Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.08.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 47 Fyrsta skóflustunga að dvalar- heimili aldraðra í Siglufirði tekin Aldursforseti Siglufjarö- ar, frú Ólöf Þorláksdóttir, 94 ára, tók sunnudaginn 7. ágúst sl. fyrstu skóflu- stungu að fyrirhuguðu dvalarheimili aldraðra þar í bæ. Eru framkvæmdir þegar hafnar, en áætlað er að hægt verði að steypa undirstöður og plötur fyrir haustið. Áætlaður kostnaður við verkið er kr. 44 milljónir, en húsið verður að flatarmáli 2616,3 fermetrar. Er það byggt á lóð sem Síldar- vinnsla ríkisins gaf til þessara framkvæmda og kemur til með að rúma 32 einstaklinga, í tólf einstaklingsherbergjum og tíu tveggja manna herbergjum. Arkitekt er Helgi Hafliðason. Þegar húsið verður fullgert leysist að miklu leyti sá vandi sem verið hefur í þessum mál- um á Siglufirði. Þar í bæ eru nú um 266 einstaklingar sem komnir eru yfir 65 ára aldur, og mun það hlutfall vera eitt hið hæsta utan Reykjavíkur miðað við fjölda bæjarbúa, sem eru 1900. Nú er starfrækt ellideild á efstu hæð sjúkra- hússins, og verður hún notuð sem sjúkradeild eftir að dval- arheimilið kemst í notkun. Ólöf Þorláksdóttir tekur fyrstu skóflustunguna að dvalarheimilinu. Grunur um íkveikju í Ing- ólfsstræti 4 GRUNUR leikur á, að kveikt hafi verið í Ingólfstræti 4, en eldur kom upp í húsinu laust fyrir klukkan 19 ó laugardag. Þegar slökkviliöið í Reykjavík kom á vettvang var mikill eldur og reykur í kjallara hússins og eldur var farinn að breiðast út á miðhæð hússins. Reykkafarar fóru þegar í kjall- ara hússins, en þar er íbúð. Eng- inn reyndist vera í húsinu. Um 50 slökkviliðsmenn voru kallaðir út og gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Slökkvistarfi var lokið um klukkan 21. Rífa þurfti járnklæðningu og múrhúðun af útveggjum þar sem eldur hafði komist í einangrun. Miklar skemmdir urðu á húsinu. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú eldsupptök. Eldur kom upp f húsinu á mánudag i síð- ustu viku. OMRON OMRON búöarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Veröfrá 16.590.- SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 $1N sss®1® ATHUGIÐ! erum flutt að Skúlatúni 4 5 vikna námskeið hefst mánudag 15. ágúst. Kennslugreinar: Leikfimi (mjög gott kerfi) fyrir konur á öllum aldri. Jassballett — Ballett Nýir Ijósabekkir á staðnum. Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 10—12 f. hádegi og 17—19 e. hádegi. Likaiii«|)j2Íl f ti n KallcUftkóla Eildu Sdicviiii* SKÚLATUNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350 eigendur! Varahlutirnir eru ódýrastir hjá okkur! Dæmi um verð: Kerti • frá kr. 42.00 Platínur — — 66.00 Kveikjulok — 128.00 Kveikjuhamar .. . — — 37.00 Þéttar — 80.00 Bensínsíur — 85.00 Olíusíur — 136.00 Loftsíur — 160.00 Viftureimar . 62.20 Notið eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI eins og framleiðandinn mælir fyrir um. ÞAÐ MARGBORGAR SIG. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.