Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 J7V „Gleymdu ná ekJdi: tjöym. öUjwl, dökk bláan 09 sjdifskiptcxn." \ | f JS ... að gefa sér nægan tíma til að hlusta á hann. TM Reg. U.S. Pat. Ott —alt rtghta reaerved • 1978 Loa Angetes Tlmea Syndlcate kampavín úr skó einkaritarans. — Það er eina skýringin. — Kom konan þín óvænt? HÖGNIHREKKVÍSI Bréfritari er óhress með að einstaklingar geti ekki eignast íbúðir á Spáni og notið þar sólar og yls. AF HVERJU EKKIÍBÚÐIR í EINKAEIGN Á SPÁNI? Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í Morgunblaðinu um að félaga- samtökum yrði gefinn kostur á yfirfærslu á gjaldeyri til kaupa á húsum á Spáni. Jafnframt var það haft eftir Matthíasi Bjamasyni ráðherra, að þetta væri gert til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar gætu keypt sér hús þar. Hvað er athugavert við það að einstaklingar geti keypt sér hús eða íbúðir erlendis, ef þeir hafa til þess fjármagn? Mörgum er ráðlagt af heilsufarsástæðum að dvelja í hlýrra loftslagi en því sem okkar land hefir uppá að bjóða. Þar sem þetta hefur borist í tal, hafa menn furðað sig á þessum orðum ráðherrans. Það eru ekki allir í stéttarfélögum og menn hafa fram að þessu talið að sjálfstæðis- flokkurinn berðist fyrir frelsi ein- staklingsins. Þetta er furðuleg af- staða ráðamanna. Sjálfstæðismaður Víkverji skrifar Nýlega hafa verið gefnar út tvær reglugerðir, sem auka frelsi borgaranna. Annars vegar er mönnum heimilað að taka á móti sjónvarpssendingum frá gervihnött- um og hins vegar að kaupa sér íbúð- ir á Spáni. í fyrra tilvikinu gilda einhveijar sérreglur, ef heimilisfólk í 36 íbúðum eða færri taka sig saman um móttöku á sendingum utan úr geimnum og í síðara tilvik- inu gildir heimildin til húsa- eða íbúðakaupa, ef félagasamtök, sem 50 manns eða fleiri mynda, standa að viðskiptunum. Ekki hafa neinar haldgóðar skýr- ingar verið gefnar á því, hvers vegna þessar tölur annars vegar um hámarksíjölda og hins vegar lágmarksfjölda voru notaðar. Varð- andi móttöku á sjónvarpsefni hefur þeirri tilgátu verið varpað fram, að kannski hafí þingmenn verið með það í huga, þegar þeir settu út- varpslögin, að 36 íbúðir væru í hæfílega stórri íbúðablokk. í síðara tilvikinu hefur embættismönnum vafalaust þótt, að talan 50 væri heppileg til að setja einhveijar skorður við meðferð manna á flár- munum sínum. Umhyggja ríkisvaldsins fyrir borgurunum birtist í ýmsum mynd- um eins og allir vita. Er hún góðra gjalda verð, þar sem hún á við. Tíðarandinn er þó þannig, að minnst afskipti af því tagi, sem hér hefur verið lýst, eru í bestu samræmi við hann. Kröfur um skýran og mál- efnalegan rökstuðning með öllum opinberum hömlum eru jneiri en áður. Borgaramir sýna og æ meiri undan þeim reglum, sem stangast á við réttlætiskennd þeirra. Fá lög snerta almenning meira á degi hveijum en umferðar- lögin. Þing það, sem nú situr, hefur ný umferðarlög til umræðu. Frum- varpið um þau var lagt fram á síð- asta þingi og hafa þingmönnum þegar borist umsagnir margra þeirra, sem málið snertir. Ekki hafa orðið miklar umræður um málið í blöðum. í þingræðu um það nú í október komst Eiður Guðnason meðal annars svo að orði: „Ég er þeirrar skoðunar, að ákvæði þessa frumvarps um hraða- takmörk séu alltof íhaldssöm, 70 km á klukkustund utan þéttbýlis, þó 80 km á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta á að hækka til þess að við séum í takt við þann veruleika sem er á íslensk- um þjóðvegum í dag. Þetta vita allir. Það er ekki hraði aksturinn sem er orsök flestra umferðarslysa. Samtals eru um það bil 40% um- ferðarslysanna af tveimur ástæð- um: Aðalbrautarréttur er ekki virt- ur, umferðarréttur er ekki virtur. Og ef við bætum við: Of stutt bil milli bifreiða, þá förum við sjálfsagt langleiðina upp í 50%. Þetta er það sem í einu orði má kalla tillitsleysi í umferðinni, þjösnaskap og tillits- leysi. Það er það sem er megin- vandamálið í umferðinni, ekki af því að menn aki of hratt þó að og haft í för með sér hættur sem ekki ber að gera lítið úr.“ Hér er hreyft máli, sem allir geta haft skoðun á, eins og flestu því, sem í umferðarlögunum segir. I málum sem þessum færi vel á því, að þeir, sem að lagasmíðinni standa beittu sér fyrir almennum umræð- um um hana annars staðar en á Alþingi, svo að borgurunum væri sem best ljóst, hvað í húfí er. Auðvitað er þetta einnig hlutverk fjölmiðla og leggja þeir sitt af mörkum, en betur má ef duga skal. Vafalaust geta margir tekið undir með Jóni Braga Bjama- syni, prófessor í lífefnafræði, sem sagði í samtali við Helgarpóstinn á dögunum: „Eitt er það sem slær mig alltaf þegar ég kem heim frá Bandaríkj- unum og það er umferðarmenning íslendinga sem segir kannski meira um þjóðina en virðast kann í fyrstu. Hún er svo frumstæð og lýsir viss- um hroka, vissu bijálæði í þjóðinni. Það kemur fyrst og fremst fram í tillitsleysi gagnvart öðrum. Tillits- semi er aftur á móti áberandi í Bandaríkjunum. Ég held að íslensk umferðarmenning sýni margt ann- að í þjóðlífinu í hnotskum. Um- ferðin í efnahagslífinu er álíka bijál- uð og í bílaumferðinni." Hvorki ný lög né strangar reglur geta_breytt því, sem, hér er lýst — engu að síður er brýn þörf á breyt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.