Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Vetrarvertíðm Sandgerði: Stöðug löndun á loðnu hefur verið í vikunni Sandgerði.^ LOÐNULÖNDUN hefur verið nær stöðug alla síðustu viku í Sandgerði og lönduðu 4 bátar rúmlega 3 þúsund tonnum í 6 sjóferðum. Öll loðnan hefur farið til hrognatöku. I febrúar lönduðu 5 bátar tæplega 6.700 tonnum af loðnu og var Dagfari ÞH hæstur með tæp 2.500 tonn. Talsvert hefur dregið úr afla línu- bátanna í síðustu viku, en afli hjá netabátunum var mun jafnari. Bergþór sem er á netum var með bestu útkomuna 64,2 tonn eftir vik- una. Síðan kom Amey með 47,8 tonn og Þorkell Ámason var með 47,7 tonn. Freyja var aflahæsti línubáturinn með 39,4 tonn. Sigurður Bjarnason var með 33,5 tonn og Mummi var með 30 tonn slétt. Vikubolfiskaflinn var 675,8 tonn og er það heldur lakara en vikuna þar á undan. - BB Keflavík: Albert Ólafsson KE með 255,61 Keflavfk. ALBERT Ólafsson KE sem rær með línu var aflahæstur Keflavíkurbátanna í janúar og febrúar með 255,6 tonn. Síðan kom Happasæll með 240,7 tonn, Búrfell KE með 228,4 tonn og Boði KE með 216,4 tonn. Happasæll KE sem er á netum var með mesta aflann í síðustu viku, 48,7 tonn og var það rúmum 30 tonnum meira en vikuna á undan. Síðan komu netabátamir Stafnes KE með 45,9 tonn og Skagaröst KE með 45,1 tonn. Boði KE var aflahæsti línubátur- inn með 34,7 tonn og Albert Ólafsson KE var með 28,3 tonn. Minnstu bátamir gátu lítið verið að vegna veðurs og fóru færabát- amir aðeins tvisvar á sjó í vikunni. Þeir voru að fá frá 100 kg. upp í 600 kg. Vikuaflinn var 559,2 tonn Patreksfj ör ður: Gæftir góðar og mikill afli Patreksfirði. GÆFTIR voru góðar í síðustu viku og afli góður. Fiskur kom- inn upp á grunn og talsvert mikið um loðnu í aflanum. Brimnesið landaði 14,2 tonnum i 3 löndun- um, Egill 31,5 tonnum í 4 löndunum, Andri 13 tonnum i 2 löndunum, Vestri 45,3 tonnum i 3 löndunum, Patrekur 67,3 tonn- um í 4 löndunum og Þrymur 14 tonnum i 1 löndun. Skuttogarinn Sigurey landaði 100 tonnum af blönduðum afla. Þrymur, Vestri, Patrekur og Egill eru komnir á net en aðrir halda áfram á línu. Eitthvað eru smábátaeigendur famir að ditta að hjá sér og und- irbúa sig fyrir sumarið enda byija þeir sem sækja fastast í byrjun apríl. Fjóla BA hefur stundað skelveið- ar hér í firðinum og hefur afli verið sæmilegur. Fréttaritari. og er það töluverð aukning frá síðustu viku, en þess ber að gæta að bátum sem leggja upp í Keflavík og Njarðvík hefur fjölgað eitthvað. - BB V estmannaeyjar: Morgunblaðið/Árni Sæberg. Aflinn blóðgaður um borð í Garðey SF. Loðnan kreist af krafti ogþorskurinn að glæðast Vestmannaeyjum. NÚ ER unnið á vöktum allan sólarhringinn við loðnuhrogna- frystingu í öllum frystihúsum í Eyjum. Þvílíkar annir hafa verið í frystihúsunum að skólafólk var feng^ð til þess að ganga vaktir við frystinguna yfir helgina. Enginn uppgripaafli hefur verið hjá bátunum en menn eru þó hressir með það að þorskurinn er verulega tekinn að glæðast. Loðnuhrognavinnslan hefur gengið mjög vel enda hér til staðar mjög fullkominn búnaður til þess að kreista hrognin úr loðnunni. Frystihúsin eru mjög afkastamikil og unnið er hörðum höndum við gífurlega verðmætasköpun. Verð- mæti hvers loðnufarms margfaldast í verðmæti við það að úr honum eru kreist 5-8% hrogn. Hjá netabátum var sæmilegur reytingur í síðustu viku og þokka- legur hjá trollbátum. Tíðarfarið hefur á hinn bóginn verið fremur umhleypingasamt. Þórunn Sveins- dóttir er aflahæst á vertíðinni, hafði um mánaðamótin fengið 553 lestir og er nú komin vel yfir 600 tonnin. Suðurey hafði um mánaðamótin fengið 347 lestir. Hilmar Rósmundsson, umboðs- maður Fiskifélagsins, veitti frétta- ritara upplýsingar um aflabrögðin síðari hluta febrúarmánaðar: „Gæftir voru mjög góðar í febrúar enda mikið róið. Frá 16.