Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 „?abbi, h'Jcx'f i kjúkli^urium erix nú^lorncxr ?" Ást er... ... að skilja ekki blöðin eftir út um allt. TM R«q U.S Pat. Ofl.-aN riflhts reserv«d •1982 Los Angetm Tlmee Syndlcate Ef þeæar pillur duga ekki við stelsýkinni, bjargaðu mér þá um sjónvarpstæki. Með morgunkaffinu Bíði’ann bara hægur, því ég segi Sigga bróður frá þessu og þá ... HÖGNI HREKKVÍSI , S£Ge>U TIL / " y Slys eða eðlileg upplýsingamiðlun? Skúli Jón Sigurðsson hjá flugmálastjórn skrifar: „Velvakandi. Oft hefur gengið fram af mér að fylgjast með framgöngu sumra fréttamanna þegar slys og hörmungaratburðir verða, en nú get ég ekki þagað lengur. Til- efnið er umfjöllun nokkurra „fréttamanna" á slysinu í Kistu- felli. Einhver drengur sem kallar sig blaðamann hellir fúkyrðum og hneykslan yfir lögregluna, fyrir það að hún hindraði að óviðkomandi menn, þar með taldir blaðaljósmyndarar, færu að hinum hörmulega slysstað í Kistufelli á undan rannsóknar- mönnum sl. þriðjudagskvöld. Lögreglan gerði þetta sam- kvæmt ósk rannsóknarnefndar- innar, svo að við nefndina er að sakast, en ekki lögregluna. Ekki hefur „blaðamaðurinn" kannað málið vel. Kannski er „blaðamaðurinn" sá hinn sami og „blaðamaður" Tímans, er hringdi í mig síðdegis á miðvikudaginn, er ég var ný- kominn ofan úr fjallinu, og lýsti mikilli óánægju sinni og taldi okkur hafa móðgað íslensku blaðamannastéttina! — hvorki meira né minna. Þeim væri treystandi til þess að meta, hvaða myndir mætti birta frá stað sem þessum. Ég sagði dreng þessum, að nefndin hefði ákveðið þetta, en ef hann vildi heyra mitt per- sónulega álit þá væri það það, að „Ástæða þess að við ákváðum að banna frétta- mönnum, Ijósmyndurum og öðrum forvitnum óvið- komandi mönnum að fara þarna upp um kvöldið, var sú fyrst og fremst, að slík umferð gat stórspillt og eyðilagt viðkvæm vegsum- merki og rannsóknarefni skerst.“ blaðamenn og ljósmyndarar hefðu ekkert erindi átt á slys- stað fyrr en við værum íarnir af staðnum. Ástæðan til þess að við ákváð- um að banna fréttamönnum, ljósmyndurum og öðrum forvitn- um óviðkomandi mönnum að fara þarna upp um kvöldið, var sú fyrst og fremst, að slík um- ferð gat stórspillt og eyðilagt viðkvæm vegsummerki og rann- sóknarefni skerst. Lögregla og björgunarsveitir kunna að nálg- ast og umgangast slysstaði, en óvaningar ekki. Hitt er svo annað mál, að hinn tilfinningalegi þáttur vegur þungt og því miður er það svo, að fáir einstaklingar í blaðamanna- stétt spilla áliti þeirra, sem eru traustsins verðir. Þarna eru blóðelskandi æsifréttaskrifarar, sem finnst að þeir séu að leiða fram fréttir, þóknast sannleik- anum og fullnægja sjálfsagðri upplýsingaskyldu, en gera þetta með því að velta sér upp úr sorg og ógæfu meðborgarans. Sorgar- atburður sem þessi er hvalreki sem ber að hagnýta sér til hins ítrasta til þess að selja lélegt blað. Þeir, sem vilja sjá verk þessara manna, ættu t.d. að fletta Tímanum og Dagblaðinu & Vísi eftir slysið og hugleiða myndaval þar á bæjum. Hvers konar tilfinningar búa að baki því verki t.d. að birta nærmynd af sundurrifnu og brotnu sæti úr flugvélinni og líkbörum, sem björgunarsveit- armenn bera á milli sín, svo að eitthvað sé