Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 Margt manna var við setningu þingsina en þar voru samankomnir fulltrúar allra Norðurlandanna. Meðal viðstaddra var forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, en hún flutti ávarp við þingsetninguna. Norræna umferðarslysalæknaþingið: Umferðarslys einnig vanda- mál heilbrigðiskerfísins Við setningu þingsins fhitti Matthías Bjarnason ávarpoorð og sést hann hér í Olafur Ólafsson, landlcknir. í GÆR hófst að Hótel Esju norrænt umferðarslysalæknaþing. Þingið var sett kl. 10.00 árdegis og flutti forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, stutt ávarp við setninguna. Þá var við- staddur setninguna framkvæmda- stjóri Evrópudeildar Alþjóðlegu heil- brigðisstofnunarinnar, Dr. Leo Kaprio, og flutti hann einnig stutt ávarpsorö. Einnig ávörpuðu sam- komuna þeir Matthías Bjarnason, heilbrigðismálaráðherra, Jón Helga- son, dómsmálaráðherra og Rune Andréasson, framkvæmdastjóri IAATM. Þetta er í annað sinn sem Norð- urlöndin halda þing af þessu tagi og er þetta fyrsta þingið sem hald- ið er eftir að íslendingar gengu í samtök umferðarslysalækna (Traffik medicin). Þingið er að þessu sinni helgað málefnum fatlaðra og óvarðra vegfarenda, en þingið mun einnig fjalla um öryggismál og slysa- valda í umferð. Þingið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á umferðarslysum og leiðum til að fækka þeim en meðal markmiða „Traffik medicin" er einmitt að stuðla að fækkun um- ferðarslysa og óhappa. í dag mun t.d. sækja þingið hópur hafn- firskra kvenna sem eiga það sam- eiginlegt að hafa misst barn í um- ferðarslysi. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í gær kom fram að um- ferðaróhöpp væru ekki einungis vandamál þeirra sem að umferð- armálum starfa heldur væri þetta einnig vandamál heilbrigðiskerfis- ins. Mikill kostnaður er samfara sjúkrahúslegu og oft skaðast menn illa í umferðarslysum þann- ig að sumir þurfa jafnvel að dvelj- ast á sjúkrahúsum til æviloka. Þá Dr. Leo Kaprio, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðlegu heilbrigð- isstofnunarinnar. sagði Davíð Á. Gunnarsson að kostnaður ríkisins við öll umferð- arslys á einu ári væri sambæri- legur við rekstrarkostnað Land- spítalans. Þá kom fram hjá Ólafi Ólafs- syni, landlækni, að !A allra dauða- slysa hér á landi væru umferðar- slys. Þar af væri helmingur allra þeirra sem slösuðust tvítugir eða yngri. Hann sagði að með ákveðn- um aðgerðum hefði tekist að fækka slysum og sjúkrahúsinn- lögnum um 20—30% á undanförn- um árum á hinum Norðurlöndun- um en hér á landi hefði þeim hins vegar fjölgað. Þá var einnig talað um hvort aukin umferðarfræðsla, og aukin fjárveiting til slíkrar fræðslu, myndi ekki skila sér í lægri kostn- aði við heilbrigðiskerfið. Var í því sambandi bent til ársins 1968 þeg- ræðustól. Sitjandi við hlið púltsins er ar mikil umræða fór fram um breytinguna úr vinstri umferð í hægri. Á því ári voru dauðaslys 14 færri en árið áður og einnig urðu slys á fólki 80 færri en árið áður. Kostnaður við umferðarbreyting- una var hins vegar 39 milljónir króna miðað við verðlag í ágúst 1982. Á þinginu í gær voru flutt þrjú íslensk erindi, en alls mun um helmingur allra erinda á þinginu verða fluttur af íslendingum. í erindi Ólafs Ólafssonar, land- læknis, kom m.a. fram að hin háa slysatíðni meðal unglinga benti til að auka þyrfti kröfur til öku- kennslu og veita aðhald við endur- nýjun ökuskírteina. Einnig taldi ólafur að viðhalda bæri og efla þyrfti umferðarfræðslu í skólum og í fjölmiðlum. Þá taldi hann einnig að leita þyrfti leiða til að auka notkun öryggisbúnaðar í bif- reiðum, m.a. bílbelta, sem löngu hefðu sannað gildi sitt. