Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Framhji okkur sigldi gamaldags fljótabitur. Skipaatiginn vid Gustafsfors. í indíánamynd. Sumir bátarnir voru stórir mótorbátar, jafnvel seglskútur, það hlaut að vera skipaskurður til sjávar. Svo þurfti fararstjórinn að pissa og við urð- um að róa í land og gramsa í mat- vörunum til að finna klósett- pappír. Við rerum inn eftir vatninu. Þurftum að bíða eftir Jóni og far- arstjóranum sem reru í króka- beygjum og eitt sinn upp á stein. Ekki skánaði það þegar hún settist aftur í og ætlaði að stýra. Það var logn og maður gat farið úr að ofan. En helvítis mýbitið kitl- aði mann. Við slógum upp tjöldum siðdeg- is á nesi, þreytt í öxlum. Aðrir kanóar höfðu verið dregnir þar á land og voru nokkur tjöld fyrir. Einnig útikamar. Jörðin var snjáð! mold blönduð barrnálum. Ég kveikti náttúrulega bál þegar fór að kvölda. Ég elska bál. Kom klyfjaður eldiviði innan úr skógin- um. Þau kölluðu mig skógarmann- inn og spurðu hvort ég væri vanur svona útlegum. „Nei, jú. Heima á íslandi voru við vanir að kveikja bál í fjörunni og steikja pylsur, þegar við vorum í indíánaleik.” Allir fiktuðu við bálið mitt svo ég varð afbrýðissamur. Annars var ég þögull og fór einförum. Við fengum viðbrenndar pylsur. Eftir matinn fórum við i göngutúr ínn i skóginn og fundum hindber. Það eru rauð ber, ekki ósvipuð jarð- arberjum, en eins og sett saman af litlum safafylltum kúlum! æðis- lega góð. Ég fyllti lófann og fékk mér munnfylli hvað eftir annað. Loks fékk ég í magann og þurfti á kamarinn. Þegar fór að líða á kvöldið kom kuldinn i bakið og ég fékk nóg að gera við að sækja eldi- við og brjóta greinar. Kom með heilu trén dragandi á eftir mér. Snafsaflöskur birtust og ég drakk vodkað mitt í heitu sykurvatni hinum til furðu og forvitni. Svo þegar þau komu með söngbækur fór þetta nú að minna mig á skát- ana, sko. „We shall over corne", var sung- ið. Ég reyndi að raula með án þess það heyrðist í mér. En mig hefur alltaf langað til að syngja. Syngja hátt af lifi og sál. Stundum komu tónarnir hátt og mér fannst vera litið á mig. Ég fór að tala um hve langa leið við ættum framundan! Margar öldur og erfiðleika. Kannski kæmi óveður. Þá nikkaði ljóshærða kon- an til min og sagði: „We shall over come.“ Næsta morgunn fengum við strákarnir okkur bað af flot- bryggjunni. Ég hrinti öðrum þeirra út í kalt vatnið. Ég er fer- lega stríðinn. Og svo þegar við höfðum róðið soldið í logninu kom óveður. Hífandi rok og bárur á móti. Það byrjaði að gefa á bátinn okkar. Tíkarspenna varð hrædd. Báran kom soldið á hlið. Þegar aldan kom lyfti hún höndunum og hætti að róa og leit inn í bátinn, að gá hvort það hefði komið vatn. En Hkamarnir dúuðu með hreyfing- um bátsins og báturinn vippaði sér yfir öldurnar. Þetta voru þrælgóðir bátar, indíánarnir hafa sko ekki verið vitlausir. En þessi stóri álkanó fékk ekki gusu inn á sig og þau voru langt á undan okkur. Ég skildi að karlinn hafði í raun verið ástfanginn af honum. Loks komumst við að landi hinu megin og fundum tjaldstæði á tanga með berum klöppum og há- um furutrjám. Gátum tjaldað með því að binda stögin í hríslur og svoleiðis. Vindurinn sveiflaði trjátoppunum hátt fyrir ofan. Við höfðum komist yfir erfiðleikana. Það hafði ekki litið vel út að róa alla þessa leið á móti rokinu, en það hafðist með viljanum. - Strákurinn sem var með Jóni í gula og bláa tjaldinu hafði þann kæk að halla höfðinu sitt á hvað líkt og páfagaukur. Og allt var í röð og reglu hjá honum. Hann hét Björn. Ennþá var ég þögull. Mér fannst hundleiðinlegt að tala allt- af dönsku. Ég var að reyna vera í þunglyndi. Við sátum öll á klöpp niður við vatnið. Þarna megin vorum við í vari og vatnið var lyngt. Það hafði líka hægt með kvöldinu. Vorum nýbúinn að borða kvöldmat! Rúgbraut með lifrarkæfu og gúrkusneiðum. „Það er mýfluga fyrir neðan vinstra eyrað," sagði Björn