Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Skáld og kanótúr í Svíþjóð Eftir Ásgeir Þórhallsson „Jða, en þessi lest fer ekki til Gautaborgar,“ sagði hávaxinn lestarþjónn í hvítri skyrtu og skoðaði farmiðana okkar. Við vorum sjö sem höfðum setið sæl i lest á föstudegi á leið í kanó- leiðangur upp í Dalsland í Svíþjóð. En nú breyttist sælan í skrekk. Fararstjórinn okkar, sem var ung stúlka með stór kringlótt gleraugu sem stækkaði augu hennar, hvítn- aði, svo blánaði hún. „Þessi lest fer til Stokkhólms. Þið áttuð að skipta um lest í Hels- ingjaborg." „Ó, Guð,“ sagði fararstjórinn. Svo horfði hún á lestarstjórann og geiflaði sig í framan því gler- augun pirruðu nefið. Heita helvíti, við höfðum tekið kolvitlausa lest. í hópnum voru þrjár konur og þrír ungir menn og einn polli. Þekktumst ekkert fyrir, allt Danir nema ég. Vorum á öðru farrými, fólk sat á svefnpokum sínum og át úr matarpökkum. Fyrir utan gluggana þaut sænskt landslagið framhjá; sveitabæir og akrar, flekkóttar kýr og rauð útihús. Þetta var í ágúst og blíðskapar- veður; hitamolla í lestinni. Við fórum að skoða landakortið, slóg- um þessu upp í grín og stungið var upp á að breyta áætlun í helgar- ferð til Stokkhólms. Fararstjórinn okkar var víst ekki vanur svona kanóleiðöngrum. En ferðin var á vegum ferðafélags sem náms- menn, íslenskir og danskir, stóðu að í Kaupmannahöfn. Þar var fólki gefin kostur á að ferðast saman með sameiginlegan sjóð og hvatt til að hjálpast að út úr vandanum. Þetta var viku ferð og lagt upp frá Kaupmannahöfn, þar sem ég var búsettur um þessar mundir. Ein konan gat talað sænsku við lestarvörðinn. Hann kvaðst koma aftur og segja okkur hvar við ætt- um að fara út og skipta um lest. Áfram skrölti lestin. Ég hafði lifað kráarlífi í Kaup- mannahöfn upp á síðkastið og var á flótta undan vandamálum, þunglyndi og leiði hafði gert mig þögulan. Ég hafði einu sinni átt draum um að verða rithöfundur, reyndar alveg frá því ég lærði að skrifa í barnaskóla. Ég hafði ark- að á milli útgefenda á íslandi í fjögur ár án árangurs, orðið niður- dregnari með hverju árinu. Stund- um týndust handritin og ég varð að bæta grátsveinum í röddina til að þeir nenntu að standa upp frá nýtískulegum skrifborðum og leita í hillum. Alltaf voru þeir að spyrja hvaða menntun ég hefði, eins og maður ætti að vera bókmenntafræðingur til að skrifa; hingað til hafa rit- höfundar getað það. Svo voru rit- stjórarnir alltaf að finna að smá- vægilegum stafsetningarvillum. Eins og ég væri að skrifa til að sýna hversu klár ég væri í ís- lenzku. Enginn sá það sem ég var að reyna að segja með sögunum. Svo ég flúði; hélt þetta væri betra í Kaupmannahöfn. Ég talaði við gráhærðan mann í fínni peysu hjá Gyldendal, þar sem rauð plu3s- teppi voru á gólfum. Gyldendal er auglýst útgáfufyrirtæki fyrir öll Norðurlöndin. Ég var með tíu ís- lenzkar smásögur inn á mér. En hann sagði að þeir gæfu ekkert út sem ekki hefði áður komið út sem bók á móðurmálinu. „Þetta er nú bara regla hjá Gyldendal,“ sagði hann og ég fann að ég var ekki velkominn. Þá gafst ég upp; lagði árar í bát fyrir fullt og allt. Þetta var ekki til neins. Ég gekk bara um götur" með hendur í vösum og skoðaði í búðarglugga. Lifði á soðnum kart- öflum og gulrótum með tómatsósu út á og ímyndaði mér að það væri kjúklingur í karrý. Svo