- varðhald og þá átti Matthías Johannessen viðtal við hann, sem birtist í Morgunblað- inu. A einum stað í viðtalinu spyr Matthí- as, hvort hann kvíði ekki dómnum. „Well, ég hef engar sérstakar áhyggjur mín vegna, heldur vegna eigenda skipsins og félaga minna um borð. Eigendur skipsins „Hefdi sloppið heföi veðurspáin ekki svikið mig“ Rœtt við landhelgisbrjótinn og listaverkasafnarann Bernard „Benny“ Newton frá Grimsby eru Páll Aðalsteinsson og Þórarinn Olgeirsson yngri, Þórarinn er ekki heilsu- hraustur, hann er með asma. (Þess má geta að Þórarinn lést nokkrum árum síð- ar.) Hann var skipstjóri á togaranum áður en ég tók við honum. Hann var óheppinn og þeir áttu í fjárhagsörðugleikum. Þetta var fjórði túrinn, sem ég hef farið með togarann. Það hefur gengið vel, ég hef ver- ið heppinn og útgerðin var að komast i sæmiíegt horf. Auðvitað hef ég áhyggjur út af skipinu og eigendum, kannski fer útgerðin á hausinn. En ég held ekki að þeir álasi mér. Þeir hafa ekki mikla peninga. Það gekk illa eins og ég sagði. I fyrstu ferðinni minni fór ég til Islands og var 21 dag og við seldum fyrir 6.800 pund, það þótti gott. Næst fórum við til Færeyja og vorum í 18 daga og seldum fyrir 9.200 pund, það þótti einnig gott, því af þessum 18 dögum þurftum við að vera 4 daga í Færeyjum, vegna slyss um borð; maður fórst, annar slasaðist. Þriðju ferðina fór- um við til Færeyja, vorum 15 daga í túrn- um og seldum fyrir 6.700 pund. I þessari fjórðu ferð vorum við búnir að veiða um 40 tonn, þegar við vorum teknir. Þá höfðum við aðeins verið 4 daga á fiskiríi. Hæst hef ég selt fyrir 14 þúsund pund. Við leggjum áherzlu á stuttar ferðir og góðan fisk, í stað langra ferða og mikils fiskmagns. Auk þess erum við aðeins 20 um borð. Við miðum allt við daglega nýtingu skips og áhafnar." „Ætlarðu að fara aftur á sjóinn, þegar þú losnar úr haldi?" „Já. Ég á marga góða vini hér á landi og vona ég að þeir haldi áfram að vera yinir mínir, þrátt fyrir það sem gerst hefur. Ég vil að þeir viti af hverju ég stakk af og ætla að biðja þig að setja það einhverstað- ar í samtalið. Ég vissi á föstudag að niður- staða mundi ekki liggja fyrir fyrr en á þriðjudag, jafnvel seinna. Það hljóp í mig kvíði og mér þótti þetta jafngilda því að ég væri dæmdur tvisvar. Mig langaði að mót- mæla. Ég sá enga aðra leið en reyna að strjúka. Aður en ég lagði úr höfn sagði ég skipshöfninni frá ákvörðun minni og bætti við: Ég vil engin vandræði um borð.“ ... „Sumir skipstjórnarmenn á Islandi hafa haldið því fram, að þú hafir átt meiri möguleika á að sleppa, með því að sigla til suðurs frá Reykjavík í stað þess að sigla til vesturs. Hvað viltu segja um það?“ „Mér var kunnugt um að það voru bæði brezkir og íslenzkir togarar á Eldeyjar- banka og fjöldi annarra skipa á þeirri sigl- ingaleið. Ég kaus frekar að velja norð- vestlæga stefnu, því ég átti ekki von á að mörg skip yrðu á vegi okkar þar. Enda kom það á daginn. Við urðum aðeins varir við eitt skip, lítinn bát, en eins og ég sagði áðan, veðrið sá um að við sluppum ekki.“ „Hvað hafðirðu hugsað þér að gera við lögregluþjónana, þá Hilmar Þorbjörnsson og Þorkel Pálsson?" „Ég hafði hugsað mér að setja þá á land í Færeyjum. Ég hafði ákveðið að koma við í Vestmannahöfn, ef þeir hefðu viljað, annars hefði þeim verið velkomið að koma með alla leið til Englands. Ég hefði hugsað ÓDÝRenGÓÐUR HAPPY SVEFNBEKKURINN SVÍKUR ENGAN V Vegna breytinga í sýningarsal seljum við innréttingar, fataskápa og fleira meo allt að 30% afslætti, einnig stakar hurðir og hurðasett. Lílið viá og geríð góð kaup TRÉVAL HF. Nýbýlavegi 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.