Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 15 undum og verkalýðsforingjum, á öllum listunum voru yfirlýstir al- þýðubandalagsmenn í meirhluta. Þá vakti ávarp frá kvennafram- boðinu í Reykjavík nú athygli. Það var samið með orðalagi sem tíðk- aðist á tímum kalda stríðsins. Til marks um það má birta þetta: „Fólk um allan heim ber ugg í brjósti vegna framtíðar mann- kynsins, en íslensk stjórnvöld láta sér fátt um finnast, klingja glös- um og hengja orður á aðmírála. Riddarar ömurleikans kasta fjör- eggi heimsins á milli sín, njósnar- inn fyrrverandi í austri og kúrek- inn í vestri, en íslenskir ráðamenn horfa á í andakt." Kvennafram- boðið hvatti síðan til þess að mynduð verði öflug friðarhreyfing hér landi meðal annars með því „að taka undir kröfur erlendra friðarhreyfinga". Guðmundur Georgsson, lækn- ir, einn af forvígismönnum SHA sagði í Þjóðviljanum 17. október 1981: „Samtök herstöðva- andstæðinga (SHA) hafa ekki breytt um stefnu og þau eru ekki orðin félagsskapur friðarsinna." Þegar sýnd var mynd af friðar- göngunni ’83 í sjónvarpinu á laug- ardagskvöld hrópuðu göngumenn: „ísland úr NATO — herinn burt!“ Hvað sem þeirri viðleitni SHA líð- ur að tengja starfsemi sína bar- áttu erlendra friðarhreyfinga er meginmarkmið samtakanna enn, að Island verði varnarlaust og ís- lendingar rjúfi einhliða samstöðu lýðræðisþjóðanna í öryggismálum. Á vegum sagnfræðistofnunar Háskóla íslands ritaði Hafsteinn Karlsson um samtök gegn hern- um. Telur hann fjórar hreyfingar hafa verið stofnaðar hér á landi til að berjast gegn aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og varn- arsamstarfinu við Bandaríkin: Andspyrnuhreyfinguna gegn her í landi, samtökin Friðlýst land, Samtök hernámsandstæðinga og síðast Samtök herstöðvaandstæð- inga. Höfundur bendir á, að starf herstöðvaandstæðinga taki mið af því hvort Alþýðubandalagið eigi ráðherra í ríkisstjórn eða ekki, en samtök þeirra hafi aldrei verið sterkari en þegar „hægri" stjórnir hafi verið nýteknar við völdum. Miðað við ofurtrú herstöðva- andstæðinga á erlendar fyrir- myndir málstað sínum til fram- dráttar, óyenjumikla auglýs- ingarherferð síðustu daga og stjórnmálaástandið innan lands hefði Keflavíkurgangan síðastlið- inn laugardag átt að heppnast með ágætum vegna fjöldaþátt- töku. Það gerðist þó ekki. Líklegt er að nú telji ýmsir herstöðvaand- stæðinga tímabært að gera upp sakir við forystu Alþýðubanda- lagsins, þar sem fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að á síðasta heila árinu sem ráðherrar flokksins sátu í háum embættum sínum voru framkvæmdir í þágu varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli meiri en nokkru sinni síðan 1951. Stangast það illilega á við gefin fyrirheit. Ameðan Svavar Gestsson, flokksformaður, sat í ríkis- stjórninni sem samþykkti hinar miklu varnarliðsframkvæmdir tók Ólafur R. Grímsson að sér að rækta tengslin við friðarhreyf- ingarnar. Þar til hann féll út af þingi í síðustu kosningum var ölafur R. Grímsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. í viðtali við Dagfara i mars 1980 lýsti Ólafur mikilvægi þess „að í fyrsta skipti hefur sósíalískur flokkur fengið neitunarvald innan ríkisstjórnar um meðferð her- stöðvarinnar" eins og hann orðaði það og bætti við: „En nú fær AB (Alþýðubandalagið innsk. Bj.Bj.) stöðvunarvald. Það tel ég mjög mikilvægan áfanga. Það er viður- kennt að sósíalískur flokkur hafi íhlutunarrétt um þessi mál. Við höfum beitt þessum íhlutunarrétti og munum beita honum til þess