Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 20

Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR1986 Leið úr „hefð- bundnum“ ógöngum eftir Gunnar Bjarnason Framleiðslu- og viðskiptavandi landbúnaðarins er leysanlegur, ef skilningur og vilji er til þess hjá bændum og stjómvöldum. Til þess þurfa menn að losa sig undan „hefð- bundnum" hleypidómum og tilfínn- ingavæli, sem má þola í fari lista- manna en ekki til langframa í fari mikilvægra atvinnustétta. Vemdaðir vinnustaðir og vemduð byggðarlög tíðkast helzt sem athvarf vanþróaðra þjóðfíokka og vanheilla einstaklinga af ólíkum orsökum. Við, sem metum íslenzka bændastétt og sjáum góða framtíð í landbúnaðinum, unum ekki lengur við þessa „hefðbundnu" van- heilsu og vanþróun í landbúnaði hér- lendis. Hér vil ég setja fram einfalt reikn- ingsdæmi, sem sýnir glögglega hvem- ig stjóma má landbúnaði og bændum út úr þessum ógöngum, sem nú blasa við öllum landslýð, og nú loks einnig meginþorra bændastéttarinnar og forráðamönnum hennar. f þessum reikningi er framleiðsla . og neyzla reiknuð gróflega og í tonn- um. Bústærð, framleiðsla og neyzla er tekið úr hagtölum áranna 1983 og’84. A. Mjólkurframleiðslan, staða hennar og úrræði úr vanda. I. Mjólkurframl. nú er ca. 110 þús. tonn Fjöldi mjólkurkúa er ca. 33 þúsund Meðalnyt (ársframl.) kúa ca. 3,3 tonn II. Mjólkumeyzlan I landinu er nú: a. Drykkjarmjólk ca. 47 þús. tonn b. Vinnslumjólk ca. 47 þús. tonn c. Útflutn. (ostar, smjör) ca. 16 bús. tonn Alls ca 110 þús tonn III. Til að losna við útflutninginn, sem gefur ekkert í aðra hönd (þ.e. ekkert skilaverð til bænda fyrir mjólkina) og til að losna við smjör- og ostabirgðir á innanlandsmarkaðinn, þarf að minnka mjólkurframleiðsluna niður í 80 þús. tonn á ári næstu 2-3 árin, en þó má ekki draga úr hagkvæmni búrekstrarins, t.d. tel ég fóður- bætisskattinn basði vera búfræðilega fásinnu, því bezt ræktaða mjólkureðli kúa hérlendis notast ekki án fóður- bætisgjafar, og auk þess er skatturinn eins konar „hryðjuverk" gagnvart hagstjóm landsins, neytendum og fugla- og svínabændum. Fimm ára- tuga kynbótastarf ráðunautanna Páls Zóphóníassonar og Ólafs Stefánssonar er nánast svívirt eða gert að athlægi í augum þeirra, sem þekkja samhengið milli kynbóta, fóðrunar, framleiðslu- kostnáðar og markaðsverðs. Þessi framleiðslusamdráttur, 30 þús. tonn, verður að framkvæmast með því að farga eigi færri en 9.000 mjólkurkúm sem allra fyrst. Við getum lagt af almannafé til sjúkra, aldraðs fólks og námsmanna, en það eru ekki til haldbær rök fyrir því að ala í landinu 9.000 arðlausar mjólkur- kýr. Sveitafrú sunnanlands kvaðst hafa farið fram á það opinberlega, að landsmenn drekki daglega einu mjólk- urglasi meira en þeir hafa lyst á eða gott afl Mætti ekki eins hella mjólkinni í bæjarlækinn, því það fæst ekki eyrir inn fyrir landsteinana fyrir afurðimar, sem úr þessari umframmjólk er unnið og selt til útlanda? Skattgreiðendur greiða verðið til bændanna. Er þetta þá ekki þeirra mál? (Innskot. Grátið nú ekki kæru les- endur í sveitum. Ég hef innilega samúð með ykkur