Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 41 var jafnan tekið opnum örmum á heimili þeirra að Sunnuvegi 4, Hafnarfirði. Var einkar ánægju- legt að ræða við Sigurgeir í góðu tómi, fjölfróðan mann og sann- menntaðan á mörgum sviðum. Sigurgeir var mikill hæfileika- maður og kom víða við á starfs- ferli sínum og hvarvetna með miklum ágætum. Kunnastur hygg ég þó að hann sé fyrir störf sín hjá Teiknistofu landbúnaðarins, við Iðnskóla Hafnarfjarðar og nú síð- ari árin við Spítala Jósepssystra í Hafnarfirði. Starfsþrek hans og starfsgleði var með ólíkindum og átti hann þó við heilsubrest að stríða. Fyrir tveimur árum gekkst hann undir hjartaaðgerð í Banda- ríkjunum hjá hinum færustu sér- fræðingum. Var Bárður læknir, sonur hans, með honum í för þangað. Bjuggust fæstir við að Sigurgeir kæmi til starfa að nýju, en hann var ekki þeirrar gerðar að hlífa sér er verkefnin biðu. Var vinum hans það áhyggju- efni hve ósérhlífinn hann var og kallið kom þegar hann var að aka í bíl sínum ásamt ungum dóttur- syni. Sigurgeir er eftirminnilegur þeim er honum kynntust. Röddin skýr og karlmannleg og framsetn- ing öll og framganga. Ritfær var hann í besta lagi. Heimabæ sín- um, Hafnarfirði, unni hann og var ákaflega fróður um sögu bæjarins, menn og málefni. Við í Syðra-Langholti sendum Kristínu, börnum og barnabörn- um og öðrum aðstandendum hins látna heiðursmanns einlægar samúðarkveðjur. Jóhannes Sigmundsson í dag er kvaddur Sigurgeir Guð- mundsson, forstjóri St. Jóseps- spítala í Hafnarfirði. Undirritaður vill fyrir hönd starfsmannaráðs og alls sam- starfsfólks á spítalanum rita nokkur kveðju- og þakkarorð fyrir samfylgdina og samstarfið, sem hjá sumum skiptir áratugum. Um æviatriði utan spitala- starfsins mun ég ekki fjölyrða, aðrir munu verða til þess. Sigurgeir var fæddur 26. des- ember, 1918. Hann var meðalmað- ur að hæð og vexti, svipmikill, skapmaður, kvikur í hreyfingum, þrátt fyrir fötlun á fæti frá unga aldri, röddin sterk og hljómmikil og orðsins list kunni hann til fullnustu, bæði í ræðu og riti, ennfremur kunni hann vel, þótt ekki væri flíkað, að setja saman hnyttnar stökur og kvæði. Mun enginn af samstarfsfólkinu, sem á hlýddi, gleyma þeim tímum er Sigurgeir fór á kostum í bundnu og óbundnu máli í samkvæmum okkar tengdum áramótum. Sigurgeir var löngum mikill trúnaðarmaður þeirra kaþólsku systra er í Hafnarfirði störfuðu og nær sú saga til miklu lengri tíma en undirritaður hefur yfirlit yfir úr eigin starfi, sem orðin eru 20 ár. Árið 1976 lét hann af starfi skólastjóra Iðnskólans í Hafnar- firði og réðst eingöngu til starfa fyrir St. Jósefssysturnar í Hafnar- firði. Ríkti þar á milli ætíð einlæg vinátta og gagnkvæm virðing og trúnaður, sem náði og löngum til æðsta fólks þeirrar reglu í Dan- mörku. Aldrei dró Sigurgeir af sér við störf sfn á vegum systranna og í baráttunni fyrir hagsmunum spít- alans og unni sér of sjaldan hvíld- ar, þótt á síðustu árum hafi á stundum sjúkdómur háð honum við að njóta sín, sem hann hefði viljað. í byrjun síðastliðins árs sáust óvæntar blikur á