Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 21 orlof, alls kr. 582,667. Þetta gerir kr. 6.621 ! vikukaup og þá er árskaup eins manns (aðkeypt vinna fellur niður) í 52 vikur kr. 344.292. Ef ég fengi að ráða mundi ég láta framkvæma þennan niðurskurð strax, enda ekki verra fyrir menn nú en kláðaniðurskurðurinn haust og vetur fyrir 130 árum eða mæðiveiki-fjár- skiptin fyrir 30 árum. Niðurskurður strax myndi spara mikið í fóðurkostn- aði og arðlausri vinnu næsta sumar og haust við slátrun og umsetningu tilgangslauss kjötútflutnings. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þessum ráðum verði fylgt. Búskaparstjómin í landinu er ekki vön að fara eftir tillögum mín- um. Líklega telja menn enn að þjóðin hafi efni á að „leika sér“ með 9.000 arðlausar kýr og 245 þúsund ær. Það er svona ein gælukind á mannsbam í landinu. Þessi „hasar-spilamennska" mun vafalaust halda áfram í næstu sláturtíð og eitthvað fram í tímann ! fjármálaráðuneyti og Bændahöll. Hvað haldið þið, lesendur góðir, að sparast mundi mikið rekstrarfé á ári með því að leggja niður ca. 980 „hefð- bundin meðalbú"? Samkvæmt verðlagsgrundvellinum fyrir meðalbú eru þessir liðir reiknaðir þannig: 1. Fóðurbætiskaup kr. 265 þús. 2. Áburðarkaup kr. 146 þús. 3. Vélarekstur kr. 72þús. 4. Vöruflutningar kr. 54þús. 5. Endumýj. húsaogvéla kr. 263 bús. Samtals kr. 800 þús. I'Vrir þessi 980 meðalbú yrði sparnaðurinn f sveitum og þjóðarbúi alls tæpar 800 milljón- ir króna. Mér dettur ekki í hug að halda fram, að hér sé ýtarlega gerð grein fyrir framkvæmd þessara umbóta og ný- skipulags í landbúnaði okkar, heldur dreg ég upp mynd af því, sem mætti gera og mundi vera gert, ef þekking og góður vilji væri fyrir hendi til að leysa þennan vanda, losa bændastétt- ina við auðmýkinguna og losa neyt- endur við hluta af skattpíningunni. Ofstjómina í landbúnaðinum má losna við og stjóma öllu verðlagi með rétt ákvörðuðum innflutningstollum á innfluttar matvömr. Tollar skyldu þá mæta niðurgreiðslum erlendis og ein- hverri viðbót, sem við viljum gefa landinu okkar vegna kuldans og hins stutta sumars. Bændur okkar þurfa enga „ölmusu“. Þá skortir hvorki gáf- ur eða dugnað í samanburði við bændur nágrannalandanna. Og svo gætu fagmenn bændanna, ráðunaut- amir, aftur farið að beita fagmennsku sinni til að auka framleiðni búanna og arðsemi. kenna að mér hefðu orðið á skoð- analeg mistök. Ég hef oft áður haldið þvf fram fyrir daufum eyrum að skipuleggja þurfí landið allt. Það er verk fyrir alþingismenn að vinna. Þingmenn eiga bæði að hugsa um þjóðarheill og sín kjördæmi. Ef þeir hugsa um sín kjördæmi fá þeir allskonar uppnefni og þeir láta sér því nægja að hugsa um þjóðarhag (það er Reykjavik). Afleiðingamar verða fólksfækkun og má segja að það liggi við að heilar byggðir fari í eyði. Oft er því haldið fram að lands- byggðarmenn séu ónýtir að bjarga sér og vilji fá allt frá ríkinu. Satt er það að dreifbýlið hefur lagt þétt- býlinu til hugvit. Margur hefur flutt til Reykjavíkur þar sem olnboga- rými hefíir verið meira. Fjármagns- flutningar hafa verið miklir til þétt- býlis. Hver ungur maður hlýtur að spuija sjálfan sig um það, þegar ákvörðun um lífsstarf er tekin, hvort fj'árfesta eigi úti á landi. Sá sem þarf af einhveijum ástæðum að breyta til fær kjallaraíbúð í Reykjavík fyrir allvel hýsta jörð, ef hún er þá seljanleg. Sannleikurinn er sá að lands- byggðinni hefur verið gleymt og hún er olnbogabamið. Landsbyggð- arfólk verður sjálft að vakna og hætta að horfa vonaraugum til ráðamanna. Frá þeim er tæpast hjálpar að vænta úr þessu. Höfundur er kennari og fréttarit- ari Morgunblaðsinns á Reykhól- um. Þroskahjálp á Suðurnesjum: Fær 10 aura af hveiju brauði frá Ragnarsbakaríi Morgunblaðið/E.G. Ragnar Eðvaldsson bakari í Ragnarsbakarii, afhendir EUert Eiríks- syni ávísun fyiir hlut Þroskahjálpar í brauðsöiu í janúar. Aðrir á myndinni eru Ásgeir Ingimundarson, Ólöf Stefánsdóttir, forstöðu- maður endurhæfingarstöðvar og Daníel Arason. Vogum, 24. febrúar. „FÉLAGIÐ á sem betur fer marga góða stuðningsmenn," sagði EUert Eiríksson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum í samtali við Morgunblaðið, þegar hann hafði tekið við fyrstu gjöf frá Ragnari Eðvaldssyni, bakara í Ragnarsbakaríi í Keflavik, sem færir Þroskahjálp tíu aura af hveiju brauði sem er selt frá bakariinu á þessu ári, og fer afhending fram mánaðarlega. Ragnar Eðvaldsson sagði að á undanfömum ámm hefði fjármagni verið dreift til margra félaga, og því orðið minna úr því en ella. Með þessum hætti verður fjármagninu safnað á einn stað, og hefði hann í hyggju að halda áfram á sömu braut, en skipta á milli félaga. Um hver áramót verði ákveðið hver verði fyrir valinu það árið. Þeir sem kaupa brauð frá Ragnarsbakaríi á þessu ári, styrkja um leið starfsemi Þroskahjálpar á Suðumesjum. Framleiðsla fyrirtækisins á dag er 3—4.000 brauð. Félagið Þroskahjálp á Suðumesj- um var stofnað á árinu 1977. Félag- ið rekur Leifangasafn, endurhæf- ingarstöð, dagvistun fyrir fatlaða og skammtímavistun. Starfsmenn félagsins í dag era 11. Að auki er rekið almennt félagsstarf, þar sem haldnir era fræðsiufundir o.fl. Ellert Eiríksson, formaður fé- lagsins, sagði: „Ég held það sé ekki of sagt að Kiwanishreyfingin á Suðumesjum hafí verið frá upphafi langstærsti stuðningsaðili við félag- ið. Svo er fjöldi stofnana, fyrirtækja og klúbba, sem gefa fjárapphæðir.“ Allar peningargjafír sem félaginu berast era notaðar í uppbyggingu. Reksturinn byijaði með gjöf Kiwan- ismanna á leikfangasafni og með leigu á húsnæði á Aðalstöðinni árið 1978. Rekstur endurhæfingar- stöðvar hófst árið 1981, að Suður- völlum 9 í Keflavík og í september 1984 hófst rekstur dag- og skammtímavistunar að Suðurvöll- um 7, Keflavík. Stór glæsilegir vorlitir nýkomnir í mörgum nýjum gerðum fatnaðar og auðvitað fara denim buxurnarvel við þessafallegu liti. KARNABÆR Austurtræti 22 — Laugavegi 30 — Laugavegi 66 Glæsibæ. Simi frá skiptiborði 45800 Umboðsmenn.um land allt: Fataval Keflavík — Mati Hari Akureyri — Nína Akranesi — Ram Húsavík — Sparta Sauðárkróki — Adam og Eva Vestmannaeyjum — Eplið ísafirði — Báran Grindavík — Hornabær Höfn Hornafiröi — Lindin Selfossi — Nesbær Neskaupstað — ísbjörninn Borgar- nesi — Þórshamar Stykkishólmi — Viðarsbúð Fáskrúðsfirði — Kaupfélag Húnvetninga Hvammstanga — Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli — Tessa Ólafsvík — Díana Ólafsfirði — Skógar Egils- stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.