Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Geimferðum verður haldið áfram AF INNLENDUM VETTVANGI eftir ÓLA BJÖRN KÁRASON p ypiiiiii W - m ífiTT |§pTJ7* *Æ* I « í *2IA 'am W t wíMml mjk á níÁWmJj**' -Aá Vextir, lántökugjald og innheimtugjald eru meðal þeirra breyting’a, sem höfundar draga að frumvarpi ti mannsson, menntamálaráðherra, segist ekki hafa tekið afstöðu til allra þeirra breytinga sem lagðar eru til. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Ráðherra ætlar a banka um reksti DROG að frumvarpi að lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem nefnd á vegum mennta- málaráðherra hefur samið, á eftir að valda mildum deilum. Ástæðurnar eru rnargar. Hug- myndir þær sem þar eru settar fram um breytingar á gildandi lögum og fyrirkomulagi náms- lána, eru róttækari en svo að unnt sé að sameina þingmenn stjórnarflokkanna um þær. Menntamálaráðherra er búinn að taka afstöðu til nokkurra liða í frumvarpinu, en ekki allra. Hann segist staðráðinn í að gjörbreyta starfsemi Lánasjóðsins: „Ég ætla ekki að láta reka sjóðinn, eins og hann hefur verið rekin — það er alveg ljóst. Ég ætla að semja við banka um rekstur þessa sjóðs,“ segir menntamálaráðherra. Slysið yfir Flórída á þriðju- dag, þegar bandaríska geimfeijan Challenger fórst ásamt sjö manna áhöfn, er hryggilegra en orð fá lýst. „Þetta er mesta áfall í sögu geimferðaáætlunarinnar, “ sagði Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, í ávarpi til þjóðarinnar skömmu eftir að harmleikurinn átti sér stað. Enginn vafi leikur á því að forsetinn hefur lög að mæla. Slys hafa að vísu orðið áður og geimfarar látið lífið, en ekki með þeim hætti sem hér varð. Fyrir tæpum tuttugu árum biðu þrír bandarískir geimfarar bana á jörðu niðri, er eldur kom upp í geimflauginni Apollo 1. skömmu fyrir flugtak. Þá hafa bilanir nokkrum sinnum orðið í geimflaugum og geimfeijum, en það hefur ekki leitt til manntjóns. Geimferðir Banda- ríkjamanna, sem orðnar eru 55 að tölu, hafa því að mestu leyti verið áfallalausar. Sömu sögu er að segja af geimferðum Sovétmanna, sem kostað hafa fjögur mannslíf. Þetta er út af fyrir sig undrunarefni, þegar tekið er tillit til þess að fari minnsta smáatriði úrskeiðis er voðinn vís. Reagan forseti segir, að atburðurinn á þriðjudag megi ekki verða til þess að buga menn. Geimferðum verði hald- ið áfram þrátt fyrir slysið. „Framfarir verða ekki nema einhveijir séu í fremstu víglínu, sem taka áhættu,“ sagði hann í fyrrakvöld, um leið og hann lét í ljós djúpa sorg og samúð með vandamönnum geimfar- anna. Geimferðir, sem eru eitt mesta tækniafrek mannsand- ans, vekja ekki lengur sömu gífurlegu athyglina og fyrir nokkrum árum, enda þótt þær þyki enn mjög fréttnæmar. Með för Challenger að þessu sinni var hins vegar fylgst af meiri áhuga, en fyrri ferðum geimfeijunnar, vegna þess að um borð var fyrsti óbreytti farþeginn, sem kost átti á að fara út í geiminn. Það var Christa McAuliffe, 37 ára gömul kennslukona, sem valin hafði verið úr hópi 11.000 umsækjenda um að verða fyrsti kennarinn í geimnum. Hún hafði einsett sér að nota geimferðina til að færa geim- vísindin nær nemendum sínum í menntaskólanum í Concord í New Hampshire. Nemendur hennar fylgdust með geimskot- inu á þriðjudaginn fullir eftir- væntingar, sem á skammri stund breyttist