í vandanum og ann ykkur öllum öðrum fremur. Lesið áfram.) IV. Til að ná þessu marki þarf að bjóða nú strax öllum bændum, sem hafa færrí en 17 iqjólkandi kýr í fjósi að losa þá að fullu við kýrnar tíl ríkisins, sem lætur farga þeim sem allra fyrst. Það skiptir litlu, hvort gert er úr kjötinu hamborgara-hakk fyrir vamarliðið eða refír og minkar lands- manna fá að halda veizluna. Hag- fræðingar landbúnaðarins meta oftast bústofn og framleiðslu I ærgildum. Þessar 9.000 mjólkurkýr samsvara ca. 180.000 ærgildum. Meðalbú (vísitölu- búið) er ákvarðað 440 ærgildi. Þetta samsvarar um 410 meðalbúum. Mörg þessi meðalbú og smærri em blönduð, hafa bæði sauðfé og kýr, þ.e. hinar „hefðbundnu búgreinar". Raunar er þetta úrelt framleiðsluaðferð miðað við nútima búfræði. Nútím- inn krefst sérhæfingar og þekking- ar. Fyrir aflagt og fargað ærgildi á þessum búum ætti rfkissjóður að greiða þessum bændum kr. 1.000 á árí næstu 3 árin miðað við launavfsi- tölu. Þennan tíma þurfa menn til að læra á nýjar framleiðslugreinar. Menn geta breytt skepnuhúsum, selt óþarfar búvélar sem búnaðarsambönd- in gætu tekið að sér að lagfæra og koma í verð. Slfkt mundi spara inn- flutning véla á næstu árum. Og allt þetta kostar aðeins ca. 180 miiyónir króna, sem er miklu minna en út- flutningsuppbæturnar á þetta mjólkurmagn. Viðfangsefnin sem blasa við eru: 1. Refarækt og minkarækt, sem þarf að skipuleggja í sveitum þann- ig að ekki sé lengra en ca 30 km í næsta fóðureldhús, þvf arðsemi þessa búskapar byggist hvað mest á fóðuröfluninni, og að fóðurstöðv- amar geti verið nógu stórar og hagkvæmar. Menn þurfa ekki að óttast verðsveiflur á þessum vörum frekar en öðrum á heimsmarkaðin- um. Hafa menn ekki veitt athygli árstíðarsveiflum á fískmörkuðun- um? Verkkunnátta, kynbætur og hvers konar nákvæmni og natni skiptir hér miklu meira máli en verðsveiflur á heimsmarkaði. 2. Kanínurækt. Þessi búgrein hentar mjög vel á afskekktum býlum, sem hefðu langt að sækja til fóður- stöðva. Kanínur lifa nær eingöngu á heyfóðri, nota minna af innflutt- um fóðurbæti en sauðfé og naut- gripir. Ullin er auðseljanleg og auðvelt fyrir eldra fólk að afla nokkurra tekna með ullarsölu. Stoftikostnaður er lítill og auðvelt að nota aflögð fjós og fjárhús fyrir kanínur. Þetta er nostursbúskapur. 3. Þá er hrossabúskapurinn ftjáls og á ekki að skapa neinn þjóð- félagsvanda, en ekki er ráðlegt að auka hann fram yfír það sem nú er. 4. Rekstur gistiheimila með útreið- um og veiðiskap í ám og vötnum getur víða gefíð góða atvinnu. 5. Fiskeldi gæti verið æskileg fram- leiðslugrein víða í sveitum þar sem nóg er af góðu vatni, köldu og heitu. 6. Ríkið ætti að opna möguleika fyrir nokkra af þessum bændum til að rækta skóg á stórum svæðum í landinu, einnig vinna með Land- græðslu ríkisins við ræktun fok- sanda og auðna í hálendinu ásamt afréttaeftirliti og til að hreyfa beit- arfénaðinn til eftir ástndi gróður- landanna á sumrin (shepherds). Þama gæti sjálfsagt verið verkefni fyrir eina 200 bændur, og mundi þjóðin vera þeim þakklátari fyrir slík ræktunarstörf en gefa útlend- ingum ost og kjöt af óþörfum bú- peningi. Margt fleira má vafalaust nefna og mun koma í ljós, þegar bændur fara að losna úr „hefðbundnum stakk" hins „hefðbundna búskap- ar“. Gunnar Bjarnason „Líklega telja menn enn að þjóðin hafi efni á að „leika sér“ með 9.000 arðlausar kýr og 245 þúsund ær. Það er svona ein gæiukind á mannsbarn í iandinu.