Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Yasser Arafat, leiilagi PLO. starfs síns við Bræðralag mú- hameðstrúarmanna, en það var fyrst á námsráðstefnu í Prag 1957, sem hann heyrði um áhuga egypsku leyniþjónustunnar á sér. Hann kom sér af þeirri ástæðu til Kuwait þar sem hann starfaði hjá stjórnvöldum við verkfræðistörf. Það var í Kuwait, þar sem var stórt samfélag palestinskra út- laga, sem lagður var grunnur að AI Fatah, stærstu hreyfingu pal- estínskra skæruliða. Ásamt tveimur vinum frá Kaíró, Salah Khaiaf og Khaled al-Wazir stofnaði hann samtökin form- lega í október 1959. A1 Fatah var einungis ein hreyfing margra sem upp komu vegna stefnu Nassers í sameiginlegum málum araba. Að því kom að nýir valdhafar í þriðja heiminum fóru að sýna samtökunum áhuga. í desember 1962 fór Arafat í heimsókn til Alsir og hlaut þar blessun for- setans, Ben Bella, sem fór með hann í heimsókn til Peking ári síðar. Það var á þessum tíma sem Arafat tók upp algjörlega nýjan lífsmáta. Þrátt fyrir að hann gæti aldrei talist mikill lífs- nautnamaður, þá hafði hann lif- að í samræmi við sitt uppeldi. Nú, þegar hann þarfnaðist styrks frá t.d. Alsír og Kína, tók hann upp lífsmáta sem var meira í samræmi við lífsmáta þess fólks sem hann barðist fyrir. Hann bragðar ekki áfengi, snertir ekki sígarettur og drekk- ur nú einungis jurtate með ör- litlu af hunangi og það er það Arafat sést nú oftar á ferli opinberlega. Hér er hann með liðsmönnum sínum í rústum V-Beirút. ^fasser rafat Vingjarnleg! skæruliðinn Víða ber framtíðina á góma þar sem tveir eða fleiri hittast, en trúlega er hún samt fáum jafn óviss og palestínumönnum í Líban- on. Þeir reða sín mál af miklum eldmóði og allir sem einn virðast þeir einarðir í að berjast eins lengi og með þarf. Varðandi hugleiðingar um upp- gjöf eru mörg svör á takteinum hjá liðsmönnum PLO, en eitt þeirra er: „Hefðirðu búist við að Chur- rhill gæfist upp og yfirgæfi Bret- land?“ og ekki virðist fráleitt að nota þessa líkingu í aðstöðu þeirra. Yasser Arafat er jú ('hurchill, Tító, ('astro eða Ho Chi Minh hinnar palenstínsku byltingar. Yasser Arafat er sá maður, sem heldur saman ólgandi öflum innan PLO og víst er, að sam- staða innan samtakanna væri rofin, ef hans nyti ekki við. Það hafa verið gerðar að minnsta kosti tvær tilraunir til að svipta hann Iífi á síðastliðn- um tíu árum, en að öllu jöfnu er hann maður myrkursins í þeirri merkingu, að hann er jafnan ekki á ferli fyrr en birtu er farið að bregða. Hann hefur hins veg- ar sést oft á ferli nú á síðustu dögum umsátursins, en það hef- ur hann meðal annars gert til að eyða orðrómi þess eðlis, að hann hafi hlaupið í skjól sovéska sendiráðsins og skilið menn sína eftir með örlög sín. Þrátt fyrir að Arafat reki ætt- ir sínar til höfðingja, má segja að hann njóti mikillar og ein- arðrar alþýðuhylli. Höfuðbúnað- ur palenstinska bóndans, sem hylur mestan hluta skallans, er orðið merki byltingar hans og sömu sögu er að segja um gráu skeggbroddana á vöngum hans. Hann útskýrði þá einhvern tíma þannig, að með því að sleppa rakstrinum sparaði hann einn vinnutíma á viku. Kunnugir telja þó að ástæðan sé fremur sú, að ef hann raki sig, endi það jafnan með skrámum og rispum, sem þykja ekki traustvekjandi. Leiðtogi PLO hefur alltaf sveipað sig og gerðir sínar hulu leyndardóma. Staðreynd er, að hann er fæddur í desember 1929 og hlaut þá nafnið Rahman Abd- el Raouf Arafat al Qudwa al Husseini. Móðir hans var með- limur al Husseini fjölskyldunnar sem mikið bar á í Jerúsalem, en faðir hans var auðugur kaup- maður, sem hafði viðskiptasam- bönd við Kaíró og Gaza. Arafat heldur því alltaf fram, að hann sé fæddur í Jerúsalem, sem er góður staður fyrir upp- rennandi leiðtoga að fæðast á, en andstæðingar hans segja þetta ósatt og hann hafi fyrst litið dagsins Ijós í Kaíró eða Gaza. Vitað er, að hann dvaldist mest- an hluta yngri ára sinna í Gaza, sem þá var hluti Egyptalands sem var undir breskum yfirráð- um, og gekk þar í gagnfræða- skóla. Það var þar sem einn kennara hans tók upp á því að uppnefna hann Yasser. Snemma varð hann viðriðinn stjórnmál og varð fljótt foringi hreyfingar ungra manna sem barðist gegn hreyfingu Zíonista og kallaði sig al Faoutouwa. Hann mun hafa barist með þeim í fyrsta stríðinu milli araba og ísraela árið 1948. Ásamt bræðrum sínum stund- aði hann nám við háskólann í Kaíró, þar sem hann lagði stund á verkfræði og hellti sér um leið út í stjórnmálastarfsemi. Þar gekk hann í Bræðralag mú- hameðstrúarmanna, sterkan andspyrnuhóp, sem svikinn var af Nasser og hans „Frjálsu for- ingjum" og Samtökum palest- ínskra námsmanna. Hann varð síðan foringi þeirra samtaka frá 1952 til 1956. Hann var skipaður í egypska herinn og barðist með honum í Suez-stríðinu 1956. Eftir að Suez-stríðinu lauk, sóttu að Arafat efasemdir um að Nasser tækist að reisa Palestínu við. Hann óttaðist einnig hand- töku í Egyptalandi vegna sam- eina sem hann býður sínum gest- um upp á. Hann er ekki græn- metisæta en sleppir alltaf kjöti þegar þess er kostur. I upphafi komu trúmál ekki mikið við sögu hjá Arafat og hreyfingunni A1 Fatah, en það hefur mikið breyst. Nú gerir hann það heyrinkunnugt að hann biðjist fyrir fimm sinnum á dag og fasti þegar trúin krefst þess og hann ætlast til slíks hins sama af vörðum sínum. Hans eina skemmtun er að horfa á teiknimyndir af myndbanda- spólum og hann kvað horfa á sumar hverjar aftur og aftur. A1 Fatah hefur síðastliðin 20 ár verið leiðandi afl innan PLO, en Arafat var kosinn foringi þeirra í febrúar 1969. Honum hefur tek- ist að halda samtökunum saman í 20 ár og er leikni hans í stjórn- málum þakkað það. Það nægir að líta á óreiðuna í arabaheimin- um til að sjá að hér er ekki um neina tilviljun að ræða. Innan PLO eru átta skæru- liðasamtök, sem sum hver hafa staðið að sjálfstæðum aðgerðum og þá gjarnan með aðstoð er- lendra hryðjuverkamanna. Það er ástæðan fyrir því að í hugum margra er palestínumaður sam- nefnari fyrir hryðjuverkamann. Arafat hefur alltaf verið orð- aður við hófsamari hluta PLO, og allt frá árinu 1967 hefur hann gefið í skyn að ef Israelsmenn yfirgæfu einungis þau svæði sem þeir tóku yfir eftir stríðið 1967 myndi hann sætta sig við „smá- ríki" sem væri á Vestur-bakkan- um og Gaza. En hann hefur einungis gefið þetta í skyn og hann verður að gæta orða sinna þegar hann tal- ar við leiðtoga hinna öfgakennd- ari afla innan PLO, sem vilja heyra um byltingu og síðan al- gjöran sigur. Þess vegna hefur Arafat ekki enn þorað að sam- þykkja ályktun SÞ númer 242, sem er skilyrði þess að Banda- ríkin viðurkenni samtökin þrátt fyrir að það sé hans heitasta ósk. Þessi ályktun felur í sér að ísraelsmenn flytjist brott frá herteknu svæðunum, en hún fel- ur einnig í sér viðurkenningu á rétti ísraelsmanna til að lifa. Margir eru gagnrýnendur Arafats innan raða PLO sem segja að hann megi taka harðar á málum, jafnvel séu réttlætan- leg blóðböð innan samtakanna til að ryðja úr vegi óhagstæðum hreyfingum. Þessu er Arafat ósammála, kannski er hann of hógvær, en hann hefur þó staðist margan þrýstinginn og mótbár- urnar. Spurningin er kannski frekar: Hvaða spil á hann eftir? (EJ. þýtt og endursagt úr The Observer). Messinn, fyrsta veitinga- og sjómannastofan í Þorlákshöfti Veitinga- og sjómannastofan Messinn í Þor- lákshöfn tók til starfa fyrir skömmu í ný- byyggðu tréhúsi við höfnina í Þorlákshöfn. Messinn býður upp á allar almennar veitingar, brauðmeti og fjölda rétta á matseðli, en þetta er fyrsta veitingastofan sem opnuð er í Þor- lákshöfn. Það eru menn frá Vestmannaeyjum, sem eiga og reka Messann, þeir Gísli og Sævar Guðjónssynir og Arnþór Sigurðsson ásamt eig- inkonum þeirra, Þóru Sigurðardóttur, Sif Svav- arsdóttur, Guðrúnu Alexandersdóttur. Messinn hefur veitingasal fyrir 60 manns að staðaldri og hægt er að bæta við. Þá er þar billjardsalur sem í framtíðinni verður sérstök sjómannastofa með þægilegri að- stöðu fyrir sjómenn í landlegum og á kvöld- in. Böð og gufubað verða tekin í notkun fyrir árslok, þannig að ferðamenn og aðrir gestir og gangandi geta notið þeirrar þjónustu. Messinn býður daglega upp á rétt dagsins, en eigendur staðarins hafa lagt mikla áherzlu á að vanda til alls í sambandi við reksturinn og er staðurinn m.a. búinn mjög góðum tækjakosti. Þá hefur Messinn tekið að sér veizlur, bæði í Messanum og ann- arsstaðar og jafnvel í öðrum landshlutum. Að jafnaði eru þrír kokkar við störf í Mess- anum, sem er ein vandaðasta sjómannastofa landsins jafnhliða því að vera veitingastað- ur fyrir almenning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.