Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 Fréttastofa sjónvarps: ___ •• Einar Orn laus- ráðinn í eitt ár EINAR ORN Stefánsson fréttamaður, sem verið hefur lausráðinn á fréttastofu sjónvarpsins undanfarið ár, var á mánudag lausráðinn til eins árs enn frá 1. febrúar næstkomandi, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Þegar umsókn Einars, ásamt átta öðrum, var lögð fyrir fund útvarpsráðs sl. föstudag mælti ráðið með því með sex atkvæðum gegn einu að Einar yrði ráðinn í auglýsta stöðu, án þess að taka afstöðu til annarra umsókna. Alþýðubandalagið: Forvalið leiðbein- andi fyrir kjörnefnd í þessari málsmeðferð útvarps- ráðs endurspeglast óánægja ráðs- manna með að í fjölmiðlum hefur verið fullyrt að nafngreindir um- sækjendur hafí verið ráðnir á frétta- stofuna, jafnvel áður en umsóknar- fresturinn var útrunninn. Með samþykkt sinni vildi ráðið taka af öll tvímæli um að auglýsingin um starfið væri ekki á ábyrgð þess og í raun óþörf, að sögn Markúsar A. Einarssonar veðurfræðings, sem sæti á í ráðinu. Hann sagði að umrædd auglýsing hefði komið til umræðu á útvarps- ráðsfundi fyrir rúmum hálfum mán- uði og að þar hefði verið spurt hvort verið væri að auglýsa laust starf Guðjóns Einarssonar, sem hafði verið í ársleyfi og ætlaði ekki að snúa aftur á fréttastofuna. „Á föstudaginn voru umsóknim- ar lagðar fyrir ráðið og þá kom í ljós að verið var að auglýsa laust til umsóknar afleysingastarf í eitt ár,“ sagði Markús A. Einarsson. „Þá sagðist útvarpsstjóra svo frá, að sú „hefð“ hefði skapast að það lausráðna starfsfólk, sem hefði lengstan starfsaldur, gengi inn í fastar stöður sem losnuðu. Niður- staðan var því sú, að Sigurveig Jónsdóttir var komin í fasta stöðu Gufjóns Einarssonar og verið var að auglýsa aðra afleysingastöðu. Einar Om Stefánsson fréttamaður, sem verið hefur á fréttastofu sjón- varpsins undanfarið ár, hafði áhuga á að vera í afleysingum áfram enda var hans umsókn ein af níu. Þar með hlaut auglýsingin að vera óþörf, meðal annars vegna „hefðar- innar", sem útvarpsstjóri nefndi." í framhaldi af þessu lagði Mark- ús fram tillögu um að útvarpsráð mælti með Einari Emi í þessa af- leysingastöðu, „svo að ekki væri verið að plata aðra umsækjendur," eins og Markús orðaði það. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður út- varpsráðs, lagði fram frávísunartil- lögu og vildi láta taka umsóknimar allar til venjulegrar afgreiðslu og umsagnar. Sú tillaga var felld og tillaga Markúsar samþykkt með sex atkvæðum gegn atkvæði Ingu Jónu, sem ekki var sátt við þessa máls- meðferð. Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri sjónvarps, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann hefði ekki vitað um að Einar Öm hefði hug á að sækja um starfið. „Hann nefndi það aldrei við mig og ég gekk út frá að hann hefði í hyggju að fara aftur í útvarpið. Það var ekki fyrr en að starfsmannastjóri hafði auglýst starfíð að ég vissi um umsókn Einars Amar. Það má því ekki líta svo á að fréttastofan hafi verið að vísa honum frá og við höfum þegar mælt með honum í starfið. Að því leyti er þessi málsmeðferð rétt. Osk fréttastofunnar um að fá einhvem hæfasta blaðamann landsins, Hall Hallsson, til starfa stendur þó óbreytt og við munum færa það erindi til útvarpsráðs eftir réttum Ieiðum," sagði Ingvi Hrafn. FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna borgarstjómar- kosninganna í vor, sem eins og kunnugt er verður haldið á föstu- dag og laugardag, er ekki bind- andi. Það er leiðbeinandi fyrir kjörnefnd, en kjörnefndin leggur tillögu að framboðslista fyrir fuUtrúaráð og félagsfund þar sem tekin verður endanleg ákvörðun um röðun á listann. 