Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 „Við hefdum betur haft túlkinn um borð í keppninni, það' skildi enginn ensku og því fór sem fór,“ sagði Úlfar sem stendur hér ásamt túlki þeirra í ferðinni, frönsku stúlkunni ísabella, sem bjargaði því sem bjargað varð. Lögregluþjónn varð rallökumönnum að falli Það var dapurlegur endir á þátttöku félaganna _ Hafsteins Aðalsteinssonar og Úlfars Ey- steinssonar i rallkeppni _ á Frönsku rivierunni nýlega. Óku þeir óbreyttum Audi Quattro, sem bróðir Hafsteins hafði fest kaup á í Þýskalandi. En eftir að hafa ekið helming keppninnar urðu þeir að hætta eftir að hafa farið útfyrir leyfileg tímamörk á ferjuleið. „Þetta var hrikalegt," sagði Úlf- ar í samtali við Morgunblaðið, „við vorum að aka að einni sérleiðinni og komum þá að lögregluþjóni á gatnamótunum. Hann vísaði okkur í aðra átt en við vildum fara og eftir að hafa þráttað lengi við hann fórum við eftir leiðbeiningum hans. í ljós kom að það var vitlaust og við fengum innfæddann mann til að lóðsa okkur aftur á réttan stað. Það var svakalegur akstur, enda um líf og dauða að tefla ef við átt- um að ná að halda áfram keppni. Þegar við loks komum að tímavarð- stöðinni fyrir leiðina, var okkur tilkynnt að við værum úr keppni. Það var ekkert hægt að gera og allt búið. Okkur var búið að ganga ágætlega, vorum í 97. sæti, en 230 bílar lögðu af stað. Mikil afföll voru í keppninni, um helmingur féll úr leik. Keppnin var öll á malbiksleið- um í fjallaskörðum og því erfið,“ sagði Úlfar. Sigurvegari varð Francois Chatriot á Renault Turbo, eftir harða keppni við Didier Auriol á Metro. Sá síðarnefndi lenti í vélar- vandræðum og varð fjórtándi, en það nægði honum samt til að hreppa Frakklandsmeistaratitilinn í rall- akstri. Yves Loubet á Alfa Romeo náði öðru sæti, en Danny Snobeck á Benz 190 því þriðja. — GR Karlinn, köttur- inn og rebbi Békmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Svend Nordquist: Hænsnaþjóf urinn Þýðing: Þorsteinn frá Hamri Iðunn, 1986. Það hefir aldrei verið okkar sterka hlið, íslendinga, að vera fyndnir. Helzt vekur okkur hlátur ófarir annarra eða þá klúrleikinn. Því er gaman að kynnast að hvor- ugt þarf til að vera fyndinn og þá lexíu kennir okkur Sven Nordquist í þessu ævintýri. Einrænn, skrýtinn karl, Pétur, og kötturinn hans, Brandur, búa í friði upp í sveit. Þeir höfðu allt til alls að þeim fannst, og þar á meðal nokkur hænsn. En þá er það einn dag að Gústi granni kemur með veiðihund í bandi og byssu við öxl og tilkynnir Pétri að hænsnaþjófur, refur, sé kominn í byggðina. Eðli- lega var þetta ill frétt og er nú margt brallað af Pétri og Brandi, til þess að kenna refnum betri siðu. Til þess nota þeir hyggjuvit sitt allt, og ekki skortir þá hugmynda- flugið. Hænumar ganga í lið með þeim og gildra er sett upp. Að henni kemur refurinn, haltur vesalingur, sem vekur meðaumkun þeirra er gildruna hafa lagt, en hvort það eru bænir þeirra eða kænska rebba er snýr honum frá hættunni veit ég ekki, en annar sem ekki