Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 35 Áttræðun Dr. theol. Björn Magnússon prófessor Prófessor Björn Magnússon er áttræður í dag. Hann fæddist á Prestsbakka á Síðu, sonur prestshjónanna þar, síra Magnús- ar Bjarnasonar, prófasts, og konu hans, Ingibjargar Brynjólfsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi árið 1924 og hóf það sama haust nám við guðfræðideild Háskóla íslands, einn í hópi þeirra mörgu stúdenta er það ár hófu nám við deildina og áttu eftir að setja mark sitt á'' kirkjulíf íslendinga um árabil. Embættisprófi í guðfræði lauk hann 1928 og fór skjótlega að því loknu út í prestskap, fyrst sem að- stoðarprestur föður síns að Prestsbakka, en gerðist árið 1929 prestur að Borg á Mýrum og þjón- aði því kalli til ársins 1945. Pró- fastur Mýraprófastsdæmis var hann árin 1935—1945. Árið 1945 var hann skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla íslands og prófessor árið 1949. Gegndi hann prófessorsembætti allt til ársins 1974, er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir, en var settur stundakennari við deildina út árið 1974. Þá var hann settur dósent við guðfræðideild háskóla- árið 1937-1938. Það voru því alls um 30 ár sem hann gegndi störfum við guð- fræðideildina og þegar litið er yfir þau starfsár koma orð Jesú um þjóninn trúa og góða ósjálfrátt upp í hugann. Samviskusemi og auðmýkt einkenndu störf hans öll. Prófessor Björn var mótaður af hinni frjálslyndu guðfræðistefnu og þótti mjög róttækur guðfræð- ingur á sínum yngri árum. Ýmis- legt í róttækninni var þó fremur fólgið í uppreisn gegn ákaflega embættislegu fasi prestastéttar- innar um það leyti. í stað hinnar embættislegu ímyndar prestsins vildu hinir frjálslyndu prestar setja mynd hins bróðurlega kær- leika, enda var aðalsmerki frjáls- lyndu guðfræðinnar eða kjöroð að greina rétt á milli kjarna kristin- dómsins og hinna sögulegu um- búða hans. Til þeirra taldist bæði embættisfas prestanna og kenn- ingar, sem ekki stóðust andspænis reynsluþekkingu nútímans, heldur þurftu umtúlkunar við. En frjálslyndi var ekki innan- tómt flokksmerki á störfum pró- fessors Björns, heldur umfram allt lyndiseinkunn hans. Hann staðnaði ekki sem guðfræðingur, heldur hélt áfram að spyrja spurninga og taka stefnur og skoð- anir til endurskoðunar á grund- velli nýrra svara. Sem kennari var hann sér vel meðvitandi um mörk guðfræðinn- ar. Kjarni hennar er heilagt er- indi, heilagt orð, og það beinir spurningum öllum til ákveðinnar áttar og útilokar ákveðna tegund af spurningum. Leitaðist hann við að glæða hjá okkur nemendum sínum meðvitund um þessi mörk, svo að fræðiiðkun gæti orðið tæki til mótunar kristilegu líferni. Kennslugreinar prófessors Björns voru ritskýring Nýja testa- mentisins, einkum Jóhannesar- rita, kristileg siðfræði og kenni- mannleg guðfræði. Samdi hann skýringar við Jóhannesarritin, sem eru til í fjölrituðum útgáfum. Þá rannsakaði hann sögu helgi- siða íslensku kirkjunnar frá siðbót og birti grein um það efni í Samtíð og sögu árið 1954. Ennfremur samdi hann og gaf út í fjölriti barnaspurningafræði. í siðfræð- inni var honum hugleikið sam- band kristinnar trúar og menn- ingar og má líta augljós tengsl milli fræðistarfa hans í siðfræði og starfa hans fyrir islenska bind- indishreyfingu. Stórvirki mikið vann prófessor Björn með þvf að orðtaka alla Biblíuna. Kom út Orðalykill að Nýja testamentinu árið 1951 og Orðalykill að Gamla testamentinu er til frá hans hendi í handriti, hvort tveggja hið ágætasta verk. Þá gaf hann og út Orðalykil að Passíusálmunum. Prófessor Björn er áhugamaður mikill um ættfræði og liggja eftir hann töluverð verk á því sviði. Um Vestur-Skaftfcllinga tók hann saman ritin Ættir Síðupresta og Vestur-Skaftfellingar 1703—1966 (alls fjögur bindi). Þá tók hann saman Guðfræðingatal, sem alls hefur komið út í þremur útgáfum, síðast 1976. Á síðastliðnu ári kom út ritið Frændgarður. Þá hefur hann staðið að útgáfu Prestatals og prófasta Sveins Níelssonar með viðbótum. Þýðingar nokkrar eru til frá hans hendi og er skemmst að minnast þýðingar hans á metsölu- bók þýska guðfræðingsins Hans Kúng, Að vera kristinn, sem kom út 1982. Ennfremur gaf hann út prédikanasafn. Þá er ógetið starfa hans að þýð- ingu Nýja testamentisins. Vann hann mikið starf í þýðingarnefnd Sumarstarfið á Úlf- ljótsvatni byrjar 8. júní N(J FER sumarstarf ( hönd hjá skátunum að Úlfljótsvatni. Sumarstarfið hefst 8. júní og stendur til 21. ágúst. Aldur barna í sumarbúðirnar er 8—12 ára. Sumarbúðastarf á Úlfljótsvatni byggist á miklu og fjölbreytilegu útilífi, svo sem tjaldbúð, vatna- ferðum, auk íþróttamóta. Skráning í sumarbúðirnar er alla virka daga frá kl. 13.00—17.00 að Snorrabraut 60. Minni sala á kinda- kjöti hjá SS Bibliufélagsins, sem vann að þeirri þýðingu guðspjallanna og Postulasögunnar, sem kom út i hinni nýju biblíuútgáfu 1981. Er þýðing Jóhannesarguðspjalls i nýju útgáfunni að miklu leyti hans verk. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði á 65 ára afmæli Há- skóla íslands árið 1976. Þessi upptalning leiðir í ljós, hversu starfsamur prófessor Björn hefur verið og enn sinnir hann hugðarefnum sinum eins og útgáfa ættfræðiritsins Frænd- garðs ber vitni um. Ég sendi prófessor Birni mínar innilegustu heilla- og hamingju- óskir á þessum afmælisdegi og bið þess, að honum megi enn auðnast líf og heilsa til þess að starfa áfram að áhugamálum sinum. Guð blessi hann og fjölskyldu hans. F.h. guðfræðideildar Háskóla Islands, Einar Sigurbjörnsson. Prófessor Björn Magnússon er að heiman i dag. UPPGJÖR Á vöxtum vegna eftir- stöðva andviröis sauðfjárafurða sem lagðar voru inn hjá SS haustið 1982 og lokið var sölu á seint á siðastliðnu ári, var greitt inn á bankareikninga bú- vöruframleiðenda 30. mars síðastlið- inn. Greiddir eru vextir frá 1. desem- ber 1982 á eftirstöðvarnar eins og þær eru á hverjum tíma. Vaxtafóturinn er miðaður við innlánsvexti 42% til 28.10.’83 og 21,2% frá þeim tíma til 30.3.’84. Við ársuppgjör 1983 og endurskoðun, sem nú er um það bil skilyrði til frekari greiðslna vegna nefndrar framleiðslu, sökum rangrar verðskráningar haustið 1982 og þar sem ekki hafa fengist þær leiðrétt- ingar sem vonast var eftir þrátt fyrir margítrekaðar ábendingar til verð- lagsyfirvalda. Við þessa útborgun er rétt að benda á að þegar hafa verið greidd 92% meðalgrundvallarverðmætis og til þessa tíma nemur útborgað einingaverð á kindkajöti um 26 pró- sentustigum umfram haustgrund- vallarverð 1982/’83 og að vaxta- greiðslan vegna eftirstöðva sam- svarar um 5 prósentustigum meðal- grundvallarverðs. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um það hvort rétt sé að reikna með svo háum vaxtafæti, sem gert hefur verið, telja sumir að vextir ættu að reikn- ast lægri. Þá væri unnt að greiða hærri einingaverð, og aðrir benda jafnvel á að raunvextir eigi ekki að vera hærri en 5%, þar eð eftir- stöðvaandvirðið sé verðtryggð út- istandandi skuld vegna hækkunar- innar, sem leiðir af útreikningi meðalgrundvallarverð8ins. Samtimis áðurnefndri greiðslu eru greiddar inn á bankareikninga inneignir á reikningum innleggj- anda vegna 5% afreiknings sauð- fjárafurða 1983—1984, sem fram fór í desember sl. Birgðir kindakjöts hjá SS eru 1. mars sl. um 12% meiri en á sama tíma sl. ár. Sala kindakjöts af fram- leiðslu 1983 hefur verið 30% minni hjá SS sl. mánuð en á sama tíma árið á undan vegna gamalla kinda- kjötsbirgða, sem hafa verið á mark- aðnum. Samtímis útborgun á banka- reikninga innleggjenda fyrir sauð- fjárafurðir 1982—1983 og 1983—1984 fór einnig fram greiðsla upp í verðlagsgrundvallarverð þeirra nautgripaafruða, sem lagðar höfðu verið inn fyrir 1. mars sl. Inn- kaup nautgripakjöts undanfarna mánuði eru 50 af hundraði meiri að magni en á sama tíma í fyrra. Og birgðir 1. mars ’84 eru um 34% meiri en á sama tíma sl. ár, sam- svara um þriggja mánaða sölu, og alltaf eru nokkrar upphæðir úti- standandi vegna seldra afurða. Kýrkjöt mun verða staðgreitt frá 1. april um óákveðinn tima. Mikið tap var á slátruðum nautgripum sl. ár, en nú hefur feng- ist nokkur leiðrétting með nýrri verðskráningu, sem gildir frá 1. þessa mánaðar. Birgðir hrossakjöts eru um 4% meiri hjá SS en á sama tíma sl. ár, en verulega meiri í landinu sem heild. Frekari greiðslur til fram- leiðenda en þegar hafa farið fram geta ekki orðið fyrr en meira hefur seist. Framleiðsla svinakjöts hefur aukist um 160 tonn í landinu á sl. sex mánuðum og er sú framleiðslu- aukning öll i auknum birgðum. Svínakjötsbirgðir hjá SS í lok þessa mánaðar voru um 40 tonn. Ráðgert er að halda aðalfund Sláturfélags Suðurlands í Aratungu 30. apríl nk. Nánar verður tilkynnt um fundinn síðar. FrétUtilkynning 47 lítrar á hundraðið! V Já hinn nýi framdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíllinn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. Sökum þess hve MAZDA 626 DIESEL er sparneytinn, þá þarf aðeins að aka 13000 til 15000 kílómetra á ári til þess að hann borgi sig umfram bíl með bensínvél. Eftir það sparast 160 til 190 krónur á hverja 100 ekna kílómetra. MAZDA 626 DIESEL GLX með ríkulegum búnaði kostar: Kr. 428.400 Til atvinnubílstjóra: Kr. 329.900 gengisskx 26 4 84 Sendingin er loksins komin! Komið, skoðið og reynsluakið þessum frábæra bíl. mazDa BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.