Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 25 Filipseyjar: Marcos vísar rógi ábug Davao, Filippseyjum, 29. janúar. AP. FERDINAND Marcos, forseti Filippseyja, sakaði andstæð- inga sína í dag um að beita persónulegum svívirðingum og skítkasti í kosningabaráttunni gegn sér. Hann sagði að full- yrðingar um að skæruliðasveit sín í síðari heimsstyijöld hafi aldrei verið til væru hæsta stig móðgunar. „Eg hef séð lúabrögðum beitt, en aldrei svo svínslega," sagði Marcos á útifundi í borginni Davao. 50 þúsund manns sóttu fundinn. Hetjuskapur Marcosar í stríð- inu hefur undanfarið verið dreg- inn í efa í bandarískum dagblöð- um. Marcos státar af 27 heiðurs- merkjum. Marcos ítrekaði einnig þá skoð- un sína að kommúnistar styddu mótframbjóðanda sinn, Corazon Aquino, og hún væri reiðubúin til að samþykkja aðskilnað við syðstu eyjar Filippseyja, þar á meðal Mindanao, sem Davao stendur á. Frú Aquino hefur kallað Marcos lygara vegna þessara ásakana. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið neitaði í gær að stjóm Reagans reyndi á nokkum hátt að hafa áhrif á forsetakosningamar á Filippseyjum með því að leggja áherslu á að pólitískra, efnahags- legra og hemaðarlegra endurbóta væri þörf í ríkinu. Slíkum ábend- ingum væri ekki ætlað að velta Þessi mynd var tekin af Ferdin- and E. Marcosi, forseta Filips- eyja, þegar hann var major í hernum 27 ára að aldri. í texta við myndina segir að hún hafi verið tekin er heimstyijöldinni síðari lauk og sjá megi þijú heiðursmerki í barmi hans af 28, sem hann hafi hlotið fyrir vasklega framgöngu. Þetta er eina myndin úr síðari heims- styijöldinni sem birtist i bók, sem ríkið gaf út um forsetann og nefnist „Filipseyja Marcos“. Bókinni er lýst þannig að hún taki yfir „feril Marcosar í máli og myndum". Stríðsafrek Marcosar hafa verið dregin í efa undanfarið. AP/Sinuunynd Marcosi úr sessi. Leiðtogi rómversk-katólsku kirkjunnar á Filippseyjum krafðist þess á þrifjudag að kosningastjór- ar samþykktu að skipaðar yrðu óháðar varðsveitir til að fylgjast með því að ekki yrði svindlað í kosningunum 7. febrúar. Uganda: Museveni tekur f orsetaembætti Kampala, 29. janúar. AP. YOWERI Museveni, leiðtogi uppreisnarmanna í Uganda, sór i dag embættiseið forseta og hefur þar með náð takmarki fimm ára skæruhernaðar. Þegar Museveni hafði tekið við forseta- embættinu hylltu hann þúsundir áhorfenda. Fjórir dagar eru síðan herir Musevenis hröktu hermenn herfor- ingjastjómarinnar úr höfuðborginni Kampala, þar sem allt hefur verið með kyrrum kjörum síðan á þriðju- dag. Uppreisnarherinn náði á mánu- dag völdum í næststærstu borg landsins, Jinja, og eru það nú aðeins landsvæði í norðurhluta landsins, sem Museveni hefur ekki náð á sitt vald. „Enginn skyldi halda að nú væru aðeins vaktaskipti," sagði Museveni í vígsluræðu sinni. „Þessi atburður markar þáttaskil í sögu þjóðarinn- ar.“ Hann sagði að brýnasta verkefni stjómar sinnar væri að koma á lýð- ræði og vemda þjóðina gegn mann- réttindabrotum. „Hver sá, sem ógnar okkur, fær miskunnarlausar móttökur," sagði forsetinn. „Ugandabúar eiga aðeins að látast af náttúrulegum orsök- um.“ Danmörk: Þjóðarat- kvæði um EB Kaupmannahöfn, 29. janúar. Frá fréttarit- ara MorgunblaÓsins, Ib Björnbak og AP. DANSKA þjóðþingið samþykkti í gær að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur þær til breytinga á Evrópubandalaginu, sem felldar voru á þinginu i síð- ustu viku. Atkvæði féllu þannig í gær, að 82 þingmenn greiddu atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslunni, 66 þing- menn sátu hjá, en enginn greiddi atkvæði á móti. Sennilegast er, að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram 27. febrúar nk. Skoðanakannanir í Danmörku að undanfömu benda eindregið til þess, að meirihluti kjósenda styðji tillögurnar um breytingar á stofn- skrá EB. Suður-Afríka: Zulu-menn skutu fimm kynbræður sína til bana Jóhannesarborg, 29. janúar. AP. FIMM svertingjar voru skotnir til bana í Komoya-heimalandinu suðvestur af Durban snemma í morgun, að sögn lögreglunnar. Arásarmennimir vora um 50 talsins og skutu þeir á fómarlömb- in, þar sem þau biðu eftir strætis- vagni í dögun í morgun. Dráp þessi eiga rót að rekja til langvarandi eija tveggja ættflokka innan Zulu-ættbálksins, en tengjast á engan hátt nýlegum átökum Zulu-manna og fólks af Pondo- ættbálknum á þessum slóðum. Ættbálkaátökin, sem kostað hafa 113 manns lífíð frá því um jól, stafa af því, að Pondo-menn hafa í aukn- um mæli sest að í landi Zulu-manna. Ekki er nákvæmlega vitað um ástæðumar fyrir bræðravígunum í morgun. VIÐ AUGLÝSIIM KJÖRBÓKINA, GOÐA BÓK FYRIR BJARTA FRAMTÍÐ. Og nú er ekkert En! Kjörbók Landsbankans er góður kostur til þess að ávaxta sparifé: Hún ber háa vexti, hún er tryggð gagnvart verðbólgu með reglulegum samanburði við vísitölutryggða reikninga og innstæðan er algjörlega óbundin. Kjörbókin er engin smáræðis bók. Þú geturbæði lagt traustþittog sparifé á Kjörbókina, - góða bók fyrir bjarta framtíð. íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.