“ B. Sauðfjárræktin og kjötframleiðslan I. Kindakjötsframleiðslan er ca. 12.200 tonn Kindakjötsneyzlan er ca. 9.700 tonn Kjötútflutn. er að meðalt. ca. 2.500 tonn II. Til að eyða birgðum og losna við útflutn- ing á kjöti næsta haust þarf sem fyrst að losna við ca. 245 þús. ærgildi og koma ársframleiðslunni niður i ca. 8.000 tonn, sem ca. 465. þús. ærgildi gefa af sér. Þessi ærgildi þarf að kaupa af ljár- bændum sem allra fyrst, helzt þannig að blönduðu búin verði lögð niður. Þetta mundi kosta ríkið um 245 milljónir. Alls yrðu þá keypt á þessu ári um 450 þúsund ærgildi nautgripa og sauðfjár. Það má kallast „billega sloppið" fyrir ríkið að greiða þessum bændum I vanda beint heim til sín þessar 450 mil(jónir króna árlega, þegar menn tala nú um, að á þessu ári þurfi ríkið eða bændastéttin að veija 700-800 milljónum til að bjarga bændum í vanda þeirra í bili, án nokkurrar framtíðarlausn- ar. Menn vona að þetta leysist sjálf- krafa, þannig, að bændur „svælist" burt úr sveitunum eins og rakkar eru svældir út úr grenjum. Úrræðaleysi þessarar ofstjómar landbúnaðarins er uggvænlegt. Menn hópast saman eins og hross í hrakviðrum og mynda ný landssamtök, ný málþing og pappírinn hrúgast upp. Bændumir bíða eftir greiðslum fyrir afurðir sínar en fá í staðinn fundarsamþykktir og tillögur. Meðalbúið er ákvarðað 440 ærgildi, eins og áður er sagt. Þessi samdráttur í „hefðbundnum búgreinum" samsvar- ar þá ca. 980 býlum. Bóndi með þessa bústærð fengi þá kr. 440.000 kr. i árslaun með mánaðarlegum greiðsl- um frá ríkissjóði. Það ætti að vera viðunanlegt, þegar ákveðið var 1. sept. sl. að meðalbú þyrfti, fyrir 88 vikna vinnu með 25% álagi vegna óreglulegs vinnutíma og fríðinda auk 10.17% í orlof, alls kr. 582,667. Þetta gerir kr. 6.621 í vikukaup og þá er árskaup eins manns (aðkeypt vinna fellur niður) í 52 vikur kr. 344.292. Ef ég fengi að ráða mundi ég láta framkvæma þennan niðurskurð strax, enda ekki verra fyrir menn nú en kláðaniðurskurðurinn haust og vetur fyrir 130 ámm eða mæðiveiki-fjár- skiptin fyrir 30 árum. Niðurskurður strax myndi spara mikið í fóðurkostn- aði og arðlausri vinnu næsta sumar og haust við slátrun og umsetningu tilgangslauss kjötútflutnings. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þessum ráðum verði fylgt. Búskaparstjómin í landinu er ekki vön að fara eftir tillögum mín- um. Liklega telja menn enn að þjóðin hafí efni á að „leika sér“ með 9.000 arðlausar kýr og 245 þúsund ær. Það er svona ein gælukind á mannsbam í iandinu. Þessi „hasar-spilamennska“ mun vafalaust halda áfram í næstu sláturtíð og eitthvað fram í tímann í íjármálaráðuneyti og Bændahöll. Hvað haldið þið, lesendur góðir, að sparast mundi mikið rekstrarfé á ári með því að