Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 27 staddur að halda í hestinn og geng ég að dómpalli og spyr hvernig standi á því að Goði hafi ekki ver- ið kallaður fram. Svarið er á þá leið að hann hafi verið felldur frá verðlaunum vegna þessa galla sem áður er get- ið en var þó ekki lengur til staðar. Ég tilkynnti þeim umsvifalaust að ég myndi nú þegar yfirgefa móts- staðinn með Goða og Ragnars- Brúnku. Ég geng til baka og teymi hestinn með mér út úr dóm- hringnum. Þegar ég er að fara út kemur Steinþór Gestsson þáver- andi formaður LH og biður mig alveg eindregið að gera þetta ekki heldur hitt að vera áfram með hrossin í sýningu. Við ræddum um þetta og endaði það með því að ég lét til leiðast. Ég hef oft hugleitt það eftir á að ef Steinþór hefði ekki gripið inn í þarna á þessari stundu hvort þetta hefði ekki verið upphafið að end- inum á minni hrossarækt." — Eftirminnilegir hestar sem þú hefur notað? „Ég komst í kynni við Andvara 501 frá Varmahlíð sem var út af hrossum Sigurðar frá Brún. Hann hafði þá eiginleika sem gátu kom- ið sér vel í minni framhaldsrækt- un. Hafði hann mikinn og góðan ríkjandi klárgang og einnig var viljinn mikill en skeiðgeta aftur á móti lítil. En mig vantaði betri klárgang í hrossin mín. Notaði ég Andvara á Síðu og fékk út úr því Hrafnkötlu 3526. Ég tel að sam- fara góðum töltgangi og skeiði þurfi hrossin að búa yfir góðu og mjúku brokki. Þetta hef ég reynt að varðveita í minum hrossum. Svo hafði ég og margir aðrir bundið miklar vonir við Éyfirðing 654 frá Akureyri og notaði ég hann meðal annars á Síðu og fékk ég þar Hrafnhettu 3791. En því miður fórst Eyfirðingur af slys- „Við eigum Gunnari mikið að þakka fyrir eldmóð hans og áhuga fyrir ræktun íslenska reiðhestsins, því á þessum tíma gat brugðið til beggja átta með framtíð hans. Við stöndum í ævarandi þakkarskuld við Gunn- ar“ Svarið er á þá leið að þeir muni dæma hest- inn eins og hann kem- ur fyrir núná en ekki eins og hann var áður. Ragnars-Brúnka 2719 ein helsta ættmóóirin í ræktun Sreins. Var hún sýnd á Þveráreyrum 1954 og vard þar ttnnur og er myndin tekin við það tækifæri. um tímum en það gerir nú. Nú erum við góðir vinir." — Hversvegna var Goði svona mikilvægur? „Á þessum tíma var miklu minna úrval af góðum stóðhestum sem voru með þá eiginleika sem ég var að leita eftir þannig að ég þurfti oft að horfa í gegnum galla á þeim stóðhestum sem ég notaði samanber Sokka 332 frá Vallholti. Ég hafði ætlað mér Goða 401 sem framtíðarundaneldishest. Hann var fæddur Jóni Pálmasyni og taldi hann Goða mjög efnilegan kynbótahest sem hafði til að bera alla helstu og bestu kosti Svaða- staðastofnsins. En illu heilli seldi ég Goða á Þveráreyrum eftir að hann hlaut geldingadóminn. — Var það fljótfærni eða stundarreiði? „Ég hálfbrotnaði er dómurinn birtist og var það vegna þess sem á undan var gengið og á ég þá við forskoðunina heima í Skagafirði nokkrum dögum áður, sennilega hefur þetta verið fljótfærni," svar- ar Sveinn og greinilegt var að nú upplifði hann í huganum dagana afdrifariku á Þveráreyrum 1954.“ — Hvað var það Sveinn sem gerðist fyrir mótið og á því? „Ja, það er nú það, upphafið er að annað eistað kom ekki niður á réttum tíma. Það var styttra í því og hafði þess vegna ekki náð eðli- legum þroska. Þegar ókunnugir skoðuðu hestinn dróst eistað upp því hann var mjög tortrygginn og viðkvæmur við ókunnuga. Nú, viku fyrir mótið er hann skoðaður af dómnefndinni sem dæmdi á landsmótinu þar sem hann var hjá hryssum i hólfi í Sæmundarhlíð. Veturinn fyrir þetta voru bæði eistun komin niður og orðin jafnstór. Allir fimm dómnefndarmenn- irnir voru mættir ásamt bílstjór- anum sem var Bergur heitinn Magnússon. Gunnar Bjarnason hafði fylgst með hestinum gegn- um tíðina og vissi af þessu og svo þegar þeir skoða undir klárinn spyr ég, og ég held ég muni það orðrétt: „Er nokkur hætta á því að hesturinn gjaldi þess á sýningunni að annað eistað skyldi ekki koma niður fyrr en á þessum tíma.“ Svarið var á þá leið að þeir muni dæma hestinn eins og hann kemur fyrir núna en ekki eins og hann var áður. Þegar þessu öllu er lokið legg ég á hestinn og ríð honum út á Krók og leggjum við af stað ég og kunn- ingi minn ríðandi á Heljardals- heiði sem varð til þess að við kom- umst óhindraðir að Þveráreyrum. Ef við hefðum farið Norðurárdal- inn hefðum við lent I skriðunum. Svo þegar búið er að dæma stóð- hestana og þeim er raðað upp I dómhring eru þeir kallaðir fram. Byrjað var á efsta hesti og síðan koll af kolli og þegar röðin kemur að Goða er honum sleppt og þá vakna hjá mér grunsemdir að ekki sé allt með felldu og ég bið kunn- ingja minn sem þarna var nær- förum. Svo er Sörli 653 undan Feng 457 frá Eiríksstöðum en það atvikað- ist þannig að ég var með Vin frá Eiríksstöðum í þjálfun fyrir Guð- mund á Eiríksstöðum og sýndi ég hann á landsmótinu 1962 en hann var undan Feng. Hreifst ég mjög af honum og ákvað ég því að nota Feng á Síðu en hef sjálfsagt verið að gæla við það hvort ég fengi hvítan eða réttara sagt gráan hest. Þessi samstilling var orðin því sem næst fullkomin — Hvað rekur hrossaræktar- menn áfram? „Ég kynntist snemma mjög miklum vilja og góðum reiðhest- um, m.a. hestum sem aðrir áttu. Gerði fljótlega greinarmun á hvað var meðalhestur og hvað var gæð- ingur. Þetta ræðst meira af því að ríða góðum hesti en að horfa á hann. Eitt kvöld fyrir löngu var ég Ég tel að það að hafa komist í þessi tengsl við eiganda Ragnars- Brúnku og yfirráð yfir hryssunni hafi skipt sköpum í viðleitni minni til hrossarækt- ar. MYNDIR OG TKXTI VALDIMAR KRISTINSSON MorKunblaðið/Valdimar Kriatinaaon. Guðmundur, sonur Sveins, situr bér hryssuna Lttgg 5648, sem er undan Hrafnhcttu, á flugskeiði á Melgerðismelum '83. Sveinn með fjttgurra vetra bryssu, Gnótt, sem er undan Hervarí 963 og Hrefnu. Nokkrum dttgum eftir að þessi mynd var tekin hlaut Gnótt sinn fyrsta kynbótadóm og má geta þess að fyrir háls og berðar fékk bún 9,5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.