Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Laugavegur — Til leigu Á besta staö viö Laugaveginn er nú til leigu 130 fm verslunarhúsnæði. Húsnæöiö er laust nú þegar. Upplýsingar veittar í síma 17088 kl. 18—20 í dag og næstu daga. Einn sá besti í sínum flokki Bjóöum nú þessa frábæru kappsiglara á íslandi á veröi sem er hreint ótrúlegt. Verö meö seglum aöeins 298.800.- Til afgreiöslu af lager eða meö stuttum fyrirvara. Benco Bolholti 4, Reykjavík sími 91-21945/84077. SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST UMSÓKNARFRESTUR 10. mars — 10. júní Umsókn sendist tli Skólastjóra Samvinnuskólans Bifröst, 311 Borgarnes. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir BETH KARLIN OG A.E. PEDERSEN Norskt fyrirtæki í tölvuiðnaði velgir risunum undir uggum Norsk Data A/S jók sölu sína um 45% á síðasta ári, hagn- aðurinn tvöfaldaðist og starfsmannafjöldinn einnig í ENGRI iðngrein er samkeppnin jafn hörð og óvægin og í tölvuiðnaðin- um og það eru bandari.sk og japönsk stórfyrirtæki, sem þar bera höfuð og herðar yfir aðra. Þess vegna hefur það vakið nokkra athygli, að norsku fyrirtski, Norsk Data A/S, hefur tekist að hasla sér völl við hliðina á risunum. „Við reynum að haga okkur eins og um væri að ræða bandarískt fyrirtæki með aðsetur í Ósló, sölusvæðið, Evrópa og stjórnunaraðferðirn- ar japanskar," segir Rolf Skaar, forseti fyrirtækisins og einn af stofnend- um þess. Á síðasta ári var fjórðungur af sölu Norsk Data utan Norður- landanna og aðeins í New York nam salan 49 milljónum dollara. Hagnað- ur fyrirtækisins þá nam 14% af veltu. Keppinautarnir eru ekki af lakara taginu, International Business Machines Corp., Digital Equipment Corp. og Wang Lab- oratories Inc. svo einhverjir séu nefndir, en þrátt fyrir það ber Norsk Data stundum sigur úr býtum. Stóru fyrirtækin bjóða upp á allt frá risatölvum og niður úr en Norsk Data einbeitir sér að framleiðslu 16 og 32 bita tölva, sem hægt er að nota við hin margvísiegustu störf. Byrjaði með bunka af vísindatímaritum Þegar Norsk Data hóf starf- semi sína fyrir 17 árum áttu stofnendurnir innan við eina milljón ísl. kr. samanlagt, eina sveiflusjá og bunka af vísinda- tímaritum, sem þeir lásu til að láta sér detta eitthvað skemmti- legt í hug. Síðan hefur því heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Samt sem áður hefur verið sagt um fyrirtækið, að það sé ekki tæknileg geta þess, sem geri það sérstakt og á það er bent, að það eigi engin einkaleyfi. Keppinaut- arnir geta því hvenær sem er líkt eftir framleiðslu þess. Ulric Weil, sem er sérfræðingur í þjónustu fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley & Co., er sam- mála því og segir, að út af fyrir sig sé ekki lfklegt, að nýjar upp- finningar í tölvutækninni verði f Evrópu, en „þeir hjá Norsk Data eru mjög góðir f að byggja kerfin þannig upp, að hægt sé að nota þau við mjög ólíkar og fjöl- breytilegar aðstæður". Norsk Data framleiðir algeng- asta tölvubúnað og mikið af hugbúnaði, sem nota má við ail- ar tölvugerðir fyrirtækisins. Auk þess framleiðir það hugbún- að til sérstakra nota þannig að unnt er að nota tölvurnar f margvíslegum tilgangi, allt frá tölvuteiknun til ritvinnslu. Ótrúleg söluaukning Fjármálafyrirtækið Morgan Stanley greiddi götu Norsk Data inn á New York-markaðinn en það fer mjög vaxandi, að evrópsk fyrirtæki reyni að fá til liðs við sig bandaríska fjárfestingarað- ila. Auk fjármagnsins, sem þannig fæst, verða hlutabréf fyrirtækjanna miklu útgengi- legri á heimamarkaði en áður var. „Aðeins f New York skilja menn til hlítar hvað við erum að gera,“ segir Rolf Skaar. 1983 jókst sala Norsk Data um 45%, nam 115,9 milljónum dollara og hagnaðurinn tvöfaldaðist á ár- inu, var 128,4 milljónir norskra króna. Sjálfir spá þeir því, að árleg söluaukning á næstunni muni nema a.m.k. 40% og hagn- aðurinn verði eftir því. Þótt Norsk Data hafi vegnað næstum með ólfkindum vel eru margar hættur því samfara að vera lítill á vígvelli risanna. Litlu fyrirtækin hafa engin efni á mistökum. Þeir hjá Morgan Stanley hafa velt því fyrir sér hvort Norsk Data sé farið að dreifa kröftunum um of og f skýrslu frá þeim í fyrra segja þeir, að fyrirtækið verði að taka ákvarðanir um það mál heldur fyrr en seinna. Yfirbyggingin lítil í fyrra varði fyrirtækið 16 millj. n.kr. f rannsóknir og þróun og þar af fóru 75% í þróun hug- búnaðar. Yfirbyggingin er hins vegar mjög lftil því að Norsk Data lætur öðrum fyrirtækjum næstum algerlega eftir fram- leiðsluna og samsetninguna. Það er ekki nóg að framleiða góða vöru, það þarf líka að selja hana og þá skiptir miklu, að nafn fyrirtækisins sé þekkt. Fyrir skömmu þekktu fáir til Norsk Data utan Norðurlanda en nú hefur orðið á því breyting. Þeir, sem keppa við það á tölvu- markaðnum, segjast gera ráð fyrir, að þetta „harðsnúna", norska fyrirtæki eigi eftir að láta æ meira að sér kveða. Norð- mennirnir eru á sama máli og það er þess vegna sem þeir hafa nú tvöfaldað starfsmannafjölda sinn f Bretlandi, úr 100 í 200, og keypt 80% hlutafjár í þýska fyrirtækinu Dietz Computer System G.m.b.H., sem hefur sterk tengsl við markaðinn þar í landi. Þar að auki er Norsk Data að svipast um eftir samstarfsað- ilum í Frakklandi og Bandaríkj- unum. Býður betur en stórfyrirtækin Sala Norsk Data á Banda- ríkjamarkaði er nú 8% af allri sölu þess en fyrsti samningurinn vestan hafs var um tölvustýrðan flughermi í sambandi við smíði á F-16-orrustuþotum. Innreiðin á Evrópumarkaðinn var fyrir 10 árum þegar Norsk Data fékk samning við CERN, evrópsku kjarnorkurannsóknamiðstöðina, og nú nýlega skaut það öllum keppinautum sínum þ.á m. stór- fyrirtækinu Digital Equipment, ref fyrir rass og hreppti tölvu- samning við Efnahagsbandalag- ið. Unnið í litlum hópum Um 2.000 manns starfa hjá Norsk Data og hefur fjölgað um helming á einu ári. Meðalaldur- inn er 33 ár og helmingur starfs- fólksins hefur háskólagráðu. Fólkið vinnur saman í 10—12 manna hópum og ráða hóparnir því sjálfir nokkurn veginn á hvaða tíma sólarhringsins þeir vinna. „Hér áður fyrr voru það bara hugrakkir menn, sem keyptu af okkur tölvu,“ segir Rolf Skaar, forseti fyrirtækisins. „Nú hlær enginn lengur, nú vita menn hvað Norsk Data er.“ - SS Höfuadarnir eru frétlamenn rið handaríska dagbladið The Wall Street Journal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.