leggja niður ca. 980 „hefð- bundin meðalbú"? Samkvæmt verðlagsgmndvellinum fyrir meðalbú em þessir liðir reiknaðir þannig: 1. Fóðurbætiskaup kr. 265 þús. 2. Áburðarkaup kr. 146 þús. 3. Vélarekstur kr. 72þús. 4. Vöruflutningar kr. 54 þús. 5. Endumýj. húsa og véla kr. 263 bús, Samtals kr. 800 þús. Fyrir þessi 980 meðalbú yrði spamaðurinn f sveitum og þjóðarbúi alls tæpar 800 mil(jón- irkróna. Mér dettur ekki í hug að halda fram, að hér sé ýtarlega gerð grein fyrir framkvæmd þessara umbóta og ný- skipulags I landbúnaði okkar, heldur dreg ég upp mynd af þvi, sem mætti gera og mundi vera gert, ef þekking og góður vilji væri fyrir hendi til að leysa þennan vanda, losa bændastétt- ina við auðmýkinguna og losa neyt- endur við hluta af skattpíningunni. Ofstjómina í landbúnaðinum má losna við og stjóma öllu verðlagi með rétt ákvörðuðum innflutningstollum á innfluttar matvörar. Tollar skyldu þá mæta niðurgreiðslum erlendis og ein- hverri viðbót, sem við viljum gefa landinu okkar vegna kuldans og hins stutta sumars. Bændur okkar þurfa enga „ölmusu". Þá skortir hvorki gáf- ur eða dugnað í samanburði við bændur nágrannalandanna. Og svo gætu fagmenn bændanna, ráðunaut- amir, aftur farið að beita fagmennsku sinni til að auka framleiðni búanna og arðsemi. Bréf úr Reykhólasveit: Landsbyggðin er olnbogabamið eftirSvein Guðmundsson Framleiðslukvóti bænda Að sjálfsögðu er alltaf slæmt þegar setja þarf hömlur á athafnir manna, en landbúnaðarstefna okk- ar hefur endað í blindgötu og það má ekki leiða til sundmngar í stétt- inni og þeir mega ekki deila um það hvar eigi að framleiða. Hnífil- yrði bænda em aðeins gerð til þess að auka óvinafagnað. Nú verða bændur að snúa bökum saman og veija tilvemrétt sinn. Bændur vita að þeir era í þjón- ustu neytenda og þeir hafa reynt að koma til móts við þá, en stundum hlotið vanþakklæti að launum. Maðurinn er einu sinni þannig gerður að þegar honum er rétt eitt- hvað fyrirhafiiarlaust kann hann sjaldan að meta það. Bændur hafa aukið mjög fjölbreytni í framleiðslu sinni. Þeir hafa aukið vömgæði. Hins vegar hafa bændur ekki metið sem skyldi aðstoð þá sem þeir hafa fengið frá því opinbera. Við höfum ekið á ftillri ferð inn í þá blindgötu sen nú blasir við okkur. Flestir hafa ásakað ríkis- stjómina fyrir aðgerðarleysi og vitlausa landbúnaðarsteftiu og þeg- ar breyting er gerð þá er hún ásök- uð fyrir það að viðhalda ekki fyrri stefnu. Á landið allt að vera í byggð? Það er ekkert einkamál okkar sem út á landi búum hvort landið allt eigi að vera I byggð með undan- tekningum þó. Það hefur verið og er yfírlýst stefna að svo skuli vera. Margir bændur og skyldulið þeirra hafa hlýtt þessu kalli. Nú er þetta fólk ásakað fyrir heimsku. Það er staðreynd að auðveldara er að rifa en byggja og svo hefur Svíum reynst því nú munu þeir vilja snúa frá landeyðingarstefnu sinni en erfitt mun að fá fólk til þess að snúa aftur. Ef við viljum ekki nýta vel upp- byggðar jarðir og ætlum því fólki að fólki að flytja til Reykjavíkur þá er komið upp verkefni fyrir hjálp- arstofnanir að gera 1500 til 