þarf síður en rebbi á lærdómi að halda, lendir í „snörunni". Myndir höfundar eru listaverk sem langan tíma tekur að skoða, fullar af glettni og fögnuði yfir lífinu og virðingu fyrir því. Það er því sannarlega þess virði að stinga þessari bók í pakka til barns er þú lætur þér annt um. Þýðing Þorsteins er mál stílist- ans, skáldsins og því fengur hveiju barni er kynnist. Hafi útgáfan og þeir er að unnu kæra þökk fyrir prýðis bók. Fyrirlestur um skóga á Islandi FUGLAVERNDARFÉLAG ís- lands heldur í kvöld fræðslufund í Norræna húsinu. Að þessu sinni er fundarefnið ekki um fugla. Erindið sem flutt verður nefnir fyrirlesarinn íslenskir skógar, vist- kerfi í mótun. Fyrirlesturinn flytur Jón Gunnar Ottósson líffræðingur sem starfar hjá Skógrækt ríkisins en hann er skordýrafræðingur. Mun Jón Gunnar bregða upp litskyggn- um máli sínu til frekari skýringar. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Metsölublaó á hverjum degi! „Prjóna Páll ^ Kjörin jólagjöf, jafnt handa börnum sem fullorðnum, og ekki síst henni ömmu 1» xyiUmv (fa) tnooMtfa » m»ln Ut phi* tufiAo du mond* H«t >n«li(a haixUM^ •yttMnn t«i L> m*atÍMta • nuno pfú v«ioc« (kH mondo Knitting Pal er ný uppfinning frá Ítalíu — einfalt prjónaáhald sem eykur mjög prjónahraðann. Með „Prjóna Páli“ er t.d. hægt að prjóna 2,4,6 eða fleiri umferðir í einu og fjölda prjónamynstra. Hægt er að blanda saman garntegundum, litum og mynstrum með ótrúlegum árangri. Skemmtilegt áhald fyrir unga sem aldna í smekklegum umbúðum. „Prjóna Páll“ fæst í eftirtöldum verslunum: Versluninni Ingrid, Hafnarstræti 9, Reykjavík, Handprjónabúðinni Enoss, Hafnarstræti 88, Akureyri, Versluninni Veroniku, Eyrarvegi 1, Selfossi, Versluninni Dís, Austurmörk 4, Hveragerði. Verslunarfélagið Asgeir,Siglufirði Heildsölubirgðir, sími 91-10301 og 28031. JÓLABÆKUR DYNGJU Sij’urður Óii Sigurðsson Úr lífi verkamannsins Úr lífi verkamanns. Rímur, Ijóð og lausauísur eftir Sigurð Óla Sigurðsson verkamann og sjó- mann frá Vigur við Djúp. GÓÐAR BÆKUR FRÁ DYNGJU Ferskeytlur. Úr safni Jakobínu Johnson skáldkonu í Seattle. Tilvalin gjöf til vina og frænda í Vesturheimi. I D U i\ N, S 0 G 0 II I T EM VMSA MENS OC VIÐBOHOI, tíSIHO LANDA OG PJÓDA Otí nAttORUNHAR. SAI SAÐ, tsU.SZKAD 0(3 K031AI) UEFUt SlGinDllll GUNNARSSON. AKUREYRI 1860. kltmiD í WlENTSMlWO SORDLR - 00 AOÖTl’KUU- D.KHISIN.S, IUA n. UELOASYKL Iðunn. Sögurit um ýmsa menn og viðburði, lýsing landa og þjóða og nátlúrunnar. Þetta er Ijósprentuð útgáfa af elstu Iðunni sem kom út 1860 og var kostuð af Sigurði Gunnarssyni presti og alþingis- manni á Hallormsstað og Desjamýri. Aðalheiður Tómasdóttir DRACIMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Skrásett af Ingvari Agnarssyni Draumar og æðri handleiðsla. lngvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðal- heiðar Tómasdóttur eiginkonu sinnar. . bókaútgáfa, Borgartúni 23,105 Reykjavík, box 5143,125 Reykjavík. 0 91-28177,91-36638 og 91-30913 Dyngja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.