lofti í sögu spítalans, er St. Jósefssystur til- kynntu ákvörðun um að hætta spítalarekstri og selja spitalann. Gnginn skildi betur en Sigurgeir hvað spítalareksturinn og störf systranna höfðu verið Hafnar- firði, og hjartans mál hans og fleiri innan spítalans var að spít- alinn væri rekinn áfram undir kaþólskum merkjum, en ef það mætti ekki verða, sem virtist ljóst, þá að það markmið St. Jósefs- systra frá öndverðu glatist ekki, að spitalinn starfi áfram fyrir Hafnarfjörð og nágrenni á sem breiðustum grundvelli. Veit ég að Sigurgeir hefði viljað sjá betur fyrir endann á þessu máli á meðal okkar, en enginn má sköpum renna, og við sem eftir lif- um munum halda merki spítalans á lofti og minningunni um farsæl störf St. Jósefssystra í Hafnar- firði, allt frá 1926 og þætti Sigur- geirs í þeirri sögu. Sigurgeir var og trúnaðarmaður og hjálparhella Karmelsystranna, sem héðan fluttu á sl. ári, og mun ekki verða góð för manns yfir móðuna miklu, sem fylgja fyrir- bænir systra af reglum St. Jósefs, Karmel og Mercy frá írlandi, er nú starfa hér, auk okkar hinna, sem minna erum orðuð við al- mættið? Við þökkum Sigurgeiri fyrir samfylgdina. Eiginkonu, syni, dóttur og dótt- ursonum, vottum við einlæga sam- úð. Jósef Ólafsson, formaður starfsmannaráds St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. Nærri aldarfjórðungur er liðinn síðan Sigurgeir Guðmundsson kom fyrst til starfa í þágu Jósefs- systra. Það var þegar hann var fenginn til þess að teikna fyrstu viðbygg- ingu við St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði. Vandasamt var að gera þetta svo vel að haganlega færi en þó svo að kostnaður færi ekki úr böndum. Sigurgeir leysti þetta verkefni frábærlega vel. Síðan hefur hann teiknað allt það sem byggt hefur verið við spít- alann til þessa dags og reyndar meira en það, því að til eru frá hans hendi teikningar af framtíð- arbyggingum spítalans. Hinn 1. júlí 1976 gerðist Sigur- geir framkvæmdastjóri St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags af sömu hagsýni og trúmennsku og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hefur spítalinn vaxið og þróast undir hans stjórn og rekstur hans verið til fyrirmyndar. Sigurgeir sýndi okkur Jósefs- systrum og trú okkar mikla virð- ingu, sem við mátum við hann. Hann reyndi að viðhalda þeim anda og yfirbragði spítalans sem var, á meðan systurnar ráku hann og tókst það. Það hefur aldrei far- ið á milli mála að St. Jósefsspítali er kaþólskur spítali. Sigurgeir Guðmundsson var Jósefssystrum meira en arkitekt eða framkvæmdastjóri. Hann var okkur stoð og stytta langt umfram það sem þessi störf hans gáfu til- efni til. Boðinn og búinn til að- stoðar hvenær sem hennar var þörf. Eftir að Mercy-systur komu til starfa á spítalann gátu þær á sama hátt reitt sig á ráð hans og aðstoð. Jósefssystur og Mercy-systur þakka Sigurgeiri Guðmundssyni samfylgdina. Megi hið eilífa ljós lýsa honum. Hann hvíli í friði. Eiginkonu hans og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Jósefssystur, Mercy-systur. Kveðjuorð frá Selfossi