ofur rólega. „Er það,“ sagði ég ög þorði ekki að hreyfa mig. Ég fann fyrir henni á hálsinum og mig kitlaði ferlega. „Er ekki best að láta hana sjúga út,“ sagði ég. „Jú,“ sögðu þau. Það er nefnilega þannig að fugl- an sprautar inn eitri, síðan sýgur hún blóðið og þegar hún hefur fengið nægju sína sýgur hún eitrið í sig aftur til að geta notað það næst. En af mýbitinu fékk maður rauða bólu sem mann klæjaði fer- lega í. Ég reyndi að vera kyrr. En ég engdist sundur og saman því mig kitlaði svo og byrjaði ósjálf- rátt að sprikla með fótunum. Þau fóru að hiægja að mér. Það fannst mér gott. Svo ég dró ekkert af fíflalátunum. Var bara ég sjálfur þarna augnablik. En mér finnst æðislega gaman að láta eins og fífl. Ég afmyndaði mig í framan og allt. Þau veltust um af hlátri. Loks gat ég ekki haldið þetta út og sló fluguna en hún slapp. Ég var orðinn allur útsteyptur í rauðum kýlum og mig klæjaði í kroppinn. Ég fann að eitt var að bætast við. Eftir þetta var ég alltaf að reyna að slá flugurnar frá andlitinu og drepa þær á milli lófanna. Ég oflék hatur mitt á flugunum til að fá þau til að hlægja. „Það eru nefnilega engar mý- flugur á íslandi," sagði ég. „Þær eru til við Mývatn en stinga ekki,“ sagði Jón. En hann hafði verið á íslandi sumarið áður með þessu sama ferðafélagi. Það skipulagði ís- landsferðir fyrir Dani sem langaði að sjá fjöll og steina. „Bálið fælir mýið burt,“ sagði ljóshærða konan. „Er það?“ sagði ég og fór sam- stundis að safna eldivið. Þau hlógu að mér. Skeggjaður þýskari var að dorga fyrir utan með veiðistöng, í plastbáti með utanborðsmótor. Allt í kring voru uppkomur á lygnu vatninu en hann varð ekki var. Ég fann bláberjalyng og lagð- ist á magann. Framhjá sigldi fljótabátur, lítið skip. Járnkláfur sem leit út fyrir að vera gamalt gufuskip. Svo kom fljótandi sumarbústaður með utanborðs- mótor. Það vakti kátínu okkar. Framundan var Gustafsfors, lít- ill bær þar sem við ætluðum að kaupa matvæli. Og þar var skipa- stigi, sem við þurftum í gegnum. Þangað myndum við róa næsta dag. Ég hlakkaði til því fyrir mér var það forvitnilegt. Indíáninn kæmi til mannabyggða. 47 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: GOOLE: Arnartell ......... 10/8 Arnarfell ......... 23/8 Arnarfell .......... 6/9 Arnarfell ......... 20/9 ROTTERDAM: Arnarfell ......... 29/7 Arnarfell ......... 12/8 Arnarfell ......... 25/8 Arnarfell .......... 8/9 Arnarfell ......... 22/9 ANTWERPEN: Arnarfell ......... 30/7 Arnarfell ......... 13/8 Arnarfell ......... 26/8 Arnarfell .......... 9/9 Arnarfell ......... 23/9 HAMBORG: Helgafell .......... 2/8 Helgafell ......... 21/8 Helgafell .......... 10/9 HELSINKI: Dísarfell .......... 13/8 Dísarfell .......... 10/8 LARVIK: Hvassafell ......... 2/8 Hvassafell ......... 16/8 Hvassafell ........ 30/8 Hvassafell ......... 13/9 GAUTABORG: Hvassafell ......... 3/8 Hvassafell ......... 17/8 Hvassafell ........ 31/8 Hvassafell ......... 14/9 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ......... 4/8 Hvassafell ......... 18/8 Hvassafell ......... 1/9 Hvassafell ......... 15/9 SVENDBORG: Helgafell .......... 3/8 Dísarfell .......... 16/8 Helgafell ......... 23/8 Helgafell .......... 12/9 Dísarfell .......... 14/9 AARHUS: Helgafell .......... 5/8 Dísarfell .......... 18/8 Helgafell ......... 25/8 Helgafell .......... 13/9 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell .......... 9/8 Skaftafell ......... 9/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........ 29/7 Jökulfell .......... 11/8 Skaftafell ......... 11/9 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Viö fljúgum meö frakt til og frá London 5 sinnum í viku í sumar fljúgum við með frakt til 13 borga 61 sinnl í viku. London er ein þeirra. Flugfrakt eykur veltuhraða og lækkar vaxtakostnað. FLUGLEIDIR FLUGFRAKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.