Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 51 félk f fréttum Hamingjusöm fjölskylda Fyrirmyndarfaðirinn Fá ekki að skilja + Það er á allra vitorði í Bret- landi að hjónaband Önnu prins- essu og Mark Phillips gengur ókonunglega fyrir sig. Það ríkir ekkert meiri friður og sæla á því heimili enn öðrum. Anna prins- essa er þekkt fyrir að vera skapmikil og virðist áð auki vera að missa prinsessuljómann í augum Marks. En Elísabet drottning hefur að því er kunnugir segja harð- bannað þeim að skilja. Finnst henni víst að Margrét hafi vakið nógu mikla neikvæða athygli til þess að Anna bætist ekki í hóp- inn. Sagt er að hún hafi fyrir- skipað Onnu og Mark að reyna að líta út eins og fyrirmyndar- fjölskyldan á að líta út og sýna frið og eindrægni út á við. Liður í þessu er að fjöldinn allur af fallegum fjölskyldumyndum hef- ur verið tekinn nýlega af þeim önnu prinsessu og Mark með börn þeirra, þar sem að Anna og Mark hafa kreist fram sælubros á andlitunum. Isabel von Kar- ajan verdur fræg? + Isabel, dóttir hljómsveitarstjór- ans heimsfræga Herbert von Kar- ajans, er nú orðin 22 ára gömul og er að berjast við að vinna sér frægð og frama sem leikkona. Hún hefur tekið upp eftirnafn móður sinnar og kallar sig nú Isabel Mouret því að henni finnst frægð föður síns skyggja á sig sem ein- stakling. „Ég vil ekki verða fræg á nafni föður míns,“ segir hún. Isabel Mouret leikur nú Gretu í „Faust“ eftir Goethe hjá svissn- eska „Scala-leikhúsinu“. Peter Ar- ens er bæði leikstjóri og leikur að- alhlutverk í þessari uppfærslu. Isabel og hinn frægi faðir hennar, Herbert von Karajan. Isabel i hlutverki Gretu í „Faust" eftir Goethe. Blaðran um hálfan heim + Hinn 11 ára gamli Justin Fiore frá New York keypti sér rauða blöðru sem hann fyllti með loftteg- undinni helium. Við snærið batt hann svo póstkort þar sem hann bað þann sem fyndi blöðruna að senda sér línu. Síðan sleppti hann blöðr- unni i viðurvist allra bekkjarbræðra sinna. Tveimur mánuðum seinna fékk Justin svo bréf frá John Spraggou í Wagga Wagga í Ástraliu, bíaðran hafði þá borist hvorki meira né minna en 15.749 kílómetra. COSPER Við höfum einmitt fengið símareikninginn mamma. Hann er æðislega hár. Hvað mikið þurfið þið að borga þarna úti í Bangkok? Bítlarnir ætla að sameinast, a.m.k. í eitt kvöld. Góðgjörðartón- leikar Bítlanna + Karl Bretaprins hefur meö aö- stoö Pete Townshend í „The Who“ komiö því til leiðar aö Bítlarnir fyrrverandi, George, Ringo og Páll komi fram á tón- leikum nú um mánaöamótin. Veröur þetta í fyrsta skipti sem bítlarnir þrír koma fram saman síðan leiðir þeirra skildu. Auk þess munu koma fram á tón- leikunum Mick Jagger, David Bowie og Eric Clapton. Ágóöinn af tónleikunum á að renna til einhverskonar góögeröarsjóð sem að Karl prins hefur komið á stofn. Mick Jagger ætlar að koma fram. Viö fljúgum meö frakt til og frá Glasgow 3 sinnum í viku í sumar fljúgum við með frakt til 13 borga 61 sinni í viku. Glasgow er ein þeirra. Flugfrakt eykur veltuhraða og lækkar vaxtakostnað. FLUGLEIDIR FLUGFRAKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.