Atvikin höguðu því þannig að mér var falin forusta í minni heimabyggð í félagsskap, sem okkur Sigurgeiri Guðmundssyni var báðum mjög kær. Við það starf, sem því fylgdi, var ég svo lánsamur að mega njóta leiðsagn- ar og leiðbeininga hans. Með óþrjótandi áhuga og krafti, sem ávallt fylgdi honum lagði hann okkur lið. Daginn áður en hann veiktist sat hann fund hjá okkur, hress og kátur og lék á als oddi. Við það tækifæri var hann heiðr- aður. Nú að leiðarlokum flyt ég þakkir okkar fyrir alla velvild hans og vináttu, sem við urðum aðnjótandi. — Kristínu frænku minni og börnum þeirra færi ég innilegar samúðarkveðjur. Páll Jónsson SJÁ NÆSTU SÍÐU I I BYGGlNGAtfÖRUBl HAFA VERIÐ BRAUTRYÐJENDURí D Á VÖRUM OG ÞJÓNUSTU VIÐ HÚS- BYGGJENDUR, SAMANBER HIN ÝMSU AFSLÁTTAR-TILBOÐ OKKAR I OG ÞAU VINSÆLU GREIÐSLUKJÖR SEM VIÐ HÖFUM BOÐIÐ. I FRAM- HALDI AF ÞESSARI STEFNU ER NÝJASTA TILBOÐ OKKAR NÚ MARGS KONAR . . . S1ADGREWSUJ IMnMS ÞESSI STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR ER MISMUNANDI MIKILL EFTIR ÞVÍ í HVAÐA DEILD OKKAR ER VERSLAÐ OG FYRIR HVERSU HÁA UPPHÆÐ, EINS OG EFTIRFARANDI DÆMI SÝNA: DEILD 1 GRÓFAR BYGGINGAVÖRUR: TIMBUR, JARN, EINANGRUN, PÍPULAGNINGAREFNI, OFNAR O.FL. Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 2% afslattur Kr 10.000 er 3% afsláttur Kr. 30.000 er 4% afsláttur Kr. 50.000 er 5% afsláttur Kr. 75.000 er 6% afsláttur Kr. 100.000 er 7% afsláttur DEILD 3 MÁLNINGARVÖRUR OG VERKFÆRI Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 5% afsláttur Kr. 25.000 er 7,5% afsláttur Kr. 50.000 er 10% afsláttur DEILD 2 GÓLFDÚKUR, LÍM, HREIN LÆTIS- OG BLÖNDUNAR- TÆKI, FLÍSAR.KORKUR O. Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 5% afsláttur Kr 10.000 er 7,5% afsláttur Kr. 30.000 er 10% afsláttur DEILD 4 GÓLFTEPPI, MOTTUR Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 5% afsláttur Kr. 25.000 er 7,5% afsláttur( Kr. 50.000 er 10% afsláttur ÆFTIRFARANDI AFHEILDARUPPHÆÐ ER LIKA VEITTUR ÞEGAR UPPGJÖR A SKULDABRÉFI FER FRAM UM LEIÐ OG VIÐSKIPTI EIGA SÉR STAD OG UTBORGUN ER HÆRRI EN 20%. SEM ER LÁGMARKSUTBORGUN. EN ___ HAMARKSLANSTIMI ER HALFT AR 30 til 40% útborgun er afsláttur 1% 40 til 50% útborgun er afsláttur 2% 50 til 60% útborgun er afsláttur 3% 60 til 70% útborgun er afsláttur 4% 70% útborgun og meira er afsláttur 5% RÁЮ VERÐINU SJÁLF'. HIN VINSÆLU BYGGINGALÁN VIÐSKIPTAREIKNINGAR FYRIR HUSBYGGJENDUR UTTEKT FER FRAM I VIÐSKIPTAREIKNING. GEGN MÁN- AÐARLEGU UPPGJÖRI FYRIR 10. NÆSTÁ MANAÐAR EFTIR UTTEKTARMANUÐINN . UPPGJÖR GETUR VER- IÐ MEÐ SKULDABRÉFI OG ER ÞA LÁGMARKSUTBORG- UN 20%. EN EFTIRSTÖÐVAR GREIÐAST MEÐ ALLT AÐ SEX MANAÐARLEGUM GREIÐSLUM. KOMIÐ EÐA HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR í SÍMA - SAMEIGINLEGA GETUM VIÐ ÁBYGGILEGA KOMIST AÐ HEPPILEGU SAMKOMULAGI. BYGGINCAVÖRUR r HRINGBRAUT 120: Byggingavoruf Flisar og 28-600 Golfteppadeild 28-603 hreinlætistæki 28-430 Timburdeild 28-604 Solustjori 28-693 Malmngarvörur Skrifstofa 28-620 ^ og verkfæri 28-605 Harðviðarsala 28-604 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.