Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 Hugmyndaflug Carelmans Fyrri hluti mm 4>. BOUTEILLE BSORBANTK * oap««ité a.ftí>x KT .ftl 1 i ' * I — eftir Önnu Nissels Jacques Carelman er fæddur á kreppuárunum í Marseille í Frakklandi. Eftir að hafa lokið háskólaprófi í tannlækningum hélt hann til Parísar, og stundaði tannlækningar í nokkur ár. Er hann hafði eignast næga peninga, sneri hann baki við sérgrein sinni og gerðist listamaður í orðsins fyllstu merkingu. Hann teiknaði, málaði og bjó til skúlptúr og skrifaði smásögur handa yngstu kynslóðinni. Þegar ég hitti hann í vinnustofunni ekki alls fyrir löngu spurði ég hann að því, hvað hefði verið það fyrsta sem hann hefði búið til? Jú, hann sagðist muna það vel, það hefðu verið hamrar af alls konar gerðum, t.d. bognir hamrar og hamrar úr gleri til að brjóta brothætta hluti. Carelman er mjög þekktur, og hefur verið með sýningar víða um heim. Látum myndirnar tala sínu máli með smá- útskýringum, svo ekki fari á milli mála hvað við er átt. Anna Nissels er fréttaritari Morg■ unblaðsins í París. Barnavagn til ýmissa nota. Svampflaska (þurr einn Iftri, blaut tveir lítrar). Ferðahand- taska fyrir ketti. Barnavagn fyrir bændakonur Hjol sem hægt er að hjóla á í tvær áttir. Greiða fyrir menn sem hafa aðeins hár í vöngunura. Pípa fyrir stórreykingamenn. Rugguborð. Borðtennisborð. Fjarstýrt straujárn (óskadraumur hverrar húsmóður). Sparnaðarkraninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.