Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 Flugvellinum í Meistaravík forðað frá lokun Kaupmannahofn, 16. mal. Frá Nib Jörgen Bruun, frétlaritara Mbl. GÓÐAR líkur eru taldar á því að ekkert verði af fyrirhugaðri lokun flugvaliarins í Meistaravík. Tom Hoyem Grænlandsmálaráðherra sagði nýverið að ráðuneytið teldi sér Zia óttast árás Rússa Kairó, 16. maí. AP. ZIA UL-HAQ, forseti Pakistan, segist ekki útiloka að Sovétmenn geri innrás í landiö í framhaldi af hernámi Afganistan. Zia sagði jafnramt að Pakist- anir gætu ekki leyft sér að „eiga beina aðild“ að flutningi vopna til frelsissveitanna í Afganistan, sem veitt hafa sovézku innrás- arsveitunum mótspyrnu frá því i árslok 1979. „Þegar Rússum hefur tekizt að festa kommúnista í sessi í Afgan- istan og gert það að leppríki sínu yrðu nágrannaríkin óttaslegin," sagði Zia. Þó svo Rússar hefðu lýst því yfir að þeir hygðust ekki stofna öryggi Pakistan í hættu, væri óraunhæft að útiloka mögu- leikann á sovézkri innrás. HELMUT Kohl kanzlari ákvað að leggja á hilluna áform sín um að náða um 1.800 meinta skattsvik- ara, en sumir þeirra sitja í stjórn hans, er Ijóst var að samstarfs- flokkurinn í ríkisstjórn, Frjálsir demókratar, myndu ekki styðja frumvarp þar að lútandi. Samkvæmt nýju lögunum hefðu um 1.800 manns, sem svik- ist hafa um að greiða skatta af framlögum í flokkssjóði eða að- stoðað aðra við slíka iðju, slopp- ekki fært að reka flugvöllinn lengur þar sem landvarnaráðuneytið vildi ekki taka þátt í kostnaði. í kjölfarið rigndi mótmælum frá íbúum á Austur-Grænlandi, einkum frá sveitarstjórninni í Scoresbysund, sem áréttaði að íbúar þar um slóðir yrðu einangr- aðir frá umheiminum 10 mánuði á ári ef flugvöilurinn yrði aflagður. Einnig hefur nefnd, sem hefur yfirumsjón með vísindalegum rannsóknum og rannsóknarleið- angrum í A-Grænlandi, komið til skjalanna og sagt að mikill áhugi væri fyrir rannsóknum í A-Græn- landi á alþjóðavettvangi. Yrði það áfall fyrir Grænlendinga og Dani ef leiðangursmenn ættu þess ekki kost að fljúga til Meistaravíkur og vinna störf sín þaðan. Höeym sagði í viðtali við græn- lenzka útvarpið í gærkvöldi að í ljósi hins mikla áhuga sem væri fyrir því að flugvöllurinn yrði áfram opinn og einnig hversu þýð- ingarmikill hann væri íbúunum, mundi hann beita sér fyrir áfram- haldandi starfrækslu hans, jafn- vel þótt landvarnaráðuneytið tæki ekki þátt í kostnaði. Hann kvaðst mundu leggja til að allir flugvellir í Grænlandi yrðu ríkisflugvellir og reknir sem slíkir. ið við refsingu fyrir skattsvik. I þessum hópi eru 17 þingmenn, þ.á m. Otto Lambsdorff efna- hagsráðherra úr flokki Frjálsra demókrata og Friedrich Zimm- ermann innanríkisráðherra úr Kristilega sósíalsambandinu. Náðunarfrumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af fjöl- miðlum, fyrrverandi hæstarétt- ardómara, kirkjunni og stjórn- arandstöðunni. Það olli jafn- framt verulegum ágreiningi á Washington, 16. maí. AP. GARY HART vann glæsilega sigra í forkosningum Demó- krataflokksins í Nebraska og Oregon í gær, „nákvæmlega það sem við þurftum á að halda,“ sagði kosningastjóri hans, Oliv- er Henkel. stjórnarheimilinu, fyrstu alvar- legu deilunni þar á hálfu öðru ári. óvæntir, utan hvað talið var að keppnin yrði fvið jafnari en raun varð. Hart hafði sigrað í Ohio og Indiana skömmu áður og þykir gengi hans að undanförnu hafa gefið honum byr undir báða vængi fyrir forkosningarnar f Kali- forníu, New Jersey og þremur öðr- um ríkjum 5. júnf næstkomandi, en þá verður kosið um 486 kjör- menn. Ekki er talið að Hart nái kjörmannafjölda Mondales úr þessu, en hann stílar upp á að höggva svo nærri honum að lands- fundur Demókrata velji hann fremur. Hart fékk 57 prósent atkvæða í Nebraska, Mondale fékk 27 pró- sent, en Jesse Jackson aðeins 10 prósent. í Oregon fékk Hart 55 prósent, Mondale 33 prósent og Jackson 9 prósent. Af 67 kjör- mönnum í boði á báðum stöðum fékk Hart 53 en Mondale 24 Jack- son engan. Batnandi efnahag Kína spáð Pelting, 16. maí. AP. SONG PING, innanríkisráðherra Kína, greindi frá því í dag, að Kín- verjar hygðust auka iðnaðarfram- leiðslu sína um 5 prósent frá árinu 1983 og landbúnaðarframleiðslu um 4 prósent, miðað við sama ár, á þessu ári. Orkuframleiðsla veröur hins vegar óbreytt samkvæmt út- reikningum sérfræðinga stjórnvalda. Fleiru greindi Song Ping frá, til dæmis að stjórnvöld ætluðu að verja 65 milljörðum juan til fram- kvæmda á vegum ríkisins á móti 55,4 juan á síðasta ári. Þessar töl- ur nema 32,5 og 29,7 milljörðum dollara. Þá sagði Ping, að tekjur rikisins myndu trúlega aukast um sem næmi 4,6 prósentum, fara upp í 244,35 milljarða dollara. Tölurnar sem Song Ping las fyrir fréttamenn gefa til kynna fremur íhaldssama stefnu Kín- verja í efnahagsmálum, þar sem áhersla er lögð á hægan en örugg- an hagvöxt. Þá speglast úr orðum ráðherrans sama gamla vanda- málið sem Kínverjar eiga jafnan við að etja. Skortur á orku til framleiðslu svo og farsæl útflutn- ingskerfi. Á hinn bóginn fullyrti ráðherran, að iðnaðarframleiðsla hefði aukist um heil 10 prósent árið 1983, miðað við 1982. Lestarslys í Lundúnum London, 16. maí. AP. Járnbrautarlest frá Braintree til London ók á fyrirstöðu í Liv- crpool-lestarstöðinni í London í morgun með þeim afleiðingum að 42 manns slösuðust, en 17 þeirra þurfti að leggja inn á sjúkrahús. Oljóst er hvað ákeyrslunni olli. Enginn hinna slösuðu slasaðist illa, alvarlegustu meiðslin voru beinbrot. Danadrottningu var hótað með sprengju Sigrarnir hjá Hart voru ekki Kohl hættir við að náða skattsvikara Bonn, 16. maí. AP. ímyndunarveik í átta uppskurði Kaupmannahófn, 16. maí. AP. DÖNSK blöð skýrðu í dag frá því að 48 ára gömul kona hefði á 30 árum verið lögð 114 sinnum á sjúkrahús og skorin upp 8 sinnum án þess að neitt amaði að annað en Munchausen-veiki, þ.e. ímyndun- arveiki, á hæsta stigi. Konan hefur legið á 60 deild- um 38 sjúkrahúsa. Upp um hana komst þegar tveir læknar sem höfðu haft með hana að gera, fengu hana til meðferðar á ný. Var þá farið að kanna málið og hin ótrúlega saga kom fram. Konan var send til geðlæknis. Var hann miður sín eftir við- talstímann, frúin hafði rakið svo hræðilegar sjúkdómslýsingar, að geðlæknirinn var kominn með innvortisverki! Alltaf mun atburðarásin hafa verið með svipuðu sniði: Konan kom til skoðunar og sagðist hafa hina og þessa verki. Var hún sprengsjálflærð í sjúkdómsein- kennum og lék hlutverkið hnökralaust, enda var hún yfir- leitt lögð inn til frekari rann- sókna og 8 sinnum gekk gamanið gráa svo langt að hún fór í skurðaðgerð. Þegar allt varð uppvíst, brosti hún bara, þakk- aði fyrir sig, kiæddi sig og fór. Var reynt að vara við henni, en einhvern veginn tókst henni allt- af að plata sig inn á eitthvert sjúkrahúsið. ímyndunarveiki konunnar kostaði skattgreiðendur minnst 750.000 krónur. Konan er enn komin til geðlæknis og er talið að ekkert nema löng og ströng meðferð geti komið henni til hjálpar. Kannski dugar það ekki. Til tíðinda dró á lokadegi opin- berrar heimsóknar Margrétar Dana- drottningar til Færeyja á mánudag, er ókunnir aðilar hringdu í lögreglu og sögðu aö sprengju heföi verið komið fyrir í þyrlu, sem flytja ítti drottninguna og mann hennar frá Suðurey til Sandeyjar. Þyrlan var í þann mund að hefja sig til flugs þegar hótunin barst. Öryggisverðir voru snarir í snúningum, hlupu að þyrlunni, rifu upp dyrnar og sögðu drottn- Verkfall Kaupmannahöfn, 16. maí. AP. Strætisvagnasamgöngur í Kaup- mannahöfn liggja niðri, þriðja dag- inn í röö, vegna verkfalls bifreiða- stjóra. í dag var sorp ekki hirt I fyrsta skipti. Yfirvofandi er vinnustöðvun tankbílstjóra, svo að benzínflutn- ingar leggjast niður. Flestir hafa gripið til hjólhesta, sem fylla göt- urnar. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa krafizt þess að lögregla fjarlægi verkfallsverði, sem hindra þá sem vilja vinna. Því hefur lögreglan synjað. ingu og manni hennar að flýta sér út, hvað þau og gerðu. Þyrlan var skoðuð hátt og lágt og reyndist hafa verið um gabb að ræða, því engin sprengja fannst í henni. Héldu hinir tignu gestir áfram ferðinni eins og ekkert hefði í skorist. Þess er getið í fregnum danskra blaða að skömmu fyrir þyrluflugið til Sandeyjar hafi drottningin snætt hádegisverð, þar sem 72 færeyskir réttir voru á borðum, m.a. nýdrepin grind. Margrét drottning og Hinrik prins f Sandey í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.