-28. febrú- ar var landað til vinnslu 2.453 lestum miðað við óslægðan fisk og að auki voru 605 lestir af slægðum fiski fluttar út í gámum. Aflabrögð voru annars mjög misjöfn. Þeir bátar sem sóttu austur í Meðal- landsbugt fengu mjög góðan afla og stærri togbátamir sem sótt gátu á Austfjarðamið komu þaðan með mikið magn af þorskkóðum. Afli togaranna var góður en uppi- staðan í þorskafla þeirra er þriggja og fjögurra ára fiskur sem ætti að vera verndaður. Breki er með mest- an afla togara, hefur landað rúmum 700 lestum frá áramótum og farið í eina siglingu. Þórunn Sveinsdóttir var langhæst netabáta á þessu tímabili, fékk 357 lestir í sjö róðmm og hefur fengið frá áramótum 553 lestir. Bátar undir 10 lestum fengu um 110 lestir á þessum hálfa mánuði. Seinni hluta febrúar dró verulega úr afla hér á heimamiðum en það er ekki óalgengt þegar loðnan geng- ur yfir. í febrúar var landað hér 35.900 lestum af loðnu og fór hluti þess afla í frystingu, eða um 2.200 lestir af stórri oggóðri loðnu," sagði Hilmar Rósmundsson. Sjómenn eru sæmilega bjartsýnir á góða vertíð í vetur. Þorskurinn er að glæðast hér heimavið og bát- amir fyrir austan em að flytja netin á gömlu stæðin sín í kantinum. - hkj. Ólafsvík: Aukið fiskerí eins og sprauta í atvinnulífið Ólafivik. HÉR hefur nú mjög skipast til hins betra með aflabrögð. Nú fyrir helgina fengu nokkrir bátanna ágætan afla i netin. Á föstudaginn var Gunnar Bjarnason með 22 tonn og á laugardag fékk Lómur 30 tonn og Hringur og Garðar II 27 tonn hvor. Loðnað kom fyrir tæpri viku Grindavík: Þorskurinn að koma í Röstina Grindavfk. HELDUR er að glæðast þorsk- fiskeríið hjá þeim bátum sem eiga netin í Reykjanesröstinni og er fiskurinn kýldur af loðnu. Tveir af stærri bátunum Gaukur GK og Hópsnes GK voru með 67 tonn hvor úr Röstinni en af minni bátunum voru Hraunsvíkin GK með 50 tonn og Máni GK með 45 tonn af fallegum þorski. Aflahæstur yfir vikuna var Haf- bergið GK með 90 tonn aðallega ufsa annars var fískeríið lélegt þeg- ar á heildina er litið. Ef litið er á einstaka ljósa punkta þá landaði Geirfugl GK 21 tonni í Sandgerði á föstudag og 17 tonnum í Grinda- vík daginn eftir en hann er með netin norðvestur af Skaga. Oddgeir ÞH fékk 20 tonn í Bugtinni tvídreg- ið, svo segja má að enn sé beðið eftir að fiskeríið bresti á. Loðnulöndun hófst aftur í vik- unni eftir að byijað var að frysta hrognin og var samtals landað tæp- um 4.000 tonnum. Heildaraflinn í febrúarmánuði í Grindavík var 19.334 tonn sem skiptist í loðnu 15.633 tonn og botnfisk 3.701 tonn. Aflahæsti báturinn frá áramót- um eftir löndun á laugardag var Hafbergið GK með 413 tonn síðan kemur Sigurður Þorleifsson GK með 408 tonn, Vörður ÞH með 353 tonn og Þorsteinn GK með 352 tonn. Grindvíkingur landaði 80 tonnum af frystum loðnuhrognum og 400 tonnum af loðnuúrgangi eins og sagt hefur verið frá áður. Daginn eftir fréttist af honum með 500 tonna kast útaf Látrabjargi og 2 daga vinnslu framundan. Töluverð útskipun er í gangi þessa dagana. Fryst loðna, salt- fískur, síld, mjöl og lýsi er skipað út á hveijum degi alla vikuna. Kr.Ben. og eru miklar torfur um allan sjó. Þrátt fyrir batnandi afla er ekki ljóst nú hvort göngufiskur er hér í miklum mæli. Virðist smærri fiskurinn ekki enn vera með í leiknum. Til þessa hefur eingöngu aflast vel á dýpri miðum en sam- kvæmt venju er vonast til að önnur mið gefi líka vel á næstu dögum. Mestan vikuafla fékk Lómur 75 tonn í 6 róðrum en aflahæstir frá vertíðarbyijun eru Gunnar Bjamason með 301 tonn og Garð- ar II með 300 tonn. Lítill afli hefur verið hjá dragnótabátum síðustu dagana. Aukið fiskerí hefur komið eins og sprauta í atvinnulífið og von- ast er eftir mikilli vinnu áfram. Veikindi hafa verið að stinga sér niður, eymsli í hálsi og höfði og sumir hafa fengið allháan hita. Veðrið er eins og það getur best og blíðast verið. - Helgi +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.