Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 UPPREISN ÆRU Ágúst Ingi Jónsson skrifar fráSVISS r ///// OHM86 7/ 25.2,-8.3. HVAÐ eftir annað tókst íslenzka liðinu að splundra tékknesku vörninni og komast í fœri eftir fallegar fléttur. f vöminni töluðu menn saman, tóku á í samein- ingu, ailir ákveðnir í að sýna hvað raunverulega byggi í þeim eftir óvœntan ósigur gegn Kóreu f fyrrakvöld. Allt gekk þetta upp. ísland sigraði með einu marki, 19:18, og á enn möguleika á að komast í milliriðil keppninnar. Tékkarnir byrjuðu á að skora í leiknum í gær og komust í 2:0, samt var allt annar bragur yfir ís- lenzka liðinu. Þetta var allt annað lið og eftir níu mínútur var jafnt, 3:3. Guðmundur Guðmundsson fékk gult spjaid á fyrstu mínútu og var vísað af velli á þeirri tíundu. Meðan hann var utan vallar fókk íslenzka liðið ekki á sig mark. Það var greinilegt að hugur fylgdi máli, strákarnir ætluðu sér sigur. Atli skoraði tvö falleg mörk og ísland fór í 6:4. Sá munur hélst til loka hálfleiksins. Baráttan var mikil. ís- lenzka liðið byggði upp sínar sóknir og vörnin vann svo vel saman að Tókkarnir urðu heldur ráðleysisleg- ir og fengu dæmda á sig töf undir lokin. SPENNANí ALGLEYMINGI. í seinni hálfleiknum hélt barátt- an áfram. ísland var fyrr til að skora framan af, komst í 11:8, 13:11, 16:13 og 17:14, en þá fór að síga á ógæfuhiiðina. Tékkarnir skoruðu fjögur mörk í röð, staðan 17:18 og sex mínútur eftir. Hvað var að gerast? Ætluðu heilladísirn- ar að snúast á sveif með Tékkum, voru íslenzku strákarnir ekki menn til að Ijúka þessu dæmi? Jú, þeim tókst það. Bjarni jafnaði leikinn 18:18 og fimm mínúturvoru eftir. Töf var dæmd á Tékkana og þegar þrjár mínútur voru eftir var dæmt víti á Tékkana, brotið á Guðmundi. Kristján Arason fékk það erfiða verkefni að skjóta á markið, Tékkar skiptu um mark- mann. Allt kom fyrir ekki. Kristján gaf sér góðan tíma og skoraði örugglega. ísland yfir 19:18 og allt á suðupunkti inn á vellinum. íslendingar eygja von um að komast í milliriðil eftir sigur á Tékkum í gærkvöldi Símamynd/AP Atli Hilmarsson skorar hér eitt af þremur mörkum sínum i leiknum gegn Tékkum i gærkvöldi. íslenska liðið lék mjög vel f gær og var allt annað sjá til liðsins en gegn Kóreumönnum á þriðjudagskvöld. íslend- ingar leika svo við Rúmena á morgun og þá ráðast úrslitin í C-riðlinum. Mikið gerðist þessar mínútur til leiksloka. Steinar var útilokaður, Tékkarnir skutu í stöng, ísland missti knöttinn í hraðaupphlaupi, röng sending Kristjáns, Tékkar skjóta yfir, en fá samt knöttinn. Tíminn runninn út og fögnuður ís- lendinganna á vellinum mikill og einlægur. Vonbrigði Tékkanna að sama skapi. BREYTINGAR ALIÐINU Þrjár breytingar voru gerðar á liðinu frá leiknum við Kóreu. Stein- ar, Alfreð og Þorgils Óttar komu í liðið fyrir Geir, Jakob og Pál Ólafs- son. Óttar kom reyndar ekki inn á í leiknum, en hinir tveir styrktu liðið. Undirbúningur íslenzka liðs- ins skilaði sér í leiknum gegn Tékk- um. Þeir sýndu sitt rétta andlit í þessum leik. Styrkur íslenzka liðsins lá f samvinnunni að þessu sinni og eiga allir hrós skilið fyrir frammi- stöðuna. Beztir voru Kristján Ara- son, sem Tékkarnir sáu ástæðu til að taka úr umferð undir lok leiks- ins. Guðmundur Guðmundsson, sem skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum og átti auk þess gullsendingu, sem gaf mark. Bjarni Guðmundsson stóð fyrir sínu í þessum leik og var ólíkt að sjá til hans nú og gegn Kóreu. Sigurður Gunnarsson stjórnaði sóknarleikn- um lengst af og var mjög ákveðinn. Þorbjörn batt vörnina saman og var upp á sitt bezta. Alfreð og Atli gerðu góða hluti í leiknum. Áberandi beztur Tékkanna var línumaðurinn Jiri Kotrc, en minna kom út úr Milan Cerny (8) og Tomas Bartek (9) heldur en oft áður. Dómarar voru Júgóslavarnir Stefan Jug og Herbert Jeglic og dæmdu þeir mjög vel. Mörk islands:Kristján 5 (1 v), Guðmundur 4, Atli 3, Bjarni 3, Steinar, Sigur$ur, Alfreð og Þorbjörp I hver. Mörk Tókkóslóvakíu: Kotrc 6, Sovadina og Cerny 3 hvor, Skandik og Kratochvil 2 hvor, Salivar og Bartek 1 hvor. Ef litið er á tölur yfir leik íslenzka liðsins þá voru þær þannig í stór- um dráttum að Einar Þorvarðarson varði níu skot í leiknum og tapaði knettinum einu sinni með rangri sendingu. Kristján Sigmundsson kom í markið er 5 mínútur voru eftir, hann fékk á sig eitt mark. Kristján Arason tapaði knettin- um tvívegis og fjórum sinnum var varið frá honum. Fjórum sinnum var varið frá Atla og hann tapaði knettinum tvívegis. Tvisvar sinnum var varið frá Alfreð, og einu sinni frá Sigurði, Þorbirni og Alfreð. Steinar, Guðmundur og Sigurður töpuðu knettinum einu-sinni hver. Guðmundur var með 100% nýt- ingu úr færum sínum og fiskaði auk þess eina vítakast íslenzka liðsins. Gáfum allt sem við áttum — sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði ÞAÐ VAR allt annað að tala við íslenzku leikmennina og ráðamennina eftir leikinn við Tékka en eftir leikinn gegn Kóreu í fyrrakvöld. Eins og dagur og nótt. „Ég vona að við staðfestum gegn Rúmenum að við getum þetta, að þetta býr i okkur,“ sagði Þorbjörn fyrirliði Jensson eftir leikinn. „Við vorum logandi hræddir gegn Kóreumönnum og náðum ekki að sýna okkar leik. Nú var þetta spurning um að fórna sér og gefa allt sem við áttum. Við héldum fund fyrir leikinn, ein- göngu leikmennirnir, töluðum saman og byggðum hvern ann- an upp. Það hafði mikil og góð áhrif. Ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef við hefðum ekki unnið þennan leik,“ sagði Þorbjörn. Páll Ólafsson: „Ég var alveg búinn, þetta var erfiðara en að spila, sagði Páll Ólafsson, sem sat meðal áhorf- enda í leiknum. Ég skalf og nötraði og hefði ekki þolað við mikið leng- ur. Þetta var stórkostlegur leikur." Alfreð Gi'slason: ..Ég vona að nkkur takist að staðfesta að við getum leikið vel þegar við mætum Rúmenum. Það var stórkostleg að ná að rífa sig upp úr minningunum frá Kóreu- leiknum og margt sem hjálpaðist að T.d. hvatningarskeyti, sem bárust okkur úr ýmsum áttum, meðal annars frá mínum mönnum á Akureyri," sagði Alfreð. Sigurður Gunnarsson: „Eina hugsunin var að við mættum ekki tapa þessum leik, að við yrðum að einbeita okkur og vinna. Þetta tókst — sem betur fer,“ sagði Sigurður Gunnarsson og Þorbergur Aðalsteinsson tók í sama streng. „Það sýnir styrk eins liðs og ákveðinn vilja að rífa sig upp úr þessu hvort sem það svo dugar eða ekki. Það er ábyggilegt að það er enginn kökkur í hálsinum á mér lengur," sagði Þorbergur. Steinar Birgisson: Steinar Birgisson var spurður hvað hefði gerzt undir lok leiksins er hann fékk rauða spjaldið. „Mað- urinn hljóp á mig og olnboginn lenti víst á hálsi hans. Mér fannst þetta svo lítið að ég vissi ekki einu sinni af þessu fyrr en ég spurði strákana eftir leikinn. Samt kostaði þetta rautt spjald. Kristján Arason: Kristján Arason var sallarólegur í klefanum, en mikið mæddi á honum í leiknum eins og venjulega, meðal annars hið erfiða vítakast í lokin. „Þetta var samvinna heildar- innar, þá verður þetta allt miklu léttara."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.