Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 27.02.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Ástandið á Filippseyjum AP/Símamynd. Corazon Aquino átti í gær fund með ráðherrum í ríkisstjórn Marcosar og fór ekki illa á með þeim. Nokkru síðar kynnti Corazon ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar. Hún var kjörín forseti af því að hún er Cory Aquino Manila, 26. febrúar. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. Flokksþingið í Moskvu: Umræðurnar bergmál af opnunarræðu Gorbachevs Moskvu, 26. febrúar. AP. SOVÉSKIR leiðtogar sigldu í kjölfar Mikhails Gorbachevs, aðalritara stjórnmálaráðsins, í ræðum sínum á 27. þingi komm- únistaflokksins i Moskvu. Stefna Bandaríkjastjórnar í afvopnun- armálum var gagnrýnd og einnig rætt um óstjórn í stjómartíð Leonids Brezhnevs. Vladimir Shcherbitsky, leiðtogi kommúnistaflokksins í Ukraínu og félagi í stjómmálaráðinu, gagn- rýndi Reagan, Bandaríkjaforseta, fyrir svar hans við tillögum Gorbac- hevs frá 15. janúar um að öll kjam- orkuvopn verði komin á haugana árið 2000. Shcherbitsky er einn þriggja manna frá valdatíð Brez- hnevs, sem enn sitja í stjómmála- ráðinu. Tass-fréttastofan vitnar í Shcherbitsky: „Svar Reagans, sem barst sovéska utanríkisráðuneytinu á sunnudag, hefur hleypt af stað öldu vonbrigða og áhyggja meðal sovésku þjóðarinnar. Sem ekki er nema von vegna þess að Banda- ríkjamenn koma í raun og veru i veg fyrir að unnt sé að leysa kjam- orkuvopnavandann með ótölulegum fyrirvörum og skilyrðum,“ sagði Shcherbitsky í ræðu sinni. í opnunarræðu sinni á þinginu í gær hafnaði Gorbachev tillögum Reagans og sagði að það væri háð „samkomulagi" um að banna annað hvort kjamorkuvopnatiiraunir eða meðaldrægar kjamorkuflaugar í Evrópu hvenær næsti fundur leið- toga austurs og vesturs verður haldinn. Gorbachev sagði einnig að fyrir hendi væru forsendur fyrir sam- vinnu milli Sovétmanna og Kín- veija, þrátt fyrir þann ágreining, sem verið hefur milli ríkjanna. „Ég get með ánægju haldið því fram að samskipti Sovétmanna við hið mikla grannríki sitt, Kína, hafa batnað," sagði leiðtoginn. Vitaly I. Vorotnikov, meðlimur stjómmálaráðsins, tók undir gagn- rýni Gorbachevs á stjómarháttu í Sovétríkjunum í valdatíð Breznevs eins og aðrir sovéskir fulltrúar, sem tóku til máls. Fidel Castro, varð fyrsti erlendi fulltrúinn til að ávarpa þingið. í fréttum Tass sagði að Castro hefði veist að Bandaríkjamönnum og fordæmt „ágenga stefnu í her- búðum heimsvaldasinna". Vestrænum fréttamönnum er meinaður aðgangur að þinginu og verða þeir því að reiða sig á Tass- fréttastofuna um allar fregnir. Að sögn Tass ávörpuðu fjórir erlendir leiðtogar þingið auk Castros, þeir Wojciek Jamzelski, leiðtogi Pól- lands, Le Duan, leiðtogi Víetnam, Ehich Honecker, forseti Austur- Þýskalands, og Gustav Husak, leið- togi Kommúnistaflokksins í Tékkó- slóvakíu. Ræður þeirra liggja ekki fyrir utan hvað Jaruzelsky sagði að samskipti Pólveija og Banda- ríkjamanna hefðu aldrei verið minni og yrðu aðeins bætt með bættri sambúð við öll önnur Varsjárbanda- lagsríki. Fidel Castro „ÉG VAR líklega kosin forseti Filippseyja af því að ég er ekkja Ninoy Aquino en einnig af því að ég er Cory Aquino," sagði Corazon Aquino forseti og brosti sínu