í örvæntingu. Á þessari stundu er ekki unnt að spá neinu um það hvaða afleið- ingar slysið hefur á viðhorf almennings til þátttöku í geim- ferðum. Mikill áhugi hefur verið á slíkum ferðum í Banda- ríkjunum, en líklega dregur nú eitthvað úr honum. Það er hins vegar ólíklegt, að slysið verði til þess að skapa almenna andstöðu við geimferðaáætlun- ina, enda hefur hún verið eitt helsta stolt Bandaríkjamanna og mikilvægt tákn þess að Bandaríkin eru stórveldi á fleiri sviðum en í viðskiptum og víg- búnaði. Sérfræðingar NASA, Bandarísku geimferðastofnun- arinnar, vita enn ekki hveijar voru orsakir þess að Challeng- er splundraðist hálfri annarri mínútu eftir flugtak frá Kana- veralhöfða. Þeir segja, að vikur og mánuðir geti liðið áður en sú gáta verði leyst. Það þýðir væntanlega, að ferðum mann- aðra geimfara verður frestað, þar til niðurstaða er fengin. Geimferðaáætlun þessa árs fer því úr skorðum. Rétt er að bregðast við með slíkum hætti, enda hvort tveggja í húfi mannslíf og gífurlegir fjár- munir. I því viðfangi má nefna að smíði Challenger kostaði 1.200 milljónir bandaríkjadala, sem er jafnvirði um 50 millj- arða íslenskra króna. Fjárlög íslenska ríkisins á árinu 1986 nema rúmlega 30 milljörðum króna. Forseti Bandaríkjanna hefur lýst geimförunum sjö, er fórust með Challenger, sem „hetjum er aldrei muni gleymast". Sannarlega kreflast geimferðir hugrekkis og mikillar andlegr- ar og líkamlegrar þjálfunar. Geimfarar nútímans eru braut- ryðjendur í könnunarsögu jarð- arbúa. En sá dagur mun vænt- anlega renna upp, að ferðir út í geiminn þykja ekki merkilegri og erfiðari en flugferðir nútím- ans, sem voru mikið hættuspil fyrr á árum. Geimferðum verð- ur örugglega haldið áfram, en slysið á þriðjudaginn er hins vegar áminning um að í þess- um efnum má ekki fara of geyst. Líklegt er að það reynist mennta- málaráðherra erfitt að gera upp hug sinn varðandi mörg atriði draganna. Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa þegar gefíð stóryrtar yfirlýsingar um hugmyndir Sverris. Frumvarpið hefur þó ekki verið kynnt þeim eða öðrum þingmönn- um. Ohætt er að fullyrða að þau drög sem liggja fyrir að frumvarpi að lögum um Lánasjóðinn nái aldrei fram að ganga án verulegra breyt- inga. 3% raunvextir Það er einkum vaxtabinding lán- anna sem á eftir að standa í mörg- um þingmanninum. I frumvarpinu er lagt til að vextir verði 3% auk verðtryggingar — m.ö.o. 3% raun- vextir. Til samanburðar má benda á áð lán frá lífeyrissjóðum ríkis- starfsmanna og verslunarmanna bera 5% vexti. Fyrrnefndi sjóðurinn veitir lánin í 25 ár, en sá síðamefndi í allt að 32 ár. í frumvarpinu er miðað við lánstímann 30 ár frá námslokum. Það er í sjálfu sér auðvelt að setja fram tillögu um að reikna vexti af námslánum, en erfíðara er að gera sér grein fyrir þeim afleið- ingum sem það kann að hafa. Sverrir Hermannsson segist ekki vera búinn að gera „vaxtadæmið“ upp við sig. Og það er greinilegt að hann veigrar sér við að stíga of stórt skref. Það verður því að teljast líklegast að í endanlegri gerð frumvarpsins verði lagt til að vextir verði lægri eða 1 til 1,5%, þ.e. hljóti hugmyndin um vaxtabindingu á annað borð hljómgrunn meðal þing- manna. Oll samtök námsmanna, sem höfundi þessara skrifa er kunnugt um, eru andvíg því að reikna vexti af lánunum auk