fékk ég skúringarvinnu í banka, á nótt- unni. Á kvöldin sat ég á ölhúsum í reykjarsvælu og þunglyndi, búinn að missa alla von, hættur að segja brandara; orðinn viljalaust rekald. Lestarþjónninn kom og sagði okkur að fara út á næstu stöð og hvaða lest við ættum að taka. Þetta var allt í lagi; við kæmumst í kanótúr. Okkur mundi seinka, kannski yrðum við ekki við vatnið fyrr en næsta dag. Fararstjórinn minnti mig á kennara sem er með litlu krakkana í skólaferðalagi. Hún var alltaf að skoða farmið- ana, allskonar kvittanir og bækl- inga. Þess á milli dró hún upp brauð og smjör og smurði á hnénu. Svo át hún stóra appelsínu og saf- inn lak ofan í sætið og yfir hana alla. Þá brölti hún fram á klósett og sótti klósettpappír til að þurrka. Ferlegt vesen alltaf á þessu kvenfólki. Áætlunin var komin úr skorðum og við misstum af sveitalestinni sem átti að fara með okkur upp að litlum bæ við vötnin. Svo við urð- um að taka tvo rándýra leigubíla, vildum ekki eyða heilum degi í að bíða eftir næstu lest. Loks eftir rúnt fram og aftur um bæinn fundum við kanóleiguna þar sem átti að vera búið að panta kanóa handa okkur; kanóar úti í garði við einbýlishús. En karlinn sem kom út á svalir kannaðist ekkert við að búið væri að panta þrjá kanóa í viku. Ekki nóg með það heldur var fararstjórinn búinn að lCg hef haft rithöfundardrauma allt frá því ég lærði að skrifa í barna- skóla. Ekki get ég neitt gert að því. týna kvittun um að við værum bú- in að borga. Allt komst í uppnám. Við fórum í leigubílnum niður að vatninu til að finna tjaldstæði. Karlinn ætlaði að athuga þetta betur, kæmi svo að tala við okkur. Niður við vatnið voru bátar bundnir við litlar flotbryggjur og litlar öldur kitluðu botna þeirta; gamlir hraðbátar úr maghony, árabátar og húsbátar. Við tjölduð- um á sólbaðsaðstöðu bæjarbúa, þar var eini grasbalinn. Fyrir utan var fljótandi stökkpailur og flotbryggja út í. Þegar búið var að bera allt dótið nema bakpoka far- arstjórans, leigubílarnir farnir, stóðum við tvö ein við vegkantinn. Hún var með fangið fullt af papp- „Það var blíðskaparveður þegar við rerum af stað rétt fyrir hádegi þennan laugar- dag. Þrír bátar í halarófu, karlmaöur að aftan en kven- maður fremst, farangurinn á milli. Bakpokum og matvæl- um var pakkaö inn í stóra plastpoka, ef bátnum skyldi hvolfa...“ Fyrri hluti írum að leita að kvittuninni. Svo kom kanóútleigjandinn á rauðum Volvó. Hann sat í bílnum og horfði á hana út um gluggann, með oln- bogann út. Hún gramsaði í bak- pokanum og ypti öxlum. Enginn hjálpaði henni. Hún átti að redda þessu því hún var fararstjórinn. Hún var orðin náföl í framan og kvartaði undan verk í maganum. Öll ferðin var að fara í vaskinn. Þegar ég sá að hún var alveg að brestaí grát, nennti ég þessu ekki og fór að leita í bakpokanum. Fann miðann á botninum í einu hólfinu og öskraði hátt. Andlit hennar ljómaði; augun stækkuðu í gleraugunum. Kanókarlinn kink- aði kolli er hann sá miðann. Hann sagðist redda okkur um kanóa og kæmi með þá morguninn eftir. Ég bar bakpokann fyrir hana og hélt utan um öxlina á henni. Þó allir séu vondir við mig þá get ég samt stundum verið góður við aðra. Við sváfum í tveim tjöldum, einu tveggja manna og einu fjög- urra manna. Ég var með kvenfólk- inu og pollanum í því stóra. Um kvöldið sat önnur konan uppi, komin