Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 16

Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Eg er atvinnulaus, konan missir vinnuna í vor — útlitið ekki björgulegt - segir unffur húsbysferjandi oer tveeferja barna faðir í VíkíMýrdal „Það væri ljótt til þess að vita, að litla Katla þurrkaði Vík af kortinu en ekki stóra Katla.“ Þessi orð mælti Guðjón Kristbergsson framkvæmdastjóri prjónastofunnar Kötlu í Vík í Mýrdal eða „litlu Kötlu“. Tilefnið er það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum staðarins eftir að Katla var lýst gjaldþrota og yfir þijátíu manns misstu vinnuna. Katla var næststærsti vinnuveitandi í Vík næst á eftir kaupfélaginu sem hefur um sextíu manns á launaskrá. Örfá smáfyrirtæki eru á staðnum og þeirra stærst er Víkurpijón, sokkaverksmiðja með upp undir tíu manns í vinnu. Þá eru í Vík opinber þjónustufyrirtæki eins og póst- og símstöð, heilsugæslustöð og skóli auk tveggja banka. Eftir að Katla lagði upp laupana eru um fimmtíu manns eða sjöundi hver maður í þessu 360 manna þorpi án atvinnu og fólksflótti blasir við ef ekkert verður að gert. Morgunblaðið kynnti sér ástandið og viðhorf fólks í Vík. Katla er okkar togari „Katla er okkar frystihús eða togari. Munurinn er bara sá, að þegar útgerðin fer á hausinn lendir skellurinn á fískveiðasjóði en heimamenn bera skaðann af gjald- þroti Kötlu," segir Hafsteinn Jó- hannesson sveitarstjóri. „Hreppur- inn er til dæmis í ábyrgð fyrir fímm milljónum króna og það er um 30% tekna sveitarsjóðs á síðastliðnu ári. Við höfum ekki af neinum varasjóði að taka þar sem tekjum sveitarsjóðs er að mestu ráðstafað fyrirfram til rekstrar skóla, heilsugæslu o.s.frv. í fyrra höfðum við ekki nema tvær milljónir í afgang til verklegra framkvæmda. Atvinnuástandið var fremur bág- borið áður en Katla varð gjaldþrota. Það eru miklar vegaframkvæmdir hér rétt vestan við okkur en Rækt- unarsamband Flóa og Skeiða í Ár- nessýslu fékk þær. Heimamenn koma þar allt of lítið við sögu þrátt fyrir að við höfum nóg tæki. í september sl. varð að Ieggja niður starfsemi Víkurvagna sem framleiddu sturtuvagna. Þar misstu þrír menn atvinnuna. Við höfum líka verið óheppnir með atvinnufyrirtæki sem hefur átt að koma á fót hér í Vík. Til stóð að reisa hér pönnuverksmiðju — Al-pan — en af einhveijum ástæð- um fengu Eyrbekkingar hana. Þá áttum við að fá bleyjuverksmiðju en hún er nú á Akureyri. Það er verið að kanna möguleika á ein- hveijum iðnaði héma en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að upplýsa hver hann er — maður veit aldrei hvar á landinu hann lenti þá. Það er margt fólk að íhuga að flytja héðan vegna ástandsins en það getur ekki selt húsin sín. Sjö hús hafa verið til sölu síðan í haust en engjnn kaupandi fínnst. Útlitið er sem sé ekki björgulegt ef ekki verður rennt stoðum undir atvinnulífíð hér hið fyrsta," segir Hafsteinn að lokum. Stefna stjórnvalda að koma öllu á kné Ingunn Guðnadóttir er ein þeirra sem misstu atvinnuna við lokun Kötlu. Hún og maður hennar, Öm Guðmundsson, fluttu inn í nýtt einbýlishús fyrir tveimur ámm. Þau eiga eina dóttur, tveggja ára. „Það er alveg hrikalegt að standa allt í einu uppi atvinnulaus," segir Ingunn. „Maður stendur í því að koma sér upp húsi og verður að standa í skilum með afborganir af því. Það vantar ekki að skuldimar em fljótar að hlaða utan á sig. Ég sé ekki hvemig á að vera hægt að standa við sitt þegar tekjur manns- ins míns hrökkva varla fyrir nauð- þurftum. Og ekki geng ég inn í aðra vinnu héma eins og ástandið er í atvinnumálum." „Ég vinn á veghefli hjá ríkinu," skýtur Öm inn í, „og það hefur verið lítið að gera í vetur — enginn snjór. Jafnvel veðurguðimir bregð- ast. Ég er ekki með nema um 3.000 krónum meira í fastakaup en ég hefði í atvinnuleysisbætur og er búinn að vinna í sjö-átta ár hjá rík- inu. Ingunn var með svipað kaup eftir tvö ár hjá Kötlu. Það dugar engan veginn. Við höfum til dæmis ekkert getað gert hér innanhúss síðan við fluttum." „Þegar þannig er komið, að við getum ekki staðið við skuldbinding- ar okkar, verðum við að fara þótt við getum ekki losnað við húsið,“ segir Ingunn. „Það em margir hér sem hugsa sér til hreyfíngs en veigra sér við að fara vegna þess, að þeir geta ekki selt húsin. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að byija aftur frá gmnni." „Ég get reyndar fengið vinnu í Noregi," segir Öm, „og ætli það verði ekki þrautalendingin ef ekkert rætist úr héma. En það er náttúm- Iega engin frambúðarlausn að fara til útlanda. En það virðist vera stefnan hjá stjómvöldum að koma öllu á kné í staðinn fyrir að byggja upp — ekki bara héma, heldur um allt land,“ segir Öm að lokum. Man ekki eftir öðru eins atvinnuleysi „Þetta er alveg hræðilegt, það er eins og farinn sé hluti af sjálfri mér. Katla var orðin eins og annað heimili mitt,“ segir Hrefna Hákon- ardóttir sem missti vinnuna eftir ijórtán ára þjónustu við pijónastof- una. „Það er enga vinnu að hafa hér í staðinn — allra síst fyrir konur. Ef Katla verður ekki opnuð aftur fæ ég enga vinnu. Maðurinn minn er að vísu í vinnu hjá tré- smiðju kaupfélagsins en kjörin em ekki þannig, að hægt sé að lifa af einum launum. Ég er borin og bamfædd í Vík og hef búið hér alla mína ævi — 58 ár — en ég gæti vel hugsað mér að fara héðan ef ég fæ ekkert að gera. Yfír hveiju á maður svo sem að hanga? Öll þessi ár man ég ekki eftir öðm eins atvinnuleysi héma. Nú kemur til kasta ráðamanna að gera eitthvað fyrir okkur. Ég veit ekki betur en kaupfélagið sé á hausnum og ef því verður lokað er lítið eftir þegar tveir stærstu vinnuveitend- umir em famir. Hér er engin útgerð til að ausa í fé. Það má veita því til einhverrar annarrar uppbygging- ar í Vík. Ef ekkert verður gert hlýt- ur unga fólkið að flykkjast héðan," segir Hrefna Hákonardóttir að lok- um. Skortir hugmyndaflug „Okkur vantar fleiri verkefni. Það má segja að reksturinn hangi Friðbjöm Níelsson kaupfélags- stjóri. á horriminni," segir Ferdinand Hansen framleiðslustjóri hjá tré- smiðju kaupfélagsins sem er aðili að samstarfí þriggja kaupfélaga um húsgagnasmíði undir merkinu 3K. „3K hafa tekið upp innflutning á húsgögnum og við getum ekki keppt við hann svo við seljum lítið í gegn um þetta samstarf núorðið. Við smíðum aðallega hurðir og í þeirri grein er grimm samkeppni. Hér starfa átta menn og við reynum að fá þeim verkefni fremur en segja þeim upp. Það verður að reyna að hanga á þessu því atvinna er ekki beinlínis á hveiju strái. Það má segja, að sé óhugur í mönnum vegna ástandsins. At- vinnulífíð verður að treysta en það virðist vanta hugmyndaflug — alltaf einblínt á sömu úreltu hlutina. Og það á ekki bara við héma í Vík, heldur um allt land. Fólk hefur haft svo mikið að gera undanfarin ár, að það hefur ekki haft rænu á að hugsa. Nú reynir á hugmynda- flugið. Annaðhvort er að leggja staðinn hreinlega niður eða láta fyrirtækin ganga. Og ekki má gleyma því, að framtíð Víkur bygg- ist að einhveiju leyti á því hvað verður um bændur. En menn gefast ekki upp héma fyrr en í fulla hnef- ana,“ segir Ferdinand. •• Oðru eins hefur verið reddað Gunnar Jónsson hefur starfað í tvö ár sem pijónamaður í Kötlu. Hann er 22 ára og hefur fyrir §ög- urra manna fjölskyldu að sjá. „Ástandið er skuggalegt,“ segir Gunnar. „Ég sé ekki fram á neina aðra vinnu hér. Við höfum verið að kaupa íbúð í verkamannabústöð- um og tekist að standa í skilum með afborganir fram til þessa. Ef ég verð ekki búinn að fá vinnu áður en þriggja mánaða uppsagnarfrest- urinn er útrunninn verð ég að yfír- gefa staðinn. Konan mín hefur skúrað skólann en missir auðvitað þá vinnu í vor þegar skóla lýkur. Þá gæti farið svo að við yrðum Gunnar Jónsson með synina Jón Elimar og Vigfús Þormar. Ingunn Guðnadóttir og Örn Guðmundsson með dótturina Ragnheiði. Páll Jónsson formaður verka- iýðsfélagsins. Hrefna Hákonardóttir. bæði atvinnulaus og útlitið allt annað en björgulegt. Ég vildi hvergi annars staðar vera en hér í Vík ef ég ætti þess nokkum kost — hér er að mörgu leyti gott að vera og fólkið hreint afbragð. En tekjulaus lifi ég ekki frekar en aðrir og neyðarúrræðið yrði því að flytja brott. Ég er að þvi leyti betur búinn til brottflutn- ings en ýmsir aðrir, að hreppurinn er skyldugur að kaupa af mér íbúð- ina. Nei, staðurinn mátti hreint ekki við því að Kötlu væri lokað. Ennþá heldur maður í vonina um að vélam- ar verði settar í gang aftur — ég trúi bara ekki öðru. Nú verða ráða- menn að láta málið til sín taka — öðru eins hefur nú verið reddað," segir Gunnar. Peningarnir leita til Reykjavíkur „Ég er búin að vinna á pijóna- stofunni í ellefu ár og hef verið í hálfu starfí undanfarið, auk þess sem ég vinn hálfan daginn hjá póst- inum og er því betur sett en margir aðrir,“ segir Sigríður Sveinsdóttir. „En það dugar engan veginn. Það er afskaplega slæmt að missa vinn- una. Maðurinn minn vann á verk- stæði Víkurvagna sem var lagt niður síðastliðið haust og hefur unnið byggingarvinnu síðan. Hún Ferdinand Hansen. er mjög stopul héma eins og allir vita. Það hefur svo sem hvarflað að okkur að flytja brott en það er ekki gaman að fara frá húsi sem maður losnar ekki við. Hér seljast engin hús eins og er. Það þyrfti bara að fara að pijóna og sauma í Kötlu aftur en eitthvað fleira þyrfti að koma til ef staðurinn ætti að standa óbreyttur. Ég er fædd og uppalin hér í Vík og hef búið héma alla ævi svo mér yrði ekki létt að fara burt en það er ekki margra kosta völ ef ástandið batnar ekki. Þá kemur ekkert til greina annað en Reykjavík. Þangað virðast peningamir leita og ekki annað að gera en elta þá,“ segir Sigríður Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.