Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 96

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 96
semþarf ttrgtniMfifrife STERKTKDRT + ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 VEIÖD I LAUSASOLU 50 KR. Haglabyssa á bílastæði HAGLABYSSA fannst á bíla- stæði við Hátún á laugardag. Maður sem leið átti um bflastæð- tók eftir því að einhver hlutur lá á stæðinu. Reyndist það vera hagla- byssa í poka. Maðurinn lét lögregl- una vita, sem tók byssuna í sína vörslu. Hún var óhlaðin og hefur eigandinn að öllum líkindum lagt hana frá sér á stæðið á meðan hann hugði að öðrum farangri. Vit- að er hver eigandinn er, en f gærkveldi hafði lögreglan ekki náð sambandi við hann. Hjálparsveit skáta: Greiðir bak- vaktir lækna á þyrlu Gæslunnar STJÓRN Hjálparsveitar skáta ^tvað á fundi sínum í gær að greiða bakvaktir lækna á þyrlu Landhelgisgæslunnar i einn mánuð til að byija með. Læknar hafa undanfama 8 mánuði tekið þessar bakvaktir í sjálfboða- vinnu, og er talið að á þessu tímabili hafi þeir bjargað að minnsta kosti sex mannslífum. Frestur sem gef- inn var til þessarar sjálfboðavinnu rann út á miðnætti síðastliðnu og að sögn talsmanna Hjálparsveitar skáta var ákvörðun tekin um að greiða vinnu læknanna í einn mán- uð á meðan fundinn yrði viðunandi lausn á málinu. 8 DAGAR TIL JÓLA Morgunblaðið/Eiríkur Finnur Greipsson Unnið að því að moka flugvélina lausa úr snjóruðningnum sem vélin lenti í þegar hún rann fram af flugbrautarendanum á Flateyri í gær. Hlekktist á í lendingu á Flateyri FLUGVÉL af gerðinni Cessna 402 frá Leiguflugi Sverris Þór- oddssonar hlekktist á í lend- ingu á flugvellinum á Flateyri i gær þegar hún rann fram af brautarendanum og lenti þar í snjóruðningi. Sex farþegar voru í vélinni auk flugmannsins og sakaði engan. Sáralitlar skemmdir urðu á vélinni og ákvað flugmaðurinn að fljúga vélinni til Reykjavíkur þar sem hann lenti heilu og höldnu um klukkan 16.30. í samtali við Morgunblaðið sagði Erlendur Borgþórsson flug- maður að vélin hefði runnið á hlið í halla fram af brautinni og lent þar í snjóruðningi. Erlendur sagði að flugvöllurinn á Flateyri væri venjulega til fyrirmyndar hvað aðstæður varðar, en í þetta skipti hefði verið mjög hált eftir rign- ingu og þíðu. Þar sem ekkert var að sjá á vélinni annað en að aðra hjólalúg- una vantaði, ákvað Erlendur að fljúga vélinni til Reykjavíkur. Hann flaug með lendingarhjólin niðri og tók flugið klukkutíma, en venjulegur flugtími á þessari leið er 40 mínútur. Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli hafði við- búnað á flugbrautinni þegar Erlendur lenti en allt gekk að óskum. Eru úthlutunarákvæði kosningalaga meingölluð? Aðalhöfundur laganna hvetur tíl endurskoðunar ÞORKELL Helgason, stærð- fræðingur, sem er aðalhöfundur úthlutunarákvæða núgildandi kosningalaga, telur nauðsynlegt að þeim verði breytt fyrir næstu þingkosningar, þar sem þau séu mjög gölluð. í bréfí sem Þorkell ritaði kosn- ingalaganefnd neðri deildar Al- þingis fyrir stuttu segist hann vilja „Stakk mér undir borð o g beið þess sem verða vildi“ ÓVENJU djúp lægð kom upp að landinu um helgina og fylgdi henni hvassviðri um land allt. Sums staðar varð fárviðri og á ísafjarðarflugvelli var ein mesta, ef ekki mesta, veðurhæð sem mælst hetu: hér á Iandi. Skilin sem fylgja lægðinni fóru yfir landið í fyrrinótt. Lítið eignatjón varð og ekki er vitað um nein slys á fólki. Veðurhamurinn var einna mestur í Grindavík og á Isafirði. Grímur Jónsson flugumferðar- stjóri á Ísaíjarðarflugvelii kom til vinnu um klukkan 7 á mánudags- morgun. Hann sagðist hafa farið að taka niður tæki í flugtuminum til að forða þeim frá tjóni vegna óveðursins. „Ln þegar vindhraða- mælirinn var kominn í botn á 120 hnútum, sjórokið með klaka- hröngli og gijótkasti buldi á rúðunum sem svignuðu ógurlega, þá stakk ég mér undir borðið og beið þess sem verða vildi,“ sagði Grímur í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Sjá miðopnu og blaðsíður 51 og 52. „hvetja nefndarmenn til að taka úthlutunarákvæði nýju kosninga- laganna til gagngerrar endurskoð- unar og láta ekki þetta kjörtímabil líða án þess að svo verði gert.“ I bréfinu nefnir Þorkell tvö atriði, sem hafí styrkt hann í þessari skoð- un. Annars vegar ítarlega gagnrýni Jóns Ragnars Stefánssonar, stærð- fræðings, á reiknireglur laganna. Hins vegar segir hann, að það hafí valdið sér áhyggjum, að allmargir menn hafí rætt við sig um mögu- leika sína á að ná kjöri færu þeir í sérframboð af einhvetju tagi. „Bersýnilegt er, að þar eru menn að horfa í þá möguleika, sem nýju lögin veita sérframboðum," segir Þorkell orðrétt í bréfínu. Páll Pétursson, alþingismaður, sem er formaður kosningalaga- nefndarinnar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að þetta erindi væri nú til athugun- ar í nefndinni. Unnið væri að útreikningum fyrir nefndina í sam- bandi við þá gagnrýni, sem fram hefði komið, og jafnframt væri nefndin að athuga, hvort einhver ákvæði kosningalaganna stönguð- ust hugsanlega á við stjómar- skrána. Páll sagði, að tvö önnur atriði, er vörðuðu kosningalögin frá 1984 væru til umræðu í nefndinni. í fyrsta lagi ákvörðun um kjördag til frambúðar, en samkvæmt núgild- andi lögum er kjördagur síðasti laugardagur í júní. í öðru lagi væri nefndin að ræða ýmsar hugmyndir um aukin áhrif kjósenda á röðun á framboðslista. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það útbreidd skoðun meðal þingmanna að úthlutunar- ákvæði eða reiknireglur núgildandi kosningalaga séu meingallaðar, enda byggðar á málamiðlun milli ólíkra hagsmuna. Óvíst er hins veg- ar, hvort samstaða getur tekist um breytingar og munu alþýðubanda- lagsmenn einkum vera andsnúnir því að breyta lögunum að þessu leyti. t -Tí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.