nefnt? Hugsaði sá sem myndirnar valdi ekkert um tilfinningar syrgjenda. Hafi þessir „fræðendur" verð- ugan álitsauka og virðingu við hæfi fyrir framkomu sína. Hvar var nú „sanngirni og viðeigandi nærgætni“ sem skrifari sunnu- dagsgreinar Tímans segir sjálf- sagða hjá blaðamönnum við „erf- iðar kringumstæður”? Eigum við að telja þetta slys hjá blöðunum, eða eðlilega upplýsingamiðlun? Kona að nafni Ólöf Davíðs- dóttir getur ekki orða bundist í pistlum Velvakanda sl. laugar- dag. Hún er ein úr hópi neytenda „fréttafæðunnar" sem framreidd var eftir sorgaratburðinn í sl. viku. Þarna fer manneskja með mannlegar tilfinningar og óbrenglaða dómgreind. Hafi hún þökk og virðingu fyrir skrif sín. Orð hennar eru töluð fyrir munn margra, hins þögla meirihluta." Þessir hringdu . . . Er meiningin að láta rauða kolkrabbann kyrkja bænda- stéttina? Þorvarður Júlíusson á Sönd- um hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Við teljum okkur, bændur,' hart keyrða. Og heldur elnar okkur sóttin, ef svo mætti segja, þegar við eru hýrudregnir um 1,5 og upp í 3 gamlar milljónir vegna þess sem við lögðum inn í sölufélögin 1980. Er það e.t.v. meiningin að láta rauða kol- krabbann kyrkja bændastétt- ina með því að svipta hana þessum tekjum, miðað við vísitölubú, og taka þó mest af frumbýlingum? Eru fram- leiðsluráðið og landbúnaðar- ráðherra að biðja um það og óska eftir j)ví að ríkja á nak- inni og sviðinni rústinni og kasta rekunum á landbúnað- inn? Og svo er fólk alveg hlessa K.Ú.B. hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Hefurðu nokkurn tíma gefið þér tíma til að gaumgæfa bíóauglýs- ingar blaðanna, Velvakandi? Þú yrðir furðu lostinn, ef þú gerðir það: Glæpir í ótrúlegu úrvali — morð, ofbeldi, rán, svik og lauslæti og er þó að- eins lítið eitt talið af því efni sem ætlað er það hlutverk meðal annars, hlýtur að vera, að rækta íslenska æsku. Það er nefnilega orðin viðurkennd staðreynd, en ekki getgátur einar, að kvikmyndir eru áhrifamikill miðill í mótun ungs fólks. En ætli það sé hægt að komast neðar í soran- um án þess að það varði bein- línis við lög? Og síðan hristir fólk höfuðið hneykslað yfir hegðan ungdómsins, sem svo er alinn. Hvergi hef ég þó séð eða heyrt að kvartað væri yfir þessu. Ekki hef ég heyrt prest- ana tala um þetta á stólnum, eða kirkjunnar menn. Ekki kennara eða aðra uppeldis- frömuði. Ekki foreldra eða foreldrafélög. Hvergi hef ég séð settar fram kröfur um að þarna yrði að verða breyting á. Er ekki ástæða fyrir okkur mæðurnar að taka okkur sam- an um að reyna að stinga við fótum og láta hlusta á okkur? Og nú er Vísir & Dagblaðið aftur tekið til við sérkennilegu sakamálin sín: Hver beitti hnífnum sem drap Barböru? Fimm dálka fyrirsögn sem dregur til sín athygli barna ekki síður en fullorðinna. Er svona lagað hæft í húsum og híbýlum, þar sem börn eru og ná til? Hvaða erindi á öll þessi sjúka og siðlausa glæpa- mennska úr spilltu stórborg- arlífi í útlöndum inn á íslensk heimili? Eigum við að stefna að því að sýkja og menga hug- arfar upprennandi kynslóðar í landinu, í stað þess að byggja hana upp jákvætt og búa hana undir að takast á við verkefni framtíðarinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.