Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1986 27 il laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, leggja til. Sverrir Her- ð semja við ir sjóðsins að leiða hugann að því að breyta skattalögunum, þannig að vextir og verðbætur námslána verði frá- dráttarbær frá skatti. Annað atriði sem skiptir miklu í sambandi við hugmyndir um að reikna vexti af námslánum eru launakröfur háskólamanna og ann- arra er tekið hafa lán til að fjár- magna sína skólagöngu. Hækki menntunarkostnaður manna hljóta kröfur um hærri laun að námi loknu að fyigja í kjölfarið, af eðlilegum ástæðum. Það er ekki aðeins beinn kostnaður vegna menntunar sem hefur áhrif á kaupkröfumar heldur er starfsævi þeirra sem leggja út á langskólabrautina yfirleitt styttri en annarra. Þingmenn verða að vega það og meta hvort auknar kaupkröfur langskólagenginna manna séu æskilegar eða ekki. Og í framhaldi af þessu skai á það bent að stór hluti háskólamanna er í vinnu hjá hinu opinbera. Aukinn launakostn- aður ríkisins og sveitarfélaga virðist því óumflýjanlegur, nái hugmyndir um fulla endurgreiðslu og vexti fram að ganga. Tekjur skerði ekki lánin Það er réttlætismál að tekjur dragist ekki frá láni og höfundar frumvarpsins færa fyrir því ágæt rök: „Námsfólki er refsað fyrir það að vinna. . . Afleiðingin er sú að námsmenn hafa margir misst til- finningu fyrir nauðsyn vinnunnar og standa frammi fyrir því að geta ekki bætt hag sinn með því að leggja harðar að sér... Einnig hefur verið bent á aðstöðumun þeirra sem njóta fjárhagsstuðnings aðstandenda og þeirra sem alger- lega verða að standa á eigin fótum. Þannig geta þeir sem ekki njóta stuðnings aðstandenda, sem yfir- leitt kemur hvergi fram á opin- berum skýrslum, ekki bætt hag sinn með vinnu sinni nema að því leyti sem tekjurnar dragist ekki frá láni.“ Það er augljóst hagsmunamál efnaminni námsmanna að vinnu- tekjur þeirra skerði ekki rétt þeirra til námsláns. Menntamálaráðherra er því fylgj- andi að tekjur komi ekki til frádrátt- ar láni. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að með því að fella niður tekjutillitið lækki rekstrarkostnaður Lánasjóðsins og er það af hinu góða. Til að standa undir rekstrar- kostnaði er lagt til að tekið verði 1% lántökugjald og er vafasamt að þingmenn eða samtök námsmanna geti staðið gegn því. Banki annist reksturinn Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, segist ætla að semja við einhvern viðskiptabankanna um að taka að sér daglegan rekstur Lánasjóðsins. Líklegast verður Landsbankinn fýrir valinu, náist um það samningar. Til þessa þarf ekki breytingu á gildandi lögum um Lánasjóðinn. í 5. grein þeirra segir meðal annars: „Útborgun lána, innheimtu vaxta og afborgana og aðra daglega afgreiðslu er stjórn sjóðsins heimilt að fela bankastofn- un.