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, flutti erindi um kostnað umferðarslysa í þjóðfé- laginu. f erindi hans kom m.a. fram að á sama tíma og tíðni um- ferðarslysa fækkaði á hinum Norðurlöndunum þá ykist tíðni umferðarslysa hér á landi. Hins vegar benti hann á að tíðni dauða- slysa færi lækkandi hér, eins og á hinum Norðurlöndunum, og væri í meðallagi miðað við hin löndin. Þá fjallaði Guttormur Þormar, yfirverkfræðingur umferðardeild- ar Reykjavíkur, um norræna könnun sem gerð var sameiginlega á umferðaröryggi. Þinginu verður fram haldið í dag og á morgun, en þá mun því Ijúka. Flugleiðir taka hljóð- láta „Áttu“ á leigu FLUGLEIÐIR hafa tekið á leigu far- þegaþotu af gerðinni DC-8-71, sem mun koma inn í áætlun félagsins á Norður-Atlantshafinu í stað þotu af gerðinni DC-8-63, sem verður notuð í pílagrímaflug félagsins milli Alsír og Jeddah, en það hefst 18. ágúst nk. Sæmundur Guðvinsson, frétta- fulltrúi Flugleiða, sagði aðspurður að einn dagur færi í þjálfun áhafna, en síðan færi vélin beint inn í áætlun, en hún er með sæti fyrir 249 farþega, eins og DC-8 þotur félagsins. Vélin, sem Flugleiðir hafa tekið á leigu er knúin sérstaklega hljóð- látum hreyflum, auk þess sem hún eyðir minna eldsneyti en eldri vél- ar félagsins. Þá er nýja vélin út- búin með nýlegri breiðþotuinn- réttingu, sem gerir hana mun skemmtilegri fyrir farþega. Flugleiðir hafa um nokkurt skeið verið með flugvélamál sín á Norður-Atlantshafinu til athug- unar, en samkvæmt nýjum lögum I Bandaríkjunum er bannað að fljúga vélum til landsins eftir 1. janúar 1985, fari gnýr þeirra yfir ákveðin hávaðamörk, en vélar Flugleiða fylla þann flokk. Þeir valkostir, sem helst hafa verið til umræðu hjá félaginu eru kaup á breiðþotum, annað hvort af gerð- inni DC-10 eða TriStar, eða þá að skipta um hreyfla á DC-8 þotum félagsins og fá í þær nýjar inn- réttingar, en ákvörðun þar að lút- andi hefur ekki verið tekin. Eldur í Kleppsspítala ELDUR kom upp í gluggatjöldum í herbergi á deild 11 á annarri hæð í Kleppsspítala síðdegis á sunnu- dag. Slökkviliðið var kallað á vett- vang, en starfsfólki hafði tekist að kæfa eldinn þegar slökkviliðið bar að garði. Litlar skemmdir urðu á herberginu. Leiðrétting ÞAU mistök urðu á Járnsíðunni I fyrri viku, að Ingvi Þór Kormáks- son var sagður syngja á sólóplötu sinni, Tíðindalaust..., sem kom út fyrir nokkru. Hið rétta er, að þeir Guðmundur Hermannsson og Sverrir Guðjónsson syngja öll lög- in á plötunni. Ingvi er hins vegar höfundur þeirra og leikur auk þess á hljómborð. 2—3 þúsund manns á útifundi að lokinni friðagöngu MILLI tvö og þrjú þúsund manns voru á útifundi Samtaka herstöóva- andstæðinga í Lækjargötu á laugar- dagskvöldið samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Reykjavfk, en fundurinn var haldinn að lokinni friðargöngu frá hliði Keflavíkur- flugvallar til Reykjavíkur. Þá var einnig mynduö keðja milli banda- ríska sendiráðsins við Laufásveg og þess sovéska við Garðastræti. „Við erum mjög ánægðir með þessar aðgerðir, þáttöku og allt annað. Þetta var miklu umfangs- meira en til dæmis 1981 og það má frekar miða við gönguna 1976, sem var mjög fjölmenn," sagði Guð- mundur Guðlaugsson hjá Samtök- um herstöðvaandstæðinga, en hann treysti sér ekki til að segja nákvæmlega um hve fjöldinn hefði verið mikill. Guðmundur sagði að gönguveður hefði verið ágætt. Að vísu hefðu tvívegis komið skúrir meðan á göngunni stóð, en það hefði verið lygnt. Fundurinn samþykkti ávarp, sem var afhent bæði í sendiráði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Friðargangan kemur niður Miklubrautina. Hluti keðjunnar sem mynduð var milli sendiráða Bandarfkjanna og Sovétríkjanna. Morgunblaðið/ Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.