Morgunblaðið - 27.02.1986, Page 63

Morgunblaðið - 27.02.1986, Page 63
63. Stinga á skurðar r borðinu RÚMENSKI handknattleiksmað- urinn Stinga meiddist alvarlega í leiknum gegn Tókkum í fyrra- kvöld. í gærmorgun var gerð aðgerð á kinnbeini hans en hann brákaðist við gróft brot tékknesks leik- manns. Reiknað er með að Stinga verði frá það sem eftir er keppn- innar. Það er mikil blóðtaka fyrir Rúmena, en gefur íslandi auknar vonir í leiknum á föstudaginn. Áður'' en Stinga meiddist í fyrrakvöld skoraði hann eitt mark — sitt þús- undasta fyrir Rúmeníu. V-Þjóðverjar ímilliriðil VESTUR-Þjóðverjar unnu örugg- an sigur á Spánverjum í leik í B-riðlinum í gærkvöldi, — 18:14. Það var aðeins í byrjun sem Spánverjar náðu að halda í við þýska liðið. Þjóðverjar léku mjög góðan varnarleik og þó Spánverjar næöu ^ að halda jöfnu fyrstu mínúturnar, upp í 6:6 þá var aldrei spurning hvort liðið væri sterkara. Wund- eriich fór á kostum í sókninni og skoraði sjö mörk. Lopez var markahæstur Spánverjanna með 5 mörk. w Ovæntur sigur Svisslendinga SVISSLENDINGAR komu mjög á óvart f fyrrakvöld og náðu jafn- tefli gegn Spánverjum. í gær- kvöldi sýndu þeir að þau úrslit voru engin tilviljun, því þeir sigr- uðu Pólverja með einu marki, 18:17, og eru þar með komnir f milliriðil ásamt Vestur-Þjóðverj- um. Úrslitaleikurinn í B-riðlinum verður því milli Sviss og Vestur- Þýskalands og má búast við að hasar verði í íþróttahöllinn í Basel á föstudaginn, þar sem leikurinn fer fram, en hún rúmar 8 þúsund áhorfendur. Heillaóska- skeytin gerðu sitt gagn EFTIR leikinn gegn Kóreumönn- um í fyrrakvöld bárust fslenska landsliðinu nokkur sfmskeyti á hótelið f Bern. Voru leikmenn þar óspart hvattir til dáða. Inntakið f flestum skeytanna var á þessa leið: Strákar, við höfum séð það svartara. Við stöndum með ykk- ur, nú er það samstaðan sem gildir. Áfram íslandl Meðal þeirra sem sendu þessar baráttukveðjur voru Birgir Finn- bogason og Sveinbjörn Björnsson í Hafnarfirði, Handknattleiksdeild KA, Starfsfólk Ópals og Vífilfells, handknattleiksdómararnir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson, fjölskylda Páls Ólafssonar lands- liðsmanns og Leifur Tómasson og Tómas Steingrímsson á Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 Úrslitakeppnin í körf uknattleik: Heppnissigur Njarðvíkinga í framlengdum leik gegn ÍBK NJARÐVÍKNGAR unnu heppnis- sigur á Keflvíkingum, 75-73, eftir framlengdan leik f fyrsta leik úr- slitakeppninnar f körfuknattleik í Njarðvfk f gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 28-28 og eftir venju- legan leiktíma 66-66. Þetta var fyrri leikur þessara liða f úrslita- keppninni. Leikurinn bar þess merki að vera mikilvægur úrslita- leikur, var ekki vel leikinn, óná- kvæmni og hik í báðum liðum. Til að byrja með voru Keflvíking- ar betri aðilinn og höfðu undirtökin framan af og komust í 12-8 eftir fimm mínútur. Síðan hittu þeir ekki í körfuna í heilar 6 mínútur og Njarðvíkingum tókst að breyta stöðunni í 16-12 sér í hag. Fram að leikhléi var leikurinn mjög jafn og mikil barátta af beggja hálfu og stemmningin í íþróttahúsinu í Njarðvík góð. Sama var upp á teningngnum fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálf- leik, þó voru Keflvíkingar oftar með forystu. Um miðjan seinni hálfleik, náðu Keflvíkingar tíu stiga forskoti, 58-48, og sjö mínútur til leiksloka. Þá stefndi í sigur Keflvíkinga en Njarðvíkingar gáfust aldrei upp og með góðum leik Teits Örlygssonar og Helga Rafnssonar á lokamínút- unum tókst þeim að vinna upp forskotið og komust yfir, 65-64, þegar ein mínútua var eftir. Kristinn Einarsson skoraði úr vítaskoti þegar hálf mínúta var eftir og kom Njarðvíkingum yfir, 66-64. Kristinn varö síðan fyrir því að brjóta á Sigurði Ingimundarsyni, sem fékk tvö vítaskot, og gerði sér lítið fyrir og jafnaði er sjö sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Njarðvíkingum tókst ekki að skora ogþvíframlengt. I framlengingunni skiptust liðin á að skora og þegar hálf mínúta var eftir skoraði Teitur og náði forystunni fyrir Njarðvík, 74-73 og bætti um betur og skoraði úr víta- skoti og tryggði Njarðvíkingum sigurinn. Bestu leikmenn Njarðvíkur voru Kristinn Einarsson, sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Teitur Örlygsson átti stærstan þátt í því að Njarðvíkingum tækist að vinna þennan leik. Helgi Rafns- son komst einnig vel frá sínu þótt hann gengi ekki heill til skógar. Það háði Njarövíkingum verulega að þeir voru án Vals Ingimundar- sonar, sem hefur verið þeirra besti maður í vetur, hann var veikur og eins Hreiðar Hreiðarsson, sem hefur verið fastamaður í liðinu. Hjá Keflvíkingum báru þeir Jón Kr. Gíslason og Hreinn Þorkelsson uppi leik liðsins. Samvinna þeirra var oft skemmtileg. Stig Njardvikun Kristinn Einarsson 15, Ellert Magnússon 14, Jóhannes Kristbjörns- son 14, Teitur Örlygsson 14, Helgi Rafnsson 8, ísak Tómasson 6, Árni Lárusson 4. Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 21, Jón Kr. Gíslason 20, Guójón Skúlason 16, Þorsteinn Bjarnason 6, Sigurður Ingimundarson 4, Ing- ólfur Haraldsson 2 og Magnús Guðfinnsson 2. — ágás Haukar — Valur íkvöld HAUKAR og Valur leika f úrslita- keppninni f körfuknattleik f Hafn- arfirði i kvöld og hefst leikurinn kl. 20.00. Þetta er fyrri leikur þessara liða í úrslitakeppninni. KR og Njarðvík leika í bikarkeppni kvenna og hefst leikurinn kl. 20.30 í Hagaskóla. Dræm aðsókn AÐSÓKN að leikjum fyrstu um- ferðar HM f Sviss var mun minni en Svisslendingar höfðu gert ráð fyrir. Samtals sáu 18.110 manns leik- ina og var það aðeins 61% af því sem búist hafði verið við fyrirfram. Flestir sáu leik Sviss og Spánar í St. Gallen, 3.313. Um 1.550 manns voru á leik fslands og Kóreu í Genf. mnmmÁSk MorgunblaöiS/Einar Falur • Kristinn Einarsson reynir hér körfuskot í leiknum gegn Keflvíking- um f gærkvöldi. Þorsteinn Bjarnason (nr. 6) reynir að koma vömum við. Mikil stemmning var í fþróttahúsinu er Suðurnesjaliðin, Keflavik og Njarðvík, mættust í fyrri leik þessara liða í úrslitakeppninni í gærkvöldi. „Sálfræðin brást gegn Kóreumönnum" — segir Bogdan Kowalczyk, þjálfari „ÓSIGURINN gegn Kóreu hafði ekkert með undirbúnlng fslenzka liðsins að gera. Það sást gegn Tékkunum. Það var sálfræðin sem brást gegn Kóreu og ég þyrfti að hafa sálfræðing mér til Lið falli úr fyrstu deild íþá þriðju ÞÆR sex þjóðir sem skipa efstu sætin í HM f Sviss leika áfram í A-hópi og taka þátt f Ólympfuleik- unum í S-Kóreu. Þær sjö þjóðir sem verða í næstu sætum taka þátt í B-keppn- inni á næsta ári og liðin sem verða í síðustu þremur sætunum þurfa ■■ f ■ að öllum líkindum að leika í C-keppninni eða þriðju deild hand- knattleiksins. Reyndar finnst mönnum þetta ósanngjarnt kerfi og fráleitt að liö falli úr fyrstu deild í þá þriöju, og hafa Danir kært þessa ákvörðun. Eigi aö síður er líklegt að þetta fyrirkomulag verði ofan á. aðstoðar. Ég skil ekki hvernig þetta íslenzka lið getur gersam- lega brotnað og svo rifið sig upp,“ sagði Bogdan þjálfari eftir leik- inn. Annars tapaðist Kóreuleikurinn heima á (slandi áður en við fórum. Allt þetta umstang fyrir ferðina skemmir einbeitinguna og það er ekki hægt aö undirbúa liö sem er í stööugum viðtölum við fjölmiðla, myndatökum, kynningarstarfi fyrir fyrirtæki og svo framvegis. Um framhaldið er erfitt að segja. Tékkar vinna Kóreu, en það er spurning hversu stórt. Hvað sem því líður þurfum við góð úrslit gegn Rúmenum, en við eigum alltaf erfitt með að leika gegn léttleik- andi liðum eins og þeim. Tapið gegn Kóreu var hættulega stórt. Ef það hefði aðeins verið tvö mörk væri þetta í lagi. Bogdan Kowalczyk Kang markahæstur KÓREUMAÐURINN Kang er nú markahæstu menn eru: markahæstur í HM í Sviss. Kang, Kóreu, 20 Hann hefur samtals skorað 20 Voinea, Rúmeníu, 16 mörk og gekk Rúmenum álíka Kristján Arason 15 illa að ráða við hann og íslend- Duranona, Kúbu (1 leikur), 13 ingum í fyrrakvöld. Fimm Wazskiewicz, Póllandi, 13 Agústlogi Jónsson skrifar fraSVISS OHM86 25.2.-8.3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.