“ Samhljóða ákvæði er í fyrr- nefndu frumvarpi. Hertar endurgreiðslur í frumvarpinu er gert ráð fyrir að reglum um endurgreiðslur námslána verði gjörbreytt. Megin- hugsunin er sú að lánin skuli greidd að fullu til baka. í gildandi lögum er endurgreiðslutími 40 ár. Arleg greiðsla er í tvennu lagi. Annars vegar föst greiðsla, nú rúmlega 12.000 krónur (1200 krónur miðað við lánskjaravísitöluna 135) og hins vegar hundraðshluti (3,75%) af út- svarsstofni næsta árs á undan. Að 40 árum liðnum falla eftirstöðvar, ef einhverjar eru, niður. Vegna þessa er talið að margir lánþegar, einkum þeir sem lágar tekjur hafa og/eða hafa tekið mikið lán, greiði ekki lánið að fullu til baka. í frumvarpinu eru endurgreiðslur ekki bundnar við tekjur. Tveimur árum eftir að námi líkur falla lánin í gjalddaga og getur skuldari annað hvort greitt þau upp eða gefið út skuldabréf. Greiðslur af því eru jafnar (annuitet), þ.e. greiðslur eru jafnháar að raungildi. Þó er lagt til að lágmarksgreiðsla á ári verði 18.000 krónur miðað við lánskjara- vísitöluna 1364. Hvort þessi tillaga eigi eftir að mæta andstöðu á Alþingi er erfitt að meta. En ljóst er að samtök námsmanna verða ekki sarnstíga í afstöðu sinni. Fyrrverandi meiri- hluti Stúdentaráðs Háskóla íslands, en að honum stóðu Vaka og um- bótasinnar, lýsti yfir stuðningi við fulla endurgreiðslu námslána. Um afstöðu núverandi meirihluta, vinstri manna og umbótasinna, er ekki vitað, en þeir fyrrnefndu hafa það á stefnuskrá sinni að breyta námslánum í námslaun. Það skal tekið fram að í frum- varpinu er gert ráð fyrir að stjórn sjóðsins sé heimilt að veita skuldara undanþágu frá árlegri greiðslu t.d. vegna veikinda eða örorku. Verður þá litið svo á að greiðsla hafí farið fram. Gert er ráð fyrir innheimtugjaldi í fnimvarpinu. Óviss réttarstaða Á undanförnum árum hefur ríkis- sjóður æ ofan í æ þurft að veita Lánasjóðnum aukafjárveitingu til að honum sé unnt að standa við skuldbindingar sínar við náms- menn. Höfundar frumvarpsins reyna að koma í veg fyrir þetta. I 3. grein þess segir meðal annars: „Stjórn Lánasjóðsins setur eigi síð- ar en 1. febrúar ár hvert, að fengnu samþykki ráðherrareglur um hvem- ig fjárhæð einstakra lána og styrkja ákvarðast, með hliðsjón af heildar- ráðstöfunarfé sjóðsins og áætluðum fjölda lánþega." Upphæð einstakra lána ræðst þannig af tvennu: Ráðstöfunarfé sjóðsins hvetju sinni og fjölda umsækjenda, sem rétt eiga á láni. Þessi tillaga verður að teljast vara- söm, þó tilgangur hennar sé af hinu góða. Áætlanir stjórnar sjóðsins um fjölda umsókna hafa því miður oft ekki staðist og hugmyndir fjárveit- ingarvaldsins um verðlagsþróun hafa oft reynst óskhyggja. Sú spurning hlýtur að vakna þegar báðir þessir aðilar hafa rangt fyrir sér hver sé réttarstaða námsmanns sem hefur reitt sig á fyrirgreiðslu sjóðsins. Og á miðju skólaári getur náms- maður staðið frammi fyrir því að þurfa að hverfa frá námi, þar eð fjárveiting Alþingis á nýju ári nægir ekki til að veita námsmönnum lán sem dugar fyrir framfærslukostn- aði. Þessi hætta verður fyrir hendi á meðan endurgreiðslur eldri lána standa ekki undir nýjum lánum. Ráðherra á móti styrkjum Höfundar frumvarpsins leggja til að teknir verði upp sérstakir styrk- ir. I fyrsta lagi ferðastyrkir, í öðru lagi námsstyrkir til framhaldsnáms á háskólastigi og í þriðja lagi styrkir til afburða námsmanna. Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra, hefur miklar efasemdir um réttmæti þessa, að undanskildum ferðastyrkjum: „Þetta er eitthvert fjarlægasta atriðið í þessum drög- um sem ég hef tekið afstöðu til. Það á eftir að rannsaka þetta betur áður en ég geng inn á slíkar tillög- ur.