Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 41 Á nítjánda aldursári kom Penni 702 frá Árgerði fram á sjónarsviðið með afkvemi sín og flaug í fyrstu verðlaun. um áfanga þó seinna verði. í öðru sæti varð Penni 702 frá Árgerði og hlaut hann í einkunn 8,07. Afkvæmasýning Penna, sem er 18 vetra gamall, vakti mikla at- hygli fyrir þær sakir að hesturinn hefur svo til eingöngu verið not- aður í Árgerði og varð því að velja úr mjög þröngum hóp afkvæmi til að byggja dóminn á. I þriðja sæti fyrstu verðlauna hesta varð svo Kolhakur 730 frá Gufunesi með 8,04 í einkunn. Aðrir hestar sem afkvæmasýndir voru eru sem hér segir: Fákur 807 frá Akureyri með 8,04, Glaður 852 frá Reykjum með 8,01, Borgfjörð 909 frá Hvanneyri með 8,01, Gustur 923 frá Sauð- árkróki með 7,99, Júpíter 851 frá Reykjum með 7,92, Glóblesi 700 frá Hindisvík með 7,92 og Sveipur 874 frá Rauðsbakka með 7,90. Reikna má með að margir af þess- um hestum eigi eftir að bæta sig þegar fram líða stundir og þá sér- staklega þeir yngri. Heldur var daufara yfir af- kvæmasýningum á hryssum og hefur sjálfsagt valdið að engin keppti til heiðursverðlauna og hitt að frekar fá hross fylgdu hryssun- um í sýningu. Margar frægar hryssur frá fyrri tíð voru afkvæmasýndar þarna og verður ekki annað sagt en þær skili sér vel í ræktunarstarfinu. Efst stóð Hrafnhetta 3791 frá Sauðárkróki og segir svo í umsögn um afkvæmi hennar: Afkvæmi Hrafnhettu eru reist og bera sig mjög vel, þau hafa þjálan vilja og fjölhæfan gang. Þrjú afkvæmi fá að meðal- tali 8,06 stig og hlýtur Hrafnhetta því 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Önnur varð Árna-Skjóna 4436 frá Jódísarstöðum með 7,99 í einkunn. í þriðja sæti varð svo Fluga 3103 frá Sauðárkróki með einkunnina 7,98. Heldur virðast ræktunar- menn leggja minni áherslu á að afkvæmasýna hryssurnar og er það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þar sem stóðhestarnir eru mikil- virkari í ræktuninni. Hlutur stóðhesta meiri en oft áður Oft hefur það verið svo að frammistaða stóðhesta á sýning- um hafi verið upp og ofan þrátt fyrir góða dóma. Ástæðan fyrir þessu hefur oft verið sú að í for- skoðun hafa hestarnir verið í góðu formi en síðan verið sleppt í stóð og teknir þaðan nokkrum dögum fyrir sýningu og verið þá misjafn- lega fyrirkallaðir. Mikil breyting hefur átt sér stað í þessum efnum og þá til batnaðar. Er greinilega meira gert af því nú að halda hest- unum í góðu formi alveg fram yfir sýningu og kann það að vera skýr- ingin á því hversu vel þeir komu fyrir. Af stóðhestum sex vetra og eldri stóð efstur Leistur 960 frá Álfta- gerði. Hlaut hann í einkunn fyrir byggingu 8,23 og fyrir hæfileika 8,38 eða 8,31 í meðaleinkunn. Ann- ar varð Hervar 963 frá Sauðár- króki og hlaut hann 7,95 fyrir byggingu og 8,58 fyrir hæfileika sem er jafnframt hæsta einkunn stóðhests fyrir hæfileika á mót- inu. í meðaleinkunn hlaut hann 8,27. í þriðja sæti varð svo Freyr 931 frá Akureyri. Fyrir byggingu hlaut hann 7,98 og 8,47 fyrir hæfi- leika eða 8,23 í meðaleinkunn. Margir álitlegir hestar voru í þessum flokki og má þar nefna hesta eins og Hlyn 