Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 61

Morgunblaðið - 27.02.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 61 • Jai-Choong Yoo, þjálfari Suft- ur-Kóreu, getur svo sannarlega verið ánægður með sína menn. Stórsigur gegn íslendingum og afteins eins marks tap gegn Rúm- enum. Heppnissigur Rúmena á sprækum Kóreumönnum RÚMENAR voru sannarlega heppnir aft vinna 22:21 sigur á hinu skemmtilega lifti Suður- Kóreu f gærkvöldi. Á síðustu sekúndu leiksins áttu Kóreu- mennirnir skot í marknetið hjá Rúmenum, en þegar boltinn var í loftinu var leikurinn flautaður af og Rúmenar sluppu með skrekkinn. Leikurinn hófst með miklum lát- um og var greinilegt að Rúmenar voru búnir að ákveða að svara hröðum leik Kóreumanna í sömu mynt. Leikurinn var því stórkost- lega skemmtilegur á að horfa og gáfu Rúmenar Kóreumönnum ekkert eftir í skrautlegum leikflétt- um þar sem leikmenn flugu fram og aftur um vítateiginn. Aðalmaður Rúmena í fjarveru Stinga, Voinea, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og var maðurinn á bak við sex marka forystu Rúmena í leikhléi, 15:9. I síðari hálfleik kom fljótlega í Ijós að Rúmenar höfðu ekki getu í að leika á svona hraða allan leik- inn, þeir reyndu að róa spilið niður og hanga á þessari góðu forystu. En það þýðir ekki á móti Kóreu- mönnum — þeir voru eldsnöggir í sókninni, pressuðu framar og framar í vörninni og strax eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik var munurinn kominn niður í eitt mark. Um miðjan hálfleikinn höfðu þeir jafnað og allt var að verða vitlaust á áhorfendabekkjunum, en þar voru allir á bandi Kóreumanna. Jafnt var síðan á öllum tölum upp í 19:19, en þá skoruðu Rúmenar tvö mörk í röð og þegar hálf mínúta er eftir hafa þeir enn tvö mörk yfir, 22:20. Kóreumenn léku þá vörnina alveg á miðlínu vallarins, náðu boltanum strax og skoruðu. Aftur byrjuðu Rúmenar þegar 10 sek- úndur voru eftir, og aftur náðu Kóreumenn boltanum, en voru sagði í upphafi. Kang var markahæstur þeirra, eins og í íslandsleiknum, með 8 mörk, en Vionea skoraði 8 fyrir Rúmena. Staðan í C-riðlinum: Allt getur gerst MEÐ sigrinum á Tékkum i gær- kvöldi og afar góðri frammistöðu Kóreumanna á móti Rúmenum hafa vonir íslendinga um sæti í milliriðli glæðst að nýju. Nú verður að telja töluverðar lík- ur á að Kóreumenn vinni Tékka á föstudaginn og að það verði Tékk- ar en ekki íslendingar sem falla úr keppninni. Ef hinsvegar Tékkar vinna og öll liðin þrjú verða jöfn með tvö stig (og Rúmenar með 6 stig) þá gildir markatala úr riðlinum íheild. Staðan í riðlinum er nú á þessa leift: Rúmenía 2 2 0 0 45:39 4 S-Kórea 2 1 0 1 50:43 2 ísland 2 1 0 1 40:47 2 Tékkóslóvakía 2 0 0 2 36:42 0 ísland hefur því þrjá möguleika á að komast áfram. í fyrsta lagi að Kórea vinni Tékkóslóvakíu og þá fer ísland í milliriðil með 0 stig. I öðru lagi að ísland vinni Rúmeníu, eða geri jafntefli, og þá förum við í milliriðil með þau stig og hugsan- lega stigin á móti Tékkum ef Tékk- arvinna Kóreu. í þriðja lagi, og það virðist nú fjarlægasti möguleikinn, að Tékkar vinni Kóreumenn með miklum mun og sendi Kóreumenn úr keppninni. Það vilja Tékkar hins- vegar örugglega ekki, því þá fara þeir stigalausir í milliriðil. Þeir vilja vinna Kóreu, en með hæfilegum markamun svo að