Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 27 Handrítamálið formlega til lykta leitt í Kaupmannahöfn: Stríði milli bræðra er lokið Dr. Gylfi Þ. Gislason, Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra íslands og Bertel Haardel menntamálaráðherra Dana við undirritun tillagna um afhend- ingu handritanna og samstarfs- samning. — sagði Bertel Haardel menntamálaráðherra Dana Kaupmannahöfn, 26. febrúar. ^ Frá fréttaritara Morgimbiadsins, Guðrúnu Láru Ásgeirsdóttur. I DAG var handritamálið formleg'a til lykta leitt í danska menntamálaráðuneytinu. Það var stór stund þegar mennta- málráðherrarnir tveir, Bertel Haardel og Sverrir Hermanns- son, undirrituðu tillögurnar um afhendingu handritanna og samstarfssamning. „Stríði milli bræðra er lokið,“ eins og danski ráðherrann komst að orði. Nokkrir gestir voru viðstaddir undirskriftina. Embættismenn for- sætis-, utanríkis- og menntamála- ráðuneytis, Hafnarháskóla, Áma- safns og skilanefndar. Frá íslandi voru mættir auk Sverris Hermanns- sonar dr. Gylfi Þ. Gíslason, dr. Jón- as Kristjánsson _ forstöðumaður Amastofnunar og Ámi Gunnarsson skrifstofustjóri. Bertel Haarder bauð gesti vel- komna og lýsti mikilli ánægju með góð endalok handritamálsins þann- ig að báðar þjóðimar megi vel við una. Hann ræddi um söfnun hand- ritanna á Islandi og vonaði að allir vissu að það hefði verið gert til að varðveita þau en ekki til að ræna. Ráðherrann gladdist sérstaklega yfir því að Gylfi Þ. Gíslason fyrrver- andi menntamálaráðherra gat verið viðstaddur en það var í ráðherratíð hans og Jergen Jergensen sem málið komst fyrir alvöru á rekspöl eins og allir vita. Þá þakkaði ráð- herrann skilanefndinni mikil og góð störf en nefndin hélt fjömtíu og tvo margra daga langa fundi frá 1971 til 1984. Þá átti eftir að ráðstafa um 200 handritum sem nenfdin gat ekki orðið sammála um. Bertel Fjórtánda janúar s.l. héldu ráð- herramir fund og ákváðu að fá tvo sérfræðinga og einn ráðgjafa til að ráðstafa handritunum og vom þeir að íslands háfu dr. Jónas Kristjáns- son, dr. Jakob Benediktsson og til ráðuneytis dr. Ólafur Halldórsson. Þessir menn komu saman skömmu seinna og fundu lausn á stuttum tíma þ.e. að 84 handrit skyldu send heim þegar viðgerðum og ljósritun væri lokið. Sagði Sverrir Hermannson að undirrituðu tillögumar yrðu nú lagðar fyrir forsætisráðhera Dana formsins vegna. I samstarfssamn- ingnum er meðal annars kveðið á um að ljósrita skuli öll hnadritin sem eftir verða í Konungsbókhlöðu og í Ámasafni. Er það gýfurlegt starf og er um fjögur hundmð þúsund blaðsíður sem áhugaverðastar em. Þá em í samningnum ákvæði um að auka sameiginlega handrita- rannsóknir í báðum höfuðborgun- um, sagði ráðherran að lokum. Bertel Haarder menntamálaráð- herra Dana var afar ánægður yfir endalokum handritamátsins og lagði áherSlu á að bæði Island og Danmörk hefðu unnið. „Þessi ein- stæða samvinna íslendinga og Dana á sér ekki hliðstæðu í heim- inu,“ sagði hann. Einar Ágústsson sendiherra lét í ljós mikia gleði yfir að handritamál- ið væti til lyktar leitt. Hann sagðist vera ánægður yfir að fá tækifæri til að vera viðstaddur þessa hátíðar- stund sem senddiherra hér í dan- mörku „Ráðherrarnir báðir hafa sýnt kjark og skilning við að lag- færa þær snuðmr sem konar vom á þráðinn og ber að þakka það. „Mikil ánægja ríkir nú þegar handritamálinu er lokið,“ sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason. „Sannleikurinn er sá að afhending Dana á handrit- unum er svo einstakur atburður í sögunni og menningarsamskiptum þjóða að heimurinn ætti að vita betur um það. Dönum bar ekki skylda til að afhenda handritin. Það var engin réttarkrafa, við bara vonuðum að Danir skyldu ósk okk- ar. í raun og vem gátum við ekki orðið sjálfstæð þjóð, talið okkur sjálfstæð fyrr en handritin væm komin heim. Þetta skildu Danir óg þvreigum viðaldrei að gleyma.