Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Minning: Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir Fædd 27. júní 1917 Dáin 27. febrúar 1987 Við Ragnhildur kynntumst fyrst á miðjum sjötta áratugnum, þegar foreldrar mínir leigðu hjá þeim Bjarna í Þingholtsstrætinu. Nokkr- um árum seinna urðum við aftur nágrannar, þegar pabbi og mamma fluttu á Bókhlöðustíg með ómegð sína; það er tveimur húslengdum frá læknishúsinu. Alltaf man ég bút úr kvikmynd, sem pabbi tók af Ragnhildi á leiðinni frá okkur og heim, og hljóp við fót upp stíginn. Það lýsir Ragnhildi vel, að hún skyldi hlaupa, því að bæði var hún mjög vel íþróttum búin á yngri árum, en jafnframt mikil röskleika- kona, sem var ekki að neinu hringsóli eða dinglumdangli við hlutina. Kynnin af Ragnhildi og Bjama verða okkur öllum ógleym- anleg. Hún fæddist hinn 27. júní 1917 á Eiðum í Eiðaþinghá og vom for- eldrar hennar skólastjórahjónin þar, þau Metúsalem Stefánsson og Guðný Jónína Óladóttir. Þau eign- uðust fjögur böm, misstu eitt þeirra ■ ársgamalt, en upp komust auk Ragnhildar þau Jón Metúsalem, sem býr í Bandaríkjunum, og Unn- ur Björg, sem lést 1949, átti Pál Daníelsson, vélsmið í Reykjavík. Síðar eignaðist Metúsalem son, sem Ingólfur heitir og býr í Vesturheimi. Ragnhildur var í bamaskóla kat- ólskra í Landakoti, stundaði síðan nám við gagnfræðaskóla í Reykjavík og Héraðsskólann á Laugarvatni, en útskrifaðist svo frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. - Ung var hún í vist hjá góðu fólki í Reykjavík. 20. febrúar 1937 gékk hún að eiga Bjama Konráðsson, lækni, kjörson Konráðs R. Konráðssonar, læknis, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Bjami og Ragnhildur bjuggu allan sinn búskap í húsinu nr. 21 við Þingholtsstræti, þegar frá em skildar skemmri dvalir úti á landsbyggðinni vegna læknis- starfa Bjama. Var Ragnhildur ritari manns síns á lækningastofu hans og stóð honum þétt við hlið á anna- sömum starfsdegi. Böm þeirra em tvö: Sigríður, kennari í Reykholti í Borgarfirði, gift Snorra Jóhannessyni, skóla- stjóra í Reykholti, og Konráð Ragnar, forstjóri Félagsprentsmiðj- unnar, kvæntur Halldóm Guð- mundsdóttur. Bamabömin em fímm talsins og bamabamabam eitt. Ragnhildur Metúsalemsdóttir var mikil merkiskona. Hún var góð- um gáfum gædd, félagslynd í besta lagi og hafði mikla unun af því að vera með fólki. Hún hafði áhuga á fögmm listum. Þau hjónin störfuðu ötullega innan vébanda Oddfellow- reglunnar, einkum að líknarmálum. Ekki síður lögðu þau hönd á plóg- inn, þegar um var að ræða heim- sóknir erlendra ungmenna á vegum reglunnar. Þau tóku forkunnarvel á móti þessum gestum, létu þá dvelja hjá sér í góðu yfírlæti og sýndu þeim landið. Ragnhildur var höfðingi í lund og svo hjálpsöm, að flest ár hafði hún í heimili hjá sér skólanema utan af landi, bæði skylda og óvanabundna, svo að framherbergið í forstofunni stóð sjaldnast autt. Eitt var það, sem mjög einkenndi Ragnhildi. Það var dugnaður hennar að vitja sjúkra og aldraðra. Vom ótaldir þeir, sem hún heimsótti og færði gjafír. Ragnhildur var mjög ákveðin í skoðunum og sagði öðmm þær umbúðalaust. Líklega mundi leitun að jafn skoðanaföstum konum í sama húsi og henni og mömmu. Þó minnst ég þess ekki, að nokkum tíma hafi komið til fomærmelsis. Ef Ragnhildi mislíkaði, tjáði hún sig um það á stundinni og staðnum og svo var það búið. Hún var ákaf- lega glettin og ég man varla eftir að hafa séð jafnmikla kátínu í and- liti og augum og hjá henni. Þyrfti hún niður í bæ, án þess henni þætti öðmm koma það við, hvað hún ætlaði að erinda þar, þá sagðist hún vera að fara niður í bæ að segja bö!