verðtryggingar. Og enginn skal vanmeta áhrif þeirra innan þingflokkanna. Ein meginröksemdin fyrir því að reikna vexti af námslánum, er sú sama og í öðrum lánaviðskiptum. í greinargerð sem fylgir frumvarps- drögunum segir: „Vegna vaxtaleys- is námslána má gera því skóna að ein ástæða fyrir gífulegri ásókn í námslán hafi verið óeðlilegur mis- munur kjara þeirra og annarra lána í þjóðfélaginu. En eins og kunnugt er hafa orðið miklar breytingar á fjármagnsmarkaði á allra síðustu árum og hafa raunvextir útlána í mörgum tilfellum hækkað mikið.“ Þá er einnig bent á mikilvægi þess að sjóðurinn verði fjárhagslega sjálfstæður þ.e. endurgreiðslur standi undir útlánum. Og síðar segir: „Vegna þess að hagur þjóð- félagsins af háu menntunarstigi er mikill, er talið rétt að námslán beri lægri vexti en markaðsvexti þannig að þau séu ætíð í hópi hagstæðustu lána.“ Undir þessi síðustu orð skal tekið, en jafnframt er dregið í efa að markmiðið með 3% raunvöxtum náist, þ.e. draga úr eftirspurn eftir lánum. Vissulega hefur eitthvað verið um að námsmenn hafí misnotað sér námslánin, t.d. ávaxtað þau í bönk- um, sparisjóðum eða hjá ríkissjóði sjálfum. Þetta eru þó undantekn- ingar og hafí það verið vilji þeirra sem frumvarpið sömdu að koma í veg fyrir slíkt má benda á að nú býður ríkissjóður skuldabréf með 9% raunvöxtum. Tillagan um vaxta- bindingu kemur því ekki í veg fyrir að það borgi sig að taka lán og kaupa ríkisskuldabréf, svo dæmi sé tekið. Þetta er þó ekki kjami máls- ins. Jafnvel þó hægt sé að nefna einhver dæmi um misnotkun lána, er ekki þar með búið að færa rök fyrir því að réttlætanlegt sé að láta eitt yfir alla ganga. Það er örugg- lega ekki í samræmi við réttlætis- kennd meirihluta Islendinga að hinir „saklausu" gjaldi fyrir gjörðir hinna „seku“. Hverjar eru afleiðing arnar? Það er nauðsynlegt að átta sig á því hvaða afleiðingar það hefur í för með sér að setja vexti á lán, sem eru eingöngu ætluð til fram- færslu (og greiðslu skólakostnað- ar). Allir stjórnmálaflokkamir hafa í gegnum árin lýst því yfir að tryggja þurfi jafnan rétt lands- manna til náms, óháð búsetu og efnahag. Meginhlutverk Lánasjóðsins er að tryggja að menn geti stundað nám þrátt fyrir bágan efnahag. Þeir sem fyrst og fremst þurfa á aðstoð að halda á meðan þeir eru í námi eru efnalitlir námsmenn. Vaxtabinding kemur harðast við þá, sem hafa lágar tekjur að námi loknu, en endurgreiðslur verða ekki bundnar við tekjur nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Kosturinn við að reikna vexti af námslánum er sá að það ætti að leiða til þess að námsmenn hugleiði betur en þeir gera nú hvaða gildi þeirra nám hefur — bæði í nútíð og framtíð. Vissulega eru einnig aðrir kostir þessu samfara, en ekki verður fjallað um þá hér. Hitt er mikilvægara að í frumvarpinu er lagt til að tekjur námsmanna komi ekki til frádráttar láni, líkt og nú er. Forsenda þess að svo megi verða er að lánin beri vexti sem letja þá sem ekki þurfa á lánum að halda að taka þau. En telja verður vafa- samt að vaxtabindingin dragi í einhvetjum mæli úr eftirspurn eftir lánum, en á hinn bóginn styrkir hún verulega Qárhagsstöðu Lánasjóðs- ins þegar fram líða stundir. Auknar launakröfur Ætli þingmenn að samþykkja vaxtabindingu námslána ættu þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.