22 em í framboði. Eingöngu flokksmenn í Reykjavík hafa rétt til þátttöku og eiga þeir að raða frambjóðendum í sjö efstu sætin. Að sögn Kristjáns Valdimarssonar skrifstofustjóra Alþýðubandalags- ins em um 900 manns í flokknum í Reykjavík og auk þess hafa tölu- vert á annað hundrað manns, mest ungt fólk, gengið í flokkinn undan- fama daga. Til þess að mega taka þátt í forvalinu má flokksfólkið ekki skulda meira en eitt árgjald. Að sögn Kristjáns var árgjald ársins 1984, sem menn verða að greiða áður en þeir kjósa, á bilinu 800- 3.000 kr. Það fólk sem nú gengur í flokkinn verður að greiða hálft lágmarksgjald, það er að minnsta kosti 500 krónur, til að fá að taka þátt í forvalinu. Kristján sagði óljóst hvað margir yrðu á endanlegri kjörskrá við forvalið, þar sem menn gætu gengið í flokkinn og fengið að kjósa þar til kjörstöðum yrði lokað á laugardag, og skuldugir félagar gætu líka greitt skuldir sín- ar og fengið að kjósa til sama tíma. Vonaðist hann til að 800 til 1.200 manns tækju þátt í forvalinu. Forvalið fer fram í flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins á Hverfisgötu 105 og verður talið strax að próf- kjörinu loknu. Fyrstu tölur úr for- valinu verða tilkynntar upp úr miðnætti á laugardagskvöldið á þorrablóti Alþýðubandalagsins og er búist við að lokatöiur liggi fyrir áður en blótinu lýkur. Á þorrablót- inu munu Siguijón Pétursson, Guðrún Ágústsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Össur Skarphéðins- son syngja „söngva um samstöðu og bræðralag", eins og segir í auglýsingu um þorrablótið. Þetta fólk er eins og kunnugt er í baráttu um tvö efstu sætin í forvalinu. Hættir hjá Úrval fer til Polaris KARL Sigurhjartarson hefur sagt úpp starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstof- unnar Úrvals og gengið tíl liðs við Pál G. Jónsson aðaleiganda og forstjóra umboðs- og heild- verslunarinnar Polaris hf. og Ferðaskrifstofunnar Polaris. Karl hefur gerst hluthafi í ferða- skrifstofunni og verður fram- kvæmdastjóri hennar frá næstu mánaðamótum. Erling Aspelund, sem var framkvæmdastjóri Flug- rekstrarsviðs Flugleiða, og tók fyrir skömmu við sem forstjóri Urvals, tekur við störfum Karls. „Þetta verður spennandi verk- efni, sem ég hlakka mjög til að takast á við. Ég fór út í þetta fyrst og fremst vegna þess að eigendur Urvals höfðu ákveðið að hætta að selja ferðir til Mallorka og Ibiza. Þeir töldu það ekki arðbært, en ég er ósammála þeim og hyggst selja ferðir til þessara staða hjá Polaris," sagði Karl í samtali við Morgun- blaðið. Úrval er í eigu Flugleiða (80%) og Eimskips (20%). Fram til þessa hefur Ferðaskrif- stofan Polaris stundað almenna farseðlasölu í áætlunarflugi, auk þess að hafa umboð fyrir banda- ríska flugfélagið Pan American. Stórviðburður Feröaskrifstofa» ÚTSÝN Austurstræti 17, sími 26611 a sviði fiskveiða, fiskvinnslu og fiskeldis WORLD FISHING EXHIBITION ’86 ásamt FOOD FROM THE SEA & FISH FARMING 17.-21. júní í BELLA CENTER, Kaupmannahöfn Útsýn getur boðið viðskiptavinum sínum ódýra hópferð á þessa stórmerku sýningu. Yfir 10 þúsund manns sóttu World Fishing í Kaupmanna- höfn 1983, en búist er við verulega aukinni aðsókn vegna tilkomu Food from the Sea & Fish Farming, sem eru i fyrsta sinn í tengslum við aðalsýninguna. Brottför 16. júní — 7 dagar. Verð frá kr. 26.150 (í tveggja manna herbergi). GERIÐ PANTANIR TÍMANLEGA ■áB Éám i irT- Þ' r.ti - xðMl SMttl zammnjaa tHöttáls iMMW tii in»iniv tn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.