_Það þótti mömmu fyndið. Ég held að Ragnhildur hafí haft hverfandi tilhneigingu til þess að feta troðna slóðir ellegar líkja í nokkmm hlut eftir hegðun og við- horfum annarra. Afí keyrði nætur- lækninn í hálfa öld. Meðal læknanna, sem hann flutti milli húsa hér í bænum, var Bjarni Kon- ráðsson. Einhveija nótt sagði afí Bjama, að hann ætti dóttur, sem væri að leita sér að húsnæði. Líklega fengi íjölskyldan þó hvergi inni, af því að bömin væm alltof mörg! „Eg skal tala við konuna mína,“ sagði Bjami, „og við skulum sjá, hvort við getum ekki leigt þeim neðri hæðina hjá okkur.“ Bjami talaði við Ragnhildi og við fluttum inn í Þingholtsstræti 21 fáum dög- um síðar. Mamma aftók með öllu að kalla Ragnhildi annað en frú Konráðsson. Dagleg umgengni þeirra var með miklum virðuleikablæ, þótt aldrei létu þær verða af því að þérast í alvöru. Af sjálfu leiddi, að við krakkamir kölluðum Ragnhildi „frúna". „Hrúin“, sagði það af smá- fólkinu, sem var ekki búið að ná alveg réttum framburði. Hún var frúin í húsinu. Og til hennar var leitað undir öllum hugsanlegum kringumstæðum. „Frúin" gat leyst úr ótrúlegustu vandamálum, svo bóngóð og hjartahlý, sem hún var. Ragnhildur Metúsalemsdóttir hygg ég verði minnisstæð hveijum þeim, sem henni kynntist, sakir traustra gáfna sinna og mannkosta. Við fráfall hennar sendum við Bjama og bömunum innilegar sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir liðna tíð. Gunnar Björnsson Hún fæddist 27. júní 1917 á Eið- um í Eiðahreppi í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar vom Metúsalem Stefánsson, búfræðingur frá Ólafs- dal og síðar skólastjóri á Eiðum og búnaðarmálastjóri, og kona hans, Guðný Jónína Óladóttir frá Höfða, Vallahreppi í Suður-Múlasýslu. Ragnhildur bar nafn föðurömmu sinnar, Ragnhildar Bjargar Metú- salemsdóttur frá Möðmdal á Fjöll- um. Frá Eiðum fluttist Ragnhildur með foreldmm sínum til Hvanneyr- ar og síðan til Reykjavíkur. A yngri ámm iðkaði hún mikið íþróttir, einkum fimleika og sund en síðar á ævinni var það golfíþrótt- in sem átti hug hennar og iðkaði hún þá íþrótt með manni sínum eins lengi og heilsan leyfði. Hinn 20. febrúar 1937 gekk Ragnhildur að eiga eftirlifandi mann sinn, Bjama Konráðsson, lækni og dósent, kjörson Konráðs R. Konráðssonar, læknis, og Sigríð- ar Jónsdóttur. Ragnhildur var þá aðeins 19 ára og Bjami nýlega orð- inn 22 ára og nemandi á 2. ári í læknadeild Háskóla íslands. Á þeim ámm var mjög óvenjulegt að náms- menn í háskólanum, hvað þá á 2. ári, staðfestu ráð sitt og stofnuðu eigið heimili, en þau Ragnhildur og Bjami settu það ekki fyrir sig. Þau höfðu tekið sína ákvörðun, markað stefnuna og því striki var haldið til hinstu stundar. Þau Ragnhildur og Bjami eignuðust tvö böm, sem bæði em á lífi. Þau em: Sigríður, kennari við héraðsskólann í Reyk- holti, gift Snorra Jóhannessyni, yfírkennara við sama skóla, og Konráð Ragnar, framkvæmdastjóri Félagsprentsmiðjunnar og Anilín- prents hf., giftur Halldóm Guð- mundsdóttur. Konráð hefur verið forseti Golfsambands íslands í mörg ár, en golfíþróttin var einmitt einn- ig eftirlætisíþrótt foreldra hans. Bjami eiginmaður Ragnhildar lauk kandídatsprófí í læknisfræði vorið 1943. Á ámnum 1946—47 dvöldust þau hjónin ásamt bömum sínum í Kaupmannahöfn, þar sem Bjami lagði stund á sérgrein sína, lækningarannsóknir. Þar bjuggu þau lengst af í húsinu nr. 4 við Baggesensgötu. Bjami hafði þá engar atvinnutekjur svo Ragnhildur tók að sér að sjá fjölskyldunni far- borða og réð sig á saumastofu, þar sem hún starfaði jafnframt því að annast heimilið, bónda sinn og böm. Á þessum tíma var konan mín við nám í Danmörku og stóðu henni sem öðmm vinum þeirra hjóna allt- af opnar dyr á heimili þeirra í Baggesensgötu. Sumarið 1947 