“ Þingmenn ættu hins vegar að leiða hugann að þeim möguleika að einstaklingum, fyrirtækjum og félögum verði heimilt að styrkja einstaklinga til náms, gegn skatta- ívilnunum. í frumvarpinu eru einnig lagðar til fleiri breytingar, en veigaminni en þær sem áður eru nefndar. Breytingar á skipan stjórnar Lána- sjóðsins kunna þó að skipta miklu. Lagt er til að Bandalag íslenskra sérskólanema missi fulltrúa sinn úr stjórninni. Þá er gert ráð fyrir að skipunartími fulltrúa ríkisvaldsins sé tvö ár, þó aldrei lengur en embættistími ráðherra. Annað at- riði, mikið baráttumál námsmanna, er að nemendum á fyrsta ári verði veit.t skuldabréfalán þegar í upphafi náms, nái tillögurnar fram að ganga. Höfundar frumvarpsins leggja til að lán þessi verði til tveggja ára og beri hæstu lögleyfðu vexti (nú 4%). Standist lánþegi námskröfur getur hann fengið lán- inu breytt í venjulegt skuldabréfa- lán. Viðræður ASÍ og vinnuveitenda: Hæfileg bjartsýni í samningamönnum Línur gætu skýrst eftir samningafund í dag HELDUR meiri bjartsýni virðist gæta í röðum samningamanna verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda eftir að upplýs- ingar hafa borist um betra fisk- verð í útlöndum og lækkandi verð á olíu. Telja samningamenn, sem blm. Morgunblaðsins ræddi við í gær, að línur í viðræðunum gætu farið að skýrast eftir fyrir- hugaðan samningafund kl. 16 í dag. Á samningafundi í fyrradag skil- uðu undimefndir áfangaskýrslum um lífeyrismál og efnahagsmál og ákveðið var að setja á laggimar þriðju nefndina, sem fjallar um húsnæðismál. Samningamenn og starfsmenn þeirra hafa safnað miklum gögnum undanfama daga og ættu nú flestar staðreyndir um helstu þætti efnahagsmála að liggja fyrir. Þá eiga menn eftir að koma sér saman um túlkun þeirra stað- reynda. Lækkandi olíuverð hefur gefíð tilefni til varfærinnar bjartsýni, enda gæti það haft veruleg áhrif á verðbólgu- og verðlagsþróun innan- lands. Þannig gæti gengisskráning orðið mun stöðugri en ráð var fyrir gert í upphafí viðræðnanna. Verði framhald á þessari þróun telja samningamenn ekki ólíklegt að það gæti auðveldað gerð samninga, ekki síst ef olía lækkar svo mikið í verði, að ekki verði þörf fískverðshækkun- ar innanlands eða að hún verði í lágmarki. Allir samningamenn hafa þó lagt ríka áherslu á, að enn sé langt í land með að samningar takist. Samningamenn atvinnurek- enda ítreka, að þeir ljái ekki máls á neinskonar sjálfvirku hækkunar- kerfí launa og sömuleiðis er ljóst að af hálfu samningamanna verka- lýðshreyfíngarinnar er krafan um aukinn og stöðugan kaupmátt ófrá- víkjanleg. Um einn þátt lífeyrismála hefur nú tekist ágæt samvinna og nánast óformlegt samkomulag í grundvall- aratriðum, enda hefur verið unnið að því í hartnær áratug: þ.e. að líf- eyrisgreiðslur verði miðaðar við öll laun í stað grunnlauna nú. Þessi breyting verður væntanlega gerð í áföngum, jafnvel á nokkrum árum. 67 krónur fyrir kíló af karfa TOGARINN Snorri Sturluson frá Reykjavík seldi afla sinn í Bremerhaven á miðvikudag. Fékk hann gott verð fyrir aflann, sem að mestu var karfi. Snorri