það verði Kóreu- menn sem fari þá stigalausir í milliriðil, en íslendingardetti út. Það er því spennandi að sjá hvað gerist á föstudaginn. Knattspyrna: Robson afgreiddi Israelsmenn BRYAN ROBSON, sem lék nú með enska landsliðinu í knatt- spyrnu í fyrsta sinn síðan f októ- ber, skoraði bæði mörk Englands í sigri þeirra yfir ísrael, 2-1, í æfingaleik í Tel Aviv í gærkvöldi. ísraelsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum strax á 7. mínútu leiksins með marki Eli Ohana. Enski lands- liðsfyrirliðinn, Bryan Robson, jafn- aði svo leikinn er sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, eftir góðan undirbúning frá Glenn Hoddle. Sigurmarkið skoraði hann síðan úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok, eftir að varnarmaður hafði handleikið knöttinn, eftir skot hans að marki. Búist hafði verið við að þessi leikur yrði Englendingum léttur en sú varð ekki raunin, því ísraels- menn bitu verulega frá sér og áttu ekkert minna í leiknum. Leikurinn fór fram á Ramat Gan-leikvangin- um í Tel Aviv að viðstöddum að- eins 15.000 áhorfendum. Lið Englands var þannig skipað í þesaum leik:Peter Shilton, Gary Stevens, Alvin Martin, Terry Butcher, Kenny Sansom, Glenn Hoddle, Ray Wilkins, Bryan Robson, Peter Beardsley, Kerry Dixon og Chris Waddle. Morgunblaðið/RAX • Karl ásamt félögum sfnum Ágústi Einari Skúlasyni, Ragnari Ármannssyni og Benedikt Sveinssyni fylgist með leiknum í gærkvöldi. „Kerfin gengu upp“ „ÞETTA var allt annað. Nú virtust þeir vita hvað þeir voru að gera allan tímann," sagði Karl Þráins- son, landsliðsmaðurinn frá Vfk- ingi, eftir að hafa horft á leikinn með félögum sfnum. „íslendingar áttu ekki stórleik í gærkvöldi. Þeir geröu mörg mis- tök. En Tékkarnir gerðu ennþá fleiri og það gerði gæfumuninn. Reyndar hélt ég þegar brotið var á Þorbirni á línunni að þetta væri búið. En þrátt fyrir mörg mistök á síðustu mínútunum tókst þetta,“ sagði Karl sem að öllum líkindum hefði sjálfur verið í landsliðshópn- um í Sviss hefði hann ekki meiðst fyrr í vetur. „Liðið lék 6—0 vörn allan leikinn og gekk mjög vel. Þeir vörðu mörg skot frá Tékkunum og það er frá- bært. Þegar skot eru varin af vörn eru alveg jafnar líkur á því hvort liðið fær boltann úr frákastinu, og það gefur mikla möguleika á hraðaupphlaupum. Kerfin sem íslenska liðið leikur byggjast öll á því sama — að fá tvo varnarmenn í einn íslenskan sóknarmann og losa með því um sóknarmann einhverstaðar annar- staðar. Oftast byrjar þetta með því að hornamennirnir hlaupa inn í vörnina og „blokkera", eins og sagt er, og þó er yfirleitt einn maður orðinn laus. Þetta er þaö sem íslenska liðið er að reyna allan leikinn og í gærkvöldi gekk það vel. Flest mörkin komu eftir svona sagði Karl Þráinsson leikfléttu," sagði Karl. „Þetta er orðið skemmtilegt aft- ur, eftir þetta áfall í fyrrakvöld — nú getur allt gerst. Hver veit nema við náum að standa uppi í hárinu á Rúmenum," sagði Karl að lokum. HEKIA HF LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 - 21240 POTTAR POWWUR úr smelltu steypujárni frá ^ LE CREUSET FrönsK gæöavara: Mjög auövelt aö hreinsa. Hámarks nýting á hitaorku. 5 LITIR: □ HVÍTT □ SVART □ QULT □ LEIRBRÚHT □ RAUTT Heimilis- og raftækjadeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.