fór- um við hjónin og Ragnhildur og Bjami saman í þriggja vikna ferð til Sviss og Frakklands. Það var dýrðlegt ferðalag, bjartir og sólríkir sumardagar sem við nutum í fyllsta mæli og höfum svo oft minnst síðar á ævinni. Áslaug Olafs- dóttir—Minning Fædd 17. nóvember 1927 Dáin 2. mars 1987 Nú er hún Áslaug mín öll. Það er erfitt að kveðja hana en huggun harmi gegn að nú sé henn- ar lífsamstri lokið og nú geti hún léttstíg farið allra sinna ferða. Því eitt af því sem hún átti við að stríða var að bæklast á fæti þannig að erfitt var um gang og var ferða- frelsi hennar skert til muna. En hún reyndi að bæta sér það upp með skrifum sínum. Þar gat hún látið pennann geysast af eldmóði um hveija síðuna af annarri og á þann hátt rættust margir draumar eða losað var um ýmsar hömlur. Nú þegar hún hefur horfíð til nýrra heimkynna vona ég að hún hafi hitt þá látnu ástvini sína sem hún saknaði svo mjög. Fjölskyldu hennar votta ég ein- læga samúð og bið guð að styrkja þau öll. Kæru feðgar sem eftir sitjið heima. Tíminn læknar sárin þó söknuðurinn í bijóstum sé meiri en orð fái lýst. Anna Dam Mamma er horfín af sjónarsvið- inu. Hún sem ég gat alltaf leitað til með öll mín vandamál. Það var næstum orðin dagleg venja hjá mér þegar ég kom heim úr skólanum að setjast inn á rúmstokk hjá henni þa sem við töluðum mikið saman um daginn og veginn. Því hún sagði svo oft: „Árni minn, ef það er eitt- hvað að eða þér líður illa talaðu þá bara við mig, ég hjálpa þér því ég var alltaf vön því hjá eldri systkin- um þínum að þau kæmu til mín með öll sín vandamál.“ Þar sem ég var yngstur vorum við mikið ein saman og tengdumst mjög sterkum böndum. Það mátti segja að við hefðum verið bestu vinir. Er mér barst sú fregn að mamma væri dáin fannst mér sem eitthvað hefði verið tekið frá mér. Eitthvað sem ég myndi aldrei hreppa aftur. Mamma var afar listfeng og mjög vel gefín. Ef ég átti í vandræðum með námið var hún alltaf reiðubúin að hjálpa mér og miðla mér af þekk- ingu sinni. Hún fann mjög oft tií með fólki ef því leið illa. Þegar hún sá að ég var í leiðu skapi varð hún hrygg og vildi þá alltaf hjálpa mér. Við sátum oft saman inni í stofu og hlustuðum á tónlist og spiluðum á spil. Mamma var mjög mikið fyr- ir tónlist enda spilaði hún mikið og bað mig oft um að taka upp fyrir sig af plötum sem ég átti. Leonard Cohen og Bubbi Morthens voru í miklu uppáhaldi hjá henni og dáðist hún sérlega að textum þeirra og spilaði þá mikið. Mamma hefur fengist við margt um dagana, hún var mikil listakona og umgekkst listamenn mjög mikið. Hún málaði, orti ljóð og dægurlagatexta og samdi sögur. Það hefur komið út eftir hana bók með ljóðum og smá- sögum, „Tilraun til tjáningar“. Mig langar að taka mér orð Ein- ars Benediktssonar í munn því þetta kvæði var í miklu uppáhaldi hjá henni. Þú vógst upp björg á þinn veika arm. Þú vissir ei hik né efa. Verði góður guð með móður minni og varðveiti hana. Með þess- um orðum kveð ég mína ástkæru - móður. Árni Özur í dag verður til moldar borin Áslaug Olafsdóttir, sem lést á heim- ili sínu mánudaginn 2. mars sl. Ekki grunaði mig þegar ég talaði við hana í síma fyrir nokkrum dög- um að þetta yrði í síðasta skipti, sem ég heyrði í henni. Áslaug fæddist á Norðfírði og voru foreldrar hennar Guðný Har- aldsdóttir og Ólafur Stefánsson. Hún ólst upp á Norðfírði hjá móður sinni og móðursystkinum Sólrúnu og Árna og naut mikils ástríkis þeirra allra j uppvexti sínum. Að gagnfræðaprófí loknu vann Áslaug ýmis störf, m.a. á símstöð- inni í Keflavík. Auk þess stundaði. hún nám við Handíða- og myndlist- arskóla Islands. Árið 1948 kynntist Áslaug eftir- lifandi eiginmanni sínum, Áma Bjamasyni fv. skipstjóra. Þau