Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 7
ÍAM Tí HTIOACriTWIMI'í ai(l A TWUaíTOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAl 1984 7 Innilegt þakklœti til allra sem heimsóttu mig með gjöf- um og Mýjum kveðjum á 70 ára afmæli mínu 8. maí sl Lifið heii Sigurður Guðmundsson, Hvassaleiti 12. Innilegar þakkir til þeirra mörgu vina minna sem minntust mín á 85 ára afmæli mínu 9. þessa mánaðar. Bömum mínum, fósturbömum og fjölskyldum þeirra þakka ég sérstaklega fyrir að gera okkur hjónunum daginn ógleymanlegan. Guð og gæfan fylgi ykkur alla tíð. Bæring Elísson, Stykkishólmi. Innilegar þakkir færum við D&ra öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu í tilefni afmælis míns 11. maí sl Jóhannes Nordal. Þökkum af alhug öllum þeim mörgu sem sýndu okkur vináttu og hlýhug á merkum timamótum í lifi okkar dagana 7. og 8. mai sl. Selma Kaldalóns, Jón Gunnlaugsson. ELRI hf. garöaþjónusta Getum bætt viö nokkrum lóðarstandsetningum í sumar. Björn Björnsson skrúð- garöyrkjumeistari. Jón Hákon Bjarnason skóg- ræktartæknir. Uppl. í síma 15422. Veriö velkomin ópavogsbúár athugið! Viö bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, [þlástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Tann Security since 1795 Enskir Sænskir peningaskápar Eldtraustir — þjófheldir heimþekkt framleiösla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIM! 51888 Fimm ára stjórnarferill Alþýðubanda- lags Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði f eldhúsdag.sumraeðum sl. þríðjudag að fimm ára stjórnarferill Alþýðubanda- lags 1978—1983 einkennd- ist af sporum sem hraeða. Flest þau vandamál, sem við værí að glíma 1983 og 1984, vaeru arfleifð eyrn- amerkt Alþýðubandalagi: 130% óðaverðbólga á fyrsta ársfjórðungi liðins árs, viðblasandi stöðvun fyrírtækja á sama tíma, viðskiptahalli við útlönd, erlend skuldasöfnun og ríkissjóðsútgjöld langt um- frarn fjárlög 1981—1983. Drjúgur hluti kaupmáttar- skerðingar, sem orðin er, hafí þegar verið komin fram er Alþýðubandalagið hrökklaðist úr ríkisstjórn. Forystumenn Alþýðu- bandalags gagnrýna mig, sagði fjármálaráðherra efn- islega, fyrir það að leggja ekki á nýja skatta. ofan á kaupmáttarskerðinguna, til að leysa halla ríkissjóðs, halla sem rætur á í mikilli aukníngu rfkisútgjalda 1978—1983. En það verður ekki gerL Ekki var hægt að leysa allan vanda, sem við var tekið, á einu ári. Ilinsvegar verður að halda áfram að- haldsaðgerðum við gerð næstu fjárlaga. Efnahagsbatinn er áþreifanleg staðreynd, sagði fjármálaráðherra. I»að þarf hinsvegar að standa vörð um þennan bata og þróa hann til ný- sköpunar í þjóðarbúskapn- um. I»annig treystum við atvinnuöryggið og bætum lífskjörin. I»að verður hinsvegar ekki gert með því að ganga aftur á bak inn í óðaverðbólgu og efna- hagsóáran stjórnarára AF þýðubandalagsins, né með slagorðunum einum sam- an. Atvinnuleysi forðað f mínum augum var það SVERRIR ALBERT SVAVAR Engin úrræöi hjá stjórnarandstöðu — aöeins innantóm slagorö Það er engin úrræði aö finna í bölmóössöng stjórnarandstööu, aöeins innantóm slagorö, sagöi Sverrir Hermannsson í eldhús- dagsumræöu sl. þriöjudag, er hann svaraði Svavari Gestssyni, formanni Alþýöubandalagsins. Ríkisstjórnin hefur þó í hendi marktækan árangur: í hjöönun veröbólgu, í lækkun viöskipta- halla og vaxta, í stööugleika gengis og verðlags og síöast en ekki sízt í atvinnuöryggi. Tryggja þarf þennan árangur til frambúöar, meö þjóðarátaki, og skapa þann veg skilyrði fyrir grósku í þjóö- arbúskapnum, auknum þjóöartekjum og bættum lífskjörum. „Á fjörutíu ára afmæli