2000 bændabýli að heimilum fyrir flótta- fólk, til dæmis Afgani. Það sem við viljum ekki nýta sjálfir ber okkur siðferðisskylda til að lofa öðmm að nýta. Skólamál Því miður hefur orðið að hafa böm í heimavistarskólum frá því þau em 7 ára og þar til skyldunámi lýkur. Skólar hafa reynt að aka bömum heim þar sem vegalengdir em ekki of miklar og líka að hafa þau ekki í skólanum lengur en 4 tilönæturísenn. Erfitt er fyrir gæslumann hveiju sinni að hafa yfírlit með stómm hóp bama á mismunandi aldri. Böm frá 7 til 12 ára aldurs eiga að vera á heinilum sínum sé þess kostur. Ef heimaakstur er, þá er sá galli á gjöf Njarðar að skólatfmi er mis- langur eftir aldri og það er langur tími fyrir 7 ára bam að vakna klukkan um 8 og koma ekki heim fyrr en klukkan 5 eða jafnvel 6 að Sveinn Guðmundsson kvöldi vegna þess að allir aldurs- hópar þurfa að nota sama bflinn. Skólasel hafa verið til bóta, en þó hygg ég að best sé að taka upp „farkennslu". Það er að kennari er sendur frá skóla byggðarlagsins og komi hann heim til bamanna og leiðbeini bæði bami og foreldrum. Að sjálfsögðu þurfa þessir kennarar að hafa ráð yfir bíl. Hversu mörgum bömum þessi kennari gæti sinnt fer eftir vegalengdum og öðmm ytri aðstæðum. Ef veður og ófærð hamlar kennara í því að geta sinnt störfum sínum. Þá gæti hann leið- beint bami og foreldmm þess í gegnum síma svo nám þurfi ekki að stöðvast. Þessi tilhögun gerir það að verk- um að lítil böm þurfa ekki að vera langdvölum frá heimili sínu tvö til Qögur fyrstu skólaárin. I mínum huga er ekkert þvf til fyrirstöðu að fleiri en einn kennari geti sinnt þessu starfi frá sama skóla. Að óreyndu get ég ekki spáð um það hvort kostnaður við skóla ykist með tilkomu útikennara en tel það þess virði að þessi tilraun yrði reynd í einum eða tveimur skólum. Skipulag- landsbyggðar í sjálfu sér er það ekki sáluhjálp- aratriði hvort fbúar sveitanna hugsi eingöngu um kýr og kindur. Þeir gætu til dæmis unnið við iðnað og má þar til nefna ull og skinn og mætti að sjálfsögðu nefna fleiri greinar. Yfirleitt hafa bændur yfir að ráða nægjanlegu húsrými þegar búfé er horfið. Hugmyndir vantar og svo þyrfti fólk að fara á nám- skeið og læra hin nýju störf. Þessi iðnaðarframleiðsla þyrfti að vera í sambandi við stærri heild. Nú hefur iðnaður gengið heldur iila úti á landsbyggðinni og má þar til nefna þömngavinnsluna á Reykhólum. Sumir vilja kenna því um að hún sé ríkisrekið fyrrirtæki og allt sem ríkið komi nálægt sé vonlaust. Auðvitað em þetta öfgar en þör- ungavinnslunni á Reykhólum var aldrei veitt brautargengi . Söfíiuð- ust strax upp skuldir sem gerðu rekstur óarðbæran. Þömngavinnsl- an var og er íslenskt hugvit og hlýt- ur að vera áhugamál allra að hún gegni sínu hlutverki. Mín skoðun er, að stæði Þömngavinnslan við Elliðaárvog eða á öðmm heppileg- um stað á Reykjavíkursvæðinu, og svipað hráefni væri og er við Breiða- fyörð væri hún blómlegt fyrirtæki. Væri hægt að sýna mér fram á að þessi fullyrðing væri röng þá skal ég vera fyrstur til þess að viður-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.