gengu í hjónaband árið 1950 og bjuggu flest sín búskaparár í Hafn- arfirði. Þau hjón eignuðust sex börn og em fimm þeirra á lífi. Þau eru: Rut snyrtifræðingur, gift Guðmundi Jónssyni skipstjóra, Ása sjúkraliði, gift Gylfa Kjartanssyni stýrimanni, Guðný húsmóðir, gift Guðleifí Guð- mundssyni sjómanni, tvíburamir Haraldur stýrimaður, sem kvæntur er Valgerði Bjamadóttur, og Sólrún einkaritari, sem lést 1984, var gift Hafsteini Stefánssyni stýrimanni, og Ami Özur, sem enn er í foreldra- húsum og stundar nám við Flens- borgarskóla. Bamabömin eru ellefú. Öll bömin em búsett í Hafn- arfirði nema Guðný, sem býr í Ólafsvík. Eins og títt er um sjó- mannskonur mæddi uppeldi bam- anna og rekstur heimilisins mikið á Áslaugu. Naut hún þar stuðnings Guðnýjar móður sinnar, sem bjó á heimili dóttur sinnar til dauðadags 1974. Eftir að eldri bömin komust á legg vann Áslaug mörg sumur hjá Landsíma íslands, Reykjavík. Áslaugu var margt til lista lagt, m.a. málaði hún margar fallegar myndir og var mikil hannyrðakona. Hún var skáld gott og liggur eftir hana ein ljóðabók auk ýmissa ljóða, sem hafa birst í blöðum og tímarit- um. Einnig samdi Áslaug og þýddi marga vinsæla dægurlagatexta á ámm áður. Áslaug hafði mjög fágaðan smekk og ber heimili þeirra Áma þess glöggt vitni. Gaman var að koma þangað enda vom bæði hjón- in gestrisin og góð heim að sækja. Áslaug var tiygglynd og vinur vina sinna. Við hittumst sjaldan hin síðari ár, en ræddum oft saman í síma. Var komið víða við í þeim samtölum. Áslaug fór ekki varhluta af and- streymi lífsins frekar en margir aðrir. Hún missti dótturson sinn, Áma Signar, aðeins fimm ára gaml- an árið 1972 og dóttur sína, Sólrúnu, í blóma lífsins fyrir þremur ámm. Syrgði hún þau mjög. Áslaug átti við mikil veikindi að stríða í mörg ár. Hún stóð ekki ein í þessum erfíðleikum sínum. Naut hún dyggi- legs stuðnings Áma eiginmanns síns og bama. Með þessum orðum kveð ég Ás- laugu og votta eiginmanni hennar og öðmm ástvinum mína innileg- ustu samúð. Guðrún Guðjónsdóttir í dag verður til grafar borin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfírði tengda- móðir mín, Áslaug Ólafsdóttir. Hún fæddist á Norðfírði 17. nóvember 1927, dóttir Guðnýjar Haraldsdótt- ur og Ólafs Stefánssonar, og ólst hún upp hjá móður sinni og móður- systur í góðu ástríki. Hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Áma Bjamasyni, 1948 og giftu þau sig tveimur ámm síðar. Þau eignuðust sex börn. Ruth, Ása, Guðný, Har- aldur, Sólrún og Árni Özur og vom barnabömin 11. Sólrúnu misstu þau 1984. Eftirlifandi böm em uppkom- in og búin að stofna sín eigin heimili nema Ámi Özur sem er langyngst- ur af sínum systkinum. Ámi Özur var mjög nákominn móður sinni og vom þau mjög góðir vinir, er því söknuður hans mikill. Kynni okkar Áslaugar hófust þegar ég kynntist syni hennar, Haraldi, fyrir fimm ámm, vom því kynni okkar ekki löng. Henni var margt til lista lagt, hún hafði mjög gaman af ljóðum og gaf hún út ljóðabókina Tilraun til tjáninga. Eins hafði hún gaman af að mála og bar heimili hennar vott um að hún var listamaður og eiga börnin hennar öll fallegar myndir eftir hana. Áslaug var mjög vel gefín og var fróðlegt að hlusta á hana segja frá og hvikaði hún hvergi frá sínum skoðunum. Á þessum fimm ámm sem leiðir okkar lágu saman var hún mér góð tengdamóðir. Kveð ég hana með söknuði og bið góðan Guð að varð- veita hana. Elsku Ámi og böm, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt jafn sviplega og nú. Aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ (Sigurður Haraldsson) Valgerður Bjarnadóttir Afri iXsfcSSi ‘‘ «>.-t'Tt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.