í svefnpokann, losaði hnút á ljósu hárinu og lét það falla. Svo greiddi hún sér vel og vandlega. Mikið gasalega var snjóhvítt hár hennar fallegt, sítt o'g slétt. Hún lét það dingla öðru hvoru eins og ung stúlka. Þessa fallegu sjón sá ég í myrkrinu. Fyrir utan ískraði í stökkpallinum. Stundum gat maður ímyndað sér að maður vcrí kominn tiJ Kanada. Um morguninn kom karlinn með kanóana; tveir grænir úr plasti og einn þriggja manna, úr áli. Sá var með svolitlum indíána- skreytingum. „Þessi kanó getur borið hálft tonn og er léttur og góður," sagði karlinn og klappaði álskrokknum líkt og ástfanginn. Ég hélt hann væri að þessu til að fegra bátinn í augum okkar af hræðslu við að við kærðum okkur bara um plastbáta. Við bárum kanóana ofan í flæðarmálið og hann lét okkur hafa björgunar- vesti og svampa til að þurrausa, og svo árar. En þær þurftu að ná okkur í höku. Svo rerum við út að stökkpallinum og bundum þá í flotbryggjuna. Ég var skíthrædd- ur því þetta voru þrælvaltir bátar. Konurnar tvær höfðu farið í svona kanótúr áður. Ungar harðbrjósta stúlkur léku sér á stökkpallinum; hoppuðu út í með hendur á síðum, klifruðu svo upp aftur. Farið var á tveim bátum til að verzla, kaupa matvæli. Ég og ljóshærða konan urðum eftir; hún var að elda og svoleiðis. Þið vitið hvað konur eru að gera þegar þær hafa gleymt sér. Ég fékk mér sundsprett með litlu stelpunum. Vatnið var kalt og hressandi. Ég þorði nú ekki að stinga mér af pallinum, en kafaði niður á botn og synti skriðsund langt út í vatn- ið. Ég sá að ljóshærða konan gaf mér auga og stelpurnar skríktu hvor ofan í aðra. Það var blíðskaparveður þegar við rerum af stað rétt fyrir hádegi þennan laugardag. Þrír bátar í halarófu, karlmaður að aftan en kvenmaður fremst, farangurinn á milli. Bakpokunum og matvælun- um var pakkað inn í stóra plast- poka ef bátnum skyldi hvolfa. Karlinn hafði sagt að karlmenn- irnir ættu að sitja aftast og stýra því það væri erfiðara. Sú sem ég reri með hafði tíkarspennur. Drengurinn sat á farangrinum í álbátnum. Móðir hans, konan með hvíta hárið, þar fyrir framan. Hún var i rauðköflóttri bómullarskyrtu og þegar maður sá furuskóginn í baksýn var alveg eins og maður væri kominn til Kanada. Ég náði fljótt valdi á að stýra bátnum, eft- ir að ég hafði náð ballansinum. Maður lét líkamann vera mjúkan og fylgja hreyfingunum, þá var báturinn ekki valtur. Ég þekkti inn á þetta því ég hafði róið á flek- um og kajökum í Skerjafirðinum frá því ég var smápolli. En strák- urinn sem var svo óheppinn að róa með fararstjóranum gat engu stjórnað. Hún hélt það væri hún sem stýrði og reri á sitthvort borðið eftir vild. En aðeins sá aft- ari gat stjórnað. Báturinn þeirra fór þvers og kruss. Stundum stímdu þau á okkur eða að við mættum þeim á innleið. Það kom í ljós að strákurinn sem reri með henni var íslendingur sem hafði flutst til Danmerkur 6 ára gamall og hét Jón. Hann gat talað skilj- anlega íslenzku. Við mættum mót- orbát og öðrum kanóistum. Virtist þetta algengur ferðamáti þarna í Svíþjóð. Kannski voru allir með indíánadellu eins og ég. Þetta var aflangt vatn með furuskógi í hlíðunum, furutré eins langt og augað eygði. Það var bæði hrikalegt og fallegt. Alveg eins og LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 8S811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.