910 frá Hvann- eyri, Ófeig 882 frá Flugumýri og Eld 950 frá Stóra-Hofi. Af fimm vetra stóðhestum varð efstur Mergur 961 frá Syðra-Skörðugili með 8,10 í meðaleinkunn. Fyrir byggingu hlaut hann 8,78 og 8,42 fyrir hæfileika. Það mun vera regla að nái stóðhestur yfir átta í einkunn telst hann fyrstu verðlaunagripur. En það er líka önnur regla í gildi, en hún er sú að nái stóðhestur ekki 140 sm hæð á herðakamb mælt með bandmáli nær hann ekki fyrstu verðlaunum og Merg vantaði einmitt einn sentimetra til að ná lágmarksmáli og telst hann því ekki fyrstuverð: launa hestur að svo komnu máli. í öðru sæti varð Feykir 962 frá Haf- steinsstöðum með 8,05 í meðal einkunn. 8,13 fyrir byggingu og 7,97 fyrir hæfileika. í þriðja sæti varð svo Eiðfaxi 958 frá Stykkis- hólmi með 8,04 í meðaleinkunn, 7,93 fyrir byggingu og 8,15 fyrir hæfileika. í fjórða sæti varð Verð- andi 957 frá Gullberastöðum með 8,91 í meðaleinkunn. í fimmta sæti varð svo Bergþór 956 frá Báreksstöðum en hann hlaut í einkunn 7,91. Eru þá upptaldir all- ir þeir hestar sem voru í flokki fimm vetra stóðhesta. í flokki fjögurra vetra stóðhesta varð efst- ur Höður 954 frá Hvoli með 7,78 fyrir byggingu, 8,18 fyrir hæfi: leika og 8,06 í meðaleinkunn. í öðru sæti varð Vinur 953 frá Kot- laugum með 8,00 fyrir byggingu, 8,07 fyrir hæfileika og 8,03 í með- aleinkunn. Þriðji varð Hólmi 959 frá Stykkishólmi með 7,80 fyrir byggingu, 7,98 fyrir hæfileika og 7,89 í meðaleinkunn. Hæfileikamiklar hryssur í efstu sætum Þegar hugað er að hryssunum eru það einkum þrjár sem vöktu athygli manns, en það eru efstu hryssurnar í hverjum flokki. Allar fengu þær himinháar einkunnir fyrir hæfileika en sú yngsta, Þrá 5478 frá Hólum, skaut þeim eldri aftur fyrir sig því hún fékk einnig háa einkunn fyrir byggingu. Yfir- leitt er það þannig að fólk vill fá að sjá stjörnur sem skara verulega framúr og ekki spillir það nú ef hrossið er áður óþekkt. Ef eitt- hvert hross verðskuldar það að vera kallað stjarna mótsins þá er það tvímælalaust Þrá. Fyrir bygg- ingu hlaut hún 8,50, hæfileika 8,45 og í meðaleinkunn 8,48. Nú er það oft svo að þegar fjögurra vetra trippi fær byggingardóm er ekki um endanlegan dóm að ræða þar sem þroskaferill er ekki á enda fyrr en hrossið er orðið sex til sjö vetra og margt getur breyst til beggja átta. Verður fróðlegt að fygljast með hvort þessi bygg- ingardómur fær staðist í náinni framtíð og reikna verður með því að einkunn fyrir hæfileika eigi eftir að hækka verulega. í öðru sæti í fjögurra vetra flokki varð Djörfung 5483 frá Keldudal með 8,08 fyrir byggingu, 8,07 fyrir hæfileika og 8,08 í meðaleinkunn. í þriðja sæti varð Litla-Kolla 5413 frá Jaðri II með 7,95 fyrir bygg- ingu, 8,18 fyrir hæfileika og 8,07 í meðaleinkunn. Efst af fimm vetra hryssum varð Hátíð 5218 frá Vatnsleysu með 7,88 fyrir byggingu, 8,62 fyrir hæfileika og 8,25 í meðaleinkunn. Önnur varð Ösp 5454 frá Sauð- árkróki með 8,00 fyrir byggingu, 8,38 fyrir hæfileika og 8,19 í með- aleinkunn. I þriðja sæti varð svo Hylling 5089 frá Kirkjubæ með 8,12 fyrir byggingu, 8,20 fyrir hæfileika og 8,16 í meðaleinkunn. Af hryssum í flokki sex vetra og eldri varð efst viljahryssan mikla Perla 4889 frá Kaðalstöðum og hlaut hún 7,80 fyrir byggingu og 8,80 fyrir hæfileika! Fékk hún hæstu hæfileikaeinkunn allra kynbótahrossa sem þarna voru á mótinu. Meðal annars fékk hún einkunnina tíu fyrir vilja og leyndi sér ekki á sýningunni að í meira lagi er hún viljug. Gekk illa að hemja hana og fengu áhorfend- ur aðeins sýnishorn af hennar annars ágæta skeiði. í öðru sæti varð Sera 5017 frá Eyjólfsstöðum en hún hlaut í einkunn 8,03 fyrir byggingu og 8,53 fyrir hæfileika. Meðaltalseinkunn 8,28. Þriðja varð svo Svala 4633 frá Glæsibæ með 8,15 fyrir byggingu, 8,37 fyrir hæfileika og 8,26 í meðaleinkunn. Fróðleg og skemmtileg sýning ræktunarhópa Einn var sá dagskrárliður sem mikilla vinsælda naut en það var sýning ræktunarhópa. Var þannig sýning fyrst reynd á fjórðungs- mótinu á Hellu í fyrra og gafst mjög vel og var því ákveðið að bjóða upp á slíka sýningu á Lands- mótinu. Alls voru þetta sex hópar sem nú voru sýndir, en þeir voru frá Stofnræktarfélaginu Fjalla- blesa, Kynbótabúinu Hólum, Hjaltadal, Laugvetningum, Skeifufélaginu, Skuggafélaginu og Sveini Guðmundssyni. Var óneit- anlega skemmtilegt að sjá þessa hópa hvern með sínum sérkennum og hlusta á skörulega kynningu Einars E. Gislasonar, Skörðugili, á hverjum hóp fyrir sig. Gefum byggingu hrossa meiri gaum! Þegar að loknu Landsmóti ræða menn gjarnan sín á milli og opin- berlega hvar við séum staddir og hvort miðað hafi í framfaraátt. Oft er það nú svo að sitt sýnist hverjum og deila menn oft hart, því hrossarækt er þeim er við hana fást mikið hjartansmál. En oft vill fara svo að menn eyða orku sinni og vitsmunum óþarflega mikið í það sem kallast geta smá- munir. Það skiptir ekki öllu máli hvort hross stendur einu sæti ofar eða neðar þegar um einstaklings- dóm er að ræða. Telja má að vel flestir geti verið sammála um það að til framfara horfi. En vert er að staldra við. í dag er til urmujl hrossa með góða hæfileika en oft vantar mikið upp á að byggingar- einkunn sé í samræmi við hæfi- leikaeinkunn. Við höfum gott dæmi um æskilegt samræmi milli hæfileika og byggingar þar sem er Þrá 5478 frá Hólum. En þvi miður höfum við sennilega fleiri dæmi um hið gagnstæða. Má í því sam- bandi nefna að flest þau hross sem stóðu í efstu sætum sem einstakl- ingar á Landsmótinu unnu sína sigra fyrst og fremst vegna mik- illa hæfileika og munar allt upp í einn heilann í einkunn byggingar- einkunum í óhag. Er ekki orðið tímabært að gefa byggingu hrossa meiri gaum? VK Á Landsmótinu 1974 stóð Níttfari 776 fri Ytra-Dalsgerði efst- ur af fjögurra vetra stóðhestum. Nú var það sonur hans Höður 954 fri Hvoli sem tók sæti föðurs síns og heldur merki hans i loft, með heiðri og sóma. Knapi er Pill Pilsson. Hæst dæmdi einstaklingurinn aðeins fjögurra vetra gömul. Þri 5478 fri kynbótabúinu að Hólum, knapi er Ingimar Ingi- marsson. Jón i Vatnsleysu hugar að mannlífinu i Landsmótinu meðan Leistur 960 fri Álftagerði hendist eftir vellinum á flugskeiði. Leistur varð efstur af stóðhestum 6 vetra og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.