seldi alls 178,4 lestir. Heildarverð var 913.000 krónur, meðalverð 52,20. Nokkuð af ufsa í afla Snorra dró meðalverð niður, en 56,70 til 67,30 krónur fengust fyrir hvert kfló af karfanum. Opið prófkjör Alþýðuflokksins um næstu helgí: Sjö gefa kost á sér í tvö efstu sætin Alþýðuflokkurinn hefur um næstu helgi opið prófkjör um skipan tveggja efstu sæta á fram- boðslista flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík í vor. Frambjóðendur í fyrsta sæti listans eru: Bjarni P. Magn- ússon, Sigurður E. Guðmunds- son, Skjöldur Þorgrímsson, Við- ar J. Scheving og Orn Karlsson. Þrír þeir síðastnefndu bjóða sig einnig fram í annað sæti listans, ásamt Bryndísi Schram og Jóni Baldri Lorange. Bjarni P. Magnússon hafði áður lýst því yfír að hann hygðist ekki bjóða sig fram. „Ég vár alveg heið- arlegur þegar ég sagði það,“ sagði Bjarni, aðspurður um sinnaskiptin. „Ég er önnum kafinn í einkarekstri og óttaðist að ég hefði ekki nægan tíma til að sinna stjómmálunum líka. En vinir mínir hafa lagt mjög hart að mér að vera með og boðist til að vinna vel fyrir mig, svo mér fannst ég ekki geta skorast undan. Það verður svo bara að koma í ljós hvort aðili sem ekki er embættis- maður ríkisins þrífst í stjórnmálalíf- inu,“ sagði hann. Niðurstöður prófkjörsins eru því aðeins bindandi um skipan sætis á listanum, að frambjóiðandi hafí hlotið minnst hluta þeirra atkvæða, sem framboðslisti Álþýðuflokksins í Reykjavik hlaut í síðustu borgar- stjómarkosningum, segir í fréttatil- kynningu frá kjörstjóm. Rétt til að taka þátt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn Alþýðuflokksins, sem eiga lögheimili í Reykjavík, verða orðnir 18 ára fyrir kjördag í vor og em ekki flokksbundnir í öðmm stjórnmálaflokkum. Kjörstaðir em í Sigtúni við Suð- urlandsbraut, Iðnó við Vonarstræti og í Gerðubergi í Breiðholti. Þeir verða opnir á laugardag milli kl. 13.00 og 18.00 og á sunnudag milli kl. 13.00 og 19.00. Fræsöfnunarferðin til Alaska: Leiðangursmenn söfnuðu 720 skrásettum sýnum FJÓRIR íslendingar fóru í 8 vikna fræsöfnunarferð til Alaska og Yukon á síðastliðnu hausti. Fóru þeir víða um, meðal annars til svæða þar sem ekki hefur verið leitað fanga áður, svo sem strjálbýl héruð í norður- og vest- urhluta Alaska og Yukon. Ferð- uðust þeir yfir 14.000 km í lofti og á landi. Leiðangursmenn söfnuðu alls liðlega 720 skrásettum sýnum á þeim 8 vikum sem dvalið var vestra, aðallega fræum og græðlingum, en einnig smávegis af rótum og smá- plöntum. Af græðlingum var tekinn greinafjöldi sem gæti gefíð 12—15 þúsund græðlinga þegar bútað hefur verið niður. Tegundaflöldi er takmarkaður, eða um 130, en þar af um 70 trjá- og runnategundir. Eru sumar þeirra með öllu óreyndar hér á landi. Söfnunin var undir leiðsögn Óla Vals Hanssonar fyrrverandi garð- yrkjuráðunauts Búnaðarfélags ís- lands, en aðrir þátttakendur voru: Ágúst Ámason skógarvörður í Hvammi, Böðvar Guðmundsson skógarvörður í Þjórsárdal og Kári Aðalsteinsson garðyrkjufræðingur á Laufskálum. Ferðin var íjármögn- uð með framlögum ýmissa félaga, fyrirtækja, stofnana, bæjarfélaga og einkaaðila sem leitað var til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.