Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Einar G. Baldvinsson listmálari. Morgunblaðið/ól.K.M. Bátar, hús og kona að sauma Einar G. Baldvinsson sýnir í Gallerí íslensk list „O, það er þetta sama, sjávarsíðan, sjómenn að koma úr róðri, bátar og hús. Og jú, ein konumynd, sem er dálítið óvenjuiegt, því ég hef lítið gert af því að máia portrett. Og til tilbreytingai hafði ég með tvær landslagsmyndir úr Þórsmörk. Ég kom þangað í fyrsta skipti í sumar og tók þá skissur. Þórsmörk er nú frægust fyrir skóginn kannski, en það er nú ekki mikill skógur í þessum myndum. Ég hef ekkert á móti skógi út af fyrir sig, en einhvern veginn drógu jöklarnir meira að sér athygli mína. Þó setti ég tvær hríslur á aðra myndina til málamynda." Einar G. Baldvinsson listmál- ari er þarna að lýsa viðfangsefn- um sínum síðasta árið, sem hann hefur nú til sýnis á Vesturgötu 17 í Gallerí íslensk list: 22 oliu- málverk, öll til sölu, stór og smá eftir því sem rammarnir gefa til- efni til: „Myndirnar eru af öllum stærðum, allt frá því að vera nokkuð stórar niður í frímerki, 35 x 30. Það stóð svoleiðis á að ég átti nokkra litla ramma, hann misskildi mig eitthvað maðurinn sem útvegaði mér þá, og eitthvað varð ég að setja í rammana," upplýsti Einar blaðamann og gaf í skyn að hann væri kannski frekar spenntur fyrir stórum myndum. Hann þvertók þó fyrir það þegar á hann var gengið: „Nei, nei, ég hef alltaf málað smáar myndir innanum. Gæði mynda fara ekki eftir stærð- inni.“ Þetta er 8. einkasýning Ein- ars, sú fyrsta var í Bogasalnum árið 1958, en síðast var hann með yfirlitssýningu á Kjar- valsstöðum 1980. „Ég þurfti að fá ansi margar myndir lánaðar á þá sýningu," segir Einar. „Satt að segja er ég nú ekkert sérlega afkastamikill. Ég þyrfti að lifa í að minnsta kosti 200 ár til að geta haldið jafn margar sýn- ingar og sumir listmálarar hér- lendis." Einar leitar yfirleitt ekki langt eftir mótífum sínum. Hann hefur vinnustofu í íbúð sinni í Vesturbænum, við Kapla- skjólsveg, og hefur málað — eða notað sem hráefni — margvís- legt umhverfi í kring. Og það er stutt að fara niður á Reykjavík- urhöfn. „Það er nú ekki endilega mót- ífið sem skiptir máli,“ segir hann. „Ég hugsa fyrst og fremst um myndina sem mynd. Skiss- urnar nota ég bara sem meðal eða hráefni; gef þeim hornauga við og við.“ — Myndina sem mynd, seg- irðu. Hvað gerir málverk að mál- verki? Góðu málverki? „Það er stórt atriði að menn séu einlægir og reyni sífellt að gera sitt besta. Það finnst mér vera svona grundvöllurinn i þessu öllu saman. Formið skiptir engu máli, svoleiðis; það er sí- breytilegt sem betur fer: stöðnun í málaralistt er ekkert annað en dauði. En það er mikilvægt að menn séu ekki kærulausir við það sem þeir eru að gera.“ — Þú hefur tileinkað þér mjög ákveðinn stíl Einar, þú málar raunverulega hluti, en einfaldar þá. „Já, maður er í þessu fígúrat- ífa. En ég legg mikið upp úr þvi að hafa einfalda drætti og draga skýrar línur svo að vissu leyti er ég afstraktmálari. Myndbygg- ingin og röðun litanna skiptir Hús um vetur. Frá Stykkishólmi. öllu máli, ekki hitt að myndirnar lýsi nákvæmlega einhverri fyrir- mynd.“ — Þú segist vera fremur seinn að vinna. Hvað ertu lengi með eina mynd? „Það er nú misjafnt, satt að segja. Ég veit það ekki, oft er maður með margar myndir í takinu í einu og stundum leggur maður mynd til hliðar í langan tíma og hálfpartinn gleymir henni. Þá er maður einhvern veginn strand og kemst ekki lengra að sinni. En þegar maður tekur svo myndina fram að nýju er eins og maður sjái hana í nýju ljósi og gerir sér stax grein fyrir því hvað þarf að gera.“ — Hvers vegna þessi áhersla á allt sem tengist sjónum? Ég veit það varla. Ég hef aldr- ei verið til sjós, en ég bjó við Lindargötuna sem krakki og lék mér mikið í fjörunni og niður við höfn. Kannski hefur það haft eitthvað að segja. Annars mega nú fleiri mála sjómenn en Schev- ing.“ — Þú nefnir Scheving. Hvaða málarar hafa haft mest áhrif á þig? „Þegar ég var að fá hvolpavit- ið í málaralistinni fór maður á sýningar hjá Þorvaldi Skúlasyni, Jóni Engilberts og Snorra Ar- inbjarnar, og fannst myndirnar svolítð grófar, ekki nógu ná- kvæmar. En einhvern veginn langaði mann til þess að sjá þær aftur; það var einhver heljarinn- ar kraftur í þeim, eitthvað sem maður gleymdi ekki. Þessir menn, ásamt Scheving, Ásgrimi, Jóni Stefánssyni og Kjarval, höfðu mikil áhrif á mig, ég neita því ekki. Seiðandi áhrif. Tví- mælalaust.“ Sýning Einars stendur til 23. desember. BRUIWBÚT -AFÖRYGGSÁSTÆÐUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.