Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 69

Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 69 vegna þess að það er óaðgengilegt, rétt eins og tölvumálið BASIC. Önnur mál svo sem Prolog og Pascal virðast mér varla svara kostnaði á litlar tölvur sem þessa — maður getur að vísu fengið nokkra innsýn í þau en varla hægt að nota þau neitt sem heitir, sök- um þess hve minnið, vinnsluminn- ið, er lítið “ — Þið yrðuð þá að vera með stærri tölvur til að geta kennt þessi tungumál? Dýrar tölvur — ódýrar tölvur Já, en þó auðvitað séu ýmsir annmarkar á því að nota svona litlar tölvur held ég að það sé rétt að vera með ódýrar tölvur í grunnskólunum en hafa það marg- ar að allir nemendur sem það vilja geti kynnzt þeim. Auðvitað hefði ég ekkert á móti því að vera með fullkomnari tölvur en það er varla gerlegt vegna þess hve dýrar þær eru.“ — Hver er munurinn á því fyrir nemanda að læra af kennsluforriti eða hjá kennara? „Munurinn er sá að kennarinn þarf ekki að hanga yfir nemand- anum heldur geta nemendur rifjað upp viðkomandi námsefni með að- stoð tölvunnar hver fyrir sig. Þannig losar tölvan kennarann við staglið. Hún hefur það fram yfir bókina að ekki þarf að leita að skýringum, heldur koma þær jafn óðum. Þarna reynir að sjálfsögðu á forritarann að hann byggi eftir tuttugu ára starf sem kenn- ari. Þess vegna notaði ég tækifær- ið og sæki nám i tölvufræðum og stærðfræði í Kennaraháskólanum í vetur. Þar er nú mikill áhugi á tölvumálum og því hvernig tölvan verði bezt hagnýtt í skólakerfinu." — Hvenær verður svo þetta fyrsta íslenzka kennsluforrit fyrir grunnskóla tilbuið? „Ég gæti sennilega klárað þetta upprifjunarforrit i algebru ef ég ynni í því allan daginn í viku, en það tekur a.m.k. þrjá mánuði fyrir mig að ljúka því í frítímum." — Og hvað verður svo af því? „Við höfum gert með okkur samkomulag nokkrir kennarar um að fjölfalda ekki hver annars for- rit. En þegar forritið er komið vilja auðvitað allir kennarar fá það — og þá er spurningin hvort manni sé stætt á því að meina þeim að nota það. Ég held ég treysti mér ekki til þess.“ — Telurðu að tímabært sé að tölvuvæða grunnskólann — ef svo má að orði komast. „Ég er alveg harður á þvi að taka tölvur strax inn í grunnskól- ann — það hefur ekki meiri kostn- að í för með sér en margt annað sem kemur að minni notum i skólastarfinu. Við verðum að láta okkur nægja ódýrar tölvur í grunnskólanum — en þær þurfa að vera margar svo allir grunn- skólanemar sem vilja geti komizt að þeim. í framhaldsskólanum þarf hins vegar að bjóða upp á stærri og dýrari tölvur. Að sjálf- sögðu verða þær úreltar líka eftir nokkur ár — það þarf líka að Nám við tölvuskerm. kennsluforritið vel upp. Það er ekki nóg að forritið prófi kunnáttu heldur þarf það jafnframt að inni- halda allar upplýsingar sem þarf til lausnar verkefninu. Þá geta nemendur ráðið hraðanum sjálfir að verulegu leyti. Þeir sem eru seinir geta einbeitt sér að því að klára verkefnið en hinir geta farið yfir í ritvinnslu, landafræði eða eitthvað annað." — Er eitthvað greitt fyrir gerð kennsluforrita? „Nei, það hef ég ekki heyrt. Ég hef unnið að þessu í frístundum og þetta hefur verið áhugastarf hjá mér.“ Mikill áhugi meðal kennara og nemenda „Áhugi nemandanna hefur ýtt mikið undir mig, og hann er vissu- lega mikill. Ég hef óvenjulega góð- an tíma núna því ég er í ársorlofi skipta út dýrari tölvurn." — Telurðu rétt að gera tölvu- mennt að skyldunámi? „Nei, ég álít rétt að tölvunám verði eingöngu kennt sem val- grein. Það er slæmt að ekki skuli vera valgreinar í yngri bekkjum en nú er. Ég var með tölvukennslu á kvöldin í fyrravetur fyrir Fé- lagsmiðstöðina í Garðabæ og á það komu krakkar alit niður i tiu ára. Þessir nemendur þurfa að bæta tölvunáminu við sina stundaskrá sem er alveg nógu ströng fyrir — öðruvisi geta þau ekki fengið tölvufræðslu. Skólinn ætti að koma meira til móts við nemendur og nýta þann áhuga sem fyrir hendi er. Nám með tölvum er opinn skóli sem gerir nemendum fært að velja og hafna að nokkru leyti. Það er engin spurning að nemendur vilja það — en hversu stirt er kerfið, það er spurningin." Fufl Hádegisverðarfundur — jólafundur Efni: Alþjóöamál — Háir raunvextir og áhrif þeirra á fjárfestingaráform og hagvöxt. Fyrirlesari: Garret F. Bouton, bankastjóri Scandinavian Bank. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti, þriöjudaginn 4. des. kl. 12.15—13.45. Félag vidskiptafræöinga og hagtræöinga. HákmenWiiriHads 4. Björ studio-linie A^EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 Björn Wiinblad er einhver hugmyndaríkasti og fjölhæfasti myndlistarmaður okkar V tíma.Hann hóf feril sinn sem málari, aX-j varð síðan heimsfrægur fyrir sitt sérstaka keramik. Hann hefur ie verið aðalhönnuður hjá Rosenthal mörg undanfarin ár. Hér hefur hann 5 hannað postulínshálsmen i gullkeðju meðmyndum af stjörnumerkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.