Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 45 fagna sigri • Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að minna knattspyrnuáhugamenn á að Italir urðu fyrir skemmstu heims- meistarar í knattspyrnu eftir frækinn sig- ur gegn Vestur-Þjóðverjum suður á Spáni. Hér fylgja engu að síður nokkrar frábær- ar myndir frá úrslitaleiknum, en þær eru úr safni AP-fréttastofunnar. A stóru myndinni hampar hinn fertugi fyrirliði ítala, markvörðurinn Dino Zoff, heimsbikarnum glæsilega. Einnig má þekkja þá Gentile, Bergomi og Conti. Zoff var langelsti leikmaður keppninnar og hvílík leið til að kóróna glæsilegan feril! Á minni myndinni hægra megin má sjá fagnaðarlæti ítölsku leikmannanna í sömu mund og blásið var til leiksloka. Altobelli hoppar upp á bakið á Tardelli, en þeir skoruðu annað og þriðja mark ít- ala. Lengst til hægri er Antonio Cabrini, sá er brenndi af vítaspyrnunni í fyrri hálfleik. A minni myndinni vinstra megin má sjá Claudio Gentile hirða knöttinn snilld- arlega af Pierre Littbarski. Gentile óð síð- an upp allan völl og velgdi þýsku vörninni undir uggum þó svo hún næði að bjarga málunum. Paul Breitner, elsti leikmaður þýska liðsins, fylgist með fimleikum ítal- ans sterka. SPORT Laugavegi SPORTVAL Laugavegi ÚTILÍF Glæsibæ TORGIÐ Austurstræti DÓMUS Laugavegi TÓMSTUNDAHÚSIÐ Laugavegi STÓRMARKAÐURINN Skemmuvegi og Kaupfélögin um land all \ ChOLLOFIL) :NPOKAR: miö þitt Rúmiö þitt, sængin og koddinn eru illflytjanleg á ferðalögum. Samt getur farið bráðvel um þig. Keyptu þér Gefjunar svefnpoka, með eða án kodda. Innra byrðið er bómull svipuð og í sængurverinu þínu heima. Ytra byrðið er sterkt polyesterefni. Fylling er DACRON HOLLOFIL . Hollofil þræðirnir eru stuttir, krumpaðir, holir og fisléttir. Milli ytra og innra byrðis er því mestmegnis loft, það ágæta einangrunarefni. Hollofil er lyktarlaust, ofnæmisprófað og auðhreinsað. Þérlíðurvel í Gefjunar svefnpoka, næstum eins og heima í rúmi. Það eina sem gæti vantað er bangsinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.