Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 7

Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 7
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 7 Þegar menntun, reynsla og þekking á þjóðmálum fara sam þá er auðvelt að velja sætið j’rófkjör fstæðisflokk Mezzoforte í hljómleika- ferð um Evrópu HLJÓMSVEITIN Mezzoforte verður á tónleikaferð um Evrópu seinni hluta október og í nóvemb- er til að fylgja útgáfu á sjöundu hljómplötu sinni, No Limits, úr hlaði, en hún er væntanleg á markaðinn i síðar i mánuðinum. Fyrstu tónleikarnir verða haldn- ir á Broadway 24. október nk., en það verða einu tónleikar hljómsveitarinnar hér á landi. Síðan er ferðinni heitið til Sviss, Þýskalands, Danmerkur og Noregs. Alls mun Mezzoforte leika á 30 hljómleikum og síðan er áætlað frekara hljómleikahald með nýju ári. Hljómsveitina skipa þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunn- laugur Briem trommuleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Loðnuverð hækkað á Seyðisfirði LOÐNUVERÐ er óbreytt að und- anskyldu því að ríkisverksmiðjan á Seyðisfirði hefur hækkað verð sitt úr 1.700 krónum á tonnið í 1.750 krónur. Aðrar verksmiðjur eru áfram með 1.700 krónur nema ríkisverk- smiðjan á Reyðafírði sem greiðir 1.800 krónur fyrir tonnið. Verð þetta gildir frá og með 17. október. Þingmönn- um boðið að skoða Háskólann Alþingismönnum og framá- mönnum í atvinnulífinu verður boðið til kynningar í Háskóla íslands nk. laugar- dag, 18. október. Kynningin hefst kl. 15.00 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut þar sem rektur HÍ, Sigmundur Guðbjarnason, og fulltrúar háskóladeilda kynna starf- semi háskólans. Því næst verður farið í hið nýja hús læknadeildarinnar, sem er rétt við Umferðarmiðstöðina, húsið skoðað og frekari bygg- ingaráform kynnt. Eftir það verður ekið aftur upp á Mela og þijár stofnanir skoðaðar þar. Litið verður fyrst inn í Árna- garð. Síðan verður Raunvísinda- stofnun skoðuð og að lokum Verkfræðideild HÍ. Uppblástur í Húsavíkurfjalli Húsavfk: SKIPTAR skoðanir hafa verið um uppblástur í Húsavikurfjalli undanf arna áratugi, en menn eru sammála um að fræ og dreifing áburðar Landgræðslu ríkisins hafi borið góðan árangur. En vágesti gróðursins, sauðkind- inni, hefur eftir fækkun mörg liðin ár aftur farið að flölga á Húsavík þrátt fyrir offramleiðslu kindalqots og kvótakerfís. Sauðkindin legst mjög mikið í gróðurinn í fjallinu og þá sérstaklega nýgræðinginn. Heyrst hefur að Landgræðslan neiti frekari áburðardreifingu í flallið þar til það hefur verið girt og friðað fyrir búpeningi. Vonandi hefur bærinn sem fyrst efni á því að girða fjallið, enda hvað ný gerð rafmagnsgirðinga mjög hafa rutt sér til rúms og vera kostnaðarminni en gömlu neta- eða gaddavírsgirðingamar. Fréttaritari Frá Húsavik. Húsavfkurfjall f baksýn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.