“ Haarde var þakklátur Sverri Her- mannssyni fyrir dirfsku og fram- takssemi hans í málinu. Það væri honum að þakka að málið losnaði úr þeirri ládeyðu sem það virtist vera komið í. „Við emm öll glöð f dag og til marks um það blaktir ríkisfáninnn við hún,“ sagði Haarde að lokum. Sverrir Hermannsson tók undir orð kollega síns og þakkaði kjark og skilning þeirra mörgu sem áttu hlut að góðum lyktum handrita- málsins. „Við kunnum vel að meta lipurð Dana,“ sagði hann, „og þeir unnu í síðari hálfleik." Þá undirskrifuðu ráðherramir bæði tillögumar og starfssamning- inn og að lokum flutti rektor Hafn- arháskóla, prófessor Ove Nathan, ávarp. Bertel Haardel menntamálaráðherra Dana, Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra íslands, Gylfi Þ. Gíslason, dr. Jónas Kristjáns- son forstöðumaður Árnastofnunar, Inge Thygesen ritari í danska menntamálaráðuneytinu og prófessor Ove Nathan rektor Hafnar- háskóla. Einstakur við- burður í sögunni — sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason Ksupmsnnshöfn 26. febrúar 1986 Frá f réttaritara Morgunblaðsins Guðrúnu Láru Ásgeirsdóttur. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra sagði í viðtali að hann hefði fyrst hitt Bertel Haarder í nóvember. Skilanefndin hefði ekki náð samkomulagi um síðustu 198 handritin en þar á meðal eru nokkrir dýrgripir. Tveir danskir háskólamenn höfðu í fyrra sumar gert tillögur að beiðni Bertil Haarder og fengu þær mótbyr heima. SKIPULEGT NAM í MARKAÐS 0G ÚTFLUTNINGSFRÆÐUM 10 mánaða nám í útflutningsverslun og markaðssókn hefst 11. mars nk. Er það einkum ætlað þeim er starfa við markaðs- og útflutningsmál eða hyggjast hefja slík störf. Námið skiptist þannig, að nemendur sækja þrjú 3ja daga námskeið, en á milli námskeiðanna eiga nemendur að tileinka sér námsefni sem lagt er fram hverju sinni. Einnig eru gerðar miklar kröfur til þess að nemendur leysi heimaverkefni er tengja saman námsefni og dagleg störf þeirra. Námslýsing: NÁMSKEIÐ 1 11.-13. mars kl. 9-17 NÁMSKEIÐ 2 25.-27. ágúst kl. 9-17 NÁMSKEIÐ 3 17.-19. nóv. kl.9-17 Hvað er útflutningur • Hvað er markaðssókn • Tilefni útflutnings • Munurinn á sölustarfi og markaðsstarfi • Stefnumótun fyrirtækja • Mótun fyrirtækja • Alþjóðlegar reglur um útflutning • Stofnanir í þágu útflutningsaðila • Söfnun markaðsupplýsinga ■ Hagnýt verk- efni Heimaverkefni ■ Söluráðar • Val á mörkuðum • Val á vöru • Vöruaðlögun • Vöruþróun • Dreifileiðir • Verðstefna • Stjómun útflutnings • Hagnýt verkefni Heimaverkefni ■ Helstu greiðsluskilmálar • Greiðslufyrirkomulag • Starf á vörusýningum • Vöruflutningur • Útflutningsreglur • Útflutningslán • Sölu- og samningagerð ■ Hagnýt stýring á útflutn- ingi • Skriflegt próf Aðalleiðbeinendur: Lasse Tveit framkvæmdastjóri Norsk Kjedeforum Arvid Sten Kása framkvæmdastjóri Útflutningsskóla Noregs Námskeiðið fer fram á ensku. Að námi loknu fá nemendur sérstaka viðurkenningu. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 621063/621066 UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓU ÍSLANDS Ánanaustum 15 •lOIReykþvík 91 -621063 ■ Tlx2085
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.