Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÍJLÍ1982 3 5 En bæklingurinn er ekki síður hentugur fyrir þá, sem ekki ætla til Hvalseyjar en vilja fræðast um staðinn og jafnframt örlítið um norræna miðaldaþjóðfélagið á Grænlandi. Hvalsey, kirkjustaðurinn, liggur innarlega í Hvalseyjarfirði, sem er milli Einarsfjarðar, þar sem biskupssetrið Garðar stóð, og Eiríksfjarðar, með bæ Eiríks rauða, Brattahlíð. Fjörðurinn hef- ur greinilega dregið nafn sitt af hárri, hvalbakslaga klettaeyju rétt innan við Julianeháb. í Land- námabók segir frá Þorkatli far- serk, systrungi Eiríks rauða, er fór með honum til Grænlands, og nam hann Hvalseyjarfjörð. Er því talið, að hann byggi á bænum Hvalsey. Segir i Landnámu, að hann sé dysjaður þar í túni og gangi síðan aftur, og hafa menn reynt að benda á dys hans þar austast í túninu. — Þarna er því að finna einn af landnámsbæjun- um á Grænlandi og þarna hefur líklegast haldizt byggð hvað lengst og einmitt þaðan bárust síðast fréttir af Grænlandi áður en sambandið milli landanna rofnaði og þjóðin dó út. Nú á tímum er Hvalsey þekkt- ust fyrir hina merkilegu kirkju- rúst úr hlöðnum steini, sem límd- ur hefur verið saman með kalki, líklegast gerðu úr skeljum þar á staðnum. Talið er, að kirkjan hafi verið byggð um 1300 eftir bygg- ingarstílnum að dæma. Þessa byggingarlist kunnu Grænlend- ingar hinir fornu, en að auki byggðu þeir dómkirkjuna í Görð- um af steini. Hans Egede kom hingað til Hvalseyjar 1723 í leit sinni að norrænum mönnum, en fann ekki frekar en annars staðar, heldur aðeins tómar rústirnar. Hann gróf lítillega í kirkjurúst- ina, sem líklegast verður að teljast fyrsta fornleifarannsókn á Græn- landi. Kirkjuveggirnir eru varðveittir í nær því fullri hæð, dyr eru á vesturgafli og suðurhlið, gluggar á hliðum og austurgafli, og um- hverfis kirkjuna er ferhyrndur kirkjugarður. Vestan við kirkju- garðinn eru svo bæjarhúsin og má glöggt sjá, að byggt hefur verið við hin upphaflegu bæjarhús, skál- ann, og þannig myndazt eins kon- ar gangabær, líkt því sem gerðist síðar hér á íslandi. — í túninu eru síðan útihús og búr, einnig kringl- ótt hestarétt, og má hér glöggt sjá, hvernig grænlenzkt stórbýli á miðöldum hefur verið húsað. Árið 1410 kom síðast svo vitað sé skip frá Grænlandi til íslands. Á því skipi voru menn er verið höfðu fjögur ár á Grænlandi og skýrðu þeir svo frá, að árið 1408 hefðu þeir verið við brúðkaup í Hvalseyjarkirkju, þegar Þorsteinn Ólafsson og Sigríður Björnsdóttir gengu þar í hjónaband. Þetta er síðasti atburður,- sem þekktur er úr norræna þjóðfélaginu græn- lenzka á miðöldum. Þá er ekki vit- að annað en mannlíf á þessum slóðum hafi verið í góðu gengi, þótt Vestribyggð virðist hafa verið komin í eyði. Nú í ár munu ýmsir Islendingar leggja leið sína til Grænlands og margir þeirra munu koma til Hvalseyjar. Það er handhægt að taka með þennan litla bækling, sem koma mun í bókabúðir hér á landi, eða kaupa hann þegar vest- ur til Grænlands er komið. Hann þyngir ekki ferðatöskuna en gefur glögga mynd af staðnum og þeirri litlu sögu, sem af honum fer. Þór Magnússon ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l GLVSINí. \ SIMINV KK: 22180 AMSTERDAM Innifalið: Flugfargjaló, bíláleigubíll með ótakmörkuðiuh akstri, söluskattur (VAT)pg I miöaí&fc / Flugvallarskattur ogfeepíai. sláttur fyrir 2-11 ára er kr. 1.25á,- Yngri en 2ja ára greiða kr. 30&> Gildistími 1. - Tt. ágúpt* Sfuwvetn UTSYN t AUSTJJRSTRÆTI17 "SffMI: 26611 ORVAL VIÐ AUSTURVOLL SÍMI: 26900 FLUGLEIDIR Gott tólk hjá traustu félagi /r Ju M v:v:| * lllp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.