Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Arkitektar lyginnar Eftir Pétur Sigurðsson, alþm. Það vakti nokkra athygli þegar einn þingmanna Alþýðuflokksins lýsti sjálfum sér sem „arkitekt kosningasigursins 1978“. Ekki er vitað hver telst hæst- ráðandi á áróðursteiknistofu krata en óneitanlega má þaðan sem víða annarsstaðar kenna nokkurs stjórn- og stefnuleysis. Því ef einn kratahönnuður stefnir línu sinni í vestur eru þegar aðrir níu búnir að setja strikið í austur. Sá er þetta ritar hefur áður haft á orði að sjálfstæðismenn voru því miður að mestu leyti eigin arki- tektar kosningaósigursins 1978. Og til viðbótar þótti kjósendum Sjálfstæðisflokksins of mikill sveigur kominn á okkar fyrri stefnu þegar gengið var til kosn- inganna haustið 1979. En þau úr- slit höfðu djúpstæðar afleiðingar í för með sér, eins og öllum er kunn- ugt. í sjálfu sér skiptir engu máli fyrir sjálfstæðismenn, þótt toppkratar rífist um hver ráði á teiknistofu lyginnar, en úrslit síð- ustu kosninga benda ekki til þess, að kjósendur hafi í miklum mæli trú á þeim arkitektum sem gleyma grunni og undirstöðum, en byrja að byggja efstu hæð háhýsis. Á þennan hátt má lýsa ýmsum pólitískum úrlausnum toppkrata, þegar þær eru skoðaðar niður í kjölinn. Sjálfir nota þeir þá aðferð að fela innihaldsleysi þeirra með upphrópunum og blaðri og endur- teknum ósannindavaðli og árásum á sjálfstæðismenn nú síðustu árin. Vissulega hefur Sjálfstæðis- flokkurinn haft sín vandamál við að stríða, en ekki er það vænlegt fyrir samtök sem vilja kalla sig stjórnmálaflokk að byggja tilveru sína á þeirri gagnrýni sem ráða- menn Alþýðuflokksins hafa nú tamið sér um leið og þeir gleyma bjálkanum í eigin auga. Ég sting niður penna nú m.a. vegna þeirrar nöturlegu stað- reyndar að enn eru of margir ís- lendingar sem hafa trú á bygg- ingaraðferð kratanna. Stöðugar endurtekningar þeirr- ar fullyrðingar að Sjálfstæðis- flokkurinn beri ábyrgð á tilurð nú- verandi ríkisstjórnar og gerðum hennar, flokkurinn eigi ráðherra og stuðningsmenn hennar úr röð- um flokksins sitji á þingi og fyrir verknað Sjálfstæðisflokksins hafi ríkisstjórnin komist á koppinn. Þeir sem ljá eyra slíkum mál- flutningi hljóta að meðtaka sem stóra sannleik aðra sambærilega fullyrðingu!! Sigfús Sigurhjartarson, Héðinn Valdimarsson, Hannibal Valdi- marsson og fleiri toppkratar þess tíma voru flokksbundnir en gengu til samstarfs við kommúnista. Samkvæmt kenningu krata nú, má því eigna Alþýðuflokknum öll verk og skoðanir sem Kommúnista- flokkurinn stóð að, meðan þessi stórmenni krata unnu við hlið annarra „socialista" sem flokks- bundnir voru í Alþýðubandalag- inu! Og hver er sannleikur þessa máls? Allir þeir aðilar sem sam- kvæmt lögum og reglum Sjálfstæðis- flokksins hafa með myndun stjórnar að gera, hafa lýst andstöðu sinni við þá ríkisstjórn sem nú situr og allan aðdraganda að myndun hennar. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, þingflokkur, flokksráð og lands- fundur, einn sá fjölmennasti og samhentasti sem haldinn hefur verið, allir þessir aðilar eru and- vígir henni. Þetta vita kratar mæta vel og einnig að þingflokkur og þingmenn flokksins hafa haldið uppi harðri stjórnarandstöðu með þeim undantekningum sem komu í ljós við stjórnarmyndunina. En það eru þingmenn krata sem oftar en einu sinni hafa hlaupið undir bagga með vopnabræðrum sínum frá því í „verkalýðsbarátt- unni“ 1976—78, kommúnistum, og bjargað málum þeirra og lífi stjórnarinnar í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Eitt sem styðja á gagn- rýni krata á þingmenn Sjálfstæð- isflokksins í þessu sambandi, er að þessir umræddu stjórnarliðar séu í þingflokki hans. Það er rétt. Þótt tillögur hefðu komið upp um að reka þá úr þingflokknum, eru eng- in lög eða reglur sem heimila slíkt, það er aðeins á valdi hinna ein- stöku félaga innan flokksraðanna. Þetta er einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðismenn hafa ekki reiknað með að slíkir atburðir gætu gerst í þeirra eigin röðum. Þeim er þetta ritar hefur hins- vegar verið tjáð, að ákvæði um brottrekstur fyrir pólitískt fram- hjáhald sé meginákvæði í lögum Alþýðuflokksins. Þetta skilur all- ur almenningur. Enda söguleg staðreynd að á fárra ára fresti klofnar sá flokkur og hluti hans