Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 39 ~~ ■ * *w *■ ** í V' rc *,«r '*>> Norræni blaóamannaháskólinn i Árósum. Aðsetur „Nordplan** á Skeppsholmen í Stokkhólmi. framhaldsnám fyrir hvers konar starfslið í leikhúsum. Fyrir norrænt tónlistarsam- starf er unnið af eins konar sam- starfsnefnd: NOMUS (Nordisk Musiksamarbejde). Þar er um að ræða upplýsingastarfsemi um tón- leika, listahátíðir og fjárveitingu til pantana á tónverkum o.fl. Til að auka útgáfur á þýddum norrænum bókum innan Norður- landa hefur Ráðherranefndin síð- an 1975 veitt styrki til slíkra þýð- inga. Veittur hefur verið styrkur til útgáfu u.þ.b. 700 bóka. Fé þessu er veitt í samræmi við ákveðna viðmiðun fyrir hvert málsvæði og er þar lögð sérstök áhersla á að lítil málsvæði (Færeyjar, Græn- land, ísland og málsvæði Sama) fá ríflegan hlut. Alþjódlegt samstarf Sem dæmi um ný verkefni, sem hafa verið leyst vel af hendi með norrænu samstarfi, má nefna menningarviðburði sem gengist hefur verið fyrir utan Norður- landa. Hin mikla norræna vík- ingasýning sem opnuð var í Lond- on 1980 og síðan flutt til New York, Minneapolis og Stokkhólms komst á laggirnar m.a. vegna fjár- veitinga og áhuga frá norrænu samstarfi. Annað dæmi er hin mikla norræna óperu- og leikhus- hátíð í Wiesbaden 1981 þar sem óperu-, ballet- og leiksýningar og tónleikar frá öilum Norðurlanda- ríkjunum voru í gangi allan maímánuð. í ár verður efnt til meiri háttar norrænnar kynningar í Banda- ríkjunum sem nefndist „Scandina- via Today“ og hefst í september. Með þessu kynningarátaki er ætl- unin að gefa hugmynd um menn- ingarlíf á Norðurlöndum og verð- ur í því skyni efnt til sýninga, tónleika, kvikmyndasýninga og umræðufunda. Þetta fyrirtæki kostar ríkissjóði Norðurlanda 6 milljónir da.kr. og bandarískir að- ilar veita til þess jafnmiklu fé. Nú þegar er ljóst að vegna þess að Norðurlandaþjóðirnar standa saman að þesari kynningu verður t.d. unnt að fá inni í stórum og viðurkenndum söfnum. Nordsat I greinargerð um norrænt sam- starf í menningarmálum verður ekki hjá því komist að minnast á Nordsat — áætlanirnar sem Ráð- herranefndin hefur haft til með- ferðar síðan 1975. Að baki hug- myndunum um aukið norrænt út- varps- og sjónvarpssamstarf hef- ur Iegið sú ósk að efla norrænt menningarsamfélag, gefa sjón- varpsáhorfendum fleiri valkosti með því að auka dagskrárfjöld- ann, gefa innflytjendum tækifæri til að sjá dagskrá frá heimalönd- um sínum, og að auka möguleika á framleiðslu þátta sem tiltölulega þröngur hópur hefur áhuga á. Nú er komið að lokaákvörðun- um um norrænt útvarps- og sjón- varpssamstarf um fjarskipta- hnött. Ríkisstjórnir landanna hafa, að Danmörku undanskilinni, samþykkt tillögu um framkvæmd slíks samstarfs í áföngum. í mars á Norðurlandaráð að taka afstöðu til tillögunnar áður en Ráðherra- nefndin getur tekið endanlega ákvörðun. Þess er vænst að af- staða dönsku ríkisstjórnarinnar verði ljós fljótlega eftir að ný rík- isstjórn tekur til starfa. Samkvæmt tillögunum eiga þjóðirnar í fyrsta áfanga (2 ár) að athuga og ná samkomulagi um nokkur tæknileg og fjárhagsleg atriði og eftir það á að vera hægt að hefja fyrstu framkvæmdir. Þegar 1987—’88 getur hugsast að á austurhluta svæðisins (Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð) verði hægt að ná 2—3 rásum með sjónvarpsdagskrá frá grann- löndunum. í næsta áfanga er ætlunin að ísland, Færeyjar og Grænland muni geta náð dagskrá frá þremur rásum og þá fá áðurnefnd lönd að- gang að fimm rásum. Lokamark- miðið er að sjónvarpsáhorfendur og útvarpshlustendur hvarvetna á Norðurlöndum geti náð öllum sjónvarpsrásunum og jafnmörg- um útvarpssendingum og rúm verður fyrir. Menningarmálasam- starfið næsta áratug Sé horft til baka, kemur í ljós að norrænt samstarf í menningar- málum hefur vaxið jafnt og þétt það tímabil sem menningarmála- samningurinn hefur verið í gildi. Það hefur aukist hægar en margir hafa talið æskilegt, en fjárveit- ingar hafa í rauninni ekki verið skornar niður enda þótt það hafi gerst á fjárlögum hinna einstöku ríkja. Á föstu verðlagi hafa þær raunar aukist um a.m.k. 2—3% árlega. Síðustu ár hefur þó dregið úr aukningunni og er það gert með samþykki þingmanna. Þetta hefur haft í för með sér að Ráðherra- nefndin hefur átt erfitt með að taka upp ný verkefni enda þótt rökin fyrir samstarfi verði í raun- inni enn sterkari á þrengingartím- um. Þetta verður rætt á næstunni, ásamt öðrum vandamálum, í sam- bandi við þá framkvæmdaáætlun fyrir menningarmálasamstarfið næsta áratug, sem Ráðherranefnd- .in mun leggja fram til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í ár. \o<'’ \|V b** OFURKRAFTUR — ÓTRÚLEG ENDING VARTA Þar sem fagmennimir Kvl<)j versla R, >5 erþéróhœtt NUFARAALLIR TIL AMSTERDAM! Ferðaskrlfstofan Laugavegi 66, 101 Revkjavik, Simi 28653 Reyking og sala á matvælum Sími 72122 m REYKOFNINN HF. Skemmuvegi 14 200 Kópavogi ÆriNGASTOÐIN ENGIHJALLA 8 • ^46900 TOYOTA P SAMÚELSSON & CO. HF NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SIMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.