lýðveldisins geta íslendingar litið yfir farinn veg og glaöst yfir góöum frama, þótt gefiö hafi á bátinn um hríö. Við eigum allra kosta völ aö búa um okkur eins og bezt gerist á jarðarkringlunni." kvíðvænlegast þogar ríkis- stjórnin ýtti úr vör með efnahagsaðgerðir sínar á vordögum 1983, að harka þeirra kynni að orsaka at- vinnuleysi. Slík var reynsla af verðbólgubaráttu ann- arra þjóða. Og það er mín skoðun að hérumbil allt megi þola fremur en at- vinnulcysi. Þannig komst Sverrir llermannsson, iðn- aðarráðherra, efnislega að orði í eldhúsi Alþingis sl. þriðjudag. Svo gæfusam- íega hefur þó til tekizt að full atvinna hefur haldizt að kalla, og á vordögum 1984 eru ýmis batamerki á lofti um að atvinna fari vaxandi. Ih-ssí árangur er hinsvegar ekki stjórnar- andstöðunni að þakka. Og leggi nú allir við hlustir. hvort hún hefur einhver jákvæð úrræði fram að fa-ra; eitthvað annað en neikvætt nöldur. Á þvi leikur enginn vafí, sagði ráðhcrra, að í þeirri framfarasókn, sem nú er hafín, hafa umskiptin orðið mest hjá iðnaðinum, ekki sizt útflutningsiðnaðinum. Festa í gengismálum og minnkandi fjármagns- kostnaður hefur gefíð byr í seglin, og nú er um að gera að hvergi verði slakað á klónni, og sízt horfíð til fyrri búskaparhátta í fjár- málum. Brotizt hefur verið út úr sjálfíicldu, sem öll orku- og stóriðjumál vóru komin í. Samið hefur verið um 50% orkuverðsha-kkun til ISAL og vonir standa til enn betri framtíðarsamninga og verulegrar stækkunar álversins. Kekstrarstaða járnblendiverksmiðju hef- ur stórbatnað og mál þró- ast til nýrra verkefna á þeim vettvangi að breyta orku fallvatna í ný störf, aukin útflutningsverðmæti og bætt lífskjör. Ég legg mikla áherzlu á stórauknar rannsóknir á háhitasvæðum landsins, fyrst og fremst háhitans á Keykjanesi, sagði ráðherra. Stórkostlegur þáttur í nýt- ingu jarðhitans er fískeidi og fóðurframleiðsla, og ég trúi því að skammt sé f stærri viðburði á því sviði. TSíframatlcadutinn iiettisgötu 12-18 Range Rover 1978 Drapplitur, ekinn aðeins 50 þús. km. Ný yfirfarinn hjá umboði. Sóllúfta og fl. auka hlutir. Verð 550 þús. Saab 900 G.LS. 1982 Brúnsans., 4ra dyra. Ekinn aðeins 27 þús. km. Verð 410 þús. Lúxusútgáfa af fjórhjóladrifsbíl A.M.C. Eagle 1981 Vinrauður, 6 cyl. sjálfsk. m/ðllu. Ekinn að- eins 34 þús. km. Verð 470 þús. Mazda 323 (1300) 1982 Hvítur, 3ja dyra, ekinn 38 þús. km. 2 dekkjagangar og fl. Lancer G.S.R, 1982 Ljósbrúnn. ekinn aðeins 33 þús. km. Falleg- ur bíll. Verð 265 þús. Yfírbyggður Pick Up Suiuki Fox 1983 (4x4), hvltur. Ekinn 30 þús. km. Verð 320 þús. Range Rover 1982 Blásans., 4ra dyra. Ekinn aðeins 21 þús km. Verð 980 þús. Mazda 626 2000 Sport 1982 Gullsans, ekinn 52 þús. km. Sóllúga og fl. Verð 300 þús. **! r \ 5 dyra framdrifsbíll Honda Quintet 1981, grænn. Ekinn aðeins 17 þús. km. Verð aðeins 270 þús. Isuzu Trooper 1981 Hvltur, ekinn 41 þús. km. 2 dekkjagangar (á felgum). lltvarp, segulbvand og fl. Vandaó- urjappi. Glæsilegur ferðabíll m/drifí á öllum Econoline 250 1980 Rauður, ekinn aðeins 12 þús km. 8 cyl. (30 L) m/ðtlu. Læst drif (framan og aftan). Inn- rétting (svefnpláss og fl.). I algjðrum sér- flokki. Bíllinn er allur sem nýr. Verð 1050 þús (skipti á ódýrari.) Honda Prelude 1981 Hvltur, sóllúga og fl. Gullfallegur sportbtll. Verð 360 þús. Suharu 1800 station 1982 Brúnsans, ekinn 20 þús. km. Hátt og lágt drif. Ýmsir aukahlutir. Einkabill i topp- standi. Verð kr. 340 þús. Fallegur sportbíll Maida 929 Coupé 1983 brúnsans. Ekinn 18 þú8. km. Beinsk. m/aflstýri og fl. Verð 420 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.