gengur í ból með kommúnistum. Og nú er engu líkara en sagan sé að endurtaka sig, riddarar orðsins, arkitektar lyginnar keppast við að vera til vinstri við kommúnista sjálfa. Er nokkur furða þótt Ás- mundur sitji uppi með Svarta- Pétur. Sá sem síðast lét frá sér heyra í þessa veru var Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, í fréttaviðtali í útvarpinu, laugar- daginn 17. þ.m. Það kaldhæðnislega er, að Pétur Sigurðsson. Enginn stjórnmála- flokkur á meiri sök á því að núverandi ríkis- stjórn situr í stjórnar- ráðinu, en Alþýðuflokk- urinn. Aðdragandi þess er ekki frá vetrardögum 1980, ekki sumardögum 1978 heldur frá því að kratar versluðu við kommúnista um stjórn Alþýðusambandsins á haustdögum 1976. Kjartan biður um að þetta viðtal sé tekið við sig til að mótmæla siðlausu hlutleysisbroti frétta- 37 manns útvarpsins, og mælti í því máli satt og rétt frá. En Kjartan Jóhannsson ómerkti þungann í eigin mótmælum þegar hann óð í sama haug og umræddur fréttamaður og gekk skrefinu lengra, þegar hann bar á borð sama uppspuna og ósannindi og aðrir toppkratar hafa gert og ég hefi bent á hér að framan. Enginn stjórnmálaflokkur á meiri sök á því að núverandi ríkis- stjórn situr í stjórnarráðinu, en Alþýðuflokkurinn. Áðdragandi þess er ekki frá vetrardögum 1980, ekki sumardög- um 1978, heldur frá því að kratar versluðu við kommúnista um stjórn Alþýðusambandsins á haustdögum 1976. Með því að þjóna á þann veg metorðagirnd yngri toppkrata af- hentu þeir kommúnistum þau lykil- völd í þjóðfélaginu, sem þeir höfðu alltaf sóst eftir og eldri kratar alla tíð barist gegn af fullri hörku, völdin í verkalýðshreyfingunni. Á sama tíma gerðu þessir ridd- arar lýðræðisins samning við kommúnista um að koma öllum sjálfstæðismönnum úr trúnað- arstöðum innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Grundvallarskilyrði þessa samnings var að atiagan skyldi fyrst og fremst beinast að þeim, sem komið hefðu fram sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans. Þegar út í hin einstöku verka- lýðsfélög kom, var þessum „bisk- upsboðskap" ekki hlítt af óbreyttu alþýðuflokksfólki. Þessir aðilar hafa unnið vel saman sumstaðar um áratugaskeið. Enda vissu þeir betur en foringjarnir, að ef af þessu yrði, mundu þeir eiga allt sitt undir kommum og lenda fyrr en síðar „út í kuldanum", eins og raunin varð á t Alþýðusamband- inu. Það er nefnilega mikill munur á óbreyttum liðsmanni Alþýðu- flokksins og þeim riddurum toppkrataliðsins, sem þar hafa riðlast til valda. Norðmenn í klípu út af hvalveiðum Ósló, 26. júli. Frá tréttariUra Mbl. BLAÐIÐ Aftenposten segir frá því í dag, að ekki sé ólíklegt, aó Banda- ríkjastjórn muni beita Norðmenn efnahagslegum refsiaðgerðum vegna þess, að norskir hvalveiðimenn nota enn kaldan skutul við veiðarnar. Aftenposten kveðst hafa þessar fréttir eftir háttsettum mönnum í sendinefnd Bandaríkjamanna á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem haldinn hefur verið í London. Geir Grung, talsmaður utanrikisráðu- neytisins í Ósló, hefur einnig látið í ljós ótta við að Bandaríkjamenn neiti að kaupa norskar fiskafurðir ef þeir fari ekki eftir samþykkt ráðsins um algert bann við hval- veiðum frá 1986. Herflugvél- ar sprengdar Ciweru, /imbabwe, 26. júli. AP Hermdarverkamenn sem komu sprengjum fyrir í herflugvélum á Thornhill-flugvellinum I bænum Gweru, sem er einn aðalflugbækistöð hersins, eyðilöggðu eða skemmdu 13 flugvélar á sunnudag, samkvæmt upp- lýsingum þaðan í dag. Stjórnin hefur ekki skýrt opin- berlega frá tölum um eyðilegging- una, en hefur einungis látið frá sér fara skýrslu þess eðlis að „nokkrar" herflugvélar úr flota Zimbabwe hafi verið sprengdar í loft upp á Thornhill. Leynilegar heimildir herma að 13 herflugvélar, átta breskar, fjórar nýbyggðar breskar æfingavélar og ein könnunarvél, hefðu verið eyði- lagðar eða mikið skemmdar vegna þessara gífurlegu sprenginga. STORSPARNAÐUR í SÖGUFERÐ ' ^ TIL AMSTERDAM Flug og gisting 4 dagar verð frá kr. 4.500.- 5 dagar verð frá kr. 4.800.- 1 vika verð frá kr. 5.600.- Innifalið: flug og gisting Allar nanari upplysingar og verð á skrifstofu okkar. Feröaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Reykjavik, Sími: 28633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.