að koma í veg fyrir að Bandaríkin geti rótfest herstöðina enn frekar en þau hafa gert. Enn fremur tel ég það ávinning að fengist hefur viðurkenning á því að það þurfi að draga úr efnahagslegu mikilvægi herstöðvarinnar á Suðurnesja- svæðinu." „Stöðvunarvald" Alþýðubanda- lagsins bitnaði eins og kunnugt er einvörðungu á flugstöðinni, sem nú hefur verið ákveðið að reisa. Á hinn bóginn var í stjórnartíð Al- þýðubandalagsins hafist handa um smíði nýrra flugskýla fyrir orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli og gerð olíustöðvar i Helguvík, flugvélar varnarliðsins og önnur tæki voru endurnýjuð. Hin flokks- pólitíska forysta Samtaka her- stöðvaandstæðinga hefur því gengið þvert á gefin loforð. Innviðir SHA eru auk þess mjög veikir. Bragi Guðbrandsson, sem er yfirlýstur alþýðubandalags- maður og hefur verið framarlega í umræðum í flokknum um hermál- ið, sagði í Dagfara í mars 1980: „Því miður er því þannig varið að staða okkar gagnvart fjöldanum er það veik að andstæðingar okkar komast upp með það að skíra okkur gönguliðið, pólitískur sértrúarsöfnuður ofl. í þeim dúr, sem á að gefa til kynna hversu fáliðaðir við erum ... Við þetta bætist svo að allt starf sem unnið er á vegum SHA er borið uppi af ákaflega fáum og ég tel að sú hætta sé fyrir hendi að þau hrein- lega gefi upp öndina áður en mjög langt um líður, eins og urðu örlög forvera þeirra! í október 1980 efndi Alþýðubandalagið til ráð- stefnu um utanríkismál." í fjölrit- uðum gögnum frá henni sem dreift var á landsfundi flokksins í nóvember 1980 stendur meðal annars: „Að lokum ræddi Ólafur Ragnar Grímsson um Samtök herstöðvaandstæðinga, sem hefðu breyst frá því að vera samfylk- ingasamtök manna úr þremur flokkum yfir í það að vera að mestu samtök alþýðubandalags- manna og æskufólks úr hópum sem telja sig vinstra megin við AB. Það eru engir fulltrúar her- stöðvaandstæðinga í Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki lengur." Enginn vafi er á því að herstöðvaandstæðingum hef- ur brugðist bogalistin. „Fata- skipti" forystumanna Alþýðu- bandalagsins duga ekki til að blása nýju lífi í þessa hreyfingu. Skýringin er einföld: málstaður- inn er ekki nægilega góður. Einnig þvi til staðfestingar má vitna í al- þýðubandalagsmann, Svan Krist- jánsson, háskólakennara, sem sagði í Þjóðviljagrein 29. júlí 1978: „Herstöðvaandstæðingar verða að gefa skynsamleg svör við spurn- ingunni: Hvað tekur við þegar her- inn fer og ísland gengur úr NATO? ... í stuttu máli sagt: verkefni herstöðvaandstæðinga er ekki eingöngu það að skipuleggja Keflavíkurgöngur og fundi í Há- skólabíói, þar sem menn fá venju- lega alltaf sama skammtinn úr ís- landsklukkunni ... Herstöðva- andstæðingar eiga að móta nýjan valkost í utanríkisstefnu íslands, þannig að vitað sé hvað þeir vilja en ekki einungis hvað þeir vilja ekki.“ í fimm ár sátu fulltrúar her- stöðvaandstæðinga í ríkisstjórn og sögðu endalaust hvað þeir vildu ekki með alkunnum afleiðingum. Þeir hafa aldrei þorað að segja hvað þeir vilja og ganga því ætíð í sömu sporum. Sterk utanhússmálning með óvenju fallegri áferð Hraun sparar vinnu og peninga Ein umferð af þessari frábæru utanhúss- málningu frá Málningu h/f jafngildir 3 til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu. Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við flest byggingarefni og frábært veðrunarþol. Hraun fæst með tvennskonar áferð, - fínni eða grófri. HRAUN SENDIN PLASTMÁLNING málning'f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.