Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 45 hygli og höfðu mikil og varanleg áhrif. Laugarnesprestakall var stofn- að með lögum frá 7. maí 1940. Prestkosning fór fram um haustið. Séra Garðar hafði þá í fjögur ár messað í Laugarnesskóla og leyst af hendi annað kirkjulegt starf með miklum ágætum. Enginn keppti við hann um prestsembætt- ið. Allir vissu að séra Garðar var hinn sjálfkjörni sóknarprestur. Kosningin var nánast formsatriði. Fljótlega eftir að séra Garðar hóf starf sitt í Laugarnesi var far- ið að huga að kirkjubyggingu. Bygging Laugarneskirkju var mikið átak á þeim tíma. Fyrir frábæran dugnað sóknarprests, fyrstu sóknarnefndarmanna og samhug og fórnfýsi sóknarbarna reis Laugarneskirkja á tiltölulega skömmum tíma. Kjallari kirkj- unnar var tekinn í notkun um ára- mótin 1943—44. Kirkjan var vígð 18. des. 1949. Það var mikill sigur- og hátíðisdagur í lífi séra Garðars og Laugarnessafnaðar. Barna- og ungmennafræðsla og málefni æskunnar voru séra Garð- ari mjög hjartfólgin. Börn hænd- ust að honum og hann átti auðvelt með að ná til þeirra. I gönguferð- um um Laugarneshverfið tók hann börn oft tali og ræddi við þau af glaðværð og hlýju. Það var fögur sjón sem mörgum Laugar- nesbúum er eftirminnileg. Á hverjum vetri kom séra Garð- ar í heimsókn í Laugarnesskólann og ávarpaði nemendur. Hann var ekki með langar og strangar pre- dikanir. Séra Garðar hafði þann hátt á að tala við börnin stutta stund í léttu samtalsformi. Hann fékk líka alltaf gott hljóð. Börnin hlustuðu og fylgdust af athygli með því sem hann sagði. Séra Garðar fylgdist með tím- anum. Honum var ljóst að margs- konar starfsemi, sérstaklega fyrir unglinga og eldra fólk, verður kristinn söfnuður að leysa af hendi. Það var því lengi hjartans áhugamál séra Garðars að Laug- arnessöfnuður eignaðist safnað- arheimili. Um árabil lagði hann sig allan fram til að svo gæti orð- ið. Séra Garðar kastaði ekki hönd- unum til þess sem hann gerði. All- ar kirkjuiegar athafnir lagði hann mikla rækt við og sparaði hvorki tíma né erfiði. Trúverðugri og skylduræknari embættismann er varla hægt að hugsa sér. Haustið 1976 lét séra Garðar af embætti fyrir aldurs sakir. Þá var hann búinn að vera þjónandi prestur í Laugarnesi nákvæmlega 40 ár. Ég tel að það hafi verið ómetanlegt fyrir okkar borgar- hluta — Laugarneshverfið — að hafa haft sama prestinn svona lengi. Prest sem alltaf var ungur í anda, áhugasamur og fórnfús. Séra Garðar var sterkur per- sónuleiki, sem setti svip á um- hverfi sitt. Dagleg umgengni hans einkenndist af glaðværð, virðuleik og snyrtimennsku. Ég var náinn samstarfsmaður séra Garðars síðustu 6 árin sem hann var starfandi prestur. Með honum var gott að vinna. Hann var svo einlægur, velviljaður og áhugasamur. Frá þessum tíma á ég margar ljúfar minningar. Það var líka ánægjulegt að ræða við séra Garðar um lífið og tilveruna. Við ræddum m.a. oft um trúmál. Ég fann að hann var víðsýnn og laus við kreddur í þeim efnum. Umburðarlyndur var hann og frábitinn allri dómhörku. Séra Garðar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hanna Brynj- ólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn: Örn Svavar, Jónu og Gylfa. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför GESTS GUÐFINNSSONAR fré Litla-Galtadal. Vandamenn. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróður okkar, GUOMUNDAR AÐALSTEINS GUDJÓNSSONAR frá Syðrí-Kvíhólma. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Systkini og aórir vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför RAGNHILDAR EYJÓLFSDÓTTUR, Goöalandi 13. Ármann Friöriksson, Helga Ármannsdóttir, Siguröur Ólafsson, Ragnar Ármannsson, Ólafía Sveinsdóttir, Ármann Ármannsson, Lára Friöbertsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, SALÓME JÓHANNSDÓTTUR, Úthlíö 9, Reykjavfk. Guöjón Kristinn Bernharðsson, Guörún Jórunn Kristinsdóttir, Bernharöur Jóhann Kristinsson. Lokað frá kl. 12—15 föstudaginn 18. maí vegna jaröarfarar NÍELSAR CARLSSONAR. Timburverslun Árna Jónssonar & Co. hf. Hanna og séra Garðar slitu sam- vistir. Þann 19. júlí 1952 kvæntist séra Garðar eftirlifandi konu sinni, Vivan Svavarsson. Frú Vivan og séra Garðar voru mjög samhent hjón og hjónaband þeirra ein- kenndist af ástúð og umhyggju. Frú Vivan vann mikið að kirkju- málum. Ég veit að hún var manni sínum ómetanleg stoð og stytta í hans kirkjulega starfi. Séra Garðar Svavarsson andað- ist 9. maí sl., og fer útför hans fram í dag frá Laugarneskirkju. Ég veit að margir munu hugsa til hans með hlýhug og þakklæti. Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að þakka séra Garð- ari af alhug hans mikla og óeig- ingjarna starf fyrir Laugarnes- söfnuð. Ég þakka séra Garðari vináttu og hlýhug í minn garð og kveð hann með einlægu þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning séra Garð- ars Svavarssonar. Ekkju hans, frú Vivan, börnum og öðru venslafólki sendi ég sam- úðarkveðjur. Þorsteinn Olafsson Séra Garðar Svavarsson var einn þeirra manna, sem öllum þótti vænt um. Hann var heiðurs- maður í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætti veröldinni með ein- stæðri hlýju og velvild sem óneit- anlega hefur sett djúp spor í líf þúsundir einstaklinga. Ég var ungur að árum er ég sá séra Garðar í fyrsta skipti, það var í Laugarneskirkju við messu- gjörð. Síðar á unglingsárum fékk ég að æfa mig á orgel kirkjunnar og hjálpaði þá stundum til við tónlistarflutning á vegum kirkj- unnar. Mér er minnisstætt hve vel hann tók alltaf á móti okkur sem þannig komum til að aðstoða. Hann mætti okkur sem sannur vinur. Þannig held ég að öll hans sóknarbörn hafi notið kærleika hans og alúðar. Þegar ég svo tók við embætti hans í Laugarnessókn haustið 1976 kynntist ég honum enn betur og naut þá reynslu hans í 40 ára prestsstarfi. 011 embættisgögnin voru óaðfinnanleg og til mikillar fyrirmyndar, enda var séra Garð- ar rómaður af starfsbræðrum sín- um sem nákvæmur og góður emb- ættismaður. Einnig fann ég fljótt hve hann og kona hans, frú Vivan Svavarsson, voru elskuð af sókn- arfólki og hve margir rómuðu störf þeirra og þjónustu á löngu og farsælu tímabili. Nú er séra Garðar látinn. Eftir- sjáin er mikil fyrir okkur öll sem á einhven hátt nutum þjónustu hans og vináttu. Ekki síst syrgja sókn- arbörnin mörgu sinn ástsæla hirði með mikilli virðingu og þökk. Við þökkum Guði sem gaf okkur sr. Garðar og biðjum Guð um blessun yfir ævistarf hans svo það beri enn ávöxt í hjörtum þeirra sem heyrðu hann boða Guðs heilaga orð og nutu heilagrar þjónustu hans. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu sr. Garðars, frú Vivan, og ástvinunum mörgu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að blessa ykkur öll. Vikersund, Jón D. Hróbjartsson Ámý Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 29. október 1913 Dáin 9. maí 1984 Góð kona er gengin. Okkur fjöl- skylduna stóru á efri hæðinni á Brávallagötu 44 langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Árný, éða Adda, eins og við kölluðum hana alltaf, var fædd á Brekkum, Holtahreppi í Rangár- vallasýslu, 29. október 1913. Hún ólst síðan upp á Efra-Rauðalæk í sömu sveit til fermingaraldurs að hún flutti til Reykjavíkur með móður sinni og ömmu, sem þá voru báðar ekkjur. Foreldrar henna voru Guðlaug Gísladóttir og Guðmundur Sigurðsson. Fyrir réttum 47 árum var lokið byggingu verkamannabústaðanna á Brávallagötu. Fluttust mæðg- urnar þrjár þar inn á nr. 44 og einnig fjölskylda okkar, sem þá var ekki stór. Þá hófust þau kynni og sambýli, sem aldrei hefur neinn skugga borið á síðan. Árný giftist litlu síðar eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ragnari Kristjánssyni, og hófu þau búskap á Brávallagötunni og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust þrjú börn: Sigurður er kennari við Menntaskólann við Sund; Jóhanna Guðlaug sem gift er Ragnari Finnssyni, lækni, en þau eiga tvö börn; yngst er Unnur, kennari að mennt. Það er margs að minnast gegn- um árin af Brávallagötunni. Gömlu konurnar á neðri hæðinni voru sem amma og langamma allra barnanna í húsinu meðan þær lifðu. Barnahópurinn á efri hæðinni náði tugnum og er okkur ekki grunlaust um núna, að stund- um hafi verið hávaðasamt í kring- um okkur og jafnvel verið ónæðis- samt að búa á hæðinni beint fyrir neðan okkur. Aldrei heyrðist samt styggðaryrði eða kvörtun frá Öddu og Ragnari. Viðmót þeirra var alltaf jafn hlýlegt. Þegar börnin voru vaxin úr grasi og farið að hægjast um hjá hjónunum á báðum hæðum, tóku þau stundum sumarfrí sín saman. Ferðuðust þau þá um og dvöldu m.a. í sumar- húsunum í Ölfusborgum og á 111- ugastöðum í Fnjóskadal. Þessi ferðalög urðu þeim öllum til mik- illar gleði og var oft rætt um þau og þá mörgu staði sem skoðaðir voru. Adda var fróð og víðlesin, þótt ekki hefði hiún hlotið mikla menntun á skólabekk. Það er alveg sama um hvaða málefni var rætt, á öllu kunni hún jafngóð skil og hafði myndað sér ákveðnar skoð- anir um, sem hún rökræddi af mikilli skynsemi. Fyrir 10 árum missti Adda heilsuna og dvaldist á Vífilsstaða- spítala lengst af síðan, en reisn sinni og æðruleysi hélt hún til hinstu stundar, þrátt fyrir erfiða sjúkdómslegu. Að leiðarlokum þökkum við Öddu samfylgdina og tryggðina við okkur og sendum Ragnari, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan á efri hæðinni á Brávailagötu 44 Halldór Þorbergs- son vélstjóri Mánudaginn 30. apríl var Hall- dór Þorbergsson vélstjóri jarð- settur, og viljum við skipverjar á Ögra minnast hans með nokkrum orðum. Halldór var samskipa okkur nokkur sumur, okkur og honum til ánægju, enda var hressari og létt- ari maður vandfundinn til sjós. Hann ávann sér vinsældir meðal dekkliðsins með því að vera alltaf reiðubúinn að vinna þau verk sem til féllu þar, þótt svo þau væru oft á tíðum utan hans verksviðs, og óþreytandi var hann að koma með nýjar hugmyndir til að létta okkur störfin um borð, hugmyndir sem við búum að enn þann dag í dag. Nú er orðið of seint að þakka Halldóri samveruna en minningin um hann lifir á meðal okkar og það er það framhaldslíf sem skipt- ir máli. Skipverjar b/v Ögra Ert þú með andlit? Meö tilliti til aukinnar framleiðslu auglýsingamynda vantar okkur fólk til aö koma fram í auglýsingum. Allar tegundir andlita, feit, grönn, og allt þar á milli koma til greina. Hafir þú áhuga, komdu þá viö hjá ísmynd, Laugavegi 26, 2. hæö, föstudaginn 18. maí milli kl. 6 og 9. Akdurstakmark 20 ára og eldri. mw7n m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.