vingjamlega brosi á sínum fyrsta fundi með fréttamönnum eftir að hún sór embættiseið. Hún sagðist trúa að þjóðin kæmist yfir aðsteðjandi erfið- leika eftir að hún hefði séð hugrekki og dug fólksins undan- fama daga. Filippseyingar hefðu sannað viljafestu sína, „og mér kæmi ekki á óvart þótt við ættum eftir að koma umheiminum aftur á óvart, “sagði forsetinn. Fundurinn var haldinn í skrif- stofubyggingu í Makati, viðskipta- setri Manila. „Ég ætlaði að halda fundinn í Malacanang," sagði hún, „en það er enn ekki búið að fjar- lægja sprengjur sem voru skildar eftir þar.“ Ferdinand Marcos fv. forseti og fjölskylda hans fóru úr höllinni á þriðjudagskvöld. Mikill mannfjöldi hélt þá inn í hallargarðinn og ein- hveijir komust inn í höllina og nokkrar skemmdir urðu á húsmun- um. „Þjóðin fagnaði sigrinum í gærkvöldi en hafði enga ákveðna ieið til að gefa gleðinni útrás," sagði forsetinn og afsakaði þar með fram- komu fólksins í Malacanang-höll. Hún sagðist ekki ætla að búa í höllinni. „Skrifstofur mínar verða þar en ég tel ekki rétt að leiðtogi fátækrar þjóðar lifi í lystisemdum." Marcos flaug til Clark-herstöðvar Bandarfkjamanna. Hann fór fram á að vera tvo daga í fæðingarbæ sínum nyrst á Filippseyjum en var Manila, 26. febrúar. AP. SÉRFRÆÐINGAR filippíska hersins rannsökuðu í dag for- setahöllina i Manila vegna ótta við, að þar leyndust sprengju- gildrur. Sprengjusérfræðingar hersins hófu í dag að leita í Malacanang- höllinni, forsetahöllinni í Manila, eftir að þær fréttir birtust í einu dagblaðanna, að hermenn trúir Marcosi hefðu komið slíkum sprengjum fyrir áður en þeir yfir- gáfu höllina. Við leitina fannst sprengiefni falið í bók en annað synjað um það. „Við vildum ekki standa uppi með okkar eigin Muss- olini,“ sagði einn talsmanna Aquino en vildi ekki segja hver neitaði bón Marcosar. „Ég sagðist geta verið stórhuga ef ég sigraði í kosninga- baráttunni," sagði Aquino þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að reyna að fá Marcosi hegnt fyrir morðið á manni hennar. „Ég ætla að gefa gott fordæmi svo þjóðin geti gleymt sárindum sínum og við getum hafist handa við að reisa hana úr rústum." Hún sagði að hún og maður hennar hefðu oft haft heimþrá þegar þau voru í fjögur ár í útlegð í Bandaríkjunum. „Við vild- um deyja í okkar föðurlandi. Marcos mun kannski vilja snúa aftur heim,“ sagði Aquino og útilokaði ekki að hann fengi að gera það. Hún kynnti ráðherrana í hinni nýju ríkisstjóm: Salvador Laurel varaforseti hlaut utanríkisráðherra- embættið til viðbótar embætti for- sætisráðherra. „Varaforsetinn mun aðeins taka til máls þegar forsetinn er fjarverandi," sagði hann. Kona var skipuð menntamálaráðherra en annars urðu kunnir karlar fyrir valinu í stjómina. Formaður Nam- frel, samtaka fólks sem berst fyrir heiðarlegum kosningum, sem átti stóran þátt í að Aquino var viður- kenndur sigurvegari kosninganna var skipaður viðskipta- og iðnaðar- ráðherra. Seðlabankastjóri Marcos- ar mun halda embætti sínu áfram. Ráðherrar ríkisstjómar Marcosar gengu á fund nýja forsetans í dag. Aquino sagði að fundurinn hefði farið mjög kurteislega fram og var þakklátur fyrir heimsóknina. ekki. I dag var handtekinn bæjar- stjóri á landsbyggðinni, kunnur stuðningsmaður Marcosar, og átta lífverðir hans. Höfðu þeir komið að vamarmálaráðuneytinu og látið í veðri vaka, að þeir ætluðu að heilsa upp á Juan Ponce Enrile, vamar- málaráðherra, en við athugun kom í ljós, að bfllinn þeirra var hlaðinn vopnum og skotfæmm. Leikur mönnum gmnur á, að bæjarstjórinn og menn hans hafí hugsað Enrile þegjandi þörfína fyrir að gera uppreisn gegn Marcosi. Juan Ponce Enrile, vamarmála- ráðherra, er eini ráðherrann sem heldur starfí sínu. Hann sat við hlið Aquino á fundinum, klæddur í bláan gallabuxnajakka og rauðköfl- ótta skyrtu. Hann sagði að Marcos hefði stungið upp á því við sig á þriðjudagsmorgun að hann og Fidel Ramos yfírherforingi stofnuðu her- stjóm og neituðu Aquino um for- setaembættið. „Ég sagði að það kæmi ekki til greina," sagði Enrile. „Við Ramos höfum lofað stuðningi við Cory Aquino, réttkjörinn forseta landsins." Það hefur verið haft orð á því að fólkið í kringum Aquino sé lang- flest úr efri stéttum þjóðfélagsins. Hún sagðist ráðfæra sig við fólk úr öllum stéttum. „Atburðir hafa gerst mjög hratt og fólk verður að sýna þolinmæði og ekki dæma okkur of fljótt," sagði hún. „Ég veit að ég á filippísku þjóðinni að þakka að ég var kjörin og ég mun aldrei gleyma því. Eg er hreykin af því að milljón- ir stofnuðu lífí sínu í hættu til að endurheimta frelsi í landinu." Hún sagði að mikilvægasta verk- efnið nú væri að bæta afkomu hinna fátæku og atvinnulausu. Mikil fá- tækt er í landinu og vændi hefur margfaldast á síðustu áram. „Ég ætla að gera allt sem ég get til að hindra vændi," sgaði Aquino þegar hún var spurð hvort hún ætiaði að láta loka vændishúsum í borginni. „Þessi vandi hefur valdið mér mikl- um sársauka. Konur, ungir piltar og stúlkur hafa leiðst út í vændi vegna ástandsins í efnahagsmálun- um og ég ætla að reyna eftir megni að skapa atvinnutækifæri fyrir konur og ungt fólk svo að það þurfí ekki að afla sér tekna með vændi." Seðlabankastjórinn sagðist vera vongóður um bætt efnahagsástand á næstunni. „Viðbrögð umheimsins era mjög jákvæð og fjárfesting í landinu mun vafalaust aukast. Ég býst við að það verði fyrr en margur býst við þar sem fólk hefur trú á nýju leiðtogunum," sagði hann. Aquino svarði spumingum á hreinskilinn og hnitmiðaðan hátt. Hún er sjálfsöragg en laus við yfír- læti. Hún fór þó hjá sér þegar hún var beðin að segja nokkur orð á frönsku fyrir franska sjónvarpið. Hun sagði nokkur orð en hló svo vandræðalega og sagði: „Ég er svo vön að tala tagalog (tungumál Filippseyinga) að ég held að ég tali frekar frönsku f einrúmi með frönskum fréttamönnum." Margir höfðu vantrú á henni þegar hún samþykkti að bjóða sig fram á móti Marcosi. Hún var hljóðlát eiginkona hetju þjóðarinnar og stuðnings- menn hans mundu eftir henni sem konunni sem gaf þeim kaffí þegar þeir ræddu stjómmál á heimili Benigno Aquino. Morðið á „Ninoy" á Manila-flugvelli í ágúst 1983 kom baráttunni gegn Marcosi af stað og ýtti konu hans inn í sviðsljósið. Hún hefur komið mörgum á óvart, sann- að að hún veit sínu viti og lætur ekki vaða ofan í sig. Framtíð Filippseyja virðist í góðum og traustum höndum. Ferdinand Marcos, fráfarandi forseti Filippseyja, við komu hans til eyjarinnar